Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 1
FERÐAMENN
STOPPAVIÐ
JÓLAHÚSIÐ
SÓLVEIG ÓSK 26
MBAPPÉ
MÆTIR MESSI
Í ÚRSLITALEIK
SIGUR GEGN MAROKKÓ 56
MEISTARALEGIR
SMÁPRÓSAR
GYRÐIS
62
• Stofnað 1913 • 294. tölublað • 110. árgangur •
F IMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
Sigraðu
innkaupin
15.–18. desember
jolamjolk.is
Pottaskefill
kemur í kvöld
dagar til jóla
9
Veita engin svör
um auknar skuldir
Stjórn Orkuveitu Reykjavík-
ur (OR) hefur samþykkt beiðni
stjórnar Ljósleiðarans, dótturfé-
lags OR, um að ganga til samn-
inga um kaup á stofnneti Sýnar
fyrir um þrjá milljarða króna í
dag. Deilt var um málið innan
stjórnar OR þar sem kaupin kalla
á frekari skuldsetningu innan
samstæðunnar. Ljósleiðarinn
skuldar nú þegar yfir 14 millj-
arða króna en OR þarf að aflétta
fyrirvörum í erlendum lánasamn-
ingum til að rýmka fyrir frekari
skuldsetningu Ljósleiðarans.
Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir
vill Brynhildur Davíðsdóttir,
prófessor við Háskóla Íslands og
stjórnarformaður OR, ekki tjá sig
um málið. Þá vildi upplýsingafull-
trúi OR ekki svara spurningum
Morgunblaðsins um málið í gær.
Í tilkynningu OR í gær segir að
meirihluti stjórnar líti svo á að
eigendur félagsins þurfi ekki að
hafa afskipti af málinu. » 34
„Menn hafa verið að vona það
síðustu þrjátíu árin en erfitt er að
fullyrða það óyggjandi hvort komið
sé að þáttaskilum. Mér heyrist þó
á mönnum að þeir telji að í þessum
nýju lyfjum sé eitthvað alveg nýtt
í spilunum,“ segir Gísli Jónasson,
gjaldkeri samtakanna MND á
Íslandi, um ný lyf sem talið er að
geti hægt á MND-sjúkdómnum og
jafnvel stöðvað framgang hans í
sumum tilvikum.
Gísli sótti fund og ráðstefnu
alþjóðasamtaka MND-félaga um
sjúkdóminn í Bandaríkjunum fyrir
skömmu. Hann segir að mestu frétt-
irnar fyrir sig hafi verið upplýsingar
um tvö ný lyf sem eru langt komin
í þróun og sérstaklega var fjallað
um á ráðstefnunni. Gísli tekur
fram að lækning sé ekki komin við
MND-sjúkdómnum en nýju lyfin séu
ljósglæta sem lengi hafi verið beðið
eftir. Menn telji sig vera komna
skrefinu nær.
Lyfið Relyvrio hefur verið sam-
þykkt af matvæla- og lyfjaeftirliti í
Bandaríkjunum og Kanada og er til
skoðunar hjá Lyfjaeftirliti Evrópu.
Það er þróað til að hægja á fram-
vindu sjúkdómsins og segir Gísli
að rannsókn sýni að það gagnist
vel í þeim tilgangi og geti lengt líf
sjúklinga um 43-61% frá greiningu.
Hitt lyfið, Tofersen, er skemmra á
veg komið en því er ætlað að með-
höndla eitt tiltekið arfgengt afbrigði
af MND. Segir Gísli að vonir séu
bundnar við að meðhöndlun með því
geti stöðvað framgang sjúkdómsins.
lNý lyf við MND eru talin geta hægt á sjúkdómnum og
jafnvel stöðvað framgang hanslLækning ekki í augsýn
Ljósglæta með lyfjum
Komnir skrefi nær» 20
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mesta aflaverð-
mæti íslensks
togara frá upphafi
Frystitogarinn Sólberg ÓF-1
kom til hafnar í Siglufirði í
morgun með um 600 tonn af
þorski, 130 tonn af ufsa og
100 tonn af ýsu. Eftir því sem
Morgunblaðið kemst næst hefur
skipið nú náð mesta aflaverðmæti
á einu ári meðal íslenskra togara
frá upphafi. Alls hefur yfir 12 þús-
und tonnum verið landað úr skip-
inu á árinu og er aflaverðmætið
rúmir sjö milljarðar króna.
Sigþór Kjartansson skipstjóri
segir árangurinn fyrst og fremst
áhöfninni að þakka. „Það þarf að
vinna þetta og það eru ófá hand-
tökin,“ en allur fiskur er fullunn-
inn um borð og það sem ekki fer
í frystingu fer í lýsi og mjöl. Um
borð í skipinu, sem smíðað var
fyrir Ramma hf. árið 2017, er alla
jafna 34 manna áhöfn sem nú fer í
verðskuldað jólafrí.» 32
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Verðmæti Sólbergið hefur landað afla
fyrir sjö milljarða króna á árinu.
Morgunblaðið/Hallur Már
„Við getum gert
stóra hluti“
Synir Íslands eru nýir íslenskir vefþættir sem hefja
göngu sína á mbl.is í dag. Þættirnir, sem framleiddir eru
af Studio M, verða átta talsins og verða þeir allir í opinni
dagskrá. Í þáttunum verður skyggnst á bak við tjöldin
hjá þeim Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni, Gísla
Þorgeiri Kristjánssyni, Ómari Inga Magnússyni,
Sigvalda Birni Guðjónssyni, Ými Erni Gíslasyni og
Viktori Gísla Hallgrímssyni, sem er heimsóttur
í fyrsta þættinum. Þeir eru allir í lykilhlutverki
hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik
sem er á leið á heimsmeistaramótið í Svíþjóð
og Póllandi sem hefst í janúar. » 12
Í OPINNI DAGSKRÁ SYNIR ÍSLANDS FRUMSÝNDIRÁMBL.IS