Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
Framkvæmdir Verktakar una glaðir við tíðarfarið undanfarnar vikur og mánuði, nú þegar nálgast miður vetur. Byggingar rísa um borg og bý, líkt og hér í Kópavogi í vikunni.
Árni Sæberg
Óvíða á landinu á
sér nú stað jafn mikil
uppbygging og í Hafn-
arfirði. Er áætlað að
íbúum bæjarins muni
fjölga um allt að fjórð-
ung næstu þrjú til
fjögur árin. Íbúða-
hverfi rísa og stækka
með blandaðri byggð í
fallegu umhverfi í
Hamranesi, Skarðshlíð
og Áslandi og þéttingu
á eldri svæðum. Samhliða fjölgar
fyrirtækjum jafnt og þétt í Hafn-
arfirði.
Mjög jákvætt er að í því krefj-
andi efnahagsumhverfi sem nú ríkir
er gert ráð fyrir um 1.200 milljóna
króna rekstrarafgangi á A- og B-
hluta sveitarfélagsins á næsta ári,
þar af um 600 milljóna
afgangi á A-hlutanum.
Það næst einkum með
auknu aðhaldi og hag-
ræðingu í rekstri
málaflokka og tekjum
af sölu lóða en mikil
ásókn hefur verið í lóð-
ir í bænum að und-
anförnu, jafnt undir
fyrirtæki og íbúðir.
Hefur þar án efa áhrif
að festa er í rekstri
bæjarins og skattaum-
hverfið hagstætt þar
sem álögum á íbúa og
fyrirtæki er stillt í hóf. Á árinu 2023
verður útsvarsprósenta áfram
14,48% en dregið er úr heild-
arálagningu fasteignagjalda á
íbúðahúsnæði með lækkun á vatns-
og fráveitugjöldum til að koma til
móts við miklar hækkanir á fast-
eignamati á íbúðahúsnæði.
Skattprósenta á atvinnuhúsnæði í
Hafnarfirði er sem fyrr ein sú
lægsta á höfuðborgarsvæðinu.
Á komandi ári stefnir sveitarfé-
lagið á að fjárfesta fyrir rúmlega
sjö milljarða króna. Forgangsraðað
er í þágu grunnþjónustu, svo sem
umhverfismála, samgangna, íþrótta-
aðstöðu, húsnæðis og fráveitumála.
Auk almenns frágangs, fegrunar og
endurnýjunar í hverfum, útivist-
arsvæðum og stofnunum bæjarins
þá eru að hefjast framkvæmdir við
nýtt knatthús og reiðhöll og í und-
irbúningi er bygging leikskóla í
Hamranesi.
Fjárhagur bæjarins styrkist
Einnig eru ýmis stór verkefni í
undirbúningi eins og þróun mið-
bæjar og Flensborgarhafnar, fyr-
irhuguð uppbygging Tækniskólans
við höfnina, þróun Krýsuvíkursvæð-
isins og stóraukin umsvif í Straums-
vík í tengslum við CodaTerminal.
Þessi verkefni sem munu komast á
verulegt skrið á komandi mánuðum
og misserum, verða mikil innspýt-
ing og auka umsvif í sveitarfé-
laginu. Fjölgun íbúa og aukin at-
vinnutækifæri munu því haldast í
hendur.
Þá miklu uppbyggingu og íbúa-
fjölgun sem framundan er í bæj-
arfélaginu þarf að undirbúa vel og
því mikilsvert að undirstöður bæj-
arins séu öflugar. Fjárhagur Hafn-
arfjarðarbæjar styrkist með hverju
árinu eins og kemur fram í fjár-
hagsáætlun fyrir árið 2023 sem
samþykkt var í vikunni.
Markmið okkar Sjálfstæðis-
manna um að ná niður afar þungri
skuldastöðu bæjarsjóðs gengur vel
sem sést best á því að gert er ráð
fyrir að skuldaviðmiðið verði komið
niður í um 93% í árslok 2023 sem er
vel undir 150% skuldaviðmiði sam-
kvæmt reglugerð um fjárhagsleg
viðmið og eftirlit með fjármálum
sveitarfélaga. Árið 2014 þegar við
komumst í meirihluta bæjarstjórnar
var skuldaviðmiðið um 200%
Óhætt er því að segja að fjár-
hagsstaðan hafi færst í rétta átt á
undanförnum árum. Það eru bjartir
og spennandi tímar framundan í
Hafnarfirði þar sem vöxtur, velferð
og blómlegt líf er í forgrunni.
Rósa
Guðbjartsdóttir »… dregið er úr heild-
arálagningu fast-
eignagjalda á íbúða-
húsnæði með lækkun á
vatns- og fráveitugjöld-
um …
Rósa
Guðbjartsdóttir
Höfundur er bæjarstjóri
Hafnarfjarðar.
Uppgangur í Hafnarfirði
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir
er og verður hinn eini
sanni „orkupakkaráð-
herra“. Hún „stóð vörð
um EES“ að eigin
sögn. Það var undir
hótunum Norðmanna,
sem leyft hafa okkur
að vera „aftanívagn“
þeirra í EES. Við vit-
um öll að eigendur út-
flutningsfyrirtækj-
anna hafa notið EES og gróðinn
hefur bæði verið notaður til upp-
byggingar í atvinnugreininni og til
kaupa á hlutum í stóru fákeppn-
isfélögunum, sem stunda innflutning
og þjónustu. Þjóð án verðskyns er
auðlind, veiðileyfin á hana eru gjald-
frjáls.
Áhrif EES
EES hefur valdið al-
menningi vonbrigðum.
Fólk trúði því að tenging
við stóra, virka markaði
mundi þýða lægri fram-
færslukostnað. Svo
reyndist ekki vera.
Hann er tvöfaldur m.v.
Evrópulönd. Örfá erlend
félög hafa haslað sér völl
hér og fljótt aðlagast fá-
keppni og sjálftöku.
EES felur í sér alla um-
gjörð ESB um atvinnulíf
og samkeppni. Aðild mundi engu
breyta um fákeppnina.
Erlendir fjárfestar, með erlent
fjármagn og erlenda laxastofna, sem
kallar á aukið erlent vinnuafl til
landsins, misnota nú íslenska nátt-
úru, með ofnýtingu og ófullnægjandi
öryggi. Villtir stofnar, sem eiga eins
og aðrar lífverur sinn tilvistarrétt,
eru hugsunarlaust settir í hættu.
Gullæði
Gullæði hefur nú gripið um sig í
eftirsókn eftir vindi, sem ekki hefur
skort á Íslandi. Ekki er hugsað fyrir
því hvernig þetta náttúruafl geti leik-
ið vindmyllur, þegar saman fer fár-
viðri og ísing. Enginn mun fjarlægja
fallinn búnað gjaldþrota vind-
orkuvers. Venjuleg byggingarefni
grotna niður í tímans rás og hverfa
aftur til jarðar, en trefjagler / trefja-
plast / koltrefjar eru óendurvinnanleg
og þarf að urða, ef einhver vill þá
borga fyrir það.
Þegar Norðmenn höfðu gengið
vopnum sínum framar í fiskeldi í sjó og
drepið náttúrulegt lífríki fjarða og
skerjagarðs með laxaskít og lúsaeitri
leituðu þeir hingað. Hér fundu þeir
ósnortna náttúru til að nauðga, og voru
boðnir velkomnir í nafni Mammons.
Helreiðin
Nú eru Norðmenn búnir að
sprengja ísaldarklappirnar sundur til
að geta komið risavöxnum vindmyll-
um sínum fyrir. Strandlengja Noregs
hefur verið kölluð „meistaraverk
skaparans“. Andstaðan hefur farið
vaxandi, svo nú leita þeir og þeirra
peningar hingað. Hér eru fjöll og firn-
indi, víðerni, Fjallkona, sem upplagt
er að nauðga, í nafni Mammons.
Staðreyndin er sú að engin fyr-
irstaða stenst mátt peninganna. Við
erum að umturna bæði náttúru lands-
ins og menningu fyrir Mammon. Ef
íbúum landsins fjölgar áfram með
sama hraða og síðustu fimm árin
verður fólk af erlendu bergi brotið
helmingur íbúa landsins árið 2035. Ís-
lenskt mál og menning getur ekki
staðist þá áraun.
Glópagull
Ferðaþjónusta er orðin mesta
gjaldeyrislind okkar. Fólk stórborga
veraldarinnar þráir að upplifa náttúr-
una, sem það lítur til úr fjarlægð, á
skjánum. Að grafa undan sinni helstu
tekjulind er eins og að saga þá trjá-
greinina af sem maður situr á.
Heimskan sést langar leiðir. Fórnum
ekki ómetanlegum verðmætum,
menningu og náttúru, á altari
Mammons. Hann fær aldrei nóg, vill
bara meira og meira.
Ragnar
Önundarson » Að grafa undan sinni
helstu tekjulind er
eins og að saga þá trjá-
greinina af sem maður
situr á. Heimskan sést
langar leiðir.
Ragnar
Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Heljarslóðarorrusta