Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 20

Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 20
FRÉTTIR Innlent20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 Vegna skipulagsbreytinga Stefni að því að selja öll veiðarfæri og fleira á sérstöku tilboðsverði. Stangir og hjól frá Hardy og Greys. Vöðluskór með skiptanlegum sólum frá Hodgman. Neoprenemittisvöðlur og skór fyrir strandveiðar, sjóveiðistangir frá Penn, sjóveiðisett frá ABU og sjóviði öngla. Neoprene vöðlur til lax og silungsveiða í stærð no. 11(45), öndunarvöðlur og vöðluskór og Belly bátur frá Snowee. Úrval spúna til lax, silungsveiða og strandveiða. Stangir til strandveiða og hjól. Spúna og flugubox ásamt ýmsu veiðidóti til lax og silungsveiða. Letingjar á mjög hagstæðu verði. Opið verður frá 13:00 til 16:00 15. og 16. desember samanburði við önnur lönd segir Gísli erfitt að bera það saman vegna þess hversu mismunandi heilbrigðiskerfin eru. Telur hann að Ísland standi sig ekki verr en Bandaríkin. Hins vegar getum við lært mikið af okkar næstu nágrönnum, Norðurlöndunum og Bretlandi. Sérstakt MND-teymi starfar á Landspítalanum og með því er þjónusta við þessa sjúklinga, sem vissulega eru með alvarlegan og lífsógnandi sjúkdóm, sett í ákveðinn forgang. Telur Gísli þó að gera mætti betur á því sviði og talar út frá eigin reynslu auk upplýsinga sem hann fékk á ráð- stefnunni í Bandaríkjunum. Segir hann að starfsfólk í teyminu vilji vel en það sé sett í erfiða stöðu þar sem það hafi ekki þá aðstöðu sem þarf. Telur hann að þetta sé hluti af vandamáli spítalans sem mikið hafi verið í fréttum. Nefnir hann sem dæmi að sálfræðingur hafi ekki verið í teyminu síðustu misseri og það orðið til þess að MND-félagið hafi keypt þjónustu sálfræðings við fólk sem fær greiningu og aðstandendur þess. Félagið hafi þannig kostað hluta af heilbrigðisþjónustunni. Tekur Gísli fram að þetta standi til bóta með ráðningu sálfræðings í teymið. Samræmdir verkferlar Spurður um eigin reynslu tekur Gísli fram að hann sé með tiltölulega hæggengan sjúkdóm og því séu ekki sjáanlegar miklar breytingar á milli heimsókna en upplifun annarra sjúklinga geti verið önnur en hans. „Mér hefur fundist að það þurfi betri verkferla fyrir MND-teymið þannig að farið sé á nákvæmari hátt yfir stöðuna hjá sjúklingnum í hverri heimsókn og haft frum- kvæði að því sem hugsanlega væri hægt að gera. Farið verði yfir sömu hlutina hjá öllum. Erfitt er að ætlast til þess að sjúklingurinn sjálfur hafi frumkvæði að því að kalla eftir ýmiss konar þjónustu, til dæmis að fara til sjúkraþjálfara, óska eftir þjálfun í að anda, kyngja og ganga eða fá aðstoð við radd- þjálfun,“ segir Gísli og getur þess að sumt af þessu hafi hann ekki vitað að væri til fyrr en á ráðstefn- unni í Bandaríkjunum. Enginn hafi munað eftir að segja honum frá þessum möguleikum hér heima. „Menn hafa verið að vona það síðustu 30 árin en erfitt er að full- yrða það óyggjandi hvort komið sé að þáttaskilum. Mér heyrist þó á mönnum að þeir telji að í þessum nýju lyfjum sé eitthvað alveg nýtt í spilunum. En hvort það muni gagnast strax eða eftir fjögur ár er erfitt að segja. Menn eru alltaf að vonast eftir lækningu við MND en hún er ekki komin, því miður, en þessi nýju lyf virðast geta hægt á sjúkdómnum og jafnvel stöðv- að framgang hans í einhverjum tilvikum,“ segir Gísli Jónasson fyrrverandi prófastur, gjaldkeri samtakanna MND á Íslandi. Gísli sótti ásamt fleiri Íslend- ingum fund og ráðstefnu al- þjóðasamtaka MND-félaga um MND-sjúkdóminn í San Diego í Kaliforníu. Á fundinum var mest fjallað um starf MND-félaganna víðs vegar um heiminn og þjónustu þeirra en á ráðstefnuna mætti auk þess heilbrigðisstarfsfólk og vísindamenn. Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur og fulltrúi í MND-teymi Landspítalans, flutti á ráðstefnunni erindi um mikilvægi þess að aðstoða MND-sjúklinga við að nærast vel. Að mati Gísla voru bæði fundurinn og ráðstefn- an vel heppnaðar samkomur og kom hann heim vel nestaður af upplýsingum um hvernig þjónustu MND-sjúklingar fá í öðrum lönd- um og nýjungar í meðferð þeirra. Hægja á eða stöðva MND Gísli segir að mestu fréttirnar fyrir hann hafi verið upplýsingar um tvö ný lyf sem eru langt komin í þróun og sérstaklega var fjallað um á ráðstefnunni. Margar rann- sóknir séu í gangi á MND-sjúk- dómnum, greiningu hans og hugsanlegri lækningu, líklega um 80 talsins, og allmargar komnar í lyfjatilraunir. Gísli tekur fram að rannsóknir séu dýrar og sjúklinga- hópurinn smár og þess vegna sé erfiðara að fjármagna þær en til dæmis krabbameinsrannsóknir. Því séu MND-samtök dugleg við að safna fjármunum til að styrkja rannsóknir. „Menn telja þó að nú sé komin ljósglæta sem menn hafa lengi verið að vonast eftir. Við séum komnir skrefinu nær,“ segir Gísli. Fyrra lyfið sem fjallað var um heitir Relyvrio (áður kallað AMX0035) og hefur verið sam- þykkt af Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, af sambærilegri stofnun í Kanada og er til skoðun- ar hjá Lyfjastofnun Evrópu. Lyfið er ætlað til að hægja á framvindu sjúkdómsins með því að hægja á eða koma í veg fyrir dauða hreyfitaugafrumna líkamans. Gísli segir rannsóknina sýna að lyfið gagnist vel í þessum tilgangi og geti lengt líf sjúklinga um allt að 43-61%. Þetta lyf virðist því vera áhrifaríkasta almenna lyfið til meðhöndlunar á MND sem hingað til hefur verið markaðssett. Seinna lyfið, Tofersen, er ætlað til að meðhöndla MND af völdum stökkbreytinga í SOD-1-geninu og er því fyrsta meðferðin við MND sem miðuð er að erfðafræðilegum orsökum sjúkdómsins sem fram hefur komið. Þeir Íslendingar sem eru með arfgengt afbrigði af MND eru allir með umræddan genagalla og ætti lyfið að geta gagnast þeim. Gísli er sjálfur í þeim hópi og þau skyldmenni hans sem fengið hafa sjúkdóminn. Hann segir að menn geri sér vonir um að lyfið geti stöðvað framgang sjúkdómsins hjá sjúklingum sem hafa þennan genagalla. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort það reynist raunhæft. Tekur hann fram að þetta sé mjög afmarkaður sjúklingahópur og aðrar stökkbreytingar séu mun algengari en þær hafi greinst síðar og rannsóknir því skemmra á veg komnar á því sviði. Tofersen-lyfið er í skoðun hjá Matvæla- og lyfaeftirliti Bandaríkj- anna og Lyfjastofnun Evrópu. Gísli segir að það sé þó komið í notkun samkvæmt sérstökum lögum um sjaldgæfa lífsógnandi sjúkdóma og hafi lyfjafyrirtækið Biogen opnað fyrir aðgang að því fyrir alla sjúk- linga sem hafa þetta arfgenga gen í 34 löndum. Ísland er eitt þessara landa og býðst lyfið að kostnað- arlausu. Læknar þurfa aðeins að sækja um aðgang að því fyrir hönd sinna sjúklinga. Gísli getur þess að Bretar hafi gert ráðstafanir til að tryggja öllum breskum sjúklingum með SOD-1-litningagallann aðgengi að Tofersen-lyfinu. Bætir Gísli því við að vonir séu bundnar við að lyfið megi jafnvel nota sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir þá einstaklinga sem bera þennan tiltekna genagalla en hafi ekki fengið MND. Reynist þetta rétt komist hugsanlegar læknis- meðferðir varðandi MND á alveg nýtt og óþekkt stig. Fráleitt fyrirkomulag Gísli hefur óskað eftir því við sinn lækni að fá að taka þetta lyf en hefur ekki fengið svar. Hann segist hafa upplýsingar um það í gegnum aðra sjúklinga að einn íslenskur læknir hafi á sínum tíma boðið tveimur sjúklingum að taka þátt í tilrauninni með Tofersen-lyf- ið. Þeir hafi ekki þegið það, frekar viljað taka þátt í annarri rannsókn í Svíþjóð. Telur hann miður að þessar upplýsingar hafi ekki náð til sín eða annarra sjúklinga. Gísli segir að það sé ákveðið vandamál fyrir sjúklingahóp- inn hvað hann sé mikið skiptur. Áður hafi einn læknir séð um alla MND-sjúklinga á landinu en þegar hann lét af störfum hafi hópnum verið skipt á marga lækna, líklega tólf talsins. „Fyrir bragðið eru MND-sjúklingar lítill hluti af starfi hvers læknis og hætt við að þeir verði út undan. Ég hef rætt við ýmsa fagaðila innan MND-teymis Landspítalans og aðra lækna og er fólk sammála um að þetta sé fráleitt fyrirkomulag,“ segir Gísli. Hann segir að læknar sem eru með fáa sjúklinga hver hafi síður tök á að setja sig inn í jafn sjaldgæfan og erfiðan sjúkdóm og MND er og fylgjast með nýjustu rannsóknum og meðferðarúrræðum. Við bætist að ekki virðist reglulegt upplýs- ingaflæði á milli læknanna, svo sem varðandi ný lyf. „Þessi staða er í raun algerlega óviðunandi og hlýtur það að vera krafa okkar sjúklinganna að það verði ekki fleiri en tveir eða í hæsta lagi þrír læknar sem sinna þessum sjúk- lingahópi,“ segir Gísli. Spurður um þjónustuna hér í lGísli JónassonhjáMNDá Íslandi segir að bundnar séu vonir við tvö ný lyf semeru að komaá markaðlVill betri verkferla við þjónustuna áLandspítalanumog að læknar sérhæfi sig Komin skrefinu nær lækningu FUNDUR OG RÁÐSTEFNA Mikilvægar samkomur Fundur og ráðstefna alþjóða- samtaka MND-félaga um sjúkdóminn fór að þessu sinni fram í San Diego í Kaliforníu. Eru þetta árlegar samkomur sem færðust á netið í kórónu- veirufaraldrinum en voru nú aftur haldnar á gamla mátann. Þátttakendur voru vel á þriðja hundrað. Gísli var fulltrúi MND á Íslandi og fór ásamt tveimur fylgdar- mönnum, Friðbjörgu Gísla- dóttur aðstoðarleikskólastjóra og Margréti Ingu Gísladóttur, hjúkrunarfræðingi og ljósmóð- ur, en báðar eru þær dætur Gísla og dyggir aðstoðarmenn hans. Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur og fulltrúi í MND-teymi Landspítalans, bættist í hópinn á ræðstefnunni og var þar meðal fyrirlesara. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Í kirkju Gísli Jónasson kemur nú sem gestur á sinn gamla vinnustað. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.