Morgunblaðið - 10.12.2022, Page 30
✝
Völundur Þor-
steinn
Hermóðsson
búfræðikandídat og
leiðsögumaður
fæddist að Nesi í
Aðaldal 8. nóv-
ember 1940. Hann
lést eftir skamma
sjúkdómslegu á
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 26. nóvem-
ber 2022.
Völundur var fyrsta barn for-
eldra sinna, Jóhönnu Álfheiðar
Steingrímsdóttur húsmóður og
rithöfundar, f. 20.8. 1920, d. 25.3.
2002, og Hermóðs Guðmunds-
sonar bónda og frumkvöðuls í
Laxárdeilunni, f. 3.5. 1915, d. 8.3.
1977.
Völundur ólst upp hjá for-
eldrum sínum fyrst að Nesi og
síðan nýbýlinu Árnesi sem þau
stofnuðu árið 1945. Hann átti
þrjú yngri systkini, Sigríði Ragn-
hildi, f. 1942, Hildi, f. 1950, og
Hilmar, f.1953, d.1999.
Árið 1961 kvæntist Völundur
Völundur útskrifaðist gagn-
fræðingur frá Laugaskóla,
stundaði eftir það nám við
Bændaskólann á Hvanneyri og
útskrifaðist þaðan búfræði-
kandídat 1961. Stundaði síðan
framhaldsnám í vélaverkfræði
við búnaðarháskólann í Ultuna í
Svíþjóð. Eftir að Völundur kom
heim vann hann hjá Búnaðar-
sambandi Suður-Þingeyinga við
úttekt jarðabóta og túnamæl-
ingar. Hann vann um skeið við
jurtakynbætur hjá Búnaðardeild
atvinnudeildar Háskóla Íslands
og einnig hjá Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins. Völundur starf-
aði síðan hjá Surtseyjarfélaginu
við rannsóknir í Surtsey. Eftir
það flutti Völundur á heimaslóðir
og setti á stofn fyrirtæki sem rak
skurðgröfur og einnig rútur sem
hann notaði til að aka skólabörn-
um á veturna og ferðamönnum
um hálendið á sumrin.
Þekktastur var Völundur sem
leiðsögumaður og leiðbeinandi
við Laxá í Aðaldal þar sem hann
þekkti hvert kennileiti og hvern
veiðistað eins og lófann á sér.
Útför Völundar fer fram í Nes-
kirkju í Aðaldal í dag, 10. desem-
ber 2022, klukkan 14.
Hægt verður að fylgjast með
athöfninni í gegnum streymið
www.twitch.tv/hljodveridbruar
Þorsteinn eigin-
konu sinni Höllu
Lovísu Loftsdóttur
kennara, f. 31.5.
1943. Börn þeirra
eru þrjú: 1) Stein-
unn Birna, f. 1961,
sem starfar á HSN á
Húsavík við umönn-
un aldraðra. Eig-
inmaður hennar er
Sigmundur Hreið-
arsson framleiðslu-
stjóri hjá Norðlenska á Húsavík,
synir þeirra eru Jóhann Ágúst og
Vilberg Lindi. Eiginkona Jó-
hanns er Ásta Margrét Rögn-
valdsdóttir, börn þeirra eru Vil-
borg Halla, Hallveig Birna og
Valtýr Smári. 2) Viðar hár-
greiðslumeistari og danskennari
í London, f. 1963, maki hans er
Robert Gowing lögfræðingur. 3)
Völundur Snær, f. 1973, mat-
reiðslumaður í Reykjavík, eig-
inkona hans er Þóra Kolbrá Sig-
urðardóttir blaðamaður, börn
þeirra eru Baldvin Snær og Móey
Mjöll.
„Ég var að velta því fyrir mér
hvort við gætum fundið út hver
framleiddi veiðihattinn minn.
Það væri gaman að láta laga
hann,“ sagði Völli tengdapabbi
við mig síðast þegar ég var í
heimsókn. Við vorum bara tvö
heima og eins og honum einum
er lagið var hann búinn að finna
gott verkefni fyrir okkur að
brasa við. Áður en ég vissi af
var hann búinn að draga fram
stækkunargler og sterkt ljós og
þannig reyndum við að finna út
hver framleiddi hinn forláta
veiðihatt sem hver einasti veiði-
maður, sem veitt hefur undir
hans leiðsögn, kannast svo vel
við. Þrátt fyrir töluverða rann-
sóknarvinnu höfðum við það eitt
upp úr krafsinu að til eru tvær
megingerðir af tweed-efni á Ír-
landi og að hatturinn er fram-
leiddur úr annarri þeirra. Þar
með var það verkefni lagt til
hliðar en þetta lýsir Völla í
hnotskurn. Alltaf með verkefni á
prjónunum.
Völli var einstakur maður.
Þegar ég rifja upp okkar
sautján ára sögu rekur mig ekki
minni til þess að okkur hafi
nokkru sinni orðið sundurorða.
Hann var alltaf ljúfur og þegar
ég stóð óþarflega föst á mein-
ingunni hafði hann vit á að láta
kyrrt liggja. Eins og á æfing-
unni fyrir brúðkaupið mitt þeg-
ar ég tók það ekki í mál að feður
okkar stæðu með okkur við alt-
arið. Ég man að ég fjasaði heil
ósköp yfir því hvað mér fyndist
þetta úr sér gengin hefð og að
þessu vildi ég breyta.
Völli var á öndverðum meiði
en sagði ekki orð. Lét þess í
stað eins og hann heyrði ekki í
mér og virtist hafa mikinn
áhuga á kirkjubekkjunum. Eins
og verða vill í aðdraganda brúð-
kaups var í mörg horn að líta og
fljótlega var ég farin að segja
skoðun mína á einhverju öðru.
Daginn eftir stóð Völli teinrétt-
ur upp við altarið og ég man að
ég hló inni í mér þegar ég sá
hann brosa blíðlega til mín sínu
alvitra brosi.
Hann var mér alltaf góður og
hafði einlægan áhuga á öllu því
sem við tókum okkur fyrir
hendur. Hann var með eindæm-
um bóngóður og alltaf til í að
ræða allt milli himins og jarðar
enda afar fróður og vissi ým-
islegt sem ekki allir hafa getu til
að skilja. Ég var nýverið stödd á
Vestfjörðum og innti hann eftir
því næst þegar ég hitti hann að
mig vantaði sárlega heimildir
um álfabyggðir þar. Eins og
endranær kom ég ekki að tóm-
um kofunum og sendi hann mig
heim með merkilegt lesefni.
Jafnframt laumaði hann að mér
bókinni „Á vit hins ókunna“ og
sagði mér að glugga í hana. Mér
þætti það ábyggilega fróðlegt.
Hann sá ekki sólina fyrir
barnabörnunum og þeirra er
missirinn mestur. Hann náði þó
blessunarlega að kenna þeim
einhverja vitleysu eins og að
keyra og þeir voru ófáir veiði-
hringirnir sem voru eknir í þeim
tilgangi. Vinsælasta dægradvöl-
in í sveitinni var sumsé að fara
út að keyra með afa Völla.
Þú kvaddir of fljótt. Þú varst
langt á undan þinni samtíð,
bráðgreindur, vel lesinn og um-
fram allt mesta góðmenni sem
ég hef hitt.
Það var mín gæfa að eiga þig
sem tengdaföður og ég mun
halda loforðið sem ég gaf þér á
dánarbeðinum.
Hvíl í friði elsku Völli –
hlakka til að hitta þig á ný.
Þín uppáhalds- (og eina)
tengdadóttir,
Þóra Kolbrá.
Elsku afi Völli. Það er erfitt
að trúa því að nú sé komið að
kveðjustund. Minningar leita á
hugann og kalla fram sorg í
hjarta en um leið þakklæti fyrir
yndislegar samverustundir. Það
verður skrýtið að koma heim í
Álftanes og finna þig ekki í
horninu við eldhúsborðið með
einlæga brosið, kærleikann og
hlýjuna. Þú tókst okkur alltaf
opnum örmum og sýndir því
ávallt áhuga sem við tókum okk-
ur fyrir hendur. Þú varst mikill
fróðleiksbrunnur og hafðir gam-
an af að upplýsa okkur yngri
kynslóðina um allt milli himins
og jarðar. Þú varst metnaðar-
fullur og vandvirkur og komst
svo vel að orði þegar þú kenndir
Jóhanni á gröfu fyrir margt
löngu: „Þú ert aldrei lengur að
gera hluti vel en illa.“ Of mikil
fljótfærni getur án efa komið
manni í koll síðar. Þú hafðir svo
gaman af að spila vist og mikið
var skemmtilegt þegar endur-
vakin var hefðin að spila saman
í Álftanesi í kringum jólin. Þú
varst byrjaður að kenna Vil-
borgu að spila vist og henni
þótti svo vænt um að fá að fara
með ykkur á síðasta spilakvöld.
Þú gerðir þér líka lítið fyrir og
skelltir þér á danssýningu, að-
eins viku áður en þú kvaddir, til
að sjá Hallveigu dansa og það
sem hún var glöð að fá þig,
ömmu Höllu og fleiri að horfa á
sig. Þú varst líka stoltur af litla
stubbnum okkar, Valtý Smára,
og gafst þér alltaf tíma til að
spjalla við hann og gantast. Þú
og amma Halla hafið ávallt verið
boðin og búin að létta undir með
okkur fjölskyldunni, hvort sem
er að hafa ofan af fyrir börn-
unum okkar, lána okkur runna-
klippurnar, líma saman brotna
hluti (það var ekki almennilega
gert nema afi Völli gerði það),
veita góð ráð eða bara hvað sem
helst. Við reyndum svo að
gjalda í sömu mynt með því til
dæmis að ráðast á blessaða
skriðjurtina í blómaskálanum
sem Jóhann elskar svo heitt og
breytast í Ástu tæknitröll ef ein-
hver hafði í ógáti skráð þig út af
facebook-reikningnum ykkar í
tölvunni þinni. Ein af okkar
uppáhaldsminningum er samt
þegar við settumst saman við
borðstofuborðið í Álftanesi,
hlustuðum á jólatónlist og skár-
um út laufabrauð. Þú skarst
laufabrauðið alltaf út með hníf
og kenndir okkur hinum listina
af mikilli natni og þolinmæði. Þú
varst svo mikið jólabarn og í
Álftanesi á hvert jólaskraut sinn
sérstaka stað og varla hægt að
skreyta nema þú værir til að
stýra hvert hlutirnir færu. Nú
þegar jólin nálgast hellast yfir
okkur ljúfsárar minningar um
þessar stundir þegar við fjöl-
skyldan litum inn og aðstoðuð-
um ykkur við að skreyta. Það
mun reyna á okkur nú að finna
út hvar allt á að vera þegar þú
ert ekki lengur til að leiðbeina
okkur, en það erum við viss um
Völundur Þor-
steinn Hermóðsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku besti afi.
Mér þykir svo vænt um
þig. Ég sakna þín svo.
Kveðja,
Valtýr Smári.
Elsku afi Völli.
Þú varst rosalega
skemmtilegur. Þú varst oft
fyndinn. Þegar ég kom í
pössun til ykkar þá spiluð-
um við stundum ólsen-ól-
sen. Mér fannst það
skemmtilegt. Ég sakna þín
rosalega mikið.
Kveðja,
Hallveig Birna.
Elsku afi Völli. Ég man
þegar ég var yngri að við
fórum saman út í blóma-
skála og tíndum jarðarber.
Þú kenndir mér líka að
spila félagsvist og mér
fannst svo gaman að spila
við þig og ömmu. Ég á eftir
að sakna þess að heyra þig
segja: „Nei, sæl elsku
hjartað mitt“ þegar ég
labba inn í eldhúsið í Álfta-
nesi. Ég mun aldrei gleyma
þér, hjartað mitt.
Kveðja,
Vilborg Halla.
30 MESSUR
á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
AKRANESKIRKJA | Aðventustund
barnanna kl. 11. Syngjum saman jóla-
lög og heyrum jólasögu. Kór Grunda-
skóla syngur.
AKUREYRARKIRKJA | Sunnudaga-
skóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Síð-
asti sunnudagskóli fyrir jól. Umsjón
Sonja Kro og Hólmfríður Her-
mannsdóttir. Æðruleysismessa í Akur-
eyrarkirkju kl. 20. Ólína Freysteinsdótt-
ir fjölskyldufræðingur flytur
hugleiðingu. 10 mínútna djúpslökun í
umsjá jógakennarans Þuríðar Helgu
Kristjánsdóttur. Tónlistin er í höndum
Hermanns Arasonar, Eyþórs Inga Jóns-
sonar og Guðrúnar Arngrímsdóttur.
Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Mola-
sopi í safnaðarheimilinu að messu lok-
inni.
ÁRBÆJARKIRKJA | Árlegt jólaball
verður haldið sunnudag 11. desember
að lokinni fjölskylduguðsþjónustu sem
hefst kl. 11. Jólasveinar líta inn með
glaðning fyrir börnin. Prestur er Þór
Hauksson ásamt Ingunni Björk Jóns-
dóttur djákna. Aðalheiður Þorsteins-
dóttir leikur á flygilinn og Hildur María
Torfadóttir syngur.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
13. Emma og Þorsteinn annast sam-
verustund sunnudagaskólans. Sr.
Helga Kolbeinsdóttir prédikar og þjón-
ar fyrir altari. Hljómfélagið leiðir safn-
aðarsönginn undir stjórn Fjólu Kristínar
Nikulásdóttur. Organisti er Bjartur Logi
Guðnason. Hressing í Ási að messu
lokinni.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta
í Ástjarnarkirkju kl. 17. Skátar koma
með friðarloga alla leið frá Betlehem
og tendra með honum friðarljós í kirkj-
unni.
BESSASTAÐAKIRKJA | Jólastund
fjölskyldunnar kl. 11. Helgileikur sem
börn á Álftanesi setja upp. Ungir hljóð-
færaleikarar og listasýning 10-12 ára
barna.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sameiginlegt
jólaball Breiðholtssafnaðar og alþjóð-
lega safnaðarins kl. 14. Umsjón með
stundinni hafa sr. Pétur Ragnhildar-
son, sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir og
sr. Toshiki Toma. Örn Magnússon leiðir
tónlistina.
BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa
kl. 11. Fermingarbörn sýna helgileikinn
Verði ljós. Daníel Ágúst, Katrín Eir, Eva
Björk og Jónas Þórir þjóna. Við kveikj-
um á þriðja kertinu á aðventukransin-
um og syngjum jólalög.
DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson pre-
dikar og þjónar fyrir altari. Jólastund í
sunnudagaskólanum á sama tíma í
umsjón Ásdísar og Hálfdáns. Súpa og
samfélag í lokin.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, prest-
ur er Elínborg Sturludóttir, Guðmundur
Sigurðsson er organisti og Dómkórinn.
Eftir messuna verður boðið upp á góð-
gerðarmorgunverð í Safnaðarheimilinu
til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar sem
styður við fátækar fjölskyldur fyrir jólin.
Norsk messa kl. 14, sr. Þorvaldur Víð-
isson, Kári Þormar og félagar úr Dóm-
kórnum leiða sönginn.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Jólaball
kl. 17. Sr. Pétur Ragnhildarson hefur
umsjón með stundinni og Arnhildur Val-
garðsdóttir leiðir tónlist og söng. Frek-
ari upplýsingar inn á www.fellaoghola-
kirkja.is
FRIÐRIKSKAPELLA | Aðventu-
messa á vegum JELK.is sunnudag kl.
11. Sakarías Ingólfsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Kaffi og meðlæti eftir
messu.
GARÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjón-
usta á vegum Rótarýklúbbsins Görðum
í Garðakirkju kl. 12.30. Sr. Guðrún Egg-
erts Þórudóttir þjónar fyrir altari.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helga-
son þjónar. Nemendur úr Tónlistar-
skóla Grafarvogs leika á hljóðfæri. Kór
Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti
er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli er
á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar.
Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harðardótt-
ir og sr. Guðrún Karls Helgudóttir. Und-
irleikari er Stefán Birkisson. Selmessa
kl. 13 í Kirkjuselinu í Spöng.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11.
Kórkonur úr Domus Vox syngja undir
stjórn Margrétar Pálmadóttur. Ásta
Haraldsdóttir kantór leikur á flygil og
orgel. Sr. Þorvaldur Víðisson prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt messuþjón-
um. Þriðjudagar kl. 12, kyrrðarstund í
hádeginu í Grensáskirkju, einnig í
streymi. Fimmtudagar kl. 17.15 núvit-
undarstundir. Helgihald um jól og ára-
mót er aðgengilegt á heimasíðunni
kirkja.is.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheim-
ili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrr-
um þjónandi presta kl. 14 í hátíðarsal
Grundar. Prestur er Gunnar Björnsson.
Félagar úr Grundarkór leiða söng undir
stjórn Kristínar Waage organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Prest-
ur er Leifur Ragnar Jónsson sem þjón-
ar og predikar fyrir altari. Organisti er
Arnhildur Valgarðsdóttir og kór Guðríð-
arkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa
Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir mess-
una.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Jóla-
stund fjölskyldunnar kl. 11. Sr. Jónína
Ólafsdóttir þjónar ásamt Rósu Hrönn
Árnadóttur. Barna- og unglingakór
Hafnarfjarðarkirkju syngur og flytur
helgileik. Stjórnendur kóranna eru
Brynhildur Auðbjargardóttir og Helga
Loftsdóttir. Kári Þormar leikur á píanó
og orgel. Jólaball í safnaðarheimilinu á
eftir og sveinki mætir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða. Ragnheiður
Bjarnadóttir, María Elísabet Halldórs-
dóttir og Alvilda Eivör Elmarsdóttir sjá
um barnastarfið. Organisti er Steinar
Logi Helgason. Karlakór Reykjavíkur
leiðir messusöng undir stjórn Friðriks
S. Kristinssonar. Tórshavnar Manskór
syngja kórverk undir stjórn Bjarna Re-
storff.
HALLGRÍMSKIRKJA SAURBÆ | Að-
ventuhátíð kl. 20. Kór Saurbæjar-
prestakalls syngur. Ólafur Sverrisson
talar og segir frá starfinu í Vatnaskógi.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigs-
kirkju syngur. Organisti er Guðný Ein-
arsdóttir. Heitt á könnunni að messu
lokinni.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa
sunnudag kl. 17. Sr. Karen Lind Ólafs-
dóttir leiðir stundina. Matthías V. Bald-
ursson sér um tónlistarflutninginn og
með honum verður Lögreglukórinn.
HVALSNESKIRKJA | Sjá Sandgerðis-
kirkju.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkoma kl. 11. Service. Translation
into English. Samkoma á ensku kl. 14.
English speaking service. Samkoma á
spænsku kl. 16. Reuniónes en esp-
añol.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Aðventu-
samkoma með lofjörð og fyrirbænum.
Samkoman verður í umsjá unga fólks-
ins – UNIK. Friðrik Páll Ragnarsson
Schram prédikar. Kaffi að samveru-
stund lokinni.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Söng- og
helgistund í Álfagerði, sunnudag kl.
14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir
stjórn Daníels Arasonar og sr. Arnór
Bjarki Blomsterberg leiðir stundina og
flytur aðventuhugvekju.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Jólaball í
Keflavíkurkirkju kl. 11, byrjum með
helgistund í kirkjunni förum síðan í
Kirkjulund þar sem hljómsveit Tónlist-
arskóla Reykjanesbæjar leiðir jólatrés-
söng í Kirkjulundi. Jólasveinar koma í
heimsókn.
,,Nú mega jólin koma fyrir mér“ kl. 20.
Helgistund í Keflavíkurkirkju með jóla-
söngvum sem allir þekkja og uppá-
haldssögu prestsins fyrir alla yngri
sem eldri.
KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa
sunnudag kl. 13. Sr. Sigurður Grétar
Helgason þjónar. Nemendur úr Tónlist-
arskóla Grafarvogs leika á hljóðfæri.
Vox Populi leiðir söng. Organisti er Há-
kon Leifsson.
KOLAPORTIÐ | Kolaportsmessa kl.
14 sunnudag. Jólasöngvar og hugarró.
Umsjón sr. Bjarni Karlsson og Ragn-
heiður Sverrisdóttir, djákni. Tónlist
Guðrún Árný Karlsdóttir. Túlkað á
ensku og úkranísku.
KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór
Kópavogskirkju syngja undir stjórn
Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.
Gengið verður til altaris. Sunnnudaga-
skólinn á sama tíma í safnaðarheim-
ilinu Borgum.
KVENNAKIRKJAN | Aðventuguðþjón-
usta í stofum Kvennakirkjunnar í Þing-
holtsstræti 17 kl. 20. Aðalheiður Þor-
steinsdóttir og Anna Sigríður
Helgadóttir leiða söng jólalaga. Konur
segja hver annarri frá trú sinni. Á eftir
verður borið fram kaffi, súkkulaði og
smákökur.
LANGHOLTSKIRKJA | Krúttamessa
kl. 11, söngur, jólasveinar og jólaball.
Sara Grímsdóttir söngkona leiðir
stundina. Krúttakórinn syngur undir
stjórn Bjargar Þórsdóttur og Sunnu
Karenar Einarsdóttur. Jólasveinar kíkja
í heimsókn og dansa með krökkunum í
kringum jólatréð.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er Jón Ásgeir Sigurvinsson.
Organisti er Elísabet Þórðardóttir.
Kammerkór Reykjavíkur syngur undir
stjórn Sigurðar Bragasonar. Kaffi og
samvera í safnaðarheimili eftir messu.
LÁGAFELLSKIRKJA | Jólakirkjubrall
– aðventustund barnanna kl. 12-14.
Fjölskylduvæn samvera með föndri,
jólatrésrækt, ratleik, skreyta piparkök-
ur, fjárhúsahvíld og helgileik en um leið
fræðast um atburði jólanna. Góður
gestur kíkir í heimsókn og brallinu lýkur
með máltíð. Umsjón: Bogi, sr. Henn-
ing, Þórður og sunnudagaskólaleiðtog-
ar.
NESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11. Barnakór Neskirkju syngur undir
stjórn Steingríms Þórhallssonar. Jóla-
lög, jólasaga og jólaleikrit í umsjá Krist-
rúnar Guðmundsdóttur æskulýðsfull-
trúa og sr. Steinunnar A. Björnsdóttur.
Aðventuhátíð kl. 17. Kór Neskirkju
syngur undir stjórn Steingríms Þór-
hallssonar. Gissur Páll Gissurarson
syngur einsöng. Pamela De Sensi og
Ásta Sóllilja Auðunsdóttir leika á
flautu. Ræðumaður er Auðunn Atla-
son. Prestar Neskirkju leiða stundina.
Hressing á Torginu eftir hátíðina.
SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Að-
ventumessa kl. 14. Sigríður Ósk Krist-
jánsdóttir syngur. Sigrún Steingríms-
dóttir organisti stjórnar almennum
safnaðarsöng. Í lok messunnar verður
sungið sérstaklega með börnum á öll-
um aldri. Altarisþjónusta og prédikun
verður í höndum sr. Kristins Ágústs
Friðfinnssonar.
Sandgerðiskirkja | Aðventuhátíð kl.
18. Kirkjukórinn, Söngsveitin Víkingar,
Skólakór Sandgerðis, atriði frá tónlist-
arskólanum, hugvekja, almennur söng-
ur. Ljósin tendruð í lokin og allir syngja
saman.
SELJAKIRKJA | Barnaguðþjónusta kl.
11. Óli og Helgi leiða samveruna.
Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jóhann
Borgþórsson predikar. Félagar úr Kór
Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organ-
isti er Sveinn Arnar Sæmundsson. Að-
ventutónleikar kl. 17. Karlakórinn Fóst-
bræður syngur undir stjórn Árna
Harðarsonar. Ingibjörg Aldís Ólafsdótt-
ir, sópransöngkona, syngur einsöng.
Undirleikari: Sveinn Arnar Sæmunds-
son. Ókeypis aðgangur.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Sr. Jón Stein-
grímsson og móðuharðindin. Jón Krist-
innn Einarsson, sagnfræðingur, talar.
Þakkargjörðarguðsþjónusta og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjón-
ar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.
Anton Sigurðsson, pípulagningar-
meistari, segir frá borholu 17. Guð-
laugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-
og loftlagsráðherra, talar. Félagar úr
Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar
eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Morg-
unkaffi kl. 9 og kyrrðarstund kl. 12 á
miðvikudag.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Sjá Sandgerðis-
kirkju.
VÍDALÍNSKIRKJA | Jólaball sunnu-
dagaskólans kl. 11. Sr. Matthildur og
Jóna Þórdís leiða stundina. Stundin
hefst á stuttri athöfn í kirkjunni áður en
við förum yfir í safnaðarheimilið og
dönsum kringum jólatréð. Berglind
Halla leikkona leiðir söng með Davíð
gítarleikara. Jólasveinninn kemur í
heimsókn með glaðning fyrir börnin.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Sunnudagaskóli kl. 10 í umsjá Benna
og Dísu. Fjölskylduhátíð kl. 11. Nú æf-
um við og syngjum jólasálma saman
og leiða félagar úr Kór Víðistaðasóknar
sönginn undir stjórn Sveins Arnars org-
anista. Sr. Bragi sóknarprestur leiðir
stundina. Stekkjastaur kemur í heim-
sókn. Kaffi, djús og smákökur í safn-
aðarsal að athöfn lokinni.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Aðventu-
hátíð sunnudag kl. 17. Ingibjörg Hjör-
dís Einarsdóttir, sópran syngur.
Strengjasveit Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar kemur fram og kór Njarðvík-
urprestakalls leiðir söng. Fermingar-
börn og foreldrar þeirra hvött til að
mæta.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Grundarkirkja
Minningar