Morgunblaðið - 15.12.2022, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.12.2022, Qupperneq 1
FERÐAMENN STOPPAVIÐ JÓLAHÚSIÐ SÓLVEIG ÓSK 26 MBAPPÉ MÆTIR MESSI Í ÚRSLITALEIK SIGUR GEGN MAROKKÓ 56 MEISTARALEGIR SMÁPRÓSAR GYRÐIS  62 • Stofnað 1913 • 294. tölublað • 110. árgangur • F IMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 Sigraðu innkaupin 15.–18. desember jolamjolk.is Pottaskefill kemur í kvöld dagar til jóla 9 Veita engin svör um auknar skuldir „Stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) hefur samþykkt beiðni stjórnar Ljósleiðarans, dótturfé- lags OR, um að ganga til samn- inga um kaup á stofnneti Sýnar fyrir um þrjá milljarða króna í dag. Deilt var um málið innan stjórnar OR þar sem kaupin kalla á frekari skuldsetningu innan samstæðunnar. Ljósleiðarinn skuldar nú þegar yfir 14 millj- arða króna en OR þarf að aflétta fyrirvörum í erlendum lánasamn- ingum til að rýmka fyrir frekari skuldsetningu Ljósleiðarans. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir vill Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarformaður OR, ekki tjá sig um málið. Þá vildi upplýsingafull- trúi OR ekki svara spurningum Morgunblaðsins um málið í gær. Í tilkynningu OR í gær segir að meirihluti stjórnar líti svo á að eigendur félagsins þurfi ekki að hafa afskipti af málinu. » 34 „Menn hafa verið að vona það síðustu þrjátíu árin en erfitt er að fullyrða það óyggjandi hvort komið sé að þáttaskilum. Mér heyrist þó á mönnum að þeir telji að í þessum nýju lyfjum sé eitthvað alveg nýtt í spilunum,“ segir Gísli Jónasson, gjaldkeri samtakanna MND á Íslandi, um ný lyf sem talið er að geti hægt á MND-sjúkdómnum og jafnvel stöðvað framgang hans í sumum tilvikum. Gísli sótti fund og ráðstefnu alþjóðasamtaka MND-félaga um sjúkdóminn í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Hann segir að mestu frétt- irnar fyrir sig hafi verið upplýsingar um tvö ný lyf sem eru langt komin í þróun og sérstaklega var fjallað um á ráðstefnunni. Gísli tekur fram að lækning sé ekki komin við MND-sjúkdómnum en nýju lyfin séu ljósglæta sem lengi hafi verið beðið eftir. Menn telji sig vera komna skrefinu nær. Lyfið Relyvrio hefur verið sam- þykkt af matvæla- og lyfjaeftirliti í Bandaríkjunum og Kanada og er til skoðunar hjá Lyfjaeftirliti Evrópu. Það er þróað til að hægja á fram- vindu sjúkdómsins og segir Gísli að rannsókn sýni að það gagnist vel í þeim tilgangi og geti lengt líf sjúklinga um 43-61% frá greiningu. Hitt lyfið, Tofersen, er skemmra á veg komið en því er ætlað að með- höndla eitt tiltekið arfgengt afbrigði af MND. Segir Gísli að vonir séu bundnar við að meðhöndlun með því geti stöðvað framgang sjúkdómsins. lNý lyf við MND eru talin geta hægt á sjúkdómnum og jafnvel stöðvað framgang hanslLækning ekki í augsýn Ljósglæta með lyfjum Komnir skrefi nær» 20 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mesta aflaverð- mæti íslensks togara frá upphafi „Frystitogarinn Sólberg ÓF-1 kom til hafnar í Siglufirði í morgun með um 600 tonn af þorski, 130 tonn af ufsa og 100 tonn af ýsu. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur skipið nú náð mesta aflaverðmæti á einu ári meðal íslenskra togara frá upphafi. Alls hefur yfir 12 þús- und tonnum verið landað úr skip- inu á árinu og er aflaverðmætið rúmir sjö milljarðar króna. Sigþór Kjartansson skipstjóri segir árangurinn fyrst og fremst áhöfninni að þakka. „Það þarf að vinna þetta og það eru ófá hand- tökin,“ en allur fiskur er fullunn- inn um borð og það sem ekki fer í frystingu fer í lýsi og mjöl. Um borð í skipinu, sem smíðað var fyrir Ramma hf. árið 2017, er alla jafna 34 manna áhöfn sem nú fer í verðskuldað jólafrí.» 32 Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Verðmæti Sólbergið hefur landað afla fyrir sjö milljarða króna á árinu. Morgunblaðið/Hallur Már „Við getum gert stóra hluti“ Synir Íslands eru nýir íslenskir vefþættir sem hefja göngu sína á mbl.is í dag. Þættirnir, sem framleiddir eru af Studio M, verða átta talsins og verða þeir allir í opinni dagskrá. Í þáttunum verður skyggnst á bak við tjöldin hjá þeim Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni, Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, Ómari Inga Magnússyni, Sigvalda Birni Guðjónssyni, Ými Erni Gíslasyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni, sem er heimsóttur í fyrsta þættinum. Þeir eru allir í lykilhlutverki hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik sem er á leið á heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi sem hefst í janúar. » 12 Í OPINNI DAGSKRÁ SYNIR ÍSLANDS FRUMSÝNDIRÁMBL.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.