Morgunblaðið - 17.11.2022, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 17.11.2022, Qupperneq 44
✝ Jóhanna Rakel Jónasdóttir fæddist 6. ágúst 1935 í Vetleifsholti í Holtum. Hún lést á Hrafnistu Sléttu- vegi 8. nóvember 2022. Foreldrar henn- ar voru Jónas Kristjánsson bóndi í Vetleifsholti, f. 19.5. 1894, d. 4.12. 1941, og Ágústa Þorkelsdóttir húsmóðir í Vetleifsholti, f. 19.8. 1896, d. 30.6. 1974. Systk- ini Jóhönnu Rakelar eru: Sig- ríður, f. 1925, d. 2016, Þorkell, f. 1926, d. 1927, Margrét Jóna, f. 1927, d. 2020, Gerður Þór- katla, f. 1929, d. 2021, Áslaug, f. 1932, d. 2015, Gunnar Krist- ján, f. 1930, d. 1953, Þórunn, f. 1931, d. 2012, Lárus, f. 1933, d. 2012, Ingólfur Gylfi, f. 1937, d. 2000, Auður Ásta, f. 1939. Jóhanna Rakel ólst upp í Vetleifsholti í Holtum til sex ára aldurs, þegar faðir hennar börn og 10 barnabörn; Jónas, f. 12.9. 1959, sem á þrjú börn og tvö barnabörn; Hávarður, f. 17.6. 1961, sem á tvö börn; Dóra, f. 7.1. 1965, sem á tvö börn; og Ólöf Rún, f. 12.9. 1966, sem á þrjú börn og tvö barnabörn. Jóhanna Rakel átti fyrir eina dóttur, Helgu Stol- zenwald, f. 29.11. 1954, d. 15.10. 2016, þegar þau Tryggvi kynntust sem Tryggvi gekk í föðurstað. Helga eign- aðist fimm börn og á samtals 38 afkomendur. Jóhanna Rakel eignaðist 74 afkomendur í fimm ættliðum. Jóhanna Rakel undi vel sínu hlutverki sem húsmóðir og móðir sex barna og var oft margt um manninn á heimili þeirra hjóna á Háaleitisbraut- inni. Jóhanna Rakel starfaði lengst af sem saumakona, eða til ársins 2020, og var hús- móðir með stórt heimili, þar sem allur fatnaður var saum- aður á börnin og maturinn bú- inn til heima fyrir. Hún var einnig frístundabóndi með hænur og kartöfluræktun með eiginmanni sínum á Selásbletti þar sem nú er Norðlingaholtið. Jóhanna Rakel verður jarð- sungin í Fossvogskirkju í dag, 17. nóvember 2022, kl. 13. lést langt um ald- ur fram. Fjöl- skyldan fluttist á Hellu og þurfti móðir hennar að senda mörg barn- anna í fóstur og fór Jóhanna Rakel aðeins átta ára gömul í vist til hjóna í Reykjavík, þar sem hún stundaði nám í Miðbæjarskólanum. Hún flutti aftur á Hellu, lærði saumaskap, en flutti 1954, ung einstæð móðir, til Reykjavíkur með móður sinni Ágústu og vann við saumastörf þar til hún kynntist Tryggva Þorvaldssyni bílstjóra og frí- stundabónda, f. 6.11. 1917, d. 8.6. 1994. og hóf búskap með honum í Reykjavík. Þau gengu í hjónaband 1961. Jóhanna Rakel og Tryggvi eignuðust fimm börn saman á níu árum, þau eru: Ingólfur Helgi, f. 15.7. 1957, sem á átta Elsku amma mín. Þú hefur fengið hvíldina löngu. Ég á svo margar minningar um þig úr æsku þar sem ég var svo mikið hjá þér bæði í pössun og í heim- sókn. Það leið varla sá dagur sem ég leit ekki við á Háaleitisbraut- inni og alltaf var mikið af fólki í heimsókn. Við áttum marga góða tíma saman, hvort sem það var að spila, horfa á bíómyndir eða úti í labbitúr að tína dósir. Þú kenndir mér góðar dyggðir eins og kurteisi, þrautseigju og þolinmæði. Við sátum oft lengi að spila spil á borð við ólsen-ólsen, lönguvitleysu og rommí. Þar kom Háaleitisþrjóskan í ljós og ekkert var gefið eftir. Ég fékk líka mjög ungur að árum að prófa að drekka kaffi með kandísmolum og það þótti mér mikið sport. Í seinni tíð kom ég reglulega í heimsókn og við spjölluðum um heima og geima og ég lagði fyrir þig alls konar spurningaþrautir á meðan þú varst að sauma hinar og þessar flíkur fyrir fólk. Síðan fórum við yfir svörin og kíktum hvernig gekk. Þú varst algjör töfrakona í höndunum og það var alltaf fundin lausn á málinu þeg- ar fólk kom með flíkurnar sínar til þín. Man eitt sinn þegar við spjölluðum saman að þú sagðir að þig langaði alltaf svo í gulan bíl þrátt fyrir að þú værir löngu hætt að keyra. Þú varst alltaf svo ótrúlega þol- inmóð og góð þrátt fyrir það hvað við krakkarnir sem vorum í heim- sókn vorum oft uppátækjasöm. Manni leið alltaf vel heima hjá þér á Háaleitisbrautinni, það var svo góð ára yfir heimilinu þínu. Ég er þér þakklátur fyrir allt amma mín. Hugsa mikið til þín. Þinn Daníel. Jóhanna Rakel Jónasdóttir ✝ Jósefína E. Hansen fædd- ist 4. ágúst 1956 á Sauðárkróki. Hún lést 5. nóvember 2022 á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands á Sauðár- króki. Foreldrar henn- ar voru Regína Vilhelms, f. 3.4. 1931, d. 19.10. 2019, og Erlendur Hansen, f. 26.8. 1924, d. 26.8. 2012. Mað- ur hennar er Tryggvi G. Ey- mundsson, f. 8.10. 1940. Dóttir þeirra er Regína Petra Tryggvadóttir, f. 30.4. 1991. Hennar maki Ingi Valur Haraldsson, f. 26.3. 1991, d. 22.2. 2022, sonur þeirra er Haraldur Tryggvi Ingason, f. 18.11. 2021. Jósefína, eða Jósa eins og hún var oftast kölluð, stundaði sveita- störf á Sævarlandi allan sinn aldur auk þess sem hún vann í ígrip- um í frystihúsi og sláturhúsi á Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Sauðár- krókskirkju í dag, 17. nóv- ember 2022,kl. 15. Það var árvisst á hverju sumri í mörg ár að fara í heimsókn á Sæv- arland þegar ég var krakki. Það var alltaf tilhlökkunarefni og mik- ið ævintýri. Það þurfti að fara yfir óbrúaða Laxána og fyrstu árin þegar við vorum á fólksbíl var viss- ara að Gummi væri til taks á trak- tornum hinum megin við ána. Það var alltaf alúðlega tekið á móti okkur og mikil gestrisni þó nóg væri að gera hjá heimilisfólk- inu en við bara í fríi. Við dvöldum alltaf marga daga og sváfum í tjaldi þangað til byggt var við hús- ið. Mér fannst Baldey alltaf vera í eldhúsinu frá morgni til kvölds að reiða fram mat eða kaffiveitingar sem iðulega virtist vera nóg til af. Gummi Rósi, afi minn, var bróðir Baldeyjar og var kært með þeim þó þau kynntust ekki fyrr en á full- orðinsárum. Það var stutt á milli mömmu og Regínu sem áttu alltaf í mjög góðu sambandi. Á Sævarlandi var rekinn sjálfs- þurftarbúskapur. Mjólkin var not- uð til heimilisins, unninn rjómi og smjör og reykt bæði kjöt og fiskur. Við fengum til fjölda ára að njóta hins afbragðsgóða hangikjöts sem sent var suður um hver jól. Það var spennandi að fá að veiða í ánni sem mátti gera hve- nær sem var þangað til stofnað var veiðifélag. Við komum alltaf með lager af maðki þannig að við gæt- um skilið eftir fyrir Gumma sem Jósefína E. Hansen var sá sem sinnti veiðiskapnum. Einnig sendi pabbi stundum maðka norður sem fengu dulnefn- ið hulstur eftir að ein maðkasend- ingin þornaði. Gummi vildi síður ræða um maðka í opna sveitasím- ann heldur óskaði eftir að fá send hulstur. Það var líka ævintýri að fara niður í fjöru þar mátti m.a. finna steina og skeljar, dýrgripi sem fluttir voru suður. Jósa fékk auðvitað það hlutverk að sinna frænda en ég var tveimur árum yngri svo við gátum alveg leikið saman. Þó hún hefði ein- hverjum skyldum að gegna gat ég fylgt með og jafnvel stundum hjálpað til með kýrnar, rakað eða elt kindur í túninu. Mér þótti mikið til Jósu koma sem kunni skil á fjöl- mörgu sem var framandi fyrir borgarstrákinn og það var alltaf mikil væntumþykja á milli okkar. Eftir að ég varð fullorðinn minnkuðu samskiptin eins og gengur en við komum í heimsókn með Hrafnhildi okkar líklega fimm ára og Regína Petra ári eldri. Þær léku vel saman en ég man að okkur þótti gestrisnin ganga heldur langt þegar heima- sætan vera látin gefa fullmikið eft- ir fyrir borgarstúlkunni. Líkt og áður var gert vel við okkur og sér- staklega er minnisstæður dýrind- islax sem var eldaður eins og á fín- ustu veitingastöðum. Sævarland og heimilisfólkið á sérstakan sess hjá mér og ég á margar ánægjulegar minningar. Ég votta Regínu Petru, Tryggva og Haraldi Tryggva inni- lega samúð. Þórólfur Jónsson. Mig langar að minnast Jósefínu frænku minnar með ljóði föðurafa okkar sem mér finnst svo fallegt. Ætti ég hörpu hljómaþýða, hreina, mjúka gígjustrengi, til þín mundu lög mín líða, leita þín, er einn ég gengi. Viltu, þegar vorið blíða vefur rósir kvölddögginni, koma til mín, kvæði hlýða, kveðja mig í hinzta sinni. Lífið allt má léttar falla, ljósið vaka í hugsun minni, ef ég má þig aðeins kalla yndið mitt í fjarlægðinni. Innsta þrá í óskahöllum á svo margt í skauti sínu. Ég vildi geta vafið öllum vorylnum að hjarta þínu. (Friðrik Hansen) Þó svo að við hefðum verið ná- skyldar og feður okkar nánir bræður kynntist ég Jósu ekki fyrr en við vorum komnar vel á fullorð- insár. Þegar við hittumst var eins og við hefðum alltaf þekkst. Jósa var ein duglegasta kona sem ég hef kynnst. Gekk í öll störf á bæn- um hvort sem var úti eða inni. Einu sinni þegar ég átti leið um Skagafjörðinn var hún í þakvið- gerðum á bóndabænum. Jósa var svo áræðin og kjarkmikil og tókst af krafti á við öll verkefni. Mikill gestagangur var á heimilinu alla tíð, enda var hún ákaflega gestris- in og höfðingi heim að sækja. Þeg- ar komið var í heimsókn var öllu tjaldað til eins og drottningin væri á ferðinni. Ótal kökur og kræsing- ar dregnar fram svo borð svign- uðu. Það var virkilega gaman að heimsækja Jósu og fjölskyldu hennar. Var þá mikið spjallað og hlegið. Jósa var orðheppin og skemmtileg og það var gaman að vera í návist hennar. Jósa unni jörðinni Sævarlandi af öllu hjarta. Hún ólst þar upp á jörð móðurfjöl- skyldu sinnar og fannst það besti staður á jarðríki. Jósa veiktist af krabbameini og tókst á við veik- indin af æðruleysi og þrautseigju. Tengdasonur Jósu varð bráð- kvaddur fyrr á árinu og var það henni þungbær missir. Ljósið í myrkrinu var litli dóttursonur hennar, Haraldur Tryggvi, sem gaf Jósu bros og hlýju og hún naut þess að fylgjast með honum þrosk- ast og dafna. Mig langar að senda innilegar samúðarkveðjur til Tryggva eiginmanns Jósu og Reg- ínu Petru dóttur þeirra. Megi al- mættið umvefja ykkur með hugg- un og styrk á þessum erfiða tíma. Jósu þakka ég dýrmætar sam- verustundir. Kristín Edda Ragnarsdóttir. 44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 - Fleiri minningargreinar um Jósefínu E. Hansen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR Fjallalind 6, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. nóvember í faðmi fjölskyldunnar. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 21. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Streymt verður frá athöfn á slóðinni https://seljakirkja.is/seljasokn/streymi Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat Þorvaldur Helgi Benediktsson Halldóra Þorvaldsdóttir Ronny Thorød Matthildur Þorvaldsdóttir Agnar Steinarsson Þórunn Helga Þorvaldsdóttir Jóhann Böðvarsson Guðmundur S. Þorvaldsson Jóhanna G. Þórisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÖRN SVEINBJARNARSON múrarameistari og matstæknir, Háulind 18, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 18. nóvember klukkan 13. Þeir sem vilja minnast hans leggi Ljósinu lið. Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir Björk Arnardóttir Ingimundur Magnússon Hrönn Arnardóttir Haukur Ísfeld Ragnarsson Magnús Bergmann Jónasson Birgitta Saga Jónasdóttir Örn Vikar Jónasson Harpa Hauksdóttir Júlía Hauksdóttir Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 8. nóvember á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Móbergi Selfossi, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju mánudaginn 21. nóvember og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Kotstrandarkirkjugarði. Útförinni verður streymt á vefsíðunni promynd.is/hrefnag Björn Sigurðsson Vilborg Sigurðardóttir Guðjón Sigurðsson Vera Ósk Valgarðsdóttir Guðmundur Rafn Sigurðss. Gígja Baldursdóttir Atli Már Sigurðsson Auður Haraldsdóttir Sigurður Valur Sigurðsson Kristján Örn Sigurðsson Kristín Kristmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR AÐALSTEINSSON, byggingafræðingur og húsasmíðameistari, lést mánudaginn 31. október. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 21. nóvember klukkan 13. Svanhildur Sigurjónsdóttir Aðalsteinn Þórhallsson Gyða Þ. Guttormsdóttir Sigurjón Þórhallsson Jóhanna Katrín Þórhallsd. Davíð Örvar Hansson og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRETHE KRISTINSSON Naustahlein 21, Garðabæ, lést á heimili sínu 9. nóvember. Útförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 21. nóvember klukkan 13. Björn U. Sigurbjörnsson Bjargey Einarsdóttir Anna G. Sigurbjörnsdóttir Sævar G. Jónsson Edda B. Sigurbjörnsdóttir Eiríkur Benediktsson Helga S. Sigurbjörnsdóttir Rúnar J. Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.