Morgunblaðið - 17.11.2022, Side 45
Elskuleg móðir okkar, amma og langamma,
INGVELDUR BJÖRNSDÓTTIR
frá Kílakoti, Kelduhverfi,
verður jarðsungin frá Áskirkju
mánudaginn 21. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta SOS
Barnaþorpin njóta þess.
Bergþór Ingi Leifsson
Guðrún Birna Guðmundsdóttir
Agnar Bragi Guðmundsson
Hulda Lilja Guðmundsdóttir
Björn Rúnar Guðmundsson
makar, barnabörn og barnabarnabörn
✝
Þórður Rúnar
Valdimarsson
fæddist í Hafnar-
firði 11. júlí 1947.
Hann lést á Tener-
ife 27. október 2022.
Foreldra hans
voru Valdimar Sig-
urðsson, f. 5. feb.
1923, d. 14. nóv.
1983, og Ásdís
Brynný Þórðar-
dóttir, f. 1. okt.
1923, d. 27. mars 1993.
Systur hans eru Sigríður
Valdimarsdóttir, f. 1953, og
Ragna Valdimarsdóttir, f. 1958.
Þann 5. nóv. 1967 kvæntist
hann Svanhildi Ísleifsdóttur, f. 7.
nóv. 1945. Foreldrar hennar
voru Ísleifur Pálsson, f. 23. okt.
1912, d. 14. mars 1972, og Guðný
Gunnhildur Guðmundsdóttir, f.
26. sept. 1912, d. 4. feb. 1996.
3) Guðný Hrund Þórðardóttir,
f. 1975, maki Sigurður Örn Arn-
arson, f. 1975, eiga þau tvær dæt-
ur: a) Sandra Ósk, f. 1998, unn-
usti hennar er Þorbergur
Ólafsson. b) Emilía Ósk, f. 2005.
Þórður fæddist á Hringbraut
52 í Hafnarfirði. Hann bjó alla
sína ævi í Hafnarfirði, lengst af á
Klausturhvammi 6 sem hann
byggði ásamt fjölskyldu sinni en
síðustu árin bjó hann í Lækjar-
götu 32.
Þórður gekk í Barnaskóla
Hafnarfjarðar, tók svo unglinga-
próf í Flensborgarskóla. Útskrif-
aðist hann sem framreiðslumað-
ur frá Hótel Borg árið 1966 og
starfaði hann sem þjónn á Hótel
Borg, Lídó og á Skiphól. Hætti
hann að starfa sem þjónn 1983 og
fór að vinna í Skipasmíðastöðinni
Dröfn. Þegar henni var lokað lá
leiðin í Sundhöll Hafnarfjarðar
þar sem hann vann í 20 ár eða
þar til hann hætti og fór á eft-
irlaun. Síðustu árin mætti hann
reglulega í Suðurbæjarlaugina.
Útför Þórðar verður gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
17. nóvember 2022, kl. 13.
Þórður og Svan-
hildur eiga þrjár
dætur:
1) Ásdís Þórðar-
dóttir, f. 1966, gift
Herði Davíð Harð-
arsyni, f. 1964, eiga
þau fjögur börn: a)
Hildur Kathleen
Harðardóttir, f.
1989, gift Fannari
Frey Guðmunds-
syni, f. 1986, eiga
þau Hörð Frey, f. 2011, og Emblu
Ey, f. 2013. b) Alexandra Hödd, f.
1991. c) Bjarki Rúnar, f. 1996,
unnusta hans er Anna Kristín
Hrafnkelsdóttir. d) Snædís
Helma, f. 2001.
2) Þórhildur Þórðardóttir, f.
1970 gift Hafsteini P. Vattnes, f.
1968, eiga þau tvær dætur: a)
Svana Dís, f. 1996. b) Tinna Rut,
f. 2001.
Elsku pabbi.
Hver á núna að elda steikina og
búa til bestu brúnu sósuna í há-
deginu á sunnudögum?
Ekki grunaði okkur að sunnu-
daginn 2. okt. væri síðasti sunnu-
dagsmaturinn hjá okkur fjöl-
skyldunni með þér.
Við munum að Hörður Freyr,
barnabarnið þitt, sagði: „Afi, þessi
sósa fær 10 í einkunn – besta sósa
í heimi.“ Nú verðum við systur að
reyna að mastera afasósu sjálfar.
Þegar við systur vorum yngri
var ferðast innanlands og oftast
með tjald og seinna með fjöl-
skyldutjaldvagninum sem stór-
fjölskyldan keypti. Bílarnir á
þessum tímum voru kannski ekki
alltaf upp á sitt besta og munum
við eftir að í eitt skipti þá sauð á
bílum uppi á einhverri heiði og
þurfti pabbi að labba langa leið til
að fá vatn á bílinn og svo var hökt í
næsta bæ til að láta gera við bíl-
inn. Og ekki var slegið slöku við
ferðalögin þótt fjölskyldubílinn
væri Trabant deluxe þegar bygg-
ingarframkvæmdir voru í gangi.
Ekki var alltaf sól í þessum ferð-
um, stundum vöknuðum við fjöl-
skyldan öll rennandi blaut því
tjaldið hélt kannski ekki alveg
vatni og vorum heppin ef það var
ekki fokið líka. Ekki vorum við
alltaf glaðar með þessar ferðir á
sínum tíma en núna eru þetta góð-
ar minningar til að rifja upp þegar
við þurfum að kveðja pabba.
Sunnudagsrúnturinn hjá okkur
fjölskyldunni var alltaf sá sami en
það var bryggjurúntur og bátar af
ýmsum stæðum og gerðum skoð-
aðir og alltaf fannst okkur systr-
um pabbi keyra aðeins of nálægt
bryggjubrúninni, en svo var
splæst í ís eða farið í kaffi til
ömmu og afa á Hringbraut.
Árið 1982 ákváðu pabbi og
mamma að fara að byggja á
Klausturhvammi og þá voru allir
virkjaðir í störf þar sama á hvaða
aldri við vorum. Skafa timbur,
raða í stafla og sópa, þar var pabbi
verkstjórinn á staðnum.
Þegar barnabörnin fæddust
eitt af öðru þá var pabbi að vinna í
Sundhöll Hafnarfjarðar eða í afa
sundi eins og krakkarnir kölluðu
laugina. Þá fórum við mjög oft
með krakkana á laugardags-
morgnum og fengum bestu þjón-
ustu sem hægt er að fá í sundlaug.
Seinni árin ferðuðust pabbi og
mamma mikið til Spánar, aðallega
Costa del Sol og Kanarí, þar sem
honum fannst best að vera í hita
og sól. Þar kvaddi hann þetta líf
brúnn og sællegur og örugglega
ánægður með að fá að fara í sum-
arlandið beint frá Spáni.
Hvíldu í friði, elsku pabbi.
Þínar dætur,
Ásdís (Dísa), Þórhildur
(Tóta) og Guðný.
Elsku afi, en það er það hlut-
verk sem þú gegndir alltaf í mínu
lífi, verandi yngst í frændsystk-
inahópnum og nær barnabörnun-
um þínum í aldri en frændsystk-
inum mínum. Ég náði aldrei að
kynnast afa Valla og var ansi lítil
þegar amma Dísa lést. Þú og
amma Svana voruð og eruð mín
amma og afi og hafið alltaf hugsað
um mig á þann hátt.
Þegar ég hugsa til þín koma
ótal margar minningar upp, en
það sem stendur sérstaklega upp
úr þessa dagana er sumarið þegar
ég var sex ára og á sundnám-
skeiði. Fyrir sex ára barn er leiðin
frá Suðurbæjarlauginni og heim
til ömmu og afa „í grænu blokk“
ansi löng, en vitandi af þér að bíða
eftir mér fékk mig oftast til að
greikka sporið, aðallega af því að
þú hneykslaðist alltaf á því hvað
ég gat verið lengi á leiðinni, eins
og þér einum var lagið. En alltaf
tókst þú vel á móti mér með góð-
um hádegisverði. Þú varst alveg
frábær kokkur og það var alltaf til
nóg af mat heima hjá ykkur
ömmu. Þetta sumar áttum við ótal
marga eftirmiðdaga bara við tvö
ein, og held ég að við höfum bæði
haft mjög gott og gaman af þess-
um félagsskap hvort annars.
Síðustu 12 árin hef ég búið er-
lendis og á því ekki eins margar
minningar frá þessum tíma og úr
barnæskunni. En mér þykir svo
vænt um að hafa náð að hitta þig
tvisvar í síðustu Íslandsferðinni,
og það bara tæpri viku áður en þú
fellur svona skyndilega frá. Ég sé
þig svo ljóslifandi fyrir mér í dyra-
gættinni með ömmu að kveðja
okkur Emil, sem var of upptekinn
að faðma bílinn og flugvélina sem
þið gáfuð honum til þess að geta
veifað ykkur bless.
Takk fyrir allan góða matinn,
faðmlögin og að hafa gengið mér í
„afastað“, fyrir mér segir það allt
um þann mann sem þú hafðir að
geyma.
Minningin um góðan afa lifir.
Valdís Ragna.
Elsku besti afi okkar.
Við erum enn að átta okkur á
því að þú sért farinn frá okkur.
Þetta var erfiður fimmtudags-
morgunn, þegar við fengum þær
fréttir að þú hefðir fallið frá á þín-
um uppáhaldsstað í sólinni á
Spáni.
Minningarnar hafa rifjast upp
síðustu daga um ljúfan og einstak-
an mann. Þú lést yfirleitt lítið fyr-
ir þér fara en varst alltaf til staðar
fyrir okkur. Þú áttir alltaf sérstök
sæti í veislum og það verður tóm-
legt í komandi veislum að sjá þig
ekki í sætunum þínum.
Það voru ófáar, sundferðirnar,
sem við fórum til þín í afasund-
laug. Það að eiga afa sem vann í
sundlaug var mjög skemmtilegt.
Við nutum þess í botn að koma um
helgar til þín í sund og koma með
vini okkar þangað.
Það er erfitt að hugsa til þess
að við munum ekki koma í sunnu-
dagshádegismat til þín. Það var
hefð, frá því vorum lítil, að mæta
alla sunnudaga í heitan hádegis-
mat til þín eftir sunnudagaskól-
ann með ömmu. Fólk sem þekkti
ekki til fannst þess hefð mjög
merkileg og skildi varla hvernig
þú nenntir að elda heilu steikurn-
ar fyrir hádegi á sunnudegi en
fyrir þig var þetta ekkert mál. Þú
bjóst til bestu heitu brúnu sósu
sem hægt var að hugsa sér og
enginn vissi uppskriftina að nema
þú. Við munum samt reyna að ná
að gera hana einn daginn. Með
þessari sunnudagshefð hittist
stórfjölskyldan alla sunnudaga,
sem gerði hana mjög nána. Fyrir
þessar minningar erum við mjög
þakklát.
Góða ferð elsku afi og við lofum
að passa vel upp á ömmu fyrir þig.
Þín barnabörn,
Hildur Kathleen,
Alexandra Hödd, Bjarki
Rúnar og Snædís Helma.
Nú er Þórður frændi fallinn frá
og þá er gott að geta hugsað um
allar skemmtilegu stundirnar sem
við áttum með honum. Fjölskyld-
an okkar hefur alltaf verið náin í
gegnum tíðina og systkinin þrjú,
Þórður, Sigga og Ragna, haldið
vel systkinahópinn ásamt fjöl-
skyldum sínum. Systkinin ferðuð-
ust t.a.m. alla tíð mikið innanlands
með okkur krakkana, í útilegur,
sumarbústaði og svefnpokaað-
stöðu. Við eigum margar góðar
minningar úr skemmtilegum
ferðalögum í appelsínugula tjald-
vagninum. Mesta spennan var svo
auðvitað að fá að vera með Svönu
og Þórði í bíl, því þau áttu svo
flottan Trabant og best var ef
maður fékk að sitja í skottinu.
Þórður og Svana voru einstaklega
góð við okkur frændsystkinin
enda fengum við bæði að gista hjá
þeim langdvölum þegar foreldrar
okkar fóru í utanlandsferðir og þá
var glatt á hjalla hjá okkur. Stelp-
urnar þeirra dekruðu við okkur
og okkur leið einstaklega vel hjá
þeim hjónum. Til að mynda var
ein af óskum Daða þegar hann var
lítill að verða „deitur eins og
drændi“ og má segja að sú ósk
hafi ræst á seinni árum.
Frændi var mikill matmaður
og voru þau hjón alltaf höfðingjar
heim að sækja. Þau pössuðu alltaf
upp á að maður færi saddur og
sæll heim á leið. Á hverju ári
skiptust systkinin á að bjóða heim
um áramót og þá naut Þórður
frændi sín vel enda framreiðslu-
maður að mennt og veislurnar hjá
þeim hjónum skipulagðar allt frá
fordrykk að snakkinu með skaup-
inu og freyðivínsskálinni um mið-
nætti. Þvílíkt stuð sem var á þess-
um stundum og við minnumst
þeirra með hlýhug þar sem alltaf
var hávær og glettin umræða um
gæðin á skaupinu þegar því lauk.
Elsku Svana, Dísa, Tóta,
Guðný, makar, börn og barna-
börn, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð og megi minningin
um Þórð frænda lifa.
Ingibjörg (Inga) og Daði.
Þórður Rúnar
Valdimarsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, við erum mjög
leið að þú sért farinn frá
okkur. Við söknum þín
mjög mikið. Það var gott að
geta farið alltaf yfir til þín í
næsta hús í heimsókn. Við
eigum eftir að sakna þess
að fá bestu sósu í heimi hjá
þér. Við skulum passa
ömmu fyrir þig.
Þín langafabörn,
Hörður Freyr og Embla Ey.
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
- Fleiri minningargreinar
um Þórð Rúnar Valdimars-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HILMAR LOGI GUÐJÓNSSON
garðyrkjufræðingur,
lést 9. nóvember á hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu, Ísafold. Jarðarförin fer fram frá
Vídalínskirkju föstudaginn 18. nóvember
klukkan 15:00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Bendum á Líknarsjóð
Oddfellow-stúkunnar Snorra Goða IOOF.
Kt. 691093 3369. Reikningsnúmer: 0515-14-003281.
Helga Hilmarsdóttir Viðar Ágústsson
Hafdís Hilmarsdóttir Bjarni Jón Jónsson
Atli Logi og Unnur, Hilmar Daði, Sigrún Dís
Ástkær eiginmaður minn, pabbi,
tengdapabbi, sonur, bróðir og mágur,
GUÐMUNDUR ERLENDSSON,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
12. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey.
Fjölskyldan þakkar fyrir samúðarkveðjur og
vinarhug.
Jelena Stramkauskiene
Erlendur Guðmundsson
Þóra Sigríður Guðmundsdóttir
Anna Sigríður Egilsdóttir
og aðrir vandamenn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ALFREÐ HALLGRÍMSSON
frá Lambanesreykjum,
lést á heimili dóttur sinnar á Dalvík
3. nóvember. Jarðsungið verður frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn 19. nóvember klukkan 11.
Jarðsett verður að Barði í Fljótum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Alfreðsdóttir
Magnús S. Alfreðsson Þóranna S. Sverrisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIRÍÐUR ÁRNADÓTTIR,
Inga,
Sléttuvegi 17, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 7. nóvember.
Jarðsett verður frá Bústaðakirkju mánudaginn 21. nóvember
klukkan 13.
Guðríður St. Sigurðardóttir
Guðbrandur Sigurðsson Rannveig Pálsdóttir
Einar Sigurðsson
Antoníus Þ. Svavarsson
Inga Rós, Ása Björk, Bragi Þór, Valdís Guðrún,
Anna Katrín, Ragna Kristín, Ingi Hrafn, Sigurður Ingi,
Valgeir Daði, Birkir Atli og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR VILHJÁLMSSON,
fyrrverandi fjármálastjóri
Ríkisútvarpsins,
Hegranesi 30, Garðabæ,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
6. nóvember. Útför fer fram í Garðakirkju þriðjudaginn
22. nóvember klukkan 13.
Hólmfríður B. Friðbjörnsdóttir
Hjördís Harðardóttir Örn Sveinsson
Margrét Harðardóttir Steve Christer
Ragnheiður Harðardóttir Jón Scheving Thorsteinsson
Sigrún Harðardóttir Andrew Clarke
Hildur Harðardóttir Þórður Orri Pétursson
og barnabörn