Morgunblaðið - 15.12.2022, Qupperneq 8
FRÉTTIR
Innlent8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Virka daga 10-17
Laugardaga 11-15
Hjarta heimilisins
Við hönnum innréttingar að þínum þörfum
2000 — 2022
STAKSTEINAR
Veituvandinn
Björn Bjarnason rifjar upp
á vef sínum hvernig til
stóð „á sínum tíma að standa
að netvæðingu borgarinnar á
ævintýralegan hátt með því að
sameina flutning á rafmagni
og netgögnum.
Vegna þess
misheppnaða
ævintýris var
ráðist í að stofna
Gagnaveituna
undir hatti OR,
fyrirtækið heitir
núna Ljósleiðar-
inn og er farið með upplýsingar
um fjárhagslega stöðu þess sem
algjört trúnaðarmál. Skákað
er í því skjóli að um opinbert
hlutafélag er að ræða.“
Útþensla og áhættusækni
Orkuveitunnar í gegnum
LínuNet/Gagnaveituna/Ljós-
leiðarann er með ólíkindum
ekki síst þegar litið er til þess
hvernig forsvarsmenn þessa
fyrirtækis í eigu almennings
neita að svara sjálfsögðum
spurningum fjölmiðla.
Björn rifjar einnig upp að hér
í eina tíð rökstuddi vinstri
meirihlutinn gjaldskrárhækk-
un Orkuveitunnar með hlýind-
um í borginni. Og hann bendir á
að aukin notkun á heitu vatni í
kuldakastinu nú hafi ekki orðið
til þess að gjaldskráin sé lækk-
uð. Hvernig skyldi standa á því?
Þá veltir hann því fyrir sér
hvort vandræði með heitt
vatn í höfuðborginni nú bendi
til að „gengið hafi verið til
byggðaþéttingar án þess að
styrkja grunnvirkin neðan-
jarðar“ líkt og gert hafi verið
ofanjarðar. Það skyldi þó ekki
vera að borgin hafi dregið
lappirnar í fjárfestingum í
veitukerfinu á sama tíma og
Orkuveitan er skuldsett fyrir
gæluverkefnum.
Björn Bjarnason
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
www.mbl.is/mogginn/leidarar
Sektað ef íbúðir standi auðar lengi
lLokaúrræði að borgin skilgreini íbúð-
ina sem óhagnaðardrifna leigueiningu
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Ís-
lands, Trausti Breiðfjörð Magnús-
son, hefur flutt tillögu í umhverfis- og
skipulagsráði Reykjavíkur þess efnis
að mótaðar verði reglur sem komi
í veg fyrir að íbúðarhúsnæði standi
autt til lengri tíma. Afgreiðslu til-
lögunnar var frestað.
Trausti Breiðfjörð leggur til að í
reglunum verði kveðið á um að ef íbúð
hefur verið laus í sex mánuði þurfi
eigandi hennar að gera borginni ljóst
að svo sé. Jafnframt verði kveðið á um
að ef enginn hafi haft búsetu í hús-
næðinu í síðustu 12 mánuði leiði það
til sektargreiðslna, allt að 300.000
krónum. Í kjölfarið muni borgaryf-
irvöld hafa samband við viðkomandi
eiganda og leiti leiða til að íbúðin verði
nýtt aftur. Sem lokaúrræði, eftir 12
mánuði, geti borgin skilgreint íbúðina
sem óhagnaðardrifna leigueiningu.
Í greinargerð með tillögunni kem-
ur fram að fyrirmynd þessa fyrir-
komulags sé Amsterdam í Hollandi.
Þar hafi borgaryfirvöld komið í veg
fyrir að aðilar safni til sín eigum á
kostnað þeirra sem vantar þak yfir
höfuðið. „Reykjavíkurborg verður að
axla ábyrgð þegar kemur að húsnæð-
iskrísunni og leggja til markvissar og
skilvirkar aðgerðir sem hafa skilað ár-
angri í öðrum löndum. Með því að tak-
marka uppsöfnun á íbúðarhúsnæði er
verið að skapa meira framboð fyrir
þau sem þurfa á þessari grunnþörf að
halda,“ segir m.a. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjavíkurborg Sósíalistar vilja
móta reglur um notkun íbúða.
Sigþór Sigurðsson
Andlát
Sigþór Sigurðsson,
fyrrverandi símaverk-
stjóri, lést 9. desem-
ber, 94 ára að aldri.
Sigþór fæddist í
Litla-Hvammi í Mýr-
dal 28. september 1928
og bjó þar til æviloka.
Foreldrar hans voru
hjónin Sigurður Bjarni
Gunnarsson, smiður
og bóndi í Litla-
Hvammi, og Ástríður
Stefánsdóttir, hús-
freyja og organisti.
Sigþór gekk í
Barnaskólann í
Litla-Hvammi og starfaði síðan við
sveitastörf og í vegavinnu. Hann reri
fjölda vertíða á opnum bátum frá
Dyrhólaey allt til ársins 1962. Róið
var á áttæringi í um klukkutíma á
miðin og aldrei notuð segl. Einnig
fór hann á vertíðir í Vestmannaeyj-
um og átti góðar minningar þaðan.
Sigþór réðst í símavinnu 1953
og varð fastur starfsmaður hjá
Landsímanum 1956. Hann var fyrst
bílstjóri hjá línuflokki og fór víða um
land til starfa. Síðan gerðist hann
verkstjóri og eftirlitsmaður með
símalínum frá Skeiðará að Markar-
fljóti. Hann hætti störfum hjá Pósti
og síma árið 1968, sjötugur að aldri.
Hann sat í hrepps-
nefnd um árabil, var
stofnfélagi Lions-
klúbbsins Suðra, sat í
stjórn Byggðasafnsins
í Skógum frá 1983
og starfaði mikið að
uppbyggingu þess
með Þórði Tómas-
syni. Hann var félagi
í kirkjukór Skeiðflat-
arsóknar í 68 ár og
fékkst við ritstörf.
Sigþór skrifaði um
Vatna-Brand í ritröð-
inni Dynskógum en
Brandur Stefánsson
var móðurbróðir hans. Þá var Sigþór
lengi fréttaritari Morgunblaðsins.
Sigþór kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Sólveigu Guð-
mundsdóttur, 22. desember 1957.
Fósturdóttir Sigþórs er Guðrún
Agnes Æ. Pétursdóttir, f. 1952. Börn
þeirra Sólveigar og Sigþórs eru
Guðmundur, f. 1957, Ástríður, f. 1959,
Magnea, f. 1962, d. 1966, Aðaheiður,
f. 1966, Sigurður Bjarni, f. 1968,
Kristrún, f. 1971 og Steingerður
Stella, f. 1972.
Útförin verður frá Skeiðflatar-
kirkju 17. desember klukkan 13.
Henni verður streymt á www.mbl.
is/andlat.