Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 4
FRÉTTIR
Innlent4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
Helgafell fasteignasala, Stórhöfði 33, Sími 566 0000 • www.helgafellfasteignasala.is
ÞAÐ SKIPTIR MÁLI...
efnahagsástandið spili inn í. Magnús
Geir segir að sér sýnist að í Evrópu
og í Bandaríkjunum sé talað um 25-
35% samdrátt í sviðslistageiranum á
fyrstu mánuðum eftir Covid. Hann
hafi rætt þetta við kollega sína í
Nýtt Ómíkron-afbrigði, afleitt af
BA.-gerð nýju kórónuveirunnar,
hefur verið á kreiki í þó nokkurn
tíma, lengst af í Asíu, m.a. í Singa-
púr, Bangladess og Indlandi.
Afbrigðið er kallað XBB og hefur nú
greinst í 35 löndum.
Þetta nýja afbrigði, XBB, virðist
geta komist fram hjá mótefni sem
líkaminn hefur myndað eftir fyrri
sýkingar af nýju kórónuveirunni
eða eftir bólusetningar. Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin WHO telur að
nýja afbrigðið geti mögulega breiðst
hratt út. Hingað til hefur XBB ekki
valdið alvarlegri veikindum en eldri
afbrigði veirunnar.
XBB-afbrigðið er orðið nokkuð
útbreitt á austur- og vesturströnd
Bandaríkjanna, það er í New York-
ríki og Kaliforníu. XBB-afbrigðið
er á bak við um 5% nýrra sýkinga
en sums staðar í Bandaríkjunum
allt að 11% nýrra tilvika. Sumir
sérfræðingar telja að það geti valdið
nýrri sjúkdómsbylgju að sögn Al
Tompkins, fréttaskýranda hjá
Poynter-stofnuninni.
COVID-19-smitum hefur fjölgað í
Los Angeles-sýslu og innlögnum á
spítala vegna veirusýkinga einnig.
Smitin gætu verið enn útbreiddari
en opinberar tölur gefa til kynna
vegna þess að margir nota heima-
próf án þess að tilkynna um niður-
stöðuna og aðrir taka ekki próf.
Heilbrigðisyfirvöld fylgjast grannt
með þróuninni og hafa varað við því
að breiðist smitið út verði jafnvel
sett á grímuskylda innandyra.
Guðrún Aspelund sóttvarna-
læknir segir að XBB-afbrigðið hafi
greinst hér innan við tíu sinnum en
ekki náð neinni útbreiðslu.
gudni@mbl.is
lHefur greinst
nokkrumsinnumen
ekki dreift sér hér
XBB – nýtt af-
brigði veirunnar
Morgunblaðið/Eggert
GrímurNú er rætt um grímuskyldu
innandyra í Kaliforníu.
Kostnaður hefur
aukist mikið
„Tónleikageirinn er enn í mikl-
um sárum,“ segir einn viðmælenda
Morgunblaðsins meðal tónleika-
haldara. Þungt hljóð er í þeirra hópi
og margir hafa áhyggjur af aðsókn
á jólatónleika þetta árið. Eins og
Morgunblaðið greindi frá í byrjun
nóvember eru vel yfir eitt hundrað
jólatónleikar í boði þetta árið auk
annarra tónleika og uppistandssýn-
inga. Viðmælendur Morgunblaðsins
eru sammála um að þómiðasala gangi
vel á ýmsa viðburði megi ljóst vera að
tap verði af fjölmörgum.
„Það bera sig allir vel og það taka
allir slaginn en undir yfirborðinu er
titringur í bransanum,“ sagði ann-
ar tónleikahaldari sem kvaðst telja
að miðasala hefði heilt yfir dregist
saman um 30-40% frá því sem var
fyrir Covid.
Ljóst er að afleiðingar Covid-tímans
eru enn að bíta. Í vor var loks hægt
að haldamargfrestaða tónleika en þá
hafði ýmis kostnaður hækkað um allt
að 20% frá upphaflegum áætlunum
þegar miðaverð var reiknað út. Þar
með fór von um hagnað hjá mörgum
en oft er miðað við að selja þurfi 80%
af miðum til að eiga fyrir kostnaði
og síðustu 20% af innkomunni séu
hagnaður.
Erfiðara að koma fólki
upp úr sófanum en áður
Miðasala fer seinna af stað á tón-
leika nú en áður rétt eins og á öðr-
um menningarviðburðum og ekki er
vitað fyrr en talið er í hvað kemur í
kassann. „Það er erfiðara en áður að
koma fólki af stað, koma því upp úr
sófanum og út úr húsi. Fólk er orðið
vant því að alltaf eru til miðar svo því
liggur ekkert á,“ sagði einn viðmæl-
andi blaðsins.
Sindri Hannesson, rekstrarstjóri
Tix.is, segir að heilt yfir gangi miða-
sala vel um þessar mundir. „Kaup-
hegðun hefur vissulega breyst og
fólk kaupir nú miða þegar nær líður
viðburðum. Salan er heilt yfir bara fín
þó hún sé vissulegamismunandi eftir
viðburðum. Svo er auðvitað verðbólga
í landinu og miðaverð er of hátt fyrir
ákveðna hópa.“
menningargeiranum hér á landi og
kveðst telja að íslenskt menningar-
starf hafi ekki orðið fyrir jafn miklu
höggi. „Mín tilfinning er að þetta sé
ekki svona mikill samdráttur hér.
Menn hafa áætlað gróflega að það
vanti ef til vill um 20% upp á það
sem var fyrir Covid, en það er ekki
nákvæm greining enda of snemmt
að segja nákvæmlega til um það,“
segir hann.
„Fyrri hluti leikársins í Þjóðleikhús-
inu hefur gengið afar vel en aðsókn er
auðvitað breytileg eftir verkefnum.
Lausasala er mjög góð en við finnum
fyrir að gestir tryggja sér miða síðar
en áður. Eins fundu allir hér á landi
fyrir því að kortasala var tregari en
áður enda ef til vill viðbúið þar sem
ákveðið rof varð á sambandi menn-
ingarstofnana við kortagesti á tím-
um faraldursins. Ég hef trú á því að
sala á áskriftarkortum muni ná sér
á strik á ný á næstu tveimur árum.“
Lengri tíma virðist ætla að taka að
komamenningarstarfi í sama horf og
það var fyrir Covid en margir héldu.
Áætla má að miðasala sé um það bil
20% minni í sviðslistageiranum og í
tónleikabransanum er höggið jafnvel
ennmeira. Þetta er ekki íslenskt fyrir-
bæri því sambærilegar fréttir berast
frá leikhúsum í
nágrannalöndun-
um og víðar að.
„Við finnum
að gestir eru af-
skaplega þakk-
látir fyrir að fá að
koma saman og
njóta menningar.
Það finnum við
í salnum og við-
brögð áhorfenda
eru ótrúlega
sterk. Hins vegar virðist almennt
sem fólk sé ekki alveg dottið inn í
menningartaktinn aftur og sé seinna
að tryggja sér miða en áður. Svo virð-
ist sem fólk forgangsraði tíma sínum
ákveðnar en áður. Áhrif þess ámenn-
ingarlífið erlendis eru þau að fólk fer
sjaldnar á viðburði og svo virðist sem
stóru viðburðirnir, topparnir, haldi
sínu en þeir minni verði frekar fyrir
barðinu á þessari þróun,“ segirMagn-
ús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri.
Verk að vinna í að ná
kortasölu aftur í gang
Hann segir að það hafi reynst flók-
ið fyrir flesta að koma út úr Covid.
Lengri tíma virðist ætla að taka að
koma öllu í fyrra horf en margir
hafi kannski vonað. „Það duttu all-
ir úr takti og þar á meðal í menn-
ingarneyslu. Það tekur tíma að koma
öllu í gang. Við í Þjóðleikhúsinu kvört-
um þó ekki og erum bjartsýn.“
Fréttir frá nágrannalöndunum gefa
til kynna að miðasala í leikhúsum
og öðrum menningarstofnunum sé
umtalsvert lakari nú en fyrir Covid.
Minna seljist af miðum í ár en árið
2019. Skýringin er sögð sú að bæði
sé fólk ekki eins áhugasamt um að
sækja viðburði og áður og einnig að
lMiðasala á menningarviðburði er enn langt undir væntingum eftir CovidlTitringur í bransanum
Menningargeirinn er enn í sárum
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Gleðistund Það var mikið líf á Iceland Airwaves-hátíðinni á dögunum. Miðasala á tónleika gengur misvel í ár.
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Jólaboðið Ein sýninga Þjóðleikhússins um þessar mundir. Lausasala hefur
gengið vel í leikhúsinu eftir Covid en kortasalan hefur ekki tekið við sér.
Magnús Geir
Þórðarson