Morgunblaðið - 17.11.2022, Page 20

Morgunblaðið - 17.11.2022, Page 20
FRÉTTIR Innlent20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 ROMAGO 16.995 kr./ St. 41- 47,5 MEÐ MJÚKU INNLEGGI OG GÓÐUM STUÐNINGI KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS HERRA GÖTUSKÓR SKECHERS Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes • www.gaeludyr.is Jólagjafir gæludýranna færðu hjá okkur „Við þurfum fleira fólk í fagið, svo miklu skiptir að ferðamenn sem koma til Íslands fái besta mögulega viðurgjörning og jákvæða mynd af landinu. Að slíku verður best stuðlað með því að ferðaþjónustu sé sinnt af fólki sem hefur aflað sér góðrar menntunar í faginu og þar er okkar fólk í lykilhlutverki,” segir Friðrik Rafnsson, formaður í Leið- sögn – stéttarfélagi leiðsögumanna. Um síðustu helgi var efnt til há- tíðarsamkomu og haldið upp á 50 ára afmæli félagsins, sem var stofn- að í mars árið 1972. Upphaflega var reyndar talað um Félag leiðsögu- manna en nafninu var breytt fyrir nokkrum árum og er nú flestum orðið tamt. Nokkrir af stofnfé- lögunum voru á samkomu síðustu helgar og voru þar heiðraðir. Frumkvöðlar og fjölbreytni Viðstödd var einnig Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og heiðursfélagi í Leiðsögn. Vigdís var frá því um 1950 og næstu tuttugu árin gjarnan leið- sögumaður erlendra ferðamanna á Íslandi. Skipulagði og kenndi á námskeiðum fyrir verðandi leiðsögumenn og er að því leyti frumkvöðull í faginu. Því var engin tilviljun að samkomu leiðsögu- manna væri valinn staður í Veröld – húsi Vigdísar við Brynjólfsgötu í Reykjavík, hvar er tungumálamið- stöð Háskóla Íslands. Í ávarpi tiltók Friðrik Rafnsson sérstaklega þau orð Vigdísar að tungumál séu lykill- inn að heiminum. Tungur veraldar í öllum sínum fjölbreytileika séu jafnframt verkfæri leiðsögumanna þegar þeir segja ferðamönum frá landi, náttúru þess menningu og sögu. Á hátíðinni um síðustu helgi voru nokkrir af stofnfélögum Leiðsagn- ar heiðraðir. Eðlilega eru sumir frumherjanna fallnir frá, en nokkrir lifa enn og sjálfsagt þótti að sýna þeim sóma og þakka fyrir vel unnin störf. „Nám leiðsögumanna, sem sannarlega er mjög fjölbreytt, þarf að vera í stöðugri þróun,“ segir Friðrik Rafnsson sem starfað hefur við leiðsögn, jafnhliða þýðingum, frá árinu 1988. Öryggismál og umgengni Kjarnagreinar í leiðsögunámi eru náttúrufræði, saga og samfélags- greinar svo þau sem leiðsegja séu í góðum færum að greina frá því sem ætla má að ferðalangar vilji vita um land og þjóð. Nám í leiðsögu býðst nú við Endurmenntun Háskóla Íslands og Ferðamálaskóla Íslands í Kópa- vogi, auk þess sem fleiri stofnanir eru að færa sig inn á þessa braut. „Nú þarf að taka í ríkari mæli inn í námið þætti eins og öryggismál og umgengni við landið, svo viðkvæm er náttúra Íslands. Einnig þarf að mínu mati að fjalla meira um menningu landsins, því æ fleiri, og þá sérstaklega unga fólkið, koma hingað eftir að hafa heillast af bókum íslenskra höfunda eins og Arnaldar eða Ragnars Jónassonar, hlustað á Björk eða GusGus eða séð áhugaverðar íslenskar bíómyndir.“ Meðal þeirra sem ávörpuðu hátíðarfund Leiðsagnar var Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Í tölu sinni fór hún yfir vöxt og viðgang atvinnugreinarinnar á síðustu ára- tugum og rifjaði upp að 1972, árið sem Leiðsögn var stofnuð, komu 68.000 ferðamenn til Íslands. Þeim hafi í sumum tilvikum verið sinnt og veittur beini með afar frjálsleg- um hætti – jafnvel á einkaheimilum fólks. Í hægum skrefum á löngum tíma hafi greinin svo þróast og fólki frá útlöndum sem til Íslands kom að sjá og njóta fjölgað. Reikna megi með að ferðamenn sem til landsins koma á næsta ári verði um tvær milljónir, það er svipað og var fyrir heimsfaraldur. Margt af þessu fólki sé í hópferðum og í þeim eru leiðsögumenn í aðalhlutverki, segir Bjarnheiður. Andlit Íslands „Fimm stjörnu gisting og Michelin-stjörnumáltíðir bjarga ekki málunum, ef leiðsögnin er ekki nógu góð. Á sama hátt má segja að ef eitthvað vantar upp á varðandi gæði annarra þátta, s.s. í gistingu – eða ef veðrið er brjálað þá getur góður leiðsögumaður bætt það upp og rúmlega það,” segir Bjarnheiður. Hún segist á sínum ferli í ferðaþjón- ustu hafa unnið með miklum fjölda leiðsögumanna sem séu mikilvægir til að tryggja gæði hópferðar. „Leiðsögumenn eru andlit Íslands gagnvart erlendum gestum, þeir eru sendiherrar, þeir eru öryggis- fulltrúar, þeir eru verðir náttúr- unnar og umhverfisins, þeir túlka náttúruna, þeir eru upplýsingafull- trúar, þeir eru leiðtogar, mála- miðlarar, þurfa að vera frábærir í samskiptum, læsir á menningu og menningarmun, þurfa að vera útsjónarsamir, stundvísir, fróðir um sögu, menningu, stjórnmál, landa- fræði, jarðfræði, samfélagsmál, jurtir og dýralíf og bara um allt á milli himins og jarðar og ofan á allt þetta helst afburðaskemmtilegir. Leiðsögn um Ísland er sem sagt gæðamál – og gæðamál eru einmitt það sem við þurfum að setja á oddinn,“ sagði Bjarnheiður. lFimmtíu ára fagfélag í ferðaþjónustunnilTímamótumvar fagnaðlMenningin heillar og er sterkt aðdráttarafllNámog starf sé í stöðugri þróunlGæðamálin þurfa að koma sterk inn Leiðsögumenn eru í lykilhlutverki Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stofnfélagar Frumherjar í íslenskri leiðsögn voru heiðraðir á tímamótum. Á myndinni eru frá vinstri talið: Halldóra Guðmundsdóttir, Sigríður Pálmadóttir, Valdís Blöndal, Elínborg Stefánsdóttir, Kjartan Lárusson, Eyþór Heiðberg, Geirlaug Þorvaldsdóttir, Pétur Urbancic og Elísabet Brand. Lengst til hægri er Friðrik Rafnsson. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Á rölti í miðborg Reykjavíkur að lifa og njóta á góðum degi. Friðrik Rafnsson Bjarnheiður Hallsdóttir Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.