Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
Viktor Gísli
Hallgrímsson
Fyrsti þáttur
kominn á mbl.is
Í fyrsta þætti af Sonum Íslands
heimsækjum við handboltamark-
vörðinn og landsliðsmanninn Viktor
Gísla Hallgrímsson en hann hefur
slegið í gegn með Nantes í frönsku
1. deildinni á yfirstandandi keppnis-
tímabili.
Viktor Gísli, sem er 22 ára gamall,
gekk til liðs við Nantes frá GOG í
Danmörku síðasta sumar en hann
skrifaði undir þriggja ára samning í
Frakklandi.
Markvörðurinn er uppalinn í Fram
þar sem hann lék sinn fyrsta meist-
araflokksleik tímabilið 2016-17 en
sama tímabil var hann valinn efnileg-
asti markvörður úrvalsdeildarinnar.
Hann gekk til liðs við GOG í Dan-
mörku sumarið 2019 og lék með liðinu
í þrjú tímabil. Hann varð Danmerkur-
meistari með GOG síðasta vor.
Handboltinn aftur á uppleið
Viktor Gísli á að baki 35 A-lands-
leiki þar sem hann hefur skorað
eitt mark en hann lék sinn fyrsta
landsleik gegn Noregi í Bergen í apríl
árið 2018. Markvörðurinn er á leið
á sitt fjórða stórmót með íslenska
landsliðinu.
„Maður fann klárlega fyrir því á
síðasta stórmóti að fólk var aftur
byrjað að fylgjast með landsliðinu,“
sagði Viktor Gísli í þættinum þegar
hann ræddi gengi landsliðsins á
Evrópumótinu í Ungverjalandi og
Slóvakíu í janúar á þessu ári þar sem
Ísland hafnaði í 6. sæti.
„Það eina sem var talað um á
Íslandi, eftir að landsliðið vann til
silfurverðlauna á Ólympíuleikunum
í Peking árið 2008, var handbolti.
Svo tók fótboltinn við en maður fann
það vel, eftir síðasta stórmót, að
handboltinn er aftur á uppleið núna,“
sagði Viktor Gísli.
Markvörðurinn fór á kostum á
Evrópumótinu og átti einn af leikjum
lífs síns gegn Frakklandi í milliriðla-
keppninni þar sem hann varði 15
skot og var með 44%markvörslu en
frammistaða hans á mótinu skilaði
honum sæti í úrvalsliði Evrópumóts-
ins.
„Ég held að þessi leikur gegn
Frakklandi sé besti leikur sem ég
hef spilað á ævinni. Það var svo
mjög gaman en óvænt líka að vera
valinn í úrvalslið mótsins og ég skildi
eiginlega ekki alveg hvernig það varð
niðurstaðan. Ég spilaði helminginn af
mótinu en maður lætur svona hluti
ekki stíga sér til höfuðs eða neitt slíkt.
Maður þarf að halda áfram að vinna
í sínummálum og verða betri og það
er það eina sem ég einblíni á.“
Íslenska liðið er til alls líklegt á
komandi heimsmeistaramóti sem
hefst í janúar í Svíþjóð og Póllandi.
„Við ætlum að sýna heiminum að
við erummeð hörkulið og hörkuleik-
menn sem spila í mörgum af bestu
deildum heims. Við getum gert stóra
hluti á næstu árum,“ sagði Viktor
Gísli.
lMarkvörðurinnViktorGísliHallgrímsson er samningsbundinn stórliðiNantes í Frakklandi
lViktorGísli er uppalinn í Framenhann er á leið á sitt fjórða stórmótmeð karlalandsliðinu
Með hörkulið og hörkuleikmenn
Morgunblaðið/Hallur Már
NantesMarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson býr í fallegri íbúð í miðbæ Nantes en hann skrifaði undir þriggja ára samning í Frakklandi.
HeimavöllurNantes spilar heimaleiki sína í Palais des
Sports de Beaulieu-höllinni sem er einkar glæsileg.
Höll Það myndast frábær stemning á heimaleikjum
Nantes, bæði í deildinni og í Meistaradeildinni.
SYNIR ÍSLANDS
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is