Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 16

Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 DAGLEGTLÍF16 TILVALIN JÓLAGJÖF FYRIR ÁHUGAFÓLK UM ÞJÓÐMÁL „Örugglega besta bók sem ég hef lesið um íslensk stjórnmál.“ – Frosti Sigurjónsson „Sá sem ætlar að standa undir sæmdarheitinu jafnaðarmaður, sósíalisti, kemst einfaldlega ekki hjá því að hugsa og helst af öllu þarf hann að hugsa skýrt. Það er gert í þessari bók.“ – Ólafur Þ. Jónsson „Skyldulesning fyrir allt áhugafólk um stjórnmál.“ – Þorsteinn Siglaugsson „Afar vönduð og vel skrifuð bók; minn- ingarnar, mannlýsingarnar, málefnin, hugsjónirnar.“ – Karl Sigurbjörnsson „Frábær bók ... einlæg og Ögmundur trúr sér að venju.“ – Níels Árni Lund L íflegt hefur verið að undanförnu á jólamarkaði þeim sem starfræktur er að Kirkjubraut 4 á Akra- nesi. Fólk sem sinnir til að mynda handverksgerð ýmiss konar selur þar fjölbreyttan varning. Hver leigir sitt borð fyrir sölu, en þátttakendur á markaðnum eru alls 23 talsins. Markaðurinn er haldinn að frum- kvæði Miðbæjarsamtaka Akraness sem stofnuð voru fyrir nokkrum misserum, en markmið starfs þeirra er að efla mannlíf og atvinnustarf- semi í gamla bæjarhlutanum á Skaganum. „Við viljum glæða miðbæinn lífi og markaðurinn er hluti af þeirri við- leitni okkar. Við vorum svo heppin að fá til afnota frábært húsnæði, þar sem áður var til dæmis dansstaður og fataverslun. Vonandi verður áframhald á því að þessi húsakynni nýtist fyrir eitthvað skemmtilegt í framtíðinni,“ segir Þorgerður Ólafsdóttir verkefnisstjóri í samtali við Morgunblaðið. Sjálf rekur hún fyrirtækið Blue Water Kayaks og er á markaðnum með búnað fyrir sjósport ýmiss konar. Opið um helgina og á Þorlák Markaðurinn er opinn um næstu helgi, bæði laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 18, og á Þorláksmessu frá kl. 13 fram til kl. 22 um kvöldið. „Við fjölskyldan erum vön ýmsu föndri heima. Markaðurinn hér gef- ur okkur fínt tækifæri til að kynna okkur og selja vörur,“ segir Ragnar Jónsson. Gervineglur, merkimiðar og fleira fínerí er meðal þess sem Ragnar og Aðalbjörg Guðbrands- dóttir kona hans framleiða og selja undir merkinu Bassabrand.com. Salan fer að mestu leyti fram á netinu en þau sæta lagi þegar tæki- færi gefast á mörkuðum ýmiss konar. „Annað sem ég gríp í er að færa gamalt efni af myndbandsspólum og kassettum yfir á stafrænt form. Oft hafa spólurnar legið óhreyfðar svo árum skiptir og liggja undir skemmdum, ef ekki eyðileggingu. Því er mikilvægt að færa efnið yfir í form sem dugar betur og er aðgengi- legt í tæki nútímans. Fyrir þessa þjónustu er mjög svo vaxandi þörf,“ segir Ragnar. Heppnast vel „Gamli bærinn á Akranesi er staður margra möguleika. Jólamark- aðurinn heppnast vel og fór fram úr björtustu vonum,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, formaður Miðbæjar- samtaka Akraness. Samtökin voru stofnuð í maí á þessu ári og á vett- vangi þeirra eru margar hugmyndir í deiglunni. „Við viljum með öllum tiltækum ráðum vinna í því að efla miðbæinn, gera hann meira aðlað- andi og spennandi fyrir bæjarbúa og aðra gesti. Maður er manns gaman og að glæða mannlífið í miðbænum er áhersluatriði,“ segir Ólafur Páll og heldur áfram: Vilja meira pláss fyrir fólk á fæti „Okkur finnst mikilvægt að gömlu húsunum hér í bænum verði gefin grið og þau gerð upp eins og kostur er. Mörg voru byggð snemma á síðustu öld og endurgerð þeirra verður að vera í stíl við annað sem fyrir er á svæðinu. Hér þarf allt að haldast í hendur ef vel á að vera svo heildarmyndin glatist ekki. Ég sé líka fyrir mér að með einföldum aðgerðum mætti hægja á umferð bíla í mðibænum svo fólk á fæti fengi meira pláss. Fyrir þessu höfum við talað meðal annars við fulltrúa Akraneskaupstaðar sem hafa sýnt samtökunum og starf þeirra áhuga og velvild.“ Markaðsstemning í miðbæ á Skaga Jólabær! Margra grasa kennir á markaði á Akranesi, þar sem allt mögulegt til jólanna er á boðstólum. Líflegur staður og allt að gerast. Miðbær í endurnýjun lífdaga. Efla miðbæinn, gera hann meira aðlaðandi og spennandi fyrir bæjarbúa og aðra gesti. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bassabrand Ragnar Jónsson var á svæðinu og seldi ýmsan varning. Hann er hér með börnunum sínum, sem eru Jóhanna Gyða og Guðbrandur Snær. Öll í hátíðarskapi. Morgunblaðið/Sigurður BogiJólafólk Konur úr Oddfellow seldu kakó og smákökur. Hér eru þær frá vinstri; Arnheiður Andrés- dóttir, Unnur H. Arnadóttir, Sigríður Karen Samúlsdóttir og Petrína Helga Ottsen. Við hlið þeirra eru svo þau Þorgerður Ólafsdóttir og Ólafur Páll Gunnarsson frá Miðbæjarsamtökum Akraness. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akranes Horft yfir Neðri-Skaga; gamla bæinn sem nú breytir um svip. Viðburður til styrktar börnum á flótta Listaverkauppboð haldið í Iðnó Listaverkauppboð verður haldið í Iðnó í Reykjavík nk. laugardag kl. 14. Þar geta gestir stutt við börn á flótta með því að kaupa listaverk. Að uppboðinu standa samtökin Réttur barna á flótta. Þau styðja börn og fjölskyldur sem þurfa að leita réttar síns í samræmi við Barnasáttmála Sþ. Listaverk eftir marga af helstu listamönnum landsins verða á uppboðinu, en ágóða af því verður varið til að styðja Nour Ahmad, en sá kom til Íslands fylgdarlaus en var vísað úr landi eftir að hann náði 18 ára aldri. GOWALK JOY 12.995 KR./ ST. 36 - 41 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS INNISKÓR Í JÓLAPAKKANN SKECHERS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.