Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 4

Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS STJÖRNUR OG SÓLIR TAÍLANDS *NÝTT* 14. - 28. MARS 2023 ÆVINTÝRALEG SÉRFERÐ SEM ER LJÚF EN ÞÓ INNIHALDSRÍK LÚXUSREISA UM STRANDBÆINN HUA HIN OG HÖFUÐBORGINA BANGKOK FREKARI UPPLÝSINGAR Á UU.IS EÐA SENDA FYRIRSPURN Á ASIUFERDIR@UU.IS Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt fram tillögu um að fjórir listamenn bætist við þann hóp sem nýtur heiðurslauna. Þetta eru Hildur Hákonardóttir, myndvef- ari og rithöfundur, Kristín Þorkels- dóttir, grafískur hönnuður, Manfreð Vilhjálmsson arkitekt og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikari og leikstjóri. Á árinu 2021 bættust ekki fleiri listamenn við þann hóp sem naut heiðurslauna og á árunum 2021 og 2022 létust fjórir úr hópi þeirra listamanna sem nutu heiðurslauna, Jón Sigurbjörnsson og Vilborg Dag- bjartsdóttir á árinu 2021 og Guðrún Helgadóttir og Þuríður Pálsdóttir árið 2022. Auk þeirra fjögurra sem nú bætast við fá heiðurslaun Bubbi Morthens, Erró, Friðrik Þór Friðriksson, Guðbergur Bergsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Gunnar Þórðarson, Hannes Pétursson, Hreinn Friðfinnsson, Jón Ásgeirs- son, Jón Nordal, Jónas Ingimundar- son, Kristbjörg Kjeld, Kristín Jóhannesdóttir, Magnús Pálsson, Matthías Johannessen, Megas, Steina Vasulka, Vigdís Grímsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorgerður Ingólfsdóttir og Þráinn Bertelsson. Fjögur bætast við í heiðurslaunahóp Heiðurslaun Hildur Hákonardóttir, Manfreð Vilhjálmsson, Kristín Þor- kelsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir bætast í hóp heiðurslaunaþega. Samfélagsmiðstöðin verði í sömu byggingu og hluti starfsemi Fjöliðj- unnar en frístundastarfið aðgreint frá henni. Einnig er verið að undir- búa byggingu glæsilegs húss þar sem verða nytjamarkaðurinn Búkolla, endurvinnslumóttaka þar sem tekið verður á móti drykkjarumbúðum, plasti og slíku, sem eru vinnustaðir fatlaðra. Áhaldahús Akranesbæjar á einnig að fá aðstöðu í húsinu. Sævar óskaði eftir því á fundinum í gær að eiga áfram samtal við fólkið í Fjöliðj- unni til að reyna að skapa sátt um þessa leið. „Við áttum góðan fund og það var gaman að sjá að fatlaðir eru að berjast fyrir því sem skiptir þá máli í lífinu. Ég hef fulla trú á að við getum skapað sátt um þessa vegferð sem er ætlað að mæta draumum þeirra og þörfum til framtíðar,“ segir Sævar. Búið er að hanna húsið fyrir Búkollu, dósamóttökuna og áhalda- húsið sem mun rísa á Kalmansvöll- um 5 á Akranesi. Verið er að útbúa þrívíddarteikningar sem sýna á fólkinu í Fjöliðjunni á nýju ári. Þar mun það sjá hvernig rýmið verður sem því er ætlað. „Það komu mjög skemmtilegar hugmyndir frá þeim á fundinum þar sem þau lögðu til hvað getur verið í því húsi,“ segir Sævar. Bygging hússins hefst á næsta ári og lýkur 2024. Síðan verður reist samfélagsmið- stöð á Dalbraut 8. Unnið er að hönnun hennar í samvinnu við fatlað fólk og þá sem stýra starfsemi barna og ung- menna sem einnig verður í því húsi. „Þessi vinna nær vel inn í næsta ár og við hönnunina verður unnið með þeirra óskir og þarfir,“ segir Sævar. Hann segir að fólkið í Fjöliðjunni vilji helst vera með alla sína starf- semi á einum stað en með þessum hætti geti bæjaryfirvöld leyst hús- næðisvanda margra stofnana í einu vetfangi. „Starfsemi í húsinu verður ekki blandað saman heldur verður hver með sitt rými.“ Starfsfólk Fjöliðjunnar á Akranesi efndi í gær til mótmælagöngu frá Fjöliðjunni að bæjarskrifstofunum. Því finnst bæjarstjórnin ekki hafa tekið nægt tillit til þess sem þau vilja varðandi húsnæðismál Fjöliðjunnar. Þau útbjuggu bæklinginn Hlustið á okkur þar sem þau kvarta m.a. yfir samráðsleysi. Sævar Freyr Þráins- son bæjarstjóri tók þátt í göngunni og átti fund með mótmælendunum á bæjarskrifstofunum. „Ég sagði þeim að bæjarstjórn fyrirhugar afar metnaðarfulla upp- byggingu á húsnæði fyrir Fjöliðjuna á tveimur stöðum og til að mæta húsnæðisþörfum ólíkra stofnana sem hafa verið á hrakhólum, að hluta til vegna raka- og mygluvandamála,“ segir Sævar. „Við ætlum ekki að aðgreina fatlaða frá öðrum í samfé- laginu heldur tryggja að þeir geti elt sína drauma og væntingar og geti unnið hjá hvaða stofnun eða fyrirtæki sem er, líkt og annað fólk.“ Hann segir að verkefnið snúist um að skapa sátt og bæjaryfirvöld vilji mæta þörfum fatlaðra. Um leið sé verið að leysa úr húsnæðisþörf frí- stundastarfs barna og ungmenna. lBæjarstjórinn á Akranesi gekk meðmótmælendumlÁttu góðan fund á bæjar- skrifstofunumlVilji til að hlusta á fólkið í Fjöliðjunni við hönnun nýs húsnæðis Fjöliðjan í mótmælagöngu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hlustið á okkur Mótmælendunum finnst hafa skort á samráðið við þá. Morgunblaðið/Eggert Bæjarskrifstofurnar Sævar Freyr bæjarstjóri átti gott samtal við mótmæl- endurna. Metnaðarfull áform eru um nýtt húsnæði fyrir Fjöliðjuna. Fjöliðjan Starfsfólkið gekk að bæjarskrifstofunum til að vekja athygli. Saga kærir vegna Ríkisútvarpsins Útvarp Saga hefur ákveðið að kæra íslensk stjórnvöld til ESA, eftirlits- stofnunar EFTA, vegna útvarpsgjalds sem innheimt er árlega og rennur til Ríkisútvarps- ins, sem og vegna veru þess á auglýsingamarkaði. „Þessi forréttindastaða þeirra er að brjóta á öllum frjálsum fjölmiðlum og, það sem er kannski alvarlegast, kannski að brjóta gegn tjáningarfrelsi. Og það þýðir auðvitað að allir frjálsir fjöl- miðlar eru í lamandi stöðu við að sinnna lýðræðishlutverki sínu,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, út- varpsstjóri Útvarps Sögu. Telur Útvarp Saga að íslensk stjórnvöld brjóti með þessu gegn samkeppn- isreglum EES-samningsins, sem meðal annars leggja bann við misnotkun fyrirtækja á markaðs- ráðandi stöðu. Arnþrúður Karlsdóttir Þingmenn komast í jólafrí á morgun Samningar hafa náðst um af- greiðslu þingmála fyrir þinghlé um jól. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að samningarn- ir felist fyrst og fremst í því að umræðu og afgreiðslu frumvarps dómsmálaráðherra um breyt- ingar á útlendingalögum verði frestað fram í janúar. „Þetta gengur allt saman vel og starfs- áætlun Alþingis miðaði við að við myndum klára á föstudaginn. Ég geri ráð fyrir að við munum gera það en í síðasta lagi á laugardag.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Samið hefur verið um þinglok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.