Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 24 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pistill Kastljóskvikmyndaheimsinsá Íslandi K astljós kvikmyndaheimsins beinast nú að Íslandi þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaun- in (e. European Film Awards) fara fram í Hörpu í kvöld. Það er mikill heiður fyrir Ísland að Reykjavík hafi orðið fyrir valinu sem vettvangur verðlaunanna en hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu en íslenska ríkið og Reykjavíkurborg halda hátíðina í samstarfi við Evrópsku kvikmyndaakademíuna. Það að halda hátíð sem þessa hér á landi er enn ein rósin í hnappagat íslenskrar kvik- myndamenningar sem hefur eflst mjög á um- liðnum árum. Miklu er til tjaldað við að halda hátíðina en um 1.200 gestir verða viðstaddir hana, þar af um 700 erlendir gestir frá yfir 40 löndum auk yfir 100 blaðamanna og áhrifavalda sem munu gera hátíðinni skil. Á umliðnum árum hafa stór skref verið tekin til þess að efla íslenska kvikmyndagerð. Fyrsta heildstæða kvikmyndastefnan fyrir Ísland, Kvikmyndastefna til ársins 2030 - Listgrein á tímamótum, var kynnt fyrir tveimur árum sem markaði ákveðin vatnaskil. Í henni eru útlistuð ýmis markmið og fjölþættar aðgerðir til þess að efla umgjörð kvikmyndagerðar hér á landi, til að mynda í menntamálum, betri samkeppnisstöðu, aukinni sjálfbærni og markvissu alþjóðlegu kynningar- starfi. Mikill metnaður hefur verið lagður í framfylgd stefn- unnar á skömmum tíma. Þannig fékk Kvik- myndasjóður aukainnspýtingu upp á tæpan milljarð króna vegna heimsfaraldursins. Í gær var tilkynnt um áætlaða viðbótarfjár- muni á næsta ári til þess að koma til móts við breytingar í ríkisfjármálaáætlun frá því í sumar. Endurgreiðsluhlutfall í kvikmynda- gerð á Íslandi hefur verið hækkað í vor úr 25% í 35% en framlag til endurgreiðslna í kvikmyndagerð á næsta ári er áætlað upp á 5,7 milljarða króna, sem er veruleg hækk- un. Fjármunir til kvikmyndamenntunar á framhaldsskólastigi voru auknir og lang- þráðu kvikmyndanámi á háskólastigi komið á laggirnar svo dæmi séu tekin. Allt þetta skiptir máli fyrir þann öfluga hóp fólks sem hefur helgað sig íslenskri kvikmyndagerð, en án hans væri kvikmynda- iðnaðurinn fátæklegur hér á landi. Íslensk kvikmynda- menning er orðin samofin þjóðarsálinni og menningu landsins. Sá ríki vilji stjórnvalda til þess að sækja um að halda Evrópsku kvikmyndaverðlaunin hér á landi var meðal annars með ofangreint í huga, að tileinka hátíðina grasrótinni í íslenskri kvikmyndagerð og undirstrika það, með veglegum kastljósum, hversu framarlega Ísland stendur í heimi kvikmyndanna. Ég óska öllum til hamingju með hátíð dagsins, sem verður landi, þjóð og menningu til sóma. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar. Í stríði við eigin þjóð Stjórnvöld í Íran ætla augljós- lega ekki að gefa neitt eftir þrátt fyrir linnulítil mót- mæli í tæpa þrjá mánuði vegna andláts Möshu Amini í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar 16. september. Á fimmtudag var mótmælandi tekinn af lífi fyrir þátttöku í mótmæl- um. Honum var gefið að sök að hafa teppt götu og lagt til byltingarvarðar með sveðju svo sauma þurfti fimmtán spor. Samkvæmt fréttum fékk maðurinn, Mohsen Shekari, ekki verjanda í málinu. Hann var dæmdur fyrir „að heyja stríð gegn Guði“. Shekari var hengdur á fimmtudag og lá svo á að fjölskyldan heyrði ekki af aftökunni fyrr en hann hafði verið tekinn af lífi. 11 manns hafa þegar ver- ið teknir af lífi fyrir sakir, sem tengjast mótmælunum, jafnmargir eiga dauðadóm yfir höfði sér. Mannréttindasamtök segja að rúmlega 450 manns hafi látið lífið, þar af rúm- lega 60 börn, og írönsk stjórnvöld hafa varpað þúsundum manna í fangelsi vegna mótmælanna. Ljótar fréttir hafa borist af meðferð fanga, sem sætt hafi nauðgunum og ofbeldi. Í einni frétt var sagt frá konu, sem færð var á sjúkrahús nær dauða en lífi vegna innvortis blæðinga vegna hópnauðgunar. Írönsk stjórnvöld eru hins vegar svo óskammfeilin að halda því fram að þau gangi fram með hófsemi og stillingu og það sama eigi við í réttar- kerfinu. Þau kalla mótmælin óeirðir. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórnvöld hafa enga leið til að lægja reiðiölduna gegn þeim. Íranskur stjórnarandstæðing- ur, sem nýlega var sleppt úr fangelsi, sagði að með því að „taka einn mann af lífi eruð þið að taka okkur öll af lífi. Eigið þið nógu marga gálga?“ „Eigið þið nógu marga gálga?“} Vargöld í verkó Ámiðvikudag dæmdi Héraðs- dómur Reykjavík- ur stéttarfélagið Eflingu til bóta- greiðslna fyrir offors við fyrrver- andi starfsmenn félagsins. Þar hefur mikið gengið á frá því Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin formaður 2018, en ekki síður eftir að hún var endur- kjörin nú í febrúar og hreinsaði út á skrifstofunni með fjölda- uppsögnum. Af dómunum blasir við að andrúmsloftið á skrifstofu Eflingar var eitrað og raunar einnig utan hennar, því ein- hverjir í forystu félagsins stuðl- uðu að grófum persónulegum árásum á starfsmenn sína í fjölmiðlum og félagsmiðlum. Það er með ólíkindum að horfa upp á að eitt helsta stéttarfélag landsins ástundi vinnubrögð, sem ekkert launþegafélag myndi umbera almennum vinnuveitanda. Þar hefur byltingin enn og aftur étið börnin sín. Hlutverk verkalýðsfélaga er að standa vörð um réttindi, hagsmuni og velferð launþega, en forysta Eflingar kom fram af ofríki og illgirni við eigin starfsmenn. Þar er ekki um að ræða stakan, slæman yfirmann á vinnustað, skeytingarleysi eða lélega framkomu, heldur er skipulegur fantaskapur og fólska beinlínis starfsmanna- stefna. Sú meinsemd hefur víðar grafið um sig. Alþýðu- samband Íslands (ASÍ) er í uppnámi eftir dæmalausa en misheppn- aða tilraun Sólveigar Önnu og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, til þess að taka þar völdin í haust. Aðkoma þeirra að kjaravið- ræðum hefur ekki heldur stuðlað að friði á vinnumark- aði. Hvort heldur litið er til 89 manna samninganefndar Eflingar eða viðkvæmni for- manns VR, sem spratt upp frá samningaborðinu fyrir hönd ríflega 30 þúsund félagsmanna af því að hann er ósáttur við peningamálastefnu Seðlabank- ans! Út yfir þjófabálk tók þó þegar einhver – að líkindum innan Eflingar – lak upplýs- ingum um kjaraviðræður Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífins til fjöl- miðla í von um að gera út um þær á lokametrunum. Slíkar skemmdarverkatil- raunir varpa ljósi á þá stétta- baráttu, sem hinn róttæki arm- ur verkalýðshreyfingarinnar vill ástunda. Þar eru pópúlískt orðagjálfur, sjálfsupphafning og átök orðin að sjálfstæðu markmiði, en hagsmunir launþega látnir lönd og leið. Ís- lenskt launafólk á betra skilið. Pópúlískt orða- gjálfur, sjálfsupp- hafning og átök eru orðin að sjálfstæðu markmiði} Sjö greindust með berkla Ekkert tilfelli inflúensu greindist hér á landi veturinn 2020–2021 í fyrsta skipti síðan skráningar hófust en fjögur tilfelli greindust í lok seinasta árs. Er þetta rakið til ferðatakmarkana og sóttvarnaráð- stafana í Covid-faraldrinum. Fram kemur í umfjöllun um einstaka sjúkdóma að í fyrra hafi greinst berklar hjá sjö einstakling- um, tveir þeirra voru íslenskir rík- isborgarar. Voru berklar staðfestir með ræktun hjá sex einstakling- um en hjá einum var greiningin klínísk. Hefur meirihluti berkla- greininga síðustu 20 árin verið hjá erlendum ríkisborgurum. Þá greindust fleiri með lekanda í fyrra en árið á undan eða 107 tilfelli og voru karlmenn í miklum meirihluta (80%). Segir í skýrslu sóttvarnalæknis að lekandabakt- eríur, sem eru fjölónæmar fyrir sýklalyfjum, séu vaxandi vandamál erlendis og því sé tímaspursmál hvenær þær verða það hér á landi. Alls voru 49 einstaklingar greindir með sárasótt á seinasta ári og voru þeir töluvert fleiri en undan- farin ár. Karlmenn eru í miklum meirihluta þeirra sem greindust með sárasótt. 21 einstaklingur greindist með nýja HIV-sýkingu í fyrra, 15 karlar og sex konur. Frá upphafi HIV-faraldursins hefur nýgengi HIV-sýkinga verið nokkuð stöðugt. Í fyrra greindist lifrar- bólga B hjá 31 einstaklingi. Allir voru með erlent ríkisfang. Einnig greindust 66 einstaklingar með lifrarbólgu C á seinasta ári og eru það töluvert færri einstaklingar en á undanförnum fimm árum. Í umfjöllun um sýkingar í meltingarvegi og svonefndar súnur, sem eru sýkingar sem smitast milli dýra og fólks, kemur fram að á seinasta ári greindust 58 tilfelli af kampýlóbaktersýkingum, heldur færri sýkingar en undan- farin ár. 55 einstaklingar greindust með salmonellusýkingar. Þá var tilkynnt á árinu um fimm tilfelli af listeríusýkingu og var þar um að ræða tvo karla og þrjár konur á aldrinum 53–78 ára. Flest tilfelli sjúkdómsins hér á landi á undanförnum áratug- um voru greind árið 2017 þegar sjö tilfelli greindust og létust þá fjórir einstaklingar. „Þetta sama ár greindust 2.502 tilfelli af listeríu- sýkingum innan ESB/EES með 14% dánartíðni.“ A lls greindust tíu einstak- lingar með hermanna- veiki (e. Legionnaires disease) á seinasta ári og hafa ekki jafnmörg tilfelli sýkinga af völdum Legionella-bakterí- unnar greinst á einu ári frá árinu 2007. Greindust fjórar konur og sex karlar á aldrinum 52 til 90 ára með sýkinguna í fyrra og létust þrír einstaklingar af hennar völdum á árinu, tvær konur og einn karlmaður. Voru þau á aldr- inum 74 til 87 ára. Þetta kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2021 sem sóttvarnalæknir gefur út. Þar er birt faraldsfræði tilkynningarskyldra smitsjúkdóma í samanburði við fyrri ár. Í skýrslunni segir að einstak- lingarnir þrír sem létust af völdum hermannaveiki hafi allir verið með undirliggjandi áhættuþætti. Hjá einum tókst að rækta bakteríuna í vatnsleiðslum á heimili sjúklings. Á undanförnum árum hafa að jafnaði greinst eitt til fimm tilfelli af hermannaveiki á hverju ári. „Víða erlendis hefur sýkingum af völdum Legionella fjölgað og hafa Evrópusambandið og Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin sett fram nýjar leiðbeiningar og kröfur til að stemma stigu við útbreiðslu bakt- eríunnar,“ segir í skýrslunni. Birt er mjög ítarlegt yfirlit yfir smitsjúkdóma í skýrslunni og segir Guðrún Aspelund sóttvarna- læknir í formála að á seinasta ári líkt og á árinu 2020 hafi starfsemi sóttvarnalæknis snúist að miklu leyti um COVID-19. „Vegna sótt- varnaaðgerða gegn COVID-19 þá fækkaði sumum öðrum sýkingum, bæði öndunarfæra- og meltingar- færasýkingum, sem leiddi einnig til minni sýklalyfjanotkunar en nýgengi flestra tilkynningar- skyldra sjúkdóma hélst hins vegar að mestu óbreytt,“ segir hún. Segir Guðrún að því miður hafi þátttaka barna í almennum bólusetningum í fyrra verið heldur slakari en árin á undan. Líkleg ástæða þess sé mikið álag sem var á heilsugæsluna vegna COVID-19. Þörf sé á samstilltu átaki til að auka þátttöku í bólusetningum á nýjan leik. Þrír létust úr her- mannaveiki í fyrra SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fjöldi greindra legionella- og listeríusýkinga Sjúklingar greindir með legionella-sýkingu 1999-2021 10 8 6 4 2 0 6 4 2 0 '99 '01 '03 '05 '07 '09 '11 '13 '15 '17 '19 '21 '97 '99 '01 '03 '05 '07 '09 '11 '13 '15 '17 '19 '21 2 1 3 7 10 4 3 1 1 3 4 10 2 1 1 4 1 1 4 1 4 7 2 4 5 Fjöldi greindra listeríusýkinga 1997-2021 Heimild: Embætti landlæknis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.