Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
DÆGRADVÖL38
KÄHLER
í jólapakkann
Skeifan 8 | Kringlan | Hafnartorg Gallery | Glerártorg | casa.is
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Sigríður Dögg Arnardóttir
40 ÁRA Sigga Dögg er Keflvíkingur en
býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í
sálfræði frá Háskóla Íslands og meistara-
gráðu í kynfræði frá Curtin-háskóla í
Vestur-Ástralíu. Sigga Dögg er sjálfstætt
starfandi kynfræðingur, uppistandari og
rithöfundur. Hún var að gefa sína sjöttu
bók, sem heitir Litla bókin um blæðingar.
Áhugamálin eru ferðalög, allt sem er
yfirnáttúrulegt, að tína steina, ferðast um
á húsbílnum og ævintýri.
FJÖLSKYLDA Maki Siggu Daggar er
Sævar Eyjólfsson, f. 1978, sjálfstætt starf-
andi athafnamaður. Börn Siggu Daggar
eru Íris Lóa, f. 2011, Henry Nói, f. 2013, og
Benjamín Leó, f. 2017. Dóttir Sævars er
Dýrleif, f. 2005. Foreldrar Siggu Daggar eru hjónin Íris Björk Guðjónsdóttir,
f. 1964, millistjórnandi í Fríhöfninni, og Örn Garðarsson, f. 1963, matreiðslu-
meistari á Soho. Þau eru búsett í Keflavík.
Nýr borgari
Vestmannaeyjar
Adrian Pavlovskis
fæddist 14. apríl 2022
í Reykjavík. Hann vó
3.860 g og var 52 cm
langur. Foreldrar hans
eru Olena Hubska og
Olegs Pavlovskis.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Lífið blasir við þér og þú brosir
hringinn. Þú kemur vini til hjálpar í dag
og úr verður hin besta skemmtun. Hvíldu
þig í kvöld.
20. apríl - 20. maí B
Naut Þú getur ekki ætlast til þess að
aðrir viti um hvað þú hugsar. Horfstu
í augu við það sem þú óttast og sjáðu
hvað gerist.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Ef þú finnur til óánægju skaltu
ekki byrgja hana innra með þér. Hafðu
hugfast að ein lítil mistök geta dregið
dilk á eftir sér.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Því minna sem þú reynir að
ganga í augun á öðrum, því betri árangri
nærðu. Taktu á málunum strax, annars
geta þau bólgnað út.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Hugmyndirnar koma á færibandi
um þessar mundir. Ekki láta þér bregða
þótt þú fáir einhvers konar vitrun. Brettu
upp ermarnar heima.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Láttu nöldur samstarfsmanns
þíns lönd og leið. Þú hefur áhyggjur af
eldri ættingja. Þú leggur blessun þína
yfir nýtt ástarsamband vinar.
23. september - 22. október G
Vog Þér hættir til að vera of ráðrík/ur í
máli sem þig varðar ekkert um. Leitaðu
leiða til að koma hugmyndum þínum á
framfæri við fólk sem þú veist að getur
komið þeim áfram.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Til þín er leitað um ráðgjöf.
Gefðu þér tíma til þess að íhuga næstu
skref í lífinu.Æfðu þig í að slaka á.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Þú skalt aldrei taka stuðningi
annarra sem gefnum hlut. Þolinmæðin
þrautir vinnur allar. Það eru blikur á lofti
í ástamálunum.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Þú hefur lagt þig fram í starfi
og árangur þinn vakið athygli yfirmanna
þinna. Vertu vakandi yfir málefnum
barna í fjölskyldunni.
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Það getur verið dýrkeypt að
blanda sér í annarra mál að ástæðu-
lausu. Settu unglingnum úrslitakosti
hins vegar.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Góður vinur leitar stuðnings hjá
þér og þú verður að gefa þér tíma til
þess að sinna honum. Lagfærðu hluti
heima hjá þér og losaðu þig við drasl.
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari – 75 ára
Skólastjóri í nær aldarfjórðung
M
argrét Dóróthea
Sigfúsdóttir fæddist
10. desember 1947
á Fosshólum í
Holtum, Rang. „Þar
var ljósmóðir sem var móðursystir
móðir minnar, en ég ólst upp á
Selfossi. Alls staðar var verið að
byggja þar, nóg af vinnupöllum
að hlaupa eftir, leika sér og stinga
sig á nöglum. Þarna voru hross
á beit ásamt kúm og heilmargir
frístundabændur sem voru með
kindur.“
Skátastarfið á Selfossi var nokk-
uð og var Margrét í skátahópn-
um Álkurnar. „Skátastarfið var
skemmtilegt og gefandi. Við fórum
í útilegur, vorum á Úlfljótsvatni og
settum upp leikrit í Selfoss bíói.
Þetta var gaman og gefandi.“
Eftir gagnfræðapróf fór Margrét
í Húsmæðraskólann á Laugarvatni
sem var eins árs skóli. Haustið
eftir fór hún sem „au-pair“ til
Bandaríkjanna og var í bænum
Scarsdale í New York-ríki. „Ég var
þar í eitt ár, eldaði mat fyrir níu
manna fjölskyldu, þvoði þvott og
passaði tvo stráka. Ég átti frí einn
virkan dag í viku og fór oftast niður
á Manhattan labbaði þar um og fór
í bíó þar sem maður gat verið allan
daginn að drekka kók, borða popp
og horfa á bíómyndir. Þegar fór að
vora var farið hvern laugardag á
ströndina með nesti og síðan komið
við á sveitabæ og keypt grænmeti
á leiðinni til baka. Þarna kynntist
ég ýmsum nýjungum, t.d. kjúkling-
um, maískorni, papriku, pítsum,
kleinuhringjum o.fl. Ég spurði
konuna á heimilinu hvað sjóða ætti
maiskornið lengi og hún sagði þar
til það kemur góð lykt.“
Margrét kom síðan heim um
haustið 1966 og fór þá beint í Hús-
stjórnarkennaraskólann sem var
nám í þrjá vetur og eitt sumar og
útskrifaðist hún vorið 1969. „Þetta
var ansi krefjandi nám, kennslu-
dagurinn langur og mikill heima-
lærdómur. Fólk virðist halda að
ekkert mál sé að kenna hússtjórn-
arfög og nægilegt sé að vera góður
í eldhúsinu heima hjá sér. Það þarf
að kunna að kenna og miðla efni til
nemenda og hrífa þá með sér. Ef
þetta tekst er sigurinn unninn og
allir eru ánægðir.
Sumarið sem við vorum í skólan-
um vorum við á Laugarvatni í æf-
ingarkennslu og garðyrkju. Þarna
söfnuðum við einnig íslenskum
jurtum, við vorum að greina þær,
þurrka og pressa undir leiðsögn
Ingólfs Davíðssonar grasafræðings.
Síðan kom Baldvin Halldórsson
leikari og kenndi okkur framsögn,
sem veitir ekki af fyrir kennara
því við þurfum að geta talað lengi
án þess að örmagnast. Dvölinni á
Laugarvatni lauk með veislu sem
haldin var fyrir ungu stúlkurnar
sem við höfðum verið að æfa okkur
að kenna. Pökkuðum veisluföngum
niður í kassa og héldum á grasa-
fjall alla leið á Hveravelli þar sem
við tíndum fjallagrös af miklum
móð. Við vorum tólf ungar konur
sem hófum nám og þarna varð til
vinskapur sem heldur enn eftir öll
þessi ár. Átta úr þessum hóp hittast
alltaf einu sinni á ári og eru saman
í þrjá sólarhringa. Nú erum við all-
ar hættar að vinna og var ég síðust
til þess eftir 53 ár í fullu starfi.“
Eftir útskrift var Margrét ráðs-
kona á Sjúkrahúsinu á Selfossi frá
hausti 1969 til ágúst 1972 en þá
gerðist hún ráðskona í Hjúkrunar-
skóla Íslands með kennsluskyldu
í sjúkrafæði og næringarfræði.
Árið 1976 fór Margrét síðan að
kenna í Hússtjórnarskóla Reykja-
víkur og svo leiðin í MH þar sem
hún kenndi matreiðslu og nær-
ingarfræði í 12 ár. Hún varð síðan
skólastjóri við Hússtjórnarskólann
í Reykjavík 1998-2022.
„Skólastjórastarfið var óskaplega
gefandi en krefjandi, vinnutíminn
langur en ánægjulegur. Fyrstu árin
einkenndust af miklum lagfær-
ingum á húsnæðinu sem var orðið
afar bágborið. Til dæmis voru
brunavarnir afar litlar en húsinu
var komið í lag og heimavistin tekin
í gegn hvað þetta varðar. Síðan liðu
árin og ekki fékk skólinn meiri pen-
inga til viðhalds, nema ef hætta var
á ferð eins og þegar ekki var orðið
hægt að opna glugga á heimavist
því þeir fuku út og þegar rafmagn-
staflan sendi frá sér neistaflug og
notaðar voru sleifar til að slá inn
rafmagnið.
Allir kennararnir voru með fram-
haldsskólaréttindi hver í sínu fagi
og starfsandinn var góður. Andinn í
húsinu var einnig frábær sama þótt
maður væri einn þar að kvöldi til og
vont veður. Alltaf var sama vellíð-
anin, húsið hélt utan um mann, ef
hægt er að segja svoleiðis um hús.
Svona nám kemur öllum til góða
og fellur ekki úr gildi. Allir þurfa
að geta séð um sig sjálfir, elda mat,
þrífa heimili og fatnað, kaupa rétt
inn og lifa góðu lífi. Í skólanum var
upp til hópa alveg frábært ungt fólk
sem gaman og gefandi var að vera
með og sjá það síðan blómstra í líf-
inu hvað varðar nám eða fjölskyldu.
Öll faðmlögin og knúsið sem maður
fær, það gefur mikið og hvað maður
saknaði þess í kófinu. Ég segi alltaf
við nemendur: heilsið mér og segið
hvað þið heitið því á nokkrum árum
gleymast nöfnin en ekki andlit.“
Margrét hefur einnig kennt á
allskyns námskeiðum úti um allt
land, í skólum, hjá kvenfélögum
og fleiri félögum og stofnunum.
Hún var einn umsjónarmanna
sjónvarpsþáttanna Allt í drasli hjá
Skjáeinum, en þeir nutu mikilla
vinsælda. Meðaltalsáhorfið á þá var
rúm 20 prósent. Margrét var sæmd
íslensku fálkaorðunni árið 2012.
„Núna er ég að búa til síldarsalat
og fer svo að baka pönnukökur
fyrir afmælið,“ segir Margrét þegar
hún er spurð hvað hún sé að fást
við eftir að hún lauk störfum. „Það
er alltaf nóg að gera.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Í Hússtjórnarskólanum Margrét ásamt nemendum sínum. Hjónin Margrét og Sigurður.