Morgunblaðið - 10.12.2022, Síða 48
Í lausasölu 1.410 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 344. DAGUR ÁRSINS 2022
MENNING
Aðventa Gunnars Gunnarssonar
lesin í Gunnarshúsum á morgun
Aðventa, saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir
Fjalla-Bensa og förunauta hans, Eitils og Leós, á
Mývatnsöræfum verður að venju lesin í Gunnarshús-
um í Reykjavík og á Skriðuklaustri á morgun, þriðja
sunnudag í aðventu. Hjá Rithöfundasambandi Íslands
í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 les Sigríður Láretta
Jónsdóttir, leikkona og meistaranemi í ritlist, og hjá
Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri
Orri Huginn
. Lesturinn hefst
stöðum kl. 13.30.
rður lesin víðar, til
þýsku í samkomusal
endiráðanna í Berlín
ast hefur í áratug.
rifaði nóvelluna
Aðventu árið 1936
og er hún það verk
Gunnars sem þýtt
hefur verið á flest
tungumál.
les leikarinn
Ágústsson
á báðum
Sagan ve
dæmis á
norrænu s
líkt og tíðk
Gunnar sk
ÍÞRÓTTIR
Argentína í undanúrslitin eftir
dramatískan sigur á Hollendingum
Argentínumenn komust í gærkvöld í undanúrslit
heimsmeistaramóts karla í fótbolta eftir mikla
dramatík gegn Hollendingum en þeir sigruðu í víta-
spyrnukeppni eftir að viðureign liðanna í Katar endaði
2:2. Þar með verða það Argentína og Króatía sem
mætast í fyrri undanúrslitaleik keppninnar á þriðju-
dagskvöldið kemur. » 40
FÖNN ullarkápa
Íslensk ullareinangrun
Kr. 44. 990.-
ÞÍN ÚTIVIST
ÞÍN ÁNÆGJA
icewear.is
„Sígild jól“ er yfirskrift jólatónleika,
sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
messósópran stendur að í Seltjarn-
arneskirkju miðvikudagskvöldið 21.
desember. Gissur Páll Gissurarson
tenór og Hallveig Rúnarsdóttir
sópran syngja með henni blöndu af
íslenskum og erlendum jólasöngvum
og -sálmum ásamt sígildum söngv-
um. Lenka Mátéova leikur á orgel og
flygil og Ólöf Sigurvinsdóttir á selló.
„Aðalmarkmiðið er að búa til fallega
jólatónleikadagskrá með þessum
frábæru tónlistarmönnum, sem ég
hef fengið í lið með mér, og skapa
ljúfa jólastemningu,“ segir Sigríður
Ósk.
Áhersla er lögð á hátíðleikann og
fegurðina í mikilli nánd. „Við erum
fá og syngjum í kirkju sem er ekki
mjög stór en þar er fínn hljómburð-
ur,“ segir Sigríður Ósk. „Ég vonast
til þess að boðskapur jólanna um
frið, kærleika og heimsins ljós skili
sér til áheyrenda í gegnum tónlistina
og textana.“
Þetta eru þriðju tónleikar Sigríðar
Óskar í Seltjarnarneskirkju með
þessum hætti. „Á fyrri tónleikunum,
sem voru fyrir Covid, skapaðist
hátíðleg og falleg stemning í þétt
setinni kirkjunni og við vonumst til
að upplifa svipaða stemningu nú í
ár.“
Gefur af sér
Listamennirnir hafa verið mjög
virkir í íslensku tónlistarlífi. Söngv-
ararnir hafa sungið víða, hérlendis
sem erlendis, og til dæmis reglulega
með Íslensku óperunni og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. „Ég hef alltaf
sungið og haft gaman af því,“ segir
Sigríður Ósk. Sem krakki hafi hún
meðal annars sungið í söngleikjum
í Þjóðleikhúsinu. „Ég heillaðist af
þessari blöndu af söng, leikhúsi,
ljóðlist og tónlist.“ Eftir að hafa
lokið söng- og píanókennaranámi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
hafi hún rétt eftir hrun útskrifast
með meistaragráðu frá Konunglega
tónlistarskólanum í Lundúnum,
Royal College of Music, og haft
nóg að gera síðan, bæði heima og
erlendis. „Við fluttum heim eftir að
dóttirin fæddist 2014 og ég hef verið
í mörgum skemmtilegum söngverk-
efnum auk þess sem ég kenni söng
og píanóleik.“
Sigríður Ósk hefur fengið fjölda
viðurkenninga og var m.a. tilnefnd
til Íslensku tónlistarverðlaunanna
2016, 2017, 2018 og 2021. Þrátt fyrir
miklar annir leggur hún áherslu
á mikilvægi þess að vera með fjöl-
skyldu og vinum og njóta lífsins,
en þannig segist hún hafa meira
að gefa í lífinu og listinni. „Ég ólst
upp við að fara á skíði í Skálafelli
og það skemmtilegasta sem ég geri
í frístundum er að fara á skíði. Mér
finnst það að skíða vera eins og að
syngja, maður svífur áfram í flæði í
gegnum fallega náttúru.“
Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í
Seltjarnarneskirkju og miðasala er
hafin á netinu (tix.is).
lSígild jól yfirskrift jólatónleika í Seltjarnarneskirkju
Boðskapur jólanna
í tónlist og textum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir
Ópera Sigríður Ósk í hlutverki Rosinu í Rakaranum frá Sevilla í uppfærslu Íslensku óperunnar. Gissur Páll
Gissurarson heldur utan um hana, en Sigurlaug Knudsen og Hulda Óskarsdóttir eru fyrir aftan.