Morgunblaðið - 17.11.2022, Síða 56
MENNING56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022
„Mig hefur langað til að kynna
betur þessa hlið á mér. Á fyrri
diskum með tónlist eftir mig
hefur fókusinn verið á kórtónlist
og mér finnst gaman að geta nú
sýnt þessa hlið, hljófæratónlist,
og líka hljóðfæratónlist með
elektróník en ég gerði talsvert af
slíku fyrir nokkrum árum og það
hefur alltaf verið hluti af því sem
ég hef samið.“ Tónskáldið Hugi
Guðmundsson er að tala um sam-
setningu verkanna á nýjum diski
Kammersveitar Reykjavíkur með
tónsmíðum hans, Windbells, sem
hið virta bandaríska útgáfufyr-
irtæki Sono Luminus gefur út en
eins og Hugi segir, þá er áherslan á
þessum þriðja sólódiski með verk-
um hans á hljóðfæratónlist. Verkin
eru samin á síðustu 17 árum og
það fimmta og síðasta á diskinum
einnig flutt af mezzósópraninum
Hildigunni Einarsdóttur.
Tónsmíðar Huga hafa hlotið
mikla athygli á undanförnum
árum og hefur hann til að mynda
hlotið Íslensku tónlistarverðlaun-
in nokkrum sinnum auk Bjart-
sýnisverðlaunanna. Eins og hann
segir hefur áhuginn á þeim ekki
síst fallið á kórverk hans en í því
sambandi má geta þess að næsti
diskur með verki eftir hann hefur
þegar verið hljóðritaður, með
hinni nýju óratoríu hans, Guðspjall
Maríu, og gefur danska útgáfan
Dacapo Records hann út á næsta
ári en Hugi hefur um árabil verið
búsettur í Danmörku.
Hugi segir að þau Kammersveit
Reykjavíkur hafi fengið mjög
frjálsar hendur við val verka á
Windbells.
„Þetta byrjaði mjög sakleysis-
lega, með því að hljóðrita eitt verk,
titilverkið á diskinum. Kamm-
ersveitin flutti það á Myrkum
músíkdögum árið 2019 og verkið
fékk mjög fína dóma á erlendum
miðlum, þar sem gagnrýnendur
furðuðu sig á því að ekki væri búið
að hljóðrita svona gamalt verk.
Í kjölfarið var ákveðið að gera
eitthvað í því en það var eins og
snjóbolti sem rúllaði af stað og end-
aði með því að Kammersveitin vildi
gera heila plötu. Þau hafa borið
hitann og þungann af þessu. Í sam-
einingu völdum við tónverk sem
þau hafa bæði flutt áður og önnur
sem pössuðu inn í þeirra prófíl.
Loks aðlagaði ég eitt verkið að
sveitinni, „Söngva úr Hávamálum
II“, það er upphaflega frá 2014 og
fyrir færri hljóðfæri en ég stækkaði
útsetninguna upp í þá hljómsveitar-
stærð sem var í upptökunum.“
Mörg verk fá ekki líf
Verkin á diskinum eru samin fyrir
allt að 17 árum, er ekki erfitt fyrir
tónskáldið að sitja svo lengi með
verk án þess að fá að heyra þau
hljóðrituð?
„Jú, vissulega má segja það, en
bara eitt hefur verið tekið upp áður.
Það er skrýtið við þennan klassíska
bransa hvað mörg verk fá ekki líf.
Þau eru flutt einu sinni eða tvisvar,
gleymast svo í einhver ár en eru
svo kannski tekin fram aftur fyrir
einhverja tilviljun og flutt. En þessi
verk mín hafa verið spiluð töluvert
og Kammersveitin vildi taka saman
nokkur verka minna sem hafa feng-
ið tónleikalíf hér og þar í heiminum
og koma þeim út á plötu, búa til ein-
hverskonar þráð úr því sem teygist
yfir þennan tíma. Þetta var ekki
hugsað sem neitt yfirlit yfir þennan
tíma en raðaðist bara upp þannig.
Og verkin passa saman á einhvern
undarlegan hátt þótt þau spanni
þetta langt tímabil.“
Hugi segist hafa rætt um valið
á verkum við Kammersveitina
sem fékk Sono Luminus til að
taka þau upp og gefa út. „Þá vildi
svo til að útgáfan var einmitt að
hefja samstarf við tónmeistarann
Ragnheiði Jónsdóttur sem lærði
hér í Kaupmannahöfn og býr hér.
Þá var upplagt fyrir okkur að vinna
saman; það small mjög vel saman
að vera með Danmerkurtenginguna
með okkur tónmeistarann hér og
hljómsveitina heima. En svo varð
framkvæmdin öll rosalega flókin
á covid-tímanum. Að reyna að fá
upptökumann frá Ameríku og koma
okkur frá Danmörku til Íslands, það
tók eflaust eitt og hálft ár að fá það
til að ganga upp. Við enduðum á að
taka diskinn upp í Víðistaðakirkju,
sem gekk vel.“
Kórverk Huga hafa mikið verið
flutt en finnst honum að hljóm-
sveitarverk sín hafi legið óbætt
hjá garði í ljósi athyglinnar sem
kórverkin hafa notið? Semur hann
þau verk samhliða?
„Ég hef alltaf samið jöfnum hönd-
um kóratónlist, hljómsveitar- eða
kammerverk. En kórtónlistin hefur
vissulega farið víðar og verið flutt
mun meira. Hún berst líka fyrr og
greiðlegar um; kannski flytur 50
manna kór eitt verkið og svo eru
fimm úr honum í öðrum kór líka og
vilja syngja það líka með þeim kór
– þannig getur kórverk skyndilega
verið komið út um allt. Það er
önnur dýnamík í hljómsveitar- og
hljóðfæraverkum. Þau eru oft
samin fyrir ákveðið tilefni eða hóp,
eru spiluð nokkrum sinnum og ekki
endilega aftur nema einhver annar
hópur taki þau á efnisskrá.“
Má ekki segja að þessi nýi diskur
sýni vel fjölhæfni Huga, samhliða
kórtónlistinni?
Ekki fastur í einum heimi
„Jú, algjörlega,“ segir hann. „Ég
hef getað haft þetta að lífsviður-
væri allt frá því ég lauk námi og
þá skiptir máli að ég hef getað
brugðið mér í ýmis gervi. Þótt ég
hafi til dæmis ekki verið að neinu
gagni í kvikmyndamúsík þá hef ég
líka prófað það. Ég hef ekki verið
fastur í neinum einum heimi – það
hefur nýst mér að hafa verið bæði
með hljóðfæratónlist og sönginn,
sérstaklega fyrir kóra.“
Hefur það auðveldað Huga að
lifa af listinni að vera búsettur í
Danmörku?
„Já, það verið lykill að því að ég
hef getað sinnt tónsmíðunum í fullu
starfi, með tvö heimalönd sem eru
tilbúin að líta á mig sem sinn. Ég
hef stundum verið fulltrúi Dana í
einhverri mynd en þó langoftast
sem sá Íslendingur sem ég verð
alltaf. Hér er maður vel tengdur
Evrópu og Norðurlöndunum og hér
verða til aðrar tengingar en ef ég
væri heima á Íslandi.“
Þegar Hugi er spurður út í
verklag sitt, hvort hann setjist til
að mynda niður á hverjum morgni
og einbeiti sér að einu verki þar
til því er lokið, eða hvort hann sé
samtímis með fleiri verk í smíðum,
þá segist hann yfirleitt vera með
nokkur verk bókuð á hverjum tíma
en sér finnist erfitt að vinna í mörg-
um samtímis.
„Yfirleitt vinn ég því að einu verki
í einu. Nú er ég að klára annað sam-
starfsverk með Kammersveitinni,
bassaklarínettukonsert fyrir Rúnar
Óskarsson, og það er stóri boltinn
núna. En á milli stórra verka set ég
oft saman eitt lítið kórverk, eins og
til að hreinsa palettuna,“ segir hann
og hlær, „áður en ég einhendi mér
í næsta stóra verkefni. Ég reyni að
skipuleggja mig þannig að ég fari
ekki beint úr einu stóru verki í ann-
að. Upphafsvinnan við stærri verk-
in er oft erfið þannig að mér finnst
gott að takast á við ólík tónverk. En
svo ræðst það af því hvaða beiðnir
ég vinn með – og mikill tími fer líka
í skrifstofuvinnu, ég er í raun að
reka lítið fyrirtæki og margt sem
þarf að svara og snúast kringum,
því miður! Það væri óskandi að geta
bara hgsað um músíkina en að öllu
jöfnu sest ég niður á hverjum degi
og vinn að mestu fullan vinnudag
við að semja. Þegar ég er búinn
með erfiðustu upphafsvinnuna
þá er gaman þegar tónverkin fara
að flæða. Það er skemmtilegasti
kaflinn, eins og núna þegar ég er
kominn inn í síðasta fjórðunginn
í verkinu fyrir Rúnar, þá flæðir
þetta oft skemmtilega. Þá er ég líka
alltaf hættur að efast um að ég nái
að klára stykkin – og þetta hefst
einhvern veginn alltaf.“
lÁ nýrri plötu Kammersveitar Reykjavíkur með verkum eftir Huga Guðmundsson er áherslan á
hljómsveitarverk tónskáldsinsl„Hefur langað til að kynna betur þessa hlið á mér,“ segir Hugi
Gaman þegar verkin fara að flæða
Ljósmynd/Ari Magg
Tónskáldið „Verkin passa saman á einhvern undarlegan hátt þótt þau spanni þetta langt tímabil,“ segir Hugi.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Frábær
kjötsögmeð
hakkavél
frá DYNAMI
X
99.900 kr.
Aðeins
NÓVEMBER
TILBOÐ
SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað.
Vinnsluhæð: 240 mm.
Vinnslubreidd: 250 mm.
Færanlegt vinnsluborð 470x600 mm.
Mótor: 550 w. Hæð: 1.470 mm.
Þyngd: 58 kg
Söngkonan Margrét Eir kemur
á morgun, föstudag, fram ásamt
hljómsveit á þriðju tónleikum
Síðdegistóna í Hafnarborg í vetur.
Hefjast tónleikarnir klukkan 18.
Með henni koma fram Karl Olgeir
Olgeirsson á hammondorgel,
Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á
trommur og Andrés Þór á gítar.
Á efnisskránni verður blúsaður
djass og djassað popp í vetrarleg-
um búningi. Tónleikarnir standa
í um klukkustund og er aðgangur
ókeypis.
Margrét Eir hefur starfað sem
söng- og leikkona í rúm 25 ár.
Hún hefur starfað sem sólisti og
bakraddasöngvari með mörgum
þekktum tónlistarmönnum, í
upptökum og
á tónleikum.
Hún hefur
gefið út þrjár
sólóplötur og
vinnur nú að
þriðju plötu
sveitarinnar
Thin Jim sem
hún stofnaði
ásamt Jökli
Jörgensen. Fjórða plata hennar,
MoRDuran, var dúettaverkefni
og naut athygli í Bandaríkjunum
og Kanada. Þá hefur hún til að
mynda þrisvar sungið sem sólósti
með Sinfóníuhljómsveit Íslands
og var ein af aðalsöngkonum
Frostrósa.
Margrét Eir með hljómsveit í Hafnarborg
Margrét Eir