Morgunblaðið - 10.12.2022, Síða 44

Morgunblaðið - 10.12.2022, Síða 44
MENNING44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 B rimhólar. Þar sem hafrótið sundrar öllu og holar allt, og þar sem endalaus vindurinn slípar allt niður í svo áferðarlausa gleymsku að það er hægt að stinga henni umhugsunarlaust í vasann.“ Svo er staðnum Brimhólum lýst í samnefndri skáldsögu Guðna Elís- sonar, en húsið á staðnum verður einmitt miðpunktur bókarinnar og um leið hennar helsta sögu- svið. Brimhólar er einmana hús sem stendur í litlu sjávarplássi, á miðju eiði ofan við endalausa sanda, í nálægð við hafið og fjarri annarri byggð í þorpinu. Þar dvelur sögumaður okkar, ungur íslenskur piltur, sumarlangt og verður ástfangin af pólskri stúlku sem býr í þorpinu en dreymir um að snúa aftur heim. Óvíst er að hve miklu leyti ástin er endurgoldin en kynnin reynast þó örlagarík. Ungu elskendurnir ákveða að skiptast á bókum og eftir það liggja leiðir þeirra fyrst og fremst saman í gegnum skáldskapinn og ljóð- listina. Þannig kynnist sögumaður einnig pólskum bókmenntum sem eiga eftir að hafa mikil áhrif í sögunni síðar meir. Undir niðri kraumar síðan sterk samfélagsleg ádeila og bókin vekur upp áleitnar spurningar um stöðu innflytjenda á Íslandi og sérstaklega þeirra kvenna sem eru af erlendu bergi brotnar. Ádeilan skilar sér vel í textanum, jafnvel snilldarlega, og er mjög áhrifamikil. Líkt og segir í káputexta eru Brimhólar bók sem snýst um þjóðirnar tvær sem búa í þessu landi, og hér er fjallað á vandaðan og umhugsunarverðan máta um samfund þeirra, það sem skilur þær að en ekki síður það sem þær eiga sameiginlegt. Þetta er eitt af því sem tekst svo einstak- lega vel í bókinni. Skáldskapurinn verður þannig brú á milli menn- ingarheima og höfundur tvinnar saman ólíkar bókmenntahefðir á frumlegan og sannfærandi máta svo að úr verður einstök frásögn. Yfir Brimhólum hvílir napurleiki, ægifegurð og kuldi íslenskrar náttúru sem hitinn í ljóðlistinni og ástríða ungs ljóðmælanda vega upp á móti. Náttúrulýsingarnar í bókinni eru eftirtektarverðar, fín- lega smíðaðar og rómantískar, og þær er unun að lesa. Andi 19. aldar rómantíkurinnar svífur hér yfir vötnum en skáldsagan og umfjöll- un um samband manns og náttúru er þó mjög í takt við samtímann og talar beint inn í loftslagsum- ræðuna. Höfundur sækir að auki í bókmenntahefðina á margvíslegan máta og í sögunni er að finna margar skemmtilegar skírskot- anir í önnur bókmenntaverk sem unnið er vel úr. Þannig koma við sögu goðsagnirnar um Orfeif og Evrídísi, Keyx og Alkýónu auk fjöl- margra vísana í breska, íslenska og pólska bókmenntahefð, svo sem í enska skáldið William Wordsworth og pólsku skáldin Wisłöwu Szym- borsku, Adam Zagajewski og Czesław Miłosz. Vísanirnar eru þræddar listilega inn í frásögnina og settar skýrt fram svo gaman er að, auk þess að þær gegna allar mikilvægu hlutverki í sögunni. Því þurfa lesendur alls ekki að vera vel að sér í bókmenntum til þess að ná tengslum við söguna, heldur ætti hún öllu fremur að höfða til fjölbreytts hóps lesenda. Lesturinn er sömuleiðis mjög ánægjulegur og frásögnin hefur að geyma ótal vísbendingar og tákn sem gaman er að velta fyrir sér. Þetta er því marglaga saga sem læðist aftan að lesandanum og kemur hon- um sífellt á óvart. Hana er líka vafalaust hægt að lesa mörgum sinnum og uppgötva eitthvað nýtt í textanum í hvert sinn. Sjálf sat ég nánast orðlaus eftir lesturinn og fannst ég verða að blaða aðeins lengur í bókinni og fletta henni í leit að vísbendingum um sögulok. Fléttan er einmitt svo snilldarleg því sagan kemur á óvart um leið og hún gerir lesandanum ljóst nokkuð sem hann veit nú þegar – og vissi kannski allan tímann. Í kjarna bók- arinnar hvílir einmitt hugleiðing um það sem við sjáum án þess að sjá, eða látumst kannski ekki sjá; um það sem við vitum án þess að vita, sannleikann sem við veljum að líta undan. Er hægt að sjá heim- inn eins og hann raunverulega er, spyr sögumaður, og halda um leið í ástina? Gerir ástin okkur blind? Brimhólar er listilega skrifuð bók og ógleymanleg ástarsaga. Hér er tekist á áhrifamikinn máta á við samtímaleg málefni í magn- aðri sögu sem virkar einhvern veginn sígild og tímalaus. Það eru engir lausir endar, efnistökin eru úthugsuð og lestrarupplifun- in ákaflega ánægjuleg. Þetta er einstaklega vel unnið bókmennta- verk, djúphugult, frumlegt og sterkt, sem skrifar sig inn í hefðina um leið og það slær nýja tóna. Ógleymanleg ástarsaga BÆKUR SNÆDÍS BJÖRNSDÓTTIR Skáldsaga Brimhólar Eftir Guðna Elísson. Lesstofan 2022. Innb., 136 bls. Morgunblaðið/Eggert Guðni „Þetta er einstaklega vel unnið bókmenntaverk, djúphugult, frumlegt og sterkt,“ segir um skáldsögu hans. Veronica Ryan hreppti Turnerinn Breska mynd- listarkonan Veronica Ryan hlýtur hin virtu Turner-mynd- listarverðlaun í ár og er elst til að hreppa þau en hún er 66 ára. Ryan skap- ar skúlptúra og innsetningar og hafa verk hennar hlotið mikið lof – gagnrýnandi The Guardian telur hana besta listamann sem hreppir verðlaun- in árum saman. Ryan fæddist á Montserrat en flutti barnung með foreldrum sínum til Bretlands. Einnig voru tilnefnd Ingrid Pollard, Heather Phillipson og SinWai Kin. Veronica Ryan Útgáfutónleikar Berglindar Maríu BerglindMaría Tómasdóttir, tónskáld og flautuleikari, sendi í fyrra frá sér þrjár plötur en vegna heimsfaraldursins náði hún ekki að fagna áfanganum þá með útgáfutónleikum. Nú er þó komið að því. Tónleikarnir verða í Áskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Með henni kemur fram Jesper Peder- sen og mun hann halda utan um rafmynd tónleikanna. Höfundar verka sem flutt verða á tónleikunum eru Anna Þor- valdsdóttir, LiljaMaría Ásmunds- dóttir og Tryggvi M. Baldvinsson, auk flytjenda. Sérstakur gestur verður Anna María Bogadóttir en hún les upp úr nýútkominni bók sinni, Jarðsöngur. Morgunblaðið/Eggert Tónskáldið Berglind María heldur upp á útgáfu þriggja platna á tónleikum. Brimnes Þorsteins á sýningu hjá Ófeigi „Brimnes“ er yfirskrift sýningar á málverkum eftir Þorstein Auðun Pétursson sem verður opnuð í List- húsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í dag, laugardag, kl. 13. Í tilkynningu segir að Þorsteinn sé uppalinn í vesturbænum í Hafnarfirði, fæddur árið 1949. Frá unga aldri hefur hann verið leikinnmeð blýant og pensla en aldrei gert úr því alvöru fyrr en nú að halda sýningu. Þá segir að hvatning Jóns Aðalsteins listamanns hafi ráðið úrslitum um að Þorsteinn hafi látið til leiðast að sýna: „Hér er hann kominnmeð sína fyrstu sýningu og sýnir hann vatnslitamyndir.“ Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 4. janúar á nýju ári. Allir eru velkomnir. Þorsteinn Auðunn Pétursson Eygló Harðardóttir vinalistamaður Nýló Eygló Harðardóttur hefur verið valin vinalistamaður Nýlistasafnsins fyrir árið 2023. Eygló hefur verið áberandi í íslensku myndlistarlífi um áratugaskeið, og vakið athygli fyrir óhefta sköpun og djúpstæða forvitni um efnivið sinn. Hún vinnur gjarnan tví- og þrívíða abstraktskúlptúra, bókverk sem og verk í almenningsrými. Eygló hefur haldið fjölda sýninga og á verk í eigu opinberra safna. Árið 2019 hlaut hún íslensku myndlist- arverðlaunin fyrir einkasýningu sínaAnnað rými sem haldin var í Nýlistasafninu. Eygló bætist í hóp virtra lista- manna sem hafa skapað verk í upplagi fyrir safnið. Því verður fagnað með hófi sem opið er öllum í Nýló í dag, laugardag kl. 13, og þar verður verkið sýnt. Það heitir Staður og vísar óbeint í sýn- ingunaAnnað rými sem og önnur verk sem Eygló hefur skapað síðan. Fyrri vinalistamenn Nýló eru Hreinn Friðfinnsson, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Arna Ótt- arsdóttir, Unndór Egill Jónsson, Guðjón Ketilsson ogMelanie Ubaldo. Vinalistamaður Eygló Harðardóttir hefur gert upplagsverk fyrir Nýló.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.