Morgunblaðið - 17.11.2022, Síða 54
MENNING54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Komið og
skoðið úrvalið
Mikið af vönduðum
borðstofu-
húsgögnum
frá CAS0
Teg. Embla hringborð 120 og 140, reykt eik og nature eik
Teg. 230 langborð 200x98 og 240x98 stækkun 2x50 cm, reykt eik og nature eik
J
óhannes Nordal (f. 1924)
hóf árið 2009, 85 ára, að
skrá minningar sínar um
20. öldina og birtast þær í
bókinni Lifað með öldinni. Á titilsíðu
er þess getið að sagnfræðingurinn
Pétur Hrafn Árnason hafi aðstoðað
við skrásetninguna. Hann er höf-
undur sögu VG 1999-2019, Hreyfing
rauð og græn.
Er kærkomið að Jóhannes hafi
tekið sér þetta
mikla verk fyrir
hendur. Verður
ekki framvegis
skrifað um ís-
lensk stjórnmál,
efnahagsmál
og stórstígar
framfarir í
atvinnumálum
á 20. öldinni án
bókar Jóhannesar.
Jóhannes vegur ekki að nein-
um þótt stundum gæti þungrar
undiröldu í frásögninni. Jóhannes
lítur viðfangsefni sitt af hófsemd
og raunsæi. Hann lét að sér kveða
við margar stærstu ákvarðanir
varðandi þjóðarbúið á síðari helm-
ingi aldarinnar. Þá geymir bókin
dýrmætar lýsingar Jóhannesar
á æskuárum hans og viðhorfum
þess tíma auk minninga um ýmsa
samtímamenn hans. Hann segir að
bókin hafi í raun orðið persónulegri
en hann ætlaði sér. Spillir það síður
en svo verkinu.
Bókin skiptist í sex hluta: I.
Veröld sem var: 1900-1918; II. Milli-
stríðsárin: 1918-1938; III. Heims-
styrjöldin síðari og eftirstríðsár:
1939-1960; IV. Viðreisn og stofnun
Seðlabanka Íslands og Landsvirkj-
unar: 1960-1971; V. Verðbólguárin:
1971-1983; VI. Í átt til jafnvægis:
1983-2000. Bókarhlutarnir skiptast
síðan í mismarga kafla og þætti.
Bókin er lesendavæn. Höfundur
ritar látlausan og skýran texta. Allt
er kynnt til sögunnar á þann veg að
auðvelt er til skilnings, fyrir utan
að ártala mætti oftar geta. Margrét
Tryggvadóttir annaðist ritstjórn
mynda og er skrá yfir þær og nafna-
skrá í bókinni.
Birt er mynd RAX (685) af Jó-
hannesi af forsíðu sunnudagsblaðs
Morgunblaðsins 26. september 1982
með viðtali mínu við hann. Urðu
töluverðar umræður á ritstjórninni
um ábúðarmikla myndina. Niður-
staðan varð að láta hana spanna
hálfsíðu til að árétta stöðu viðmæl-
andans í þjóðlífinu.
Í bókinni segir Jóhannes að um
áramótin 1979/80 áður en Gunnar
Thoroddsen myndaði ríkisstjórn
sína 5. febrúar 1980 í óþökk
meirihluta þingflokks sjálfstæðis-
manna hafi Kristján Eldjárn forseti
Íslands tvisvar sinnum verið að því
kominn að skipa Jóhannes forsætis-
ráðherra í utanþingsstjórn.
Jóhannes fylgdist með fram-
vindunni og segir: „Sannleikurinn
er sá að Geir [Hallgrímsson] og
fylgismenn hans vanmátu ætíð
styrk og vinsældir Gunnars og því
fór sem fór.“ (661)
Hvorki eru neðanmálsgreinar né
heimildaskrá í bókinni enda ekki
um fræðirit að ræða. Þess er getið
neðanmáls (152) að öll sendibréf
sem vitnað sé til „í riti þessu eru úr
fórum höfundar“. Bókin er reist á
víðtækri þekkingu Jóhannesar og
reynslu.
Efnahags- og peningamál setja
mikinn svip á verkið auk orku- og
stóriðjumála. Áhugi Jóhannesar
á þjóðfélagsmálum er þó enn
víðtækari. Allt frá barnæsku hafði
hann lifandi áhuga á framvindu
alþjóðamála. Þegar hann fór í sveit
að Réttarholti í Skagafirði sumarið
1940 var ekkert útvarp á bænum
og blöð bárust ekki þangað nema
á hálfs mánaðar fresti. „Það er
ekki ofsögum sagt að þyrmt hafi
yfir mig við þessi tíðindi.“ (93)
Jóhannes gerði þá ráðstafanir með
aðstoð Sigurðar, föður síns, til að fá
Morgunblaðið sent daglega til sín
um Varmahlíð.
Jóhannes ólst upp í nánum
tengslum við íslenska menningu
og sveitalíf. Að loknu námi við
Menntaskólann í Reykjavík, þar
sem hann var valinn til forystu
nemenda, sigldi hann á stríðsárun-
um til Leith í Skotlandi í nóvember
1943. Hann stundaði nám í London
School of Economics og lauk
doktorsprófi í félagsfræði árið 1953.
Þegar Jóhannes kom heim árið
1954 og hóf störf í hagfræðideild
Landsbankans hafði hann „fastmót-
aða sannfæringu fyrir því að frjáls
markaðsbúskapur ásamt öflugum
almannatryggingum og opnun hag-
kerfisins fyrir erlendri samkeppni
væri farsælasta leið Íslendinga til
frambúðar“ (553)
Hann vann að framgangi mála í
þessum anda og gætti áhrifa hans í
sívaxandi mæli. Honum var kapps-
mál að standa að útgáfu menningar-
legs og fræðilegs efnis og ritstýrði:
Nýju Helgafelli og Fjármálatíðind-
um. Farsæla stjórnarhætti lærði
hann af reynslunni.
Nýkominn til starfa sat Jóhannes
í nefnd undir formennsku Benja-
míns J. Eiríkssonar um rekstrar-
skilyrði sjávarútvegsins. Nefndin
kynnti um áramótin 1955-1956 Ólafi
Thors forsætisráðherra tillögur
sínar. Ólafur boðaði nefndarmenn
á fund með Eysteini Jónssyni fjár-
málaráðherra. Ráðherrarnir höfn-
uðu tillögunum. „Fannst mér hann
[Ólafur] tala til okkar eins og við
værum skólastrákar sem þekktum
lítið til alvöru lífsins.“ (268).
„Mér fannst eftir á að það hefði
átt að vera hlutverk Benjamíns,
sem var bæði formaður nefndarinn-
ar og efnahagsráðunautur ríkis-
stjórnarinnar að reyna að kanna
hvar þolmörk ríkisstjórnarinnar
væru varðandi einstakar aðgerðir
í stað þess að koma með tillögu um
launalækkun sem Ólafur Thors og
Eysteinn töldu ekki þess virði að
ræða.“ (269)
Á viðreisnarárunum átti Jóhann-
es aðild að lykilákvörðunum um
íslenskt efnahags- og atvinnulíf
og umbyltingu þjóðlífsins í heild
þegar það var opnað fyrir erlendri
samkeppni með aðild að EFTA.
Hann nefnir eitt dæmi um að hann
hafi farið út fyrir „þolmörk“ við-
reisnarstjórnarinnar. Vildi Jóhann-
es hækka gengi krónunnar undir
lok sjöunda áratugarins, á það var
ekki fallist. (527)
Jóhannes kom að því (651)
að marka nýja stefnu varðandi
verðtryggða ávöxtun fjármagns á
verðbólgutímum þegar hann lagði
drög að kaflanum um peningamál í
frumvarpi Ólafs Jóhannessonar for-
sætisráðherra um stjórn efnahags-
mála sem varð að lögum í apríl 1979
(Ólafslögunum). Sumarið 1984 fékk
seðlabankinn, að tillögu Jóhannes-
ar, heimild Halldórs Ásgrímssonar,
starfandi forsætisráðherra í fjar-
veru Steingríms Hermannssonar,
til að gefa út almennar reglur um
heimild banka og sparisjóða til
að ákveða sjálfir vexti á útlánum
sínum í stað þess að fylgja sam-
ræmdum reglum seðlabankans.
(678) Síðan vann seðlabankinn að
því að stofna Verðbréfaþing Íslands
í júní 1985. (679). Hafði það víðtæk
og jákvæð áhrif, meðal annars á
lífeyriskerfið: „Án aðgangs að öflug-
um verðbréfamarkaði og frjálsum
vöxtum var nær óhugsandi að
byggja lífeyriskerfið upp á sjóðs-
söfnun.“ (702)
Með góðum rökum, málafylgju
og lagni var skref fyrir skref gengið
til þess frjálsræðis sem nú er talið
sjálfsagt. Framgangi „fastmótaðrar
sannfæringar“ Jóhannesar frá 1954
er lýst á sannfærandi hátt í bók
hans. Vissulega voru á stundum
ljón á veginum.
Steingrímur Hermannsson var
forsætisráðherra á þeim árum sem
stefnubreytingin varð í peninga-
málunum. „Raunar fann hann henni
allt til foráttu,“ segir Jóhannes:
„Sannleikurinn var sá að Stein-
grímur hafnaði, að minnsta kosti
í orði kveðnu, öllu því sem hann
kallaði „vestrænar hagstjórnarað-
ferðir“. Hann var í rauninni það
sem oft hefur verið kallað „fyrir-
greiðslupólitíkus“. Honum var tamt
að einblína á málefni einstakra fyr-
irtækja og starfsgreina fremur en
þær almennu reglur og skilyrði sem
vörðuðu starfsemi þeirra.“ (684-5)
Jóhannes Nordal er 98 ára þegar
770 bls. saga hans birtist okkur
lesendum. Hann hefur unnið að
ritun hennar í 13 ár. Gildi bók-
arinnar er ótvírætt. Hún segir
Íslendingum hvernig þeim var
sköpuð umgjörð til að njóta bestu
lífskjara. Ekkert er þó sjálfgefið.
Sífellt verður að hafa vakandi auga
með straumum samtímans, virkja
þá og laga að því sem Íslendingum
er fyrir bestu – án þess að höggva á
menningarlegar rætur eða minnka
rækt við þær.
Í krafti sannfæringarinnar
Morgunblaðið/Kristinn
Gildi „Jóhannes Nordal er 98 ára þegar 770 bls. saga hans birtist okkur
lesendum. Hann hefur unnið að ritun hennar í 13 ár. Gildi bókarinnar
er ótvírætt,“ skrifar gagnrýnandi um bók Jóhannesar og gefur fullt hús
stiga eða öllu heldur stjarna, fimm af fimmmögulegum.
BÆKUR
BJÖRN
BJARNASON
Samtímasaga
Lifað með öldinni
Eftir Jóhannes Nordal.
Vaka-Helgafell 2022. Innb. 770 bls.,
myndir, nafnaskrá.
Beyoncé tilnefnd
til níu verðlauna
Björk Guðmundsdóttir hefur verið
tilnefnd í 13. sinn til Grammy-verð-
launa en nýjasta plata hennar, Fossora,
er að þessu sinni tilnefnd í flokki
bestu óháðu eða jaðar (alternative)
hljómplatna ársins. Björk hefur reglu-
lega verið tilnefnd allt frá árinu 1994
í hinum ýmsu flokkum þessara virtu
bandarísku verðlauna, án þess að
hljóta þau.
Að þessu sinni er tónlistarkonan
Beyoncé tilnefnd til alls níu Grammy-
verðlauna, sem er ekkert nýtt;
Beyoncé hreppti fern síðast og
hefur nú hlotið 28 Grammy-verðlaun,
fleiri en nokkur önnur kona. Allar
tilnefningarnar nema ein eru að þessu
sinni vegna nýjustu plötu hennar,
Renaissance. Beyoncé, sem er 41 árs
gömul, hefur nú verið tilnefnd til alls
88 Grammy-verðlauna og stendur
þar jöfn eiginmanni sínum, Jay-Z,
á toppnum hvað fjölda tilnefninga
varðar í sögu verðlaunanna. Allra flest
Grammy-verðlaun hefur hins vegar
klassíski hljómsveitarstjórinn George
Solti hlotið, 31 alls.
Hvað fjölda tilnefninga að þessu
sinni varðar koma á hæla Beyoncé þau
Kendrick Lamar, sem er tilnefndur
til átta verðlauna, Adele og Brandi
Carlile, sem eru tilnefndar til sjö, og þá
er tónlistarfólkið Harry Styles, Mary
J. Blige, Future og DJ Khaled og laga-
höfundurinn og upptökustjórinn sem
kallar sig The-Dream tilnefnd til sex
verðlauna hvert. Þá má geta þess að
sænski ABBA-flokkurinn er tilnefndur
til fernra verðlauna fyrir endurkomu-
plötu sína, Voyage.
Grammy-verðlaunin eru veitt í alls
91 flokki tónlistar og tónlistartengdrar
útgáfu af ýmsu tagi. Sjónir beinast
samt einkum að fjórum flokkum, sem
eru dægurtónlistarplata ársins – þar
eru tilnefnd Beyoncé, Adele, Kendrick
Lamar, Lizzo, Carlile, Mary J. Blige,
Coldplay, ABBA og Bad Bunny;
upptaka ársins; lag ársins og besti
nýliðinn. Í síðastnefnda flokknum eru
tilnefnd listamennirnir og hljómsveit-
irnar Anitta, Omar Apollo, Domi & JD
Beck, Samara Joy, Latto, Maneskin,
Muni Long, Tobe Nwigwe, Molly
Tuttle ogWet Leg.
Verðlaunin verða afhent 5. febrúar
næstkomandi.
Tilnefnd Fossora, nýjasta
plata Bjarkar, er tilnefnd til
Grammy-verðlauna í ár.