Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
✝
Ragnheiður
Thelma
Björnsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði
11. september
1972. Hún lést 5.
ágúst 2022 í
Portúgal.
Foreldrar henn-
ar eru Svava Frið-
þjófsdóttir skrif-
stofukona, f. 9.
nóvember 1953,
og Björn Árnason húsasmiður,
f. 20. desember 1950. Hann
var giftur Jónu Sigurðar-
dóttur, f. 1948, d. 2003, og átti
hún fyrir tvö börn, þau Jón M.
Schow, f. 1977, og Hlín Mo-
gensdóttur, f. 1972. Hlín á
fjögur börn. Stjúpfaðir Ragn-
heiðar Thelmu er Hafsteinn
Halldórsson sjómaður, f. 8
nóvember 1958. Systkini
Ragnheiðar Thelmu eru; sam-
feðra: Sif, f. 1983, sambýlis-
maður hennar er Ingvar
Högni Ragnarsson, f. 1981.
Dóttir þeirra er Malín Yrja, f.
2018, sonur Sifjar er Theodór
Svarfdal Sveinbjörnsson, f.
2008. Sammæðra: Kristján
Hafsteinsson, f. 1980, sam-
býliskona hans er Jóhanna
Helga Viðarsdóttir, f. 1983.
Þeirra börn eru Iðunn Björk,
f. 2008, Kári Rafn, f. 2011, og
Orri Steinarr, f. 2021. Frið-
þjófur Arnar Hafsteinsson, f.
1987, sonur hans er Friðþjófur
Mikael, f. 2012.
Eftirlifandi eiginmaður
Ragnheiðar Thelmu er Brynj-
ar Örn Sigurðsson siglinga-
fræðingur, f. 25. júlí 1975.
Foreldrar hans eru Sigurður
Jónsson tæknifræðingur, f.
1954, og Olga Ólafsdóttir
skrifstofukona, f. 1954.
Sonur Ragnheiðar Thelmu
er Aron Lloyd Green vefþró-
unarstjóri, f. 5.
janúar 1993, og er
hann giftur El-
ísabetu Guð-
mundsdóttur
nema, f. 17. apríl
1993. Börn þeirra
eru Júlía Kristín,
f. 24. desember
2019, og Huginn
Ragnar, f. 31. júlí
2022. Faðir Arons
er Matthew Lloyd
Green, f. 1967. Dætur hans
eru Layla, f. 1999, og Kather-
ine Alabama, f. 2005.
Dóttir Ragnheiðar Thelmu
og Brynjars er Írena Ósk förð-
unarfræðingur, f. 8. október
1998. Sambýlismaður hennar
er Úlfur Þór Böðvarsson
vefþróunarstjóri, f. 2. mars
1999.
Ragnheiður Thelma ólst
upp í Hafnarfirði og stundaði
grunnskólagöngu við Lækjar-
skóla. Að grunnskóla loknum
fór hún í Menntaskólann á
Laugarvatni og eignaðist þar
marga góða vini og kunn-
ingja.
Ragnheiður Thelma fluttist
til Lúxemborgar 1990 og bjó
þar til ársins 1994. Eftir heim-
komu starfaði hún við umönn-
un fatlaðra og á hæfingarstöð-
inni Bæjarhrauni. Hún kynnt-
ist Brynjari Erni Sigurðssyni
eiginmanni sínum árið 1996 og
gengu þau í hjónaband hinn
19. ágúst árið 2000. Ragnheið-
ur Thelma fór svo í Iðnskól-
ann í Hafnarfirði og lærði
hársnyrtiiðn. Hún bjó ásamt
fjölskyldu sinni í Hafnarfirði
til ársins 2014 og fluttu þau
þá á Eyrarbakka.
Ragnheiður Thelma var
mikill náttúruunnandi og naut
þess að ferðast vítt og breitt.
Bálför hefur farið fram.
Elsku Thelma okkar. Þú
varst elsta barnabarnið og tókst
það hlutverk mjög alvarlega.
Þér fórst það einstaklega vel úr
hendi. Þú passaðir öll frænd-
systkinin á einhverjum tíma-
punkti en þú passaðir líka upp á
okkur öll, varst alltaf til staðar
þegar við þurftum á þér að
halda með góð ráð og aðstoð.
Þú leist á það sem þitt hlutverk
að halda utan um okkur öll og
passa upp á að við værum í
góðu sambandi. Skipulagðir
frændsystkinahittinga, útilegur
og aðrar skemmtilegar uppá-
komur. Fjölskyldan skipti þig
svo miklu máli.
Móðurhlutverkið og seinna
ömmuhlutverkið var þér allt. Þú
varst okkur sannkölluð fyrir-
mynd þar og var yndislegt að
fylgjast með þér halda utan um
fólkið þitt. Að sjá þig takast á
við ömmuhlutverkið, mikla
barnagælan sem þú varst, var
dásamlegt. Þið Júlía voruð ein-
stakar vinkonur og svo óskap-
lega nánar.
Þú varst alltaf svo yndisleg,
elsku besta Thelma. Alltaf með
bestu ráðin og vissir alltaf hvað
átti að gera. Þú varst svo mikil
fyrirmynd fyrir okkur. Það sem
stendur upp úr fjölmörgum
minningum er góðmennskan,
hjálpsemin og hvað fólkið í
kringum þig skipti þig miklu
máli. Kjarnafjölskyldan þín sem
reiddi sig á þig, stórfjölskyldan
og endalaus fjöldi af vinum.
Enginn var þér óviðkomandi og
kærleikinn þitt aðalsmerki.
Við systurnar eigum enda-
laust af dásamlegum minning-
um um þig. Hugljúfum sem og
fjörugum. Rauði þráðurinn er
samt alltaf stuðið, húmorinn og
fjörið sem var í kringum þig. Þú
varst skemmtilegasta barnapían
og mesta barnagælan. Við
þökkum þér væntumþykjuna,
stuðninginn, að vera alltaf til
staðar og allan hláturinn. Við
munum varðveita minninguna
um uppáhalds stóru frænku alla
ævi. Takk fyrir allt, elsku
Thelma.
Elsku Binni, Aron, Írena og
fjölskyldur, Svava, Kristján,
Friðþjófur og fjölskyldur, miss-
ir ykkar er mikill. Hugur okkar
er hjá ykkur.
Þínar frænkur,
Friðsemd, Linda
og Ragnheiður.
Ragnheiður
Thelma
Björnsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BENTH U. BEHREND
Skógargötu 18, Sauðárkróki,
lést á HSN Sauðárkróki laugardaginn
26. nóvember. Útförin fer fram frá
Sauðárkrókskirkju mánudaginn 12. desember klukkan 13.
Alda Ferdinandsdóttir
Þyri Edda Bentsdóttir
Guðrún Elísabet Bentsdóttir
Gústav Ferdinand Bentsson Annemie Milissen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir, mágkona og amma,
ÁGÚSTA SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR,
Mávabraut 1a, Keflavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut,
laugardaginn 26. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Halldór Angantýr Þórarinsson
Þóra Björk Halldórsdóttir Andri Már Eyþórsson
Ólöf Ösp Halldórsdóttir Sveinn Haukur Albertsson
Valdís Þóra Gunnarsdóttir Vignir Már Guðjónsson
Sara Lind Gunnarsdóttir Páll Þórir Jónsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTBJÖRN ÞÓR ÁRNASON,
Bóbi,
skipstjóri,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Húsavík, 5. desember. Útför hans fer fram í
Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 14. desember klukkan 14.
Birna Sigurbjörnsdóttir
Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir Jón Gíslason
Árni Björn Kristbjörnsson Sandra B. Franks
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar kæra
GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR,
Bagga í Steinsholti,
er látin.
Aðstandendur
Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN INGUNN MAGNÚSDÓTTIR
frá Króktúni í Landsveit,
síðast til heimilis í Reykjanesbæ,
sem lést laugardaginn 3. desember á
Landspítalanum í Fossvogi,
verður jarðsungin frá Skarðskirkju laugardaginn 17. desember
klukkan 13.
Magnús Benediktsson Rakel Ýr Björnsdóttir
og börn
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, systir,
mágkona og frænka,
ÁSDÍS VÉBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
lést 8. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Eiríkur Örn Guðmundsson Þorbjörg Ósk Úlfarsdóttir
og barnabörn
Sigurður Þ. Jónsson Fríða Ástvaldsdóttir
og fjölskyldur
Elsku hjartans eiginkona mín, dóttir,
mamma, tengdamamma og amma okkar,
HALLDÓRA HALLA JÓNSDÓTTIR,
Gröf 1, Hvalfjarðarsveit,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi miðvikudaginn 7. desember í
faðmi ástvina. Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju föstudaginn 16. desember klukkan 13.
Sigurbaldur Kristinsson
Jón Eiríksson Rut Hallgrímsdóttir
Guðný Elíasdóttir Jökull Helgason
Jón Hartmann Elíasson Hrafnhildur Kristinsdóttir
Hreinn Elíasson Kristín Jezorski
Marín Rut Elíasdóttir Sigurjón Ingi Úlfarsson
Stella Eyrún Sigurbaldursd. Arnar Þór Ólason
Sindri Már Sigurbaldursson Kristbjörg Víðisdóttir
og ömmugullin
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐMUNDA P. HERMANNSDÓTTIR,
Munda frá Ysta-Mói,
Sauðárhæðum, Sauðárkróki,
lést á HSN Sauðárkróki laugardaginn
26. nóvember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 17. desember klukkan 13.
Athöfninni verður streymt frá Sauðárkrókskirkju:
https://www.youtube.com/watch?v=3KwlqYhTDIw
Hlekk má einnig nálgast á mbl.is/andlat.
Jarðsett verður í Barðskirkjugarði, Fljótum.
Sigurhanna Ólafsdóttir
Jóhanna Petra Haraldsdóttir Jónas S. Svavarsson
Linda Nína Haraldardóttir Jón Eðvald Friðriksson
Lára Gréta Haraldsdóttir Magnús Sigfússon
Þröstur Georg Haraldsson Guðrún Haraldsdóttir
Ellen Hrönn Haraldsdóttir Gunnar Björn Ásgeirsson
Stefán Logi Haraldsson Inga S. Baldursdóttir
Róbert Steinn Haraldsson Erla Valgarðsdóttir
Haraldur Smári Haraldsson Eydís Eysteinsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær faðir okkar,
GUNNAR KARL GRÄNZ
málarameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum
á Selfossi mánudaginn 17. október.
Útför hefur farið fram að ósk hins látna.
Guðrún Sandra, Gunnar Þór
og fjölskyldur
Elsku eiginkona mín, móðir, amma
og langamma,
ÁSTA ÁKADÓTTIR
frá Súðavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi fimmtudaginn 8. desember.
Útför fer fram í kyrrþey að hennar ósk.
Sigurður Borgar Þórðarson
Þórður Þ. Sigurðsson
Nanna Sigurðardóttir
Una Sigurðardóttir
barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur