Morgunblaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 16
FRÉTTIR
Innlent16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
Hágæða fóður fyrir hunda og ketti
Gott fyrir
meltingu
Gott fyrir
liðina
Gott fyrir
feldinn
Bætir ofnæmis-
kerfið
L i f and i v e r s lun
fy r i r ö l l gæ ludýr
Kauptúni 3, Garðabæ | Skeifan 9, Reykjavík | Sími 564 3364 | www.fisko.is | Opið virka daga 10-19, laugardag 10-18, sunnudag 12-18
100%
NÁTTÚRULEGAR
AFURÐIR
20%
FERSKT
KJÖT
..kíktu í
heimsókn
endurprenta eldri bækur sem hafa
klárast. Eftirspurnin hefur verið
gríðarleg og við heyrum af mörgum
ungum krökkum sem eru að safna
öllum bókunum,“ segir Egill Örn
Jóhannsson framkvæmdastjóri
Forlagsins.
Birgitta er vitaskuld hæstánægð
með þetta. „Mér þykir ótrúlega
vænt um að bækurnar fái að lifa og
séu endurprentaðar. Enda eru þær
nokkuð tímalausar svo það skiptir
ekki máli hvort þú lest þær í dag
eða eftir fimm ár,“ segir hún.
Nýju bækurnar tvær kallast
Hrekkjavaka með Láru og Lára
fer í útilegu. Þá verður söngbókin
Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa
aftur fáanleg en hún seldist upp í
fyrra. „Ég er sérstaklega spennt
fyrir því að hún fáist aftur því hún
hvarf fljótt úr búðunum og við
gátum ekki pantað meira á tímum
Covid. Þarna syng ég jólalög með
dóttur minni, bæði gömul og góð
og svo nýrri lög í bland. Og svo
geta krakkarnir sungið sjálfir við
undirleik.“
Nú ber einnig svo við að tvær
bækur Birgittu verða gefnar út
á ensku. Nefnast þær Lara visits
the farm og Lara goes swimming.
Egill Örn hjá Forlaginu segir að
um tilraun sé að ræða. Viðtökur
bókanna hér á landi hafi verið slíkar
að rétt sé að kanna hvort þær eigi
erindi á erlenda markaði. „Annars
vegar munum við dreifa þessum
bókum í verslanir hér á landi þar
sem þær vonandi rata til erlendra
ferðamanna. Svo getur þetta reynst
mikilvægt í allri kynningu á bókum
Birgittu, svo sem á bókamessum.
Þetta er vonandi fyrsta skrefið í
útrás þessara bóka.“
Lára og Ljónsi einnig á ensku
Birgitta bendir á að hér á landi
búi margir sem lesi ekki íslensku og
bækurnar gætu gagnast þeim. Þær
gætu einnig nýst í kennslu. „En svo
er líka allt þetta ferðafólk sem kem-
ur til landsins. Okkur langaði að sjá
hvort það vill ef til vill taka með sér
bækur sem minjagripi og lesa fyrir
börnin heima eða í flugvélinni.
Það væri náttúrlega alveg geggjað
ef fólk úti í heimi hefur áhuga á
Láru-bókunum. Ég held að þau
Lára og Ljónsi nái jafn vel til barna
úti í heimi og hér á Íslandi. Þótt ég
sé með Ísland í huga þegar ég skrifa
þær þá eru börn úti í heimi mörg
ekkert ólík börnunum hér.“
„Það er ótrúlega gaman að heyra
af því að verið sé að prenta eldri
bækurnar á ný. Mér finnst dásam-
legt að vita til þess að krakkarnir
sækja ekki bara í nýju bækurnar
mínar heldur þær eldri líka,“ segir
Birgitta Haukdal, rithöfundur með
meiru.
Birgitta verður áberandi í jóla-
bókaflóðinu í ár rétt eins og síðustu
ár. Hún gefur út tvær nýjar bækur
um þau Láru og Ljónsa en nú ber
svo við að margar eldri bækur
hennar verða einnig endurprent-
aðar.
Fyrsta skrefið í útrás bókanna
Samkvæmt upplýsingum frá
útgefanda bókanna verður Birgitta
umsvifamesti rithöfundur landsins
fyrir þessi jól. „Það verða hátt í
40 þúsund bækur Birgittu prent-
aðar nú í haust. Annars vegar eru
þetta nýjar bækur sem við erum
að prenta í stærri upplögum en
við höfum áður gert með bækur
hennar. Hins vegar erum við að
lUmsvifamesti höfundurinnlHátt í 40 þúsund eintök
Tvær bækur Birgittu
gefnar út á ensku í ár
VIÐTAL
Höskuldur Daði Magnússo
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Stórtæk Birgitta Haukdal sendir frá sér tvær nýjar Láru-bækur fyrir jólin og tvær eldri bækur hennar verða
gefnar út á ensku. Þá verða margar bækur Birgittu endurprentaðar til að anna eftirspurn ungra aðdáenda.
„Kennsla um nærumhverfið er
mikilvæg,“ segir Hilmar Arason,
skólastjóri Grunnskóla Snæfells-
bæjar. „Átthagafræði snýr að því
að kynna nemendum átthaga sína;
fræða þá um náttúru, sögu og
mannlíf. Menntun sem nemendur
öðlast þarna geta þeir síðan byggt
á með áframhaldandi námi. Fara
frá nærumhverfinu til þess sem er
framandi. Jafnframt vonumst við til
þess að geta með þessu dregið fram
hið jákvæða í samfélagi okkar. Opn-
að augu nemenda fyrir tækifærum
hér á Snæfellsnesi.“
Veitt voru á dögunum Íslensku
menntaverðlaunin svonefndu sem
eru í fimm flokkum. Í C-flokki, þar
sem viðurkenning var veitt fyrir
framúrskarandi þróunarstarf, fóru
verðlaunin í Snæfellsbæ. Í grunn-
skólanum þar hefur síðasta áratug
verið haldið úti verkefninu Átthaga-
fræði, sem beinist að því að efla
þekkingu nemenda á heimabyggð.
Fræðast um örnefni
og sjávarútveg
„Átthagafræði er þverfagleg grein
sem við leitumst við að tengja öllum
hefðbundnum námsgreinum,“ segir
Hilmar skólastjóri. „Ekki er á neinu
eiginlegu námsefni að byggja, en í
námskrá skólans er útlistað hvaða
viðfangsefni skuli tekin fyrir hjá
hverjum bekk. Sem dæmi má nefna
að nemendur fræðast um Snæfells-
jökull á fjölbreytilegan hátt, svo
sem um jarðfræði og þjóðsögur. Í
10. bekk er svo leiðangur á jökul,“
segir Hilmar.
Grunnskóli Snæfellsbæjar fékk
árið 2009 styrk úr svonefndum
Vonarsjóði til námskrárgerðar en
um líkt leyti var menntastefna Snæ-
fellsbæjar í mótun. Skv. áherslum
þessum er í áttahagafræði farið í
vettvangsferðir og tekin viðtöl við
fólk um svæðið og staðhætti. Úr
þeim fróðleik sem nemendur afla
sér þarna eru svo unnin verkefni og
frásagnir.
Námskráin í Snæfellsbæ gerir
ráð fyrir að í yngstu bekkjum læri
nemendur örnefni á svæðinu, tengi
þau við staði og þekki söguna að
baki. Í 4. bekk kynnast nemendur
starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja,
erja jörðina með því að rækta
matjurtagarð, fá fræðslu um
Ingjaldshólskirkju og fleira. Öðlast
einnig æfingu í því að koma fram,
segja frá og standa fyrir máli sínu.
Skapa framtíðina
Áherslur eru með líku lagi í 6.-10.
bekk sem kennt er í Ólafsvík en
taka eðlilega mið af því að þá hafa
börnin öðlast meiri þroska. Í 6.
bekk er til dæmis fjallað um nátt-
úru Snæfellsjökuls, saga Ólafsvíkur
er tekin fyrir í 7. bekk og í 9. bekk er
farið í jarðfræði. Í 10. bekk kynnast
nemendur svo ferðaþjónustu á
svæðinu, enda komin á aldur til að
velja sér starf og skapa sér framtíð.
„Í skólastarfi er gaman að fara
nýjar leiðir og vinna með nemend-
um á fjölbreyttan hátt. Tilgangur-
inn hér er líka sá að skapa tengsl
nemenda við heimabyggð, svo
Snæfellsbær sé álitlegur þegar að
því kemur hjá gömlum nemendum
að velja sér búsetu sem fullorðið
fólk,“ segir Hilmar Arason.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Átthagafræðin
verðlaunuð í
Snæfellsbæ
lNýjungar í námilSkólastarf sem
vekur athyglilTengsl við byggðina
Menntun Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Snæfellsbæjar með Guðna
Th. Jóhannessyni forseta Íslands þegar verðlaun voru veitt á dögunum.
n