Morgunblaðið - 10.12.2022, Page 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
Allsherjar- og menntamálanefnd Al-
þingis hefur til umfjöllunar veitingu
heiðurslauna listamanna á grundvelli
laga um heiðurslaun listamanna.
Nefndin hefur bryddað upp á þeirri
nýbreytni að óska eftir tilnefningum
frá almenningi. Það hefur ekki verið
gert áður af hálfu nefndarinnar.
Unnt er að koma að tilnefningu til
nefndarinnar á póstfangið heidurs-
laun@althingi.is fyrir kl. 12 á hádegi
sunnudaginn 11. desember nk.
Samkvæmt lögum númer 66 frá
2012 veitir Alþingi árlega allt að 25
listamönnum heiðurslaun á fjárlög-
um. Nefndin leggur fram breytingar-
tillögu við frumvarp til fjárlaga ár
hvert um þann hóp listamanna sem
njóta heiðurslauna.
Í fyrra bætti allsherjar- og mennta-
málanefndar Alþingis engum á list-
ann þrátt fyrir að tveir sem voru á
listanum hefðu fallið frá á árinu 2021.
Því fengu 23 einstaklingar launin í
fyrra. Í ár hafa tveir til viðbótar fallið
frá, sem voru á heiðurslaunalistanum.
Samkvæmt lögum geta þeir einir
geta notið heiðurslauna sem hafa var-
ið starfsævi sinni eða verulegum hluta
hennar til liststarfa eða skarað fram
úr við listsköpun sína eða ef störf
þeirra að listum hafa skilað miklum
árangri á Íslandi eða á alþjóðavett-
vangi. Taka skal tillit til skiptingar
í hópi heiðurslaunamanna eftir list-
greinum og kyni.
Eru sömu og starfslaun
Forseti Alþingis skal skipa nefnd
þriggja manna sem allsherjar- og
menntamálanefnd leitar umsagnar
hjá um þá listamenn sem til greina
kemur að njóti heiðurslauna Alþingis.
Nú er sem fyrr segir leitað til almenn-
ings í fyrsta skipti. Heiðurslaun lista-
manna eru veitt listamanni að fullu til
sjötíu ára aldurs og skulu vera þau
sömu og starfslaun listamanna eru á
hverjum tíma. Eftir sjötugt verði þau
80% af starfslaunum.
lÍ fyrsta skipti sem það er gertlFrestur er til sunnudags
Alþingi hefur óskað til-
nefninga um heiðurslaun
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Síminn stoppar ekki hjá bæjarstjóranum
lÞór Sigurgeirsson vekur athygli
fyrir opin samskipti við bæjarbúa
„Pabbi gamli var alltaf með opna
hurð inn á skrifstofuna og ég hef
pælt í því hvort ég ætti hreinlega
að láta taka hurðina af. Ég vil
líka að bæjarbúar nái alltaf í mig,
ég er bara einn af þeim,“ segir
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á
Seltjarnarnesi.
Þór, sem er sonur Sigurgeirs
Sigurðssonar, bæjarstjóra um ára-
tugaskeið, tók við starfinu í sumar
og hefur þegar innleitt breytta
stjórnunarhætti á Nesinu. Ný
heimasíða bæjarins var opnuð á
dögunum sem auka á upplýsinga-
gjöf til íbúa til muna. Athygli vakti
þegar hann viðraði á dögunum
hugmynd sína um flutning bæjar-
skrifstofunnar
á Eiðistorg. Það
gerði Þór í grein
í bæjarblaðinu
Nesfréttum og í
lok greinarinn-
ar gaf hann upp
netfang sitt og
farsímanúmer
og bauð bæjar-
búum að hafa
samband við sig
vegna málsins.
Hringja ekki á nóttunni
Þetta er algjörlega á skjön við
það sem tíðkast orðið í opinbera
geiranum þar sem lenskan virðist
vera að allt þurfi að fara í gegnum
nokkur lög af upplýsingafulltrúum
og embættismönnum áður en al-
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Eiðistorg Bæjarstjórinn hefur hug á að flytja bæjarskrifstofuna á torgið.
Bæjarbúar hafa tekið vel í hugmyndina og margir hafa sett sig í samband.
Þór
Sigurgeirsson
menningur getur fengið eðlilegar
upplýsingar um gang mála.
„Ég vil enga hliðverði. Kannski
er ég að koma með eitthvað nýtt
inn í opinbera stjórnsýslu en mér
þykir bara vænt um að heyra í
fólki. Alveg sama hvort það er
með mér eða á móti mér,“ segir
Þór. „Það er ekkert öðruvísi hjá
mér í þessu starfi en öðrum sem
ég hef verið í, ég svara alltaf í
símann. Það er bara heiðarleg
nálgun við bæjarbúa og þeir eru
heiðarlegir á móti. Þeir eru ekkert
að hringja á nóttunni,“ segir hann
í léttum tón.
Símtöl og tölvupóstar
Og viðtökurnar við þessu
tiltekna máli um flutning bæjar-
skrifstofunnar hafa verið miklar
og góðar. Þór ítrekar reyndar í
samtali við Morgunblaðið að hann
hafi verið upptekinn við gerð
fjárhagsáætlunar að undanförnu
og ekki komist í að vinna frekar
að málinu. Það stendur þó til bóta
og ekki er vanþörf á. „Bæjarbúar
hafa sýnt því mikinn áhuga. Ætli
ég hafi ekki fengið svona 120
innslög, í símtölum, tölvupósti og
á Messenger. Af þeim voru tveir
eitthvað efins og einn taldi þetta
galið. Aðrir voru jákvæðir.“
Grýlupottur og
Leppalúðaklettar
l162 þúsund örnefni skráð í grunn
Örnefnum í örnefnagrunni Land-
mælinga Íslands (IS 50V) fjölgar
ört eða um þrettán þúsund á einu
ári. „Frá útgáfunni í júní voru ný-
skráningar alls 6.070. Heildarfjöldi
örnefna í útgáfunni er nú rúmlega
162 þúsund en það má nefna að í
desemberútgáfunni fyrir ári var
heildartalan tæplega 149 þúsund
[...],“ segir í umfjöllun um skrásetn-
ingu örnefna á vefsíðu Landmæl-
inga.
Örnefnalagið í gagnagrunnin-
um breytist stöðugt. „Á síðustu
mánuðum hafa skráningaraðilar á
Norður- og Austurlandi verið virk-
astir að skrá örnefni. Örnefnateymi
Landmælinga Íslands hefur hnitað
inn fjölmörg örnefni af kortum
og loftmyndum sem er að finna á
drifum og í skjalasafni stofnunar-
innar,“ segir þar ennfremur. Í tilefni
jólanna er þess getið að í örnefna-
laginu megi finna ýmis skemmtileg
örnefni, þ. á m. tugi örnefna með
tengingar við Grýlu en aðeins þrjú
sem tengjast Leppalúða. Virðist af
kortayfirliti að flest Grýlu-örnefn-
in sé að finna á Vesturlandi og
Norðausturlandi en víða um land
má finna örnefni á borð við Grýlu-
fossa í Vesturbyggið, Grýlubörn í
Þingeyjarsveit, Grýlupotta í Árborg.
Leppalúðakletta er aftur á móti að
finna í Eyja- og Miklaholtshreppi.
omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Grýla Mörg örnefni á landinu tengjast Grýlu með ýmsum hætti.
VW T-Rock Style 1,5 TST
Fyrsti skráningard. 29.08.2018. Ekinn 12.400 km.
Sumar- og vetrardekk fylgja. Söluábyrgð í gildi.
Staðgreiðsluverð 3.600.000 kr.
Uppýsingar í síma 897 6240.
TIL SÖLU
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annanmannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.