Morgunblaðið - 17.11.2022, Page 32
FRÉTTIR
Erlent32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
Bláu húsin v/Faxafen, sími 553 7355, vefverslun selena.is
Vefverslun
selena.is
Frábært úrval af
Modal náttfötum
Trump býður sig
fram á nýjan leik
lRonDeSantis sagður helsta ógnin
Donald Trump fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti tilkynnti í fyrrinótt
að hann hygðist bjóða sig fram að
nýju til forseta Bandaríkjanna,
en kosið verður í nóvember 2024.
„Endurkoma Bandaríkjanna hefst
núna,“ sagði Trump í ræðu sinni í
Mar-a-Lago, þar sem hann tilkynnti
framboðið að viðstöddum stuðn-
ingsmönnum sínum.
Skaut Trump föstum skotum að
eftirmanni sínum á forsetastóli, Joe
Biden, og sagði markmið sitt að
tryggja að hann næði ekki endur-
kjöri.
Óvanalegt er að forsetaframboð
sé tilkynnt svo snemma í kosninga-
ferlinu, en nú er nýlokið kosningum
á miðju kjörtímabili Bidens, þar
sem repúblikanar náðu ekki þeim
árangri sem skoðanakannanir
höfðu bent til.
Þegar er ljóst að demókratar
munu halda meirihluta sínum í
öldungadeild Bandaríkjaþings, en
repúblikanar voru búnir að tryggja
sér 217 þingsæti í fulltrúadeildinni
í gær. Vantar þá þar með einungis
eitt þingsæti í viðbót til þess að ná
meirihlutanum í deildinni, en telja
þarf áfram í nokkrum kjördæmum í
Arizona, Colorado og Kaliforníu.
Stjórnmálaskýrendur vestan-
hafs segja að framboðstilkynning
Trumps nú sé m.a. tilraun til þess
að fæla aðra vonbiðla repúblikana
frá framboði, þar sem Trump þykir
enn njóta mikils stuðnings meðal
grasrótar flokksins.
Er þar helst bent á Ron DeSantis
ríkisstjóra Flórída, en hann náði
góðum árangri í kosningunum nú,
ólíkt mörgum öðrum repúblikönum.
Þá er talið að Mike Pence, fyrrver-
andi varaforseti Trumps, öldunga-
deildarþingmaðurinn Ted Cruz og
Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri
Suður-Karólínu, hafi einnig fram-
boð í hyggju.
AFP/Alon Skuy
Framboð Trump ásamtMelaniu
konu sinni eftir tilkynninguna.
ríkjunum og er notað af bæði Rússum
og Úkraínumönnum.
Vilja taka þátt í rannsókninni
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti
sagðist hins vegar í gær ekki vera í
neinum vafa um að eldflaugin hefði
ekki komið frá Úkraínumönnum.
Sagði Selenskí að samkvæmt upplýs-
ingumÚkraínuhers teldi hann öruggt
að um rússneska eldflaug hefði verið
að ræða.
Þá sagði Selenskí að Úkraínumenn
hefðu ekki séð nein sönnunargögn
þess efnis að flaugin hefði komið
frá þeim, en Oleksí Danilov, ritari
þjóðaröryggisráðs Úkraínu, greindi
frá því í gær að Úkraínumenn hefðu
óskað formlega eftir því að taka þátt í
rannsókn málsins, sem nú er á hendi
Pólverja og Bandaríkjamanna.
Sagði Danilov að úkraínsk stjórn-
völd væru reiðubúin til þess að af-
henda gögn sem þau teldu sýna að
Rússland bæri ábyrgð á atvikinu, en
hann ætti nú von á upplýsingum frá
bandamönnum sínum í vestri um þær
fullyrðingar að eldflaugin hefði komið
frá Úkraínu.
Rússar neita allri sök
Leiðtogafundi G20-ríkjanna í Balí
lauk í gær, en leiðtogar vesturveld-
anna á fundinum héldu neyðarfund
ummálið í gærmorgun eða í fyrrinótt
að íslenskum tíma. Joe Biden Banda-
ríkjaforseti sagði eftir fundinn að það
væri „ólíklegt“ að Rússar hefðu skot-
ið eldflauginni, en rannsókn þyrfti
að leiða sannleikann í ljós áður en
ákvarðanir væru teknar um næstu
skref. Dmítrí Peskov talsmaður
Rússlandsforseta hrósaði Banda-
ríkjastjórn í kjölfarið fyrir „íhugul og
fagmannleg viðbrögð“ við atvikinu, en
Rússar hafa þvertekið fyrir að þeir
beri nokkra ábyrgð á sprengingunni í
Póllandi. Hélt rússneska varnarmála-
ráðuneytið því fram í gær að loftárás-
ir þeirra í fyrradag hefðu einungis
beinst að skotmörkum innanÚkraínu
og hvergi nær en 35 kílómetrum frá
landamærum Póllands að landinu.
Olaf Scholz Þýskalandskanslari var
hins vegar ekki reiðubúinn til þess að
fría Rússa ábyrgð á atvikinu, sama
hvort eldflaugin hefði verið úkraínsk
eða rússnesk. Sagði hann mikilvægt
að gera það „skýrt að þetta hefði ekki
gerst nema vegna stríðs Rússa gegn
Úkraínu, án eldflauganna sem eru
stöðugt og í stórum stíl skotið á inn-
viði Úkraínu“. Sagði Scholz einnig
ljóst af fundi G20-ríkjanna að Vlad-
imír Pútín Rússlandsforseti stæði
nær einn þegar kæmi að Úkraínu-
stríðinu. Samþykktu leiðtogar vestur-
veldanna á fundinum ályktun þar sem
þeir fordæmdu harðlega eldflauga-
árásir Rússa á Úkraínu.
Christian Thiels, talsmaður þýska
varnarmálaráðuneytisins, sagði svo
í gær að Þjóðverjar gætu sent orr-
ustuþotur sínar til Póllands til þess
að aðstoða Pólverja við að gæta loft-
helgi sinnar, og að það gæti byrjað
frá og með deginum í dag ef pólsk
stjórnvöld óskuðu eftir því. Myndu
þýsku þoturnar fljúga frá bækistöðv-
um sínum í Þýskalandi til loftrýmis-
gæslunnar.
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins sagði í gær
að frumrannsókn á sprengingunni
í Póllandi í fyrradag benti til þess
að hún hefði líklega verið af völdum
loftvarnaflaugar, sem Úkraínumenn
hefðu skotið á loft til að verja sig gegn
rússneskum stýriflaugum. Stolten-
berg tók fram að enn væri verið að
rannsaka málið, og að bíða þyrfti
niðurstöðu hennar. „En við sjáum
engin merki þess að þetta hafi verið
viljandi árás,“ sagði Stoltenberg.
Hann stýrði í gær neyðarfundi
fastafulltrúa bandalagsríkjanna
í Brussel, þar sem farið var yfir
stöðuna, en óttast var í fyrstu að
rússneskar eldflaugar hefðu valdið
sprengingunni, sem varð tveimur
Pólverjum að bana.
Stoltenberg sagðist vilja taka sér-
staklega fram að atvikið væri ekki
Úkraínumönnum að kenna, heldur
bæru Rússar þar endanlega ábyrgð
með ólöglegum stríðsrekstri sínum í
Úkraínu, en þeir skutu um hundrað
eldflaugum á borgaraleg skotmörk í
Úkraínu í fyrradag.
„Óheppilegt slys“
Andrzej Duda forseti Póllands tók
í sama streng og Stoltenberg, en
Pólverjar höfðu kallað eftir neyðar-
fundinum í gær, og íhuguðu pólsk
stjórnvöld einnig að virkja 4. grein
Atlantshafssáttmálans, sem kveður
á um að sérhvert bandalagsríki geti
óskað eftir formlegu samráði þegar
landsvæði, sjálfstæði eða öryggi þess
er ógnað. Þess mun ekki vera talin
þörf í þessu tilfelli.
Sagði Duda líkt og Stoltenberg að
ekkert benti til þess að um viljandi
árás á Pólland hefði verið að ræða, og
að sökin lægi ekki hjá Úkraínumönn-
um. Sagði Duda að það væri mjög
líklegt að Úkraínumenn hefðu skot-
ið á loft loftvarnaeldflaug frá tímum
Sovétríkjanna og að um „óheppilegt
slys“ hefði verið að ræða. Myndir
frá staðnum þar sem eldflaugin lenti
sýndi brak, sem sumir sérfræðingar
töldu að kæmi frá S-300-loftvarna-
kerfinu, sem á uppruna sinn í Sovét-
Sprengingin talin vera óviljaverk
lPólverjar og NATO segja líklegast að um úkraínska loftvarnaflaug hafi verið að ræðalDuda segir
Rússa bera endanlega ábyrgð á mannfallinulÞjóðverjar bjóða Pólverjum aðstoð við loftrýmisgæslu
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
AFP/Pólska lögreglan
Rannsókn Pólskir lögreglumenn sjást hér rannsaka ummerkin eftir sprenginguna í Przewodów í fyrradag.
UTANRÍKISMÁLANEFND ALÞINGIS
Mikilvægt að sýna hófstillingu
Bjarni Jónsson,
formaður utan-
ríkismálanefnd-
ar Alþingis,
sagði í gær í
samtali við mbl.
is að mikilvægt
væri að sýna
hófstillingu
í viðbrögð-
um vegna
sprengingarinnar í Póllandi.
Nefndin fundaði í gær með fulltrú-
um utanríkisráðuneytisins til þess
að afla sér upplýsinga um málið.
Sagði Bjarni að áhersla Pólverja
og annarra lykilaðila væri á að
komast til botns í því hvað hefði
gerst. „Við virðumst vera að fær-
ast fjær því að þarna hafi verið um
meðvitaða árás Rússa að ræða en
auðvitað væri þetta ekki að gerast
ef það væri ekki vegna innrásar
Rússlands í Úkraínu og þetta eru
afleiðingar þess með einum eða
öðrum hætti,“ sagði Bjarni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
formaður Viðreisnar óskaði eftir
fundi í nefndinni með utanríkis-
ráðherra, sem er nú erlendis. Er
stefnt að því að nefndin fundi með
forsætisráðherra í dag.
Bjarni
Jónsson