Morgunblaðið - 15.12.2022, Qupperneq 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000 www.heimsferdir.is
Tene fei
Flug aðra leið til
19.975
Flug aðra leið frá
Flugsæti
í janúar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Raftenging úr landi í gámaskip
er ekki komin í öðrum höfnum
í Evrópu og þó víðar væri leitað
eftir því sem við best vitum. Að
því leytinu markar þetta verkefni
tímamót á svo margan hátt,“
segir Vilhelm Már Þorsteins-
son forstjóri Eimskips. Í gær
voru formlega teknar í notkun
landtengingar gámaskipa við
athafnasvæði Eimskips í Sunda-
höfn í Reykjavík. Fjölmenni var
við athöfn sem efnt var til á þeim
tímamótum, þar sem Guðlaugur
Þór Þórðarson umhverfis-, orku-
og loftslagsráðherra opnaði fyrir
tengingu um borð í Dettifoss.
Nú er hægt að landtengja
stærstu skip Eimskips við raf-
magn þegar þau eru í Sundahöfn í
stað þess að ljósavélar sem ganga
fyrir olíu séu keyrðar. Tengingin
verður til að byrja með fyrir tvö
stærstu og nýjustu skipin, fyrst
Dettifoss og svo Brúarfoss innan
tíðar.
Búnaðurinn nýi á að spara 240
tonn af olíu á ári og draga úr út-
blæstri koltvísýnings sem nemur
750 tonnum árlega. Rafvæðing
skipanna í höfn er samstarfsverk-
efni Eimskips, umhverfis-, orku-
og lofslagsráðuneytisins, Reykja-
víkurborgar, Faxaflóahafna og
Veitna samkvæmt yfirlýsingum
sem fyrir ligga.
„Umhverfismálin eru í brenni-
depli hjá Eimskip. Kranar við
höfnina eru rafknúnir og með
vorinu fáum við tvo vöruflutn-
ingabíla sem báðir ganga fyrir
rafmagni. Þrátt fyrir að sjóflutn-
ingar séu með umhverfisvænustu
valkostum í vöruflutningum þá
er stóra áskorunin orkuskipti á
flutningaskipum okkar sem eru
ábyrg fyrir langstærstum hluta
af losun gróðurhúsalofttegunda í
okkar rekstri. Því skoðum við nú
smíði á nýjum og umhverfisvænni
skipum,“ segir Vilhelm Már við
Morgunblaðið. sbs@mbl.is
Betra loft og minni hávaði verða á hafnarsvæði Eimskips í Sundahöfn
Rafmagn úr landi
markar tímamót
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alls greindust 85 manns með
kórónuveiruna við sýnatöku, skv.
tölum frá síðastliðnum mánudegi,
12. desember. Þessi fjöldi er með
því meira sem sést hefur í langan
tíma. Jákvæð sýni þann 5. desem-
ber voru 62 og þann 7. desember
voru þau 53. Svo virðist nú sem
Covid-19 sé í sókn á landinu og af
þeirri ástæðu er ýmis viðbúnaður
hafður.
Í því sambandi má nefna að
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur hert
reglur sínar og allir sem þangað
koma inn fyrir dyr þurfa nú að bera
grímur. Sjúklingar mega aðeins fá
heimsókn frá einum í einu og það á
fyrir fram ákveðnum tímum. Fram
kemur að þetta sé gert vegna þess
fleiri sjúklingar hafi lagst inn af
völdum Covid-19, auk þess sem fleiri
starfsmenn spítalans hafi sýkst af
kórónuveirunni.
Hjá Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins hefur verið mikið álag
síðustu daga vegna margvíslegra
sjúkdómseinkenna. „Þetta er Covid,
flensa, niðurgangur og streptókokk-
ar. Fólk bæði kemur og hringir á
sama tíma og margt af okkar starfs-
fólki liggur sjálft í veikindum. Af
þessu skapast í raun tvöfalt álag og
skafl sem við ætlum þó í gegnum,“
segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir
framkvæmdastjóri hjúkrunar.
Síðustu daga hefur verið hamrað á
mikilvægi þess að fólk eldra en sex-
tugt og þau sem eru með undirliggj-
andi sjúkdómamæti í örvunarbólu-
setningar, vegna Covid. Viðbrögð
við því kalli hafa verið ágæt, segir
Ragnheiður Ósk.
lCovid virðist í sóknlHvatt til að mæta í örvunarsprautu
Kórónaveiran kraumar
víða og margir með flensu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is Kórónuveiru-
smit í desember
80
60
40
20
0
1. des. 12. des.
Heimild: covid.is
85
62
34
53
Staðfest innanlandssmit
Samtök starfsmanna fjármálafyr-
irtækja vísuðu í gær viðræðum um
nýjan kjarasamning við Samtök at-
vinnulífsins til ríkissáttasemjara til
að fá hann til að stjórna viðræðun-
um. Að sögn Friðberts Traustasonar,
framkvæmdastjóra SSF, hafa samtöl
við fjármálafyrirtækin ekki skilað
árangri og fyrirtækin ákveðið að
Samtök atvinnulífsins annist samn-
ingaviðræðurnar fyrir þeirra hönd.
Samningar starfsmanna fjármálafyr-
irtækja runnu út 1. nóvember sl.
Að sögn Friðberts koma samn-
ingar um krónutöluhækkanir ekki
til álita eins og síðast var gert undir
miklum þrýstingi og kveðið er á um
í nýgerðum samningum SGS og SA.
Semja þurfi um prósentuhækkanir
fyrir starfsfólk fjármálafyrirtækj-
anna svo tryggt verði að það verði
ekki fyrir kaupmáttarrýrnun. „70 til
80% félagsmanna okkar eru með há-
skólamenntun og ef við förum [krónu-
töluleiðina] verða fyrirtækin innan
okkar raða ekki samkeppnishæf við
ríkið um sérfræðinga. Það er stað-
reynd að þó nokkuð af sérfræðingum
innan bankakerrfisins hafa sagt upp
og hætt að starfa þar á undanförnum
misserum og ráðið sig hjá ríkinu og
sveitarfélögum, stórfyrirtækjum og
öðrum.“
Friðbert telur næsta víst að unnið
verði að gerð skammtímasamnings.
Spurður hvort nýr samningur iðn-
og tæknifólks og verslunarmanna
geti orðið fyrirmynd, með 6,75%
prósentuhækkun og 66 þúsund kr.
hámarkslaunahækkun, bendir hann
á að sú prósentuhækkun miðað við
meðallaun sé raunverulega aðeins
rétt um 5 ½% þegar hagvaxtarauk-
inn er undanskilinn en hann sé nú
þegar umsaminn. Þá gagnrýnir hann
66 þúsund króna hámarkið. „Við skilj-
um ekki alveg af hverju menn fara
þá leið,“ segir Friðbert og bendir á
að meðallaun í landinu séu á bilinu
750-800 þúsund. Ef fara eigi þessa
leið öðru sinni þyrftu félagsmenn í
SSF sem hafa aflað sér menntunar
og starfsþjálfunar aftur að ganga frá
samningum sem myndi leiða til þess
að kaupmáttur launa rýrnaði. „Ég er
ekki viss um aðmenn tækju vel í það.“
Í frétt á vefsíðu SSF í gær kemur
fram að meðallaun félagsmanna í
SSF eru í kringum 950 þúsund kr.
í dag. Ef semja ætti um það sama og
iðnaðar-, verslunar- og skrifstofufólk
hefur gert, þýddi það að laun upp að
978 þús. hækkuðu um 6,75%. Síðan
færi prósentan að lækka miðað við
66 þúsund kr. hámarkið og laun upp
á 1,2 milljónir myndu t.a.m. hækka
um 5,5%.
„Umsaminn hagvaxtarauki 2023 er
innifalinn í launahækkun nýgerðra
samninga. Hann hefði líklega orðið
kr. 9.750 fyrir flesta félagsmenn SSF.
Hámarkslaunahækkun nýgerðra
samninga er því kr. 56.250 eða 5,9%
fyrir meðallaun innan SSF,“ segir á
vefsíðu SSF.
lHækkanir og þak í samningi iðnaðar- og verslunarfólks ylli rýrnun kaupmáttar
meðal félagsmanna í SSFlSérfræðingar yfirgefa bankana og ráða sig til ríkisins
Bankamenn vísa til sáttasemjara
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Bankar Samningar starfsmanna í
SSF runnu út 1. nóvember sl.
KJARADEILUR
Leitað sátta
Boðað hefur verið til sátta-
fundar í kjaradeilu Eflingar
og Samtaka atvinnulífsins hjá
ríkissáttasemjara á morgun
klukkan 13. Þetta verður fyrsti
sáttafundurinn sem haldinn er
í deilunni frá því að Efling vís-
aði deilunni til sáttameðferðar
7. desember.
Rafræn atkvæðagreiðsla um
kjarasamning Starfsgreina-
sambandsins við SA er hafin
og á henni að ljúka í síðasta
lagi á hádegi næstkomandi
mánudag, 19. desember. Kynn-
ingar á samningum iðn- og
tæknifólks og verslunarmanna
standa yfir og á atkvæða-
greiðslu um þá að ljúka 21.
desember. VR hélt félagsfund
á Grand hóteli í gærkvöldi.