Morgunblaðið - 17.11.2022, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
DÆGRADVÖL 49
Eloflex
rafknúinn hjólastóll
fyrir fólk á ferðinni
Léttur rafknúinn
hjólastóll sem er fimur
í keyrslu og með góða
drægni.
Hentar notendum sem
þurfa einfaldan stól
sem auðvelt er að
ferðast með og setja
í skottið á bíl.
Stóllinn er í samning
við Sjúkratryggingar
Íslands.
Fagfólk STOÐAR
veitir nánari
upplýsingar og ráðgjöf.
Trönuhrauni 8, Hafnafirði | Sími 565 2885 | stod.is
tölvunarfræðideildar í átta ár og setið
í framgangs- og fastráðningarnefnd,
jafnréttisnefnd og fleiri nefndum
innan Háskóla Íslands og utan.
Á vettvangi félagsmála þá hefur
Ólafur Pétur starfað fyrir Verk-
fræðingafélag Íslands um langt
árabil, nú í menntamálanefnd þess
en áður í stjórn, útgáfunefnd og
árshátíðarnefnd.
Af öðrum félagsstörfummá nefna
að hann var virkur dómari í sundi og
frjálsum íþróttum ámeðan yngstu
börn hans stunduðu þær greinar.
Spurður út í áhugamálin segir Ólaf-
ur, „Mitt aðaláhugamál er að fylgjast
með framgangi fjölskyldunnar og
uppáhaldshlutverkið núna er afahlut-
verkið sem er einstaklega ánægjulegt
og gefandi.“
Fjölskylda
Eiginkona Ólafs er dr. Ragnheiður
Inga Þórarinsdóttir, f. 1968, rektor
Landbúnaðarháskóla Íslands. Þau
eru búsett í Reykjavík. Foreldrar
Ragnheiðar eru hjónin Þórarinn E.
Sveinsson, f. 1943, fv. yfirlæknir á
Landspítalanum, og Hildur Bern-
höft, f. 1944, fv. fulltrúi hjá danska
sendiráðinu.
Börn Ólafs Péturs og Ragnheið-
ar eru: 1) Helga Kristín, f. 1990,
stærðfræðingur, tölvunarfræðingur
og doktorsnemi í stærðfræðilegri
tölfræði í Gautaborg, sambýlismaður
hennar er Gunnar Snorri Ragnars-
son og synir eru Ólafur Páll, f. 2018 og
Sigurður Björgvin, f. 2022; 2) Hildur
Þóra, f. 1993, læknir á Landspítalan-
um, eiginmaður hennar er Jón Ágúst
Stefánsson og synir eru Hákon Þrá-
inn, f. 2018, og Jóel Eysteinn, f. 2021;
3) Katrín Unnur, f. 1996, verkfræðing-
ur og verkefnastjóri hjá HS Orku,
sambýlismaður hennar er Snorri
Örn Birgisson; 4) Karl Hákon, f. 2003,
verkfræðinemi við Háskóla Íslands.
Systkini Ólafs Péturs eru Kristín
Pálsdóttir, f. 1960, bóndi á Höllu-
stöðum í Blöndudal, og Páll Gunnar
Pálsson, f. 1967, forstjóri Samkeppn-
iseftirlitsins.
Foreldrar Ólafs Péturs voru hjónin
Helga Ólafsdóttir, f. 1937, d. 1988,
bóndi og Páll Pétursson, f. 1937, d.
2020, bóndi, alþingismaður og félags-
málaráðherra.
Ólafur Pétur
Pálsson
Martha Glatved-Prahl
stórþingskona í Noregi
Haakon Glatved-Prahl
verksmiðjueigandi í Alversund í Noregi
Kristine Glatved-Prahl
húsfreyja á Siglufirði
Ólafur Þorsteinsson
yfirlæknir á Siglufirði
Helga Ólafsdóttir
bóndi á Höllustöðum
Helga Ólafsdóttir
húsfreyja í Vík, frá Sumarliðabæ í Holtum
Þorsteinn Þorsteinsson
kaupmaður í Vík í Mýrdal, frá Neðra-Dal í Mýrdal
Guðrún Björnsdóttir
húsfreyja á Guðlaugsstöðum, frá Grímstungu í Vatnsdal
Páll Hannesson
bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal
Hulda Pálsdóttir
húsfreyja á Höllustöðum og kennari
Pétur Pétursson
bóndi og hreppstjóri á Höllustöðum
Ingibjörg Sigurðardóttir
húsfreyja á Steiná í Svartadal,
frá Hringveri í Viðvíkursveit
Pétur Pétursson
kaupmaður á Akureyri, frá Hafsteinsstöðum í Staðarhr., Skag.
Ætt Ólafs Péturs Pálssonar
Páll Pétursson
ráðherra og bóndi
á Höllustöðum
í Blöndudal
Vísnahorn
Þingeyskar konur ortu
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
yrkir á Boðnarmiði:
Hugrakkur gaur var hann Gestur
og gerðist af löggunummestur.
Eftir þjófi hann þaut
og þrívegis skaut.
Hinn látni er leikfangahestur.
Sigríður Þorgrímsdóttir
segir svo um afasystur sína
Þuru í Garði: „Þura fór aldrei
út fyrir landsteinana, hún var
ekki „sigld“, eins og hún sagði
frá í grein sinni „Enn verpa
súlur á syllum“, en þar segir
frá því þegar hún ákvað að
bæta úr þessum lesti sínum og
„sigldi“, eða flaug öllu heldur,
til Grímseyjar! Á flakki sínu um
landið kynntist Þura mörgum
merkismanninum. Þar á meðal
Jóhannesi Kjarval. Honum
sendi hún sauðskinnsskó með
þessari vísu“:
Frjálsar ástir, frjálst er val,
fín eru vinahótin.
Gráhærð kona góðumhal
gefur undir fótinn.
Enn skrifar Sigríður: „Þessi
orð eru úr ræðu sem Þura flutti
eitt sinn fyrir minni karla á
hjónasamkomu. Það er ekki um
að villast að hún var hlynnt jafn-
rétti kynjanna og henti gaman
að hefðbundnum kynhlutverk-
um. Í kveðskap sínum gerði
hún gys að hjónabandinu og
sömuleiðis að sjálfri sér“:
Svona er að vera úr stáli og steini,
stríðin, köld og ljót;
aldrei hef ég yljað sveini
inn að hjartarót.
Mig hefur aldrei um það dreymt,
sem eykst við sambúð nána.
Þú hefur alveg, guðminn, gleymt
að gefamér ástarþrána.
Eitt sinn kvongaðist maður
og tók banasótt hina fyrstu nótt
er hann svaf hjá konu sinni. Þá
kvað Rut í ljóðabréfi:
Fljóðs á armi fyrstu nótt
fleygir byrðar grana
taka náði sára sótt,
sem hann dró til bana.
Saknamátti sæmdarmanns
svoddan fólk í ranni.
Gat ei yfir greftran hans
grátinn staðið svanni.
Eitt sinn kom Látra-Björg á
flakki sínu í hríðarbyl á glugga í
Kaupangi og kvað:
Æðir fjúk áÝmis búk,
ekki er sjúkra veður.
Klæðir hnjúka hríð ómjúk
hvítum dúkimeður.
„ÉG TREYSTI ENGUM. ÞAÐ HEFUR ALDREI
NEINN VERIÐ TIL STAÐAR FYRIR MIG.“
„ÉG FÆ MELTINGARTRUFLANIR BARA VIÐ
AÐ HORFA Á ÞETTA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að njóta trausts.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
EF ÞÚ SÝNIR MÉR HAGSTÆÐA TÖLU
SKAL ÉG LAUNA ÞÉR RÍKULEGA
ÞÚ GETUR EKKI
MÚTAÐ MÉR!
ÞRJÚ ORÐ: ÓTAK-
MARKAÐ MAGN
RAFHLAÐNA
HALLÓÓÓÓ,
GRANNI!
BESTA VINKONA
MÍN STAKK AF MEÐ
ÓNYTJUNGINN MANNINN
MINN NÚNA Í MORGUN!
JEMINN! HVERSU
LENGI HEFUR
HÚN VERIÐ BESTA
VINKONA ÞÍN?
SÍÐAN Í MORGUN!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is