Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 41
Subway-deild karla
Grindavík – Breiðablik ......................... 93:122
Njarðvík – KR ........................................ 107:78
Staðan:
Keflavík 9 7 2 822:762 14
Breiðablik 9 7 2 928:882 14
Valur 9 7 2 785:748 14
Njarðvík 9 6 3 816:717 12
Haukar 9 6 3 778:751 12
Tindastóll 9 5 4 767:729 10
Stjarnan 9 4 5 770:766 8
Grindavík 9 4 5 743:803 8
Höttur 9 3 6 742:755 6
ÍR 9 3 6 723:780 6
KR 9 1 8 810:936 2
Þór Þ. 9 1 8 851:906 2
1. deild karla
Skallagrímur – Fjölnir........................... 113:84
Ármann – Hrunamenn........................... 82:91
Þór Ak. – Sindri .................................... 116:101
Staðan:
Álftanes 11 10 1 1018:935 20
Hamar 11 8 3 1054:945 16
Sindri 12 8 4 1117:1017 16
Selfoss 11 7 4 1021:900 14
Hrunamenn 12 6 6 1133:1171 12
Ármann 11 5 6 983:977 10
ÍA 12 5 7 1005:1099 10
Skallagrímur 12 5 7 1083:1040 10
Fjölnir 12 3 9 1025:1106 6
Þór Ak. 12 1 11 930:1179 2
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
Íslenska liðið er líklegt
til að spila um verðlaun
lAlfreðGíslason afar hrifinn af liði ÍslandslVerður að syngja þýska þjóðsönginn
„Ég er staddur á Íslandi og ég sit
einmitt fyrir framan tölvuna mína
og er að skoða íslenska landsliðið.
Ég er byrjaður á undirbúningnum
fyrir vináttuleikina í janúar,“ sagði
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari
Þýskalands í handbolta, í samtali
við Morgunblaðið.
Ísland og Þýskaland mætast í
tveimur vináttuleikjum í Bremen og
Hannover 7. og 8. janúar í undirbún-
ingi fyrir HM í Póllandi og Svíþjóð.
Alfreð yfirgaf Þýskaland eftir að
landslið þjóðarinnar féll óvænt úr
leik í riðlakeppninni á HM karla í
fótbolta í Katar.
Miðasalan fer vel af stað
„Ég fór frá Þýskalandi þegar þeir
duttu út úr HM í fótbolta. Þá var
alveg eins gott að vera ekki á staðn-
um,“ sagði Alfreð léttur. Hann segir
stemninguna í Þýskalandi vera að
aukast fyrir heimsmeistaramótið
í handbolta, nú þegar fótboltaliðið
er úr leik. Þýskaland leikur í E-riðli
á HM, með Alsír, Katar og Serbíu.
Riðilinn er leikinn í Katowice í Pól-
landi, rúmum 300 kílómetrum frá
landamærum Þýskalands í austri.
„Stemningin fyrir HM í hand-
bolta er að byrja. Miðasalan fyrir
leikina gegn Íslandi fer vel af stað.
Það hjálpar líka til að ferðalagið til
Póllands er þægilegt fyrir þýsku
stuðningsmennina,“ sagði Alfreð.
Miklar breytingar
á skömmum tíma
Þýska liðið hefur tekið miklum
breytingum á skömmum tíma og er
ákveðin uppbygging og endurnýjun
í gangi. Alfreð segir markmiðið
vera að liðið berjist um verðlaun á
Evrópumótinu á heimavelli 2024.
„Hugmyndin okkar var að vera
með lið sem gæti staðið sig vel
2024 á Evrópumótinu á heimavelli
og sú þróun gengur vel. Ég gerði
breytingar á hópnum í fyrra og svo
enn fleiri á þessu ári. Það eru komn-
ir ungir leikmenn inn og það gengur
vel. Leikmenn eins og Patrick Wi-
encek og Steffen Weinhold hættu,
þótt þeir hafi ekki verið það gamlir.
Þá er Hendrik Pekeler meiddur og
Fabien Wiede hjá Füchse Berlin gef-
ur ekki kost á sér þriðja mótið í röð.
Það er því nokkuð um breytingar
hjá okkur. Þótt við horfum á 2024,
þá ætlum við alls ekki að gefa mótið
núna. Við ætlum að standa okkur
þar líka, en við horfum sérstaklega
á 2024.“
Aðeins á eftir Íslandi
Alfreð segir að hægt sé að taka
Íslendinga sér til fyrirmyndar þegar
kemur að því að byggja upp lands-
lið, en undanfarin ár hefur íslenska
liðið byggst upp og er í dag sterkt
lið með mikla breidd.
„Það má segja að planið okkar sé
tveimur eða þremur árum á eftir
Íslandi. Það lýsir okkar ferli ágæt-
lega. Ísland er komið með helvíti
skemmtilegt lið, þar sem breiddin
á leikmönnum á réttum aldri er
mikil, og leikmenn hafa spilað mikið
saman,“ sagði Alfreð.
Þrátt fyrir að þýska liðið sé í
uppbyggingarferli þessa stundina,
gera Þjóðverjar kröfur um árangur,
enda ein mesta handknattleiksþjóð
heims. Liðinu gekk vel framan af
á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu
en kórónuveiran fór afar illa með
þýska hópinn og endaði liðið að
lokum í sjöunda sæti, einu sæti á
eftir því íslenska.
„Það eru aldrei litlar væntingar
hérna, en fólk gerir sér samt grein
fyrir því hvað það er sem vantar og
hvað þarf að gerast. Við byrjuðum
mjög vel á EM síðasta janúar en svo
fór allt liðið, því það voru 28 sem
fengu Covid. Við enduðum samt
bara einu sæti á eftir Íslandi.“
Frábærlega skemmtileg
kynslóð
Alfreð er afar hrifinn af íslenska
liðinu og fylgist spenntur með
framgangi þess, meðfram því að
þjálfa þýska liðið á HM.
„Íslenska liðið er komið með frá-
bærlega skemmtilega kynslóð núna.
Liðið er með gríðarlega sterka
leikmenn eins og Aron, Ómar Inga
og svo hefur Gísli Þorgeir komið
svakalega vel inn í þetta. Það er
komin mjög mikil breidd í allar
stöður. Það var talað um að lína og
markvarsla væri veikleiki og það
þyrfti að bæta þær stöður til að
Ísland gæti spilað um verðlaun. Það
hefur breyst núna. Línumennirnir
hafa vaxið rosalega í ár og sérstak-
lega Viktor Gísli hefur staðið sig
frábærlega í markinu. Íslenska liðið
er því komið á mjög háan stall og
það hafa allir í liðinu staðið sig í
sínum félagsliðum,“ sagði Alfreð.
Hann segir að íslenska liðið hafi
alla burði til að keppa um verðlaun
á heimsmeistaramótinu. „Það er
ekkert sem mælir á móti því að
Ísland geti spilað um verðlaun. Ég
var einmitt í viðtali í Þýskalandi í
vikunni og þá vorum við að tala um
að Ísland væri með lið sem væri
mjög líklegt til að spila til verð-
launa.“
Ísland verði ekki í vandræðum
Ísland er í D-riðli á HM, ásamt
Portúgal, Ungverjalandi og Suð-
ur-Kóreu. Alfreð á von á að íslenska
liðið verði sterkara en Portúgalar
og Suður-Kóreumenn, en á von á
að Ungverjar gætu reynst erfiðir.
Ungverjar náðu sér ekki almenni-
lega á strik á EM á heimavelli í ár
og vilja gera betur.
„Portúgal hefur dalað á síðustu
tveimur árum, en er samt með mjög
gott lið. Suður-Kórea getur reynst
erfið, því þar er spilaður óvenjuleg-
ur bolti, en ég held að Íslendingar
verði ekki í neinum stórum vand-
ræðum með það. Ungverjaland olli
síðan gífurlegum vonbrigðum á EM
á heimavelli síðasta janúar, en var
þar án þjálfara síns vegna Covid.
Ungverjar eru með mjög vel mann-
að lið og það er mjög mikil pressa á
ungverska liðinu að gera betur en á
EM á heimavelli.“
Ómar einn sá besti í heimi
Alfreð þjálfaði Magdeburg á
sínum tíma frá 1999 til 2006. Undir
hans stjórn vann liðið bæði þýska
meistaratitilinn og Meistaradeild
Evrópu árið 2001. Gísli Þorgeir
Kristjánsson og Ómar Ingi Magnús-
son eru tveir bestu leikmenn liðsins
í dag og áttu þeir risastóran þátt í
að Magdeburg varð þýskur meistari
á síðustu leiktíð. Meistaratitilinn
var sá annar í sögunni hjá félaginu
og sá fyrsti frá því Alfreð gerði liðið
að meistara í fyrsta sinn.
„Það er frábært að Gísli Þorge-
ir og Ómar Ingi spili saman hjá
Magdeburg. Þeir eru báðir búnir
að vera framúrskarandi þar. Það er
svo einfalt að Ómar Ingi var besti
leikmaður deildarinnar á síðustu
leiktíð. Það voru nánast allir sam-
mála því. Í fyrsta lagi spilar hann
góða vörn, í öðru lagi var hann með
flestar stoðsendingar í deildinni og
svo var hann líka með markahæstu
mönnum. Svo gerir hann nánast
aldrei mistök. Það hefur verið lygi-
legt að fylgjast með honum. Hann
stimplaði sig inn á meðal bestu
leikmanna heims í fyrra,“ sagði Al-
freð um Selfyssinginn. Hann er ekki
síður hrifinn af Gísla Þorgeiri. Al-
freð lék lengi vel með með Kristjáni
Arasyni, föður Gísla, í landsliðinu.
„Gísli átti mjög gott ár í fyrra, en
mér finnst hann vera búinn að vera
enn betri í ár. Eina áhyggjuefnið fyr-
ir landsliðið er að Íslendingarnir eru
eiginlega aldrei teknir af velli hjá
Magdeburg. Það á sérstaklega við
um Gísla, sem spilar alla leiki, alltaf.
Það gæti verið smá áhyggjuefni
að hann fái ekki hvíld, áhyggjuefni
fyrir okkur,“ sagði Alfreð, en leið-
rétti sig síðan örlítið. „Ég má víst
ekki segja okkur, þannig ég segi að
þetta sé áhyggjuefni fyrir Gumma
þjálfara,“ sagði hann kíminn.
Skrítið að mæta Íslandi
Alfreð viðurkennir að það verði
skrítið að mæta Íslandi í vin-
áttuleikjum í janúar og enn
skrítnara ef þau mætast í
mikilvægum leik á stórmóti.
„Það er nógu skrítið að mæta
þeim í vináttuleikjum,“ sagði
hlæjandi og hélt áfram: „Ég h
þetta verði mjög skrítin tilfinn
að vera hinum megin. Það ver
mjög athyglisvert. Ef við mæt
síðan í útsláttarkeppni á stórm
það verður bara eins og það v
Þetta verður mjög skrítið.“
Dagur Sigurðsson gerði þýs
liðið að Evrópumeistara árið
Dagur var duglegur að syngja
þýska þjóðsöngnum fyrir leik
hefur Alfreð fárra kosta völ.
„Ég hef frá því á Ólympíule
unum í Tókýó sungið með þýska
þjóðsöngnum, eftir að mér var bent
á að Dagur hefði alltaf sungið með.
Ég lofaði því að ég myndi gera það
líka, ef við kæmumst á Ólympíuleik-
ana í Tókýó. Ég komst ekki hjá því
að standa við það loforð. Það verður
mjög skrítið að syngja með þýska
þjóðsöngnum og svo sjá viðbrögð
Þjóðverja ef ég syng íslenska þjóð-
sönginn líka,“ sagði Alfreð Gíslason
glaðbeittur að lokum.
Alfreð hefur náð mögnuðum
árangri á löngum þjálfaraferli, sem
hófst á heimaslóðum með KA, þar
sem hann var spilandi þjálfari frá
árinu 1991. Hann gerði KA-menn að
Íslandsmeisturum 1997 og bikar-
meisturum 1995 og 1996. Þá gerði
Alfreð Magdeburg einu sinni að
þýskum meistara og Kiel sex sinn-
um. Akureyringurinn hefur einnig
unnið sex þýska bikarmeistaratitla,
þrívegis orðið Evrópumeistari og í
tvígang fagnað sigri í EHF-bikarn-
um, næststerkustu Evrópukeppn-
inni. Hann var landsliðsþjálfari Ís-
lands frá 2006 til 2008. Var íslenska
liðið hársbreidd frá því að komast
í undanúrslit á HM í Þýskalandi
2007 undir hans stjórn, en tapaði að
lokum í tvíframlengdum leik gegn
Danmörku.
HM2023
Jóhann Ingi Hafþórsso
johanningi@mbl.is
n
AFP
Þjóðverjar Alfreð Gíslason ræðir við sína menn í þýska landsliðinu í leik á stórmóti. Hann stýrir Þjóðverjum í
tveimur vináttuleikjum gegn íslenska landsliðinu rétt fyrir heimsmeistaramótið í janúar.
Handknattleiksþjálfarinn Aron
Kristjánsson stýrir Barein á
heimsmeistaramótinu í handbolta
sem hefst í Póllandi og Svíþjóð í næsta
mánuði. Þetta staðfesti hann í samtali
við RÚV, en Aron, sem er fimmtugur,
stýrði Barein einnig á heimsmeistara-
mótinu 2019 og á Ólympíuleikunum í
Peking á síðasta ári. Hann hefur stýrt
landsliði Barein frá því á síðasta ári
en samningur hans rennur út eftir
Asíumótið sem fram fer í janúar 2024.
Knattspyrnulið Keflavíkur hefur
misst enn einn leikmanninn frá
síðasta tímabili. Enski miðjumaðurinn
Kian Williams sem hefur leikið með
Keflavík í þrjú ár er farinn til Kanada
og búinn að semja við Valour sem
hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildar-
innar þar í landi í ár.
Hlynur Andrésson, einn besti
langhlaupari Íslands, keppnir á
Evrópumótinu í víðavangshlaupi á
morgun, sunnudag. Mótið fer fram
í Piemonte-La Mandria, skammt frá
Tórínó á Ítalíu. Hlynur er marfaldur
Íslandsmethafi í hlaupum. Hann flutti
á dögunum til Ítalíu og æfir þar undir
handleiðslu fyrrverandi ólympíumeist-
arans Stefano Baldini, en hann hefur
sett markið á Ólympíuleikana í París
2024.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
er úr leik á Alfred Dunhill-meistara-
mótinu í Suður-Afríku eftir að hann
lék annan hringinn í gær á 73 höggum,
einu höggi
fir pari.
Guðmundur
var á einu
höggi undir
pari fyrir
ringinn í gær
og lék því
ögn verr
á öðrum
hring, sem
reyndist
dýrkeypt.
Hann varð
að lokum
einu höggi
frá því að
komast áfram
g hafnaði í
-90. sæti.
hann
eld
ing
ður
umst
óti,
erður.
ka
2016.
með
i og
ik-
y
h
o
77.