Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 42
MENNING42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
Vefuppboð nr. 639
Fjöldi glæsilegra verka
Forsýning á verkunum hjá
Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is
JÓLAPERLUR
vefuppboð á gæðaverkum lýkur 19. desember
uppboð.is
Karl Kvaran
Ásm
undurSveinsson
hafi mótað hana sem þá manneskju
sem hún er. Einelti í æsku hafði
mikil áhrif á hana. Ellefu ára var
hún orðin 180 cm á hæð og gerði sér
þá ljóst að hún væri orðin stærri
og sterkari en strákarnir sem voru
að lemja hana og svaraði þá fyrir
sig með þeim árangri að þeir hættu
loksins,“ segir Ingibjörg og bendir
á að Birna hafi ung gripið til þess
ráðs að verja sig fyrir áföllum lífsins
með töffaraskap.
„En þessi töffaraskapur reyndist
ekki aðeins vörn heldur gat hann
einnig verið henni fjötur um fót.
Í gegnum töffaraskrápinn glitti
stundum í hræddu, viðkvæmu
Birnu. Meðan hún stundaði nám við
Menntaskólann á Akureyri fannst
henni ómögulegt að stelpurnar
töluðu aldrei á málfundum, bara
strákarnir, og stofnaði því Mál-
fundarfélag kvenna til að efla þær
til að hafa sig í frammi á fundum.
Lamin út úr samfélaginu
Þegar Birna flutti til Reykjavíkur
1968, aðeins 19 ára gömul, varð hún
strax goðsögn; byltingarkona sem
kreppir hnefann og hrópar á torg-
um, enda bjó hún og býr enn yfir
ríkri réttlætiskennd og ósk um að
„Birna var svaramaður okkar
Ragnars [Stefánssonar] þegar við
giftum okkur í Svarfaðardal fyrir 32
árum. Þegar við héldum upp á 30
ára brúðkaupsafmæli okkar fyrir
tveimur árum spurði Birna mig
hvort ég gæti ekki skráð sögu henn-
ar,“ segir Ingibjörg Hjartardóttir
sem skrásett hefur sögu baráttu-
konunnar Birnu Þórðardóttur í
bókinni Var, er og verður Birna.
„Birna ætlaði sér alltaf að skrifa
sögu sína sjálf, en atvikin höguðu
því svo að ekki varð af því,“ segir
Ingibjörg og bendir á að Birna hafi
í gegnum tíðina haldið öllum
mögulegum gögnum um sig vel til
haga. „Ég fer hins vegar ekki þá leið
að skrifa hefðbundna ævisögu með
nafnaskrá og efnisorðum, heldur
fannst mér skáldveruleikinn henta
betur sem form. Það endurspeglar
líka stöðu Birnu í dag. Hún getur
ekki lengur treyst skammtíma-
minninu og lifir því meira og minna
í óraunveruleikanum. Ég valdi þá
leið að vera með henni þar, raðaði
saman brotunum og þau sem vant-
aði fann ég í skáldveruleikanum.“
Vörn í töffaraskapnum
Rannveig Einarsdóttir ljósmynd-
ari kom fljótlega inn í verkefnið, en
bókina prýðir fjöldi nýrra mynda
sem Rannveig tók af Birnu á tíma-
bilinu frá maí 2020 til janúar 2021
meðan efnisöflun stóð yfir. „Rann-
veig hefur mikið myndað flóttafólk í
flóttamannabúðum í Berlín og legg-
ur mikla áherslu á að kynnast fólki
áður en hún myndar það. Við eydd-
um sem dæmi heilum sólarhring
með Birnu í upphafi verkefnisins,“
segir Ingibjörg og rifjar upp að þær
Rannveig hafi mætt með svefnpoka
heim til Birnu. Í framhaldinu hafi
þær farið ýmsar ferðir á staði sem
koma fyrir í ævi Birnu, m.a. austur
til Borgarfjarðar eystri, þar sem
Birna fæddist og ólst upp. „Mark-
mið mitt var að reyna að teikna upp
sanna mynd af karakter Birnu. Ég
velti því einnig mikið fyrir mér hvað
hafa áhrif á samfélagið til góðs. Hún
var úthrópuð og fólk hræddist hana.
En uppreisnarandinn bjargaði því
sennilega að Birna varð ekki undir í
lífinu,“ segir Ingibjörg og rifjar upp
að eftir einn mótmælafundinn gegn
stríðinu í Víetnam átti Birna að
hafa sparkað í pung lögreglumanns.
„Fræg mynd er til af Birnu sem
birtist í blöðum og sjónvarpi þar
sem hún er alblóðug í framan eftir
barsmíðar lögreglunnar. Birna segir
að með þessu höggi hafi hún verið
lamin út úr samfélaginu. Um árabil
fékk hún hvergi vinnu, þar sem hún
var álitin óalandi og óferjandi.“
Lét sér Bakkus nægja
Ingibjörg rifjar upp annað atvik
í framhaldi af gjörningi sem Birna
og Róska, sem var listamannsnafn
Ragnhildar Óskarsdóttur, frömdu
þegar þær máluðu slagorð utan á
Alþingishúsið. „Þá voru þær hand-
teknar og haldið í fangelsi í fimm
daga án dóms og laga fyrir glæp
sem þær hugsanlega myndu fremja.
Birna og Róska voru mjög áberandi
í bóhemalífi Reykjavíkur, drukku
og djömmuðu. Róska bjó lengi úti í
Róm og Birna fór þangað reglulega
að heimsækja vinkonu sína. Hún
kynntist vinum hennar og einnig
eiturlyfjunum. En henni tókst að
forðast þau þegar hún áttaði sig á
hversu illa þau léku Rósku. Hefur
hún síðan látið Bakkus alveg nægja.
Ég gæfi ekki rétta mynd af Birnu
ef ég minntist ekki á þann fylgifisk
hennar í gegnum lífið.“
Spurð fyrir hverja bókin sé
hugsuð segir Ingibjörg að hvort
sem lesendur muni persónulega
eftir Birnu eða ekki geymi bókin
einstaka sögu baráttu- og byltingar-
konu. „Bókin talar sterkt til hennar
samtímafólks og þeirra sem muna
tímann í kringum ‘68-byltinguna,“
segir Ingibjörg og bendir á að Birna
hafi ekki aðeins látið sig heimsmál-
in verða í mótmælum gegn stríði
heldur hafi hún einnig verið virk
í íslensku verkalýðshreyfingunni.
„Ef ég á að lýsa Birnu með þremur
orðum þá eru það: frelsi, jafnrétti
og systkinalag.“
lVar, er og verðurBirna nefnist bók umbaráttukonunaBirnuÞórðardóttur sem Ingibjörg
Hjartardóttir hefur skrifaðl„Fannst skáldveruleikinn henta betur sem form,“ segir höfundur
Byltingarkona sem kreppir hnefann
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Ljósmynd/Rannveig Einarsdóttir
Birna „Ég velti því einnig mikið fyrir mér hvað hafi mótað hana sem þámanneskju sem hún er,“ segir Ingibjörg.
Þríeyki Ingibjörg Hjartardóttir, Birna Þórðardóttir og Rannveig Einars-
dóttir. Birna ætlaði sér allaf að skrifa sögu sína sjálf, en náði því ekki.
Upplestur höfunda á Gljúfrasteini
Að vanda lesa höfundar upp úr nýjum bókum á
Gljúfrasteini á aðventunni. Á morgun, á þriðja sunnu-
dag í aðventu, kl. 15 les Elísabet Jökulsdóttir upp úr
bók sinni Saknaðarilmur; Guðrún EvaMínervudóttir
upp úr bók sinniÚtsýni; Jón Kalman Stefánsson upp
úr bók sinni Guli kafbáturinn og Kristín Eiríksdótt-
ir upp úr bók sinni Tól. Dagskráin, sem hefst kl. 15,
stendur í klukkutíma. Aðgangur er ókeypis og öll vel-
komin. Síðasti aðventuupplesturinn þetta árið verður
haldinn á sunnudaginn eftir viku.
Elísabet
Jökulsdóttir
Celine Dion greind með taugasjúkdóm
Kanadíska tónlistarkonan Celine
Dion hefur greinst með sjald-
gæfan taugasjúkdóm og þarf
af þeim sökum að fresta fyrir-
hugaðri tónleikaferð sinni um
Evrópu á næsta ári. Söngkonan
greindi sjálf frá sjúkdómsgrein-
ingunni í myndabandi á Insta-
gram-síðu í vikunni, en hún er
þar með 5,2 milljónir fylgjenda.
„Ég hef verið að glíma við
heilsuvanda um lengri tíma. Það
hefur verið mér mikil áskorun að
horfast í augu við þessar áskoran-
ir og ræða opinskátt það sem ég
hef gengið í gegnum. Nýverið var
ég greind með afar sjaldgæfan
taugasjúkdóm sem hrjáir einn
af hverrri milljón,“ segir Dion
og vísar þar til sjálfsónæmis-
sjúkdóms sem á ensku nefnist
„stiff person syndrome“ (SPS).
Sjúkdómurinn hefur áhrif á
taugakerfið og leiðir til þrálátra
vöðvakrampa. „Því miður hafa
þessir krampar áhrif á allt mitt
líf, stundum valda þeir því að ég á
erfitt með gang og þeir koma í veg
fyrir að ég geti notað raddböndin
til að syngja eins og var vön,“
segir Dion og fullvissar aðdáend-
ur sína um að hún hafi frábært
teymi lækna sem vinni að því að
hjálpa henni að ná heilsu. „Ég
vinn að því hörðum höndummeð
fagfólki að endurheimta fyrri
styrk og getu til að koma fram, en
ég viðurkenni að þetta hefur verið
erfitt. Söngurinn er mér allt.“
AFP/Philippe Lopez
Breyting Tónlistarkonan Celine Dion
á tónleikum í París árið 2016.