Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 28

Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 28
FRÉTTIR Innlent28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 Ljósaspeglar „Þetta var ofboðslega gaman og ég er mjög ánægð með að hafa tekið þessa ákvörðun og látið af henni verða,“ segir Hafdís Sigurðardóttir sem um liðna helgi hjólaði 1.012 kílómetra á 46 klukkustundum. Afrekið vann hún á líkamsræktarstöðinni Bjargi þar sem hún starfar. Góður stuðningur allan tímann og að hafa bæði getað nærst rétt og hvílst inn á milli skipti sköp- um um að hún náði þessum áfanga. Hafdís fékk hugmyndina að tiltækinu síðastliðið sumar þegar Bakgarðshlaupið, sem svo er kallað, fór fram, en fyrirkomulag þess er þannig að þátttakendur hlaupa 6,7 kílómetra á klukkustund og stendur hlaupið yfir þar til einn stendur uppi. „Mig langaði að yfirfæra þetta á hjólið og skoðaði hvaða vegalengd hentaði, eftir nokkrar vangaveltur og prófanir varð niðurstaðan að hjóla 22 kílómetra á hverri klukkustund. Ég var svona um það bil 45 mínútur að hjóla þá vegalend og hafði smá tíma til að hvíla mig þar til næsta törn hófst,“ segir hún. Ætlaði aldrei að keyra mig út Hafdís byrjaði að hjóla klukkan þrjú á föstudegi og hætti skömmu eftir hádegi á sunnudegi; hafði þá verið að í 46 tíma samfleytt og náð að hjóla yfir 1.000 kílómetra. „Þessi vegalengd var ekki endilega á áætlun hjá mér þegar ég hófst handa, það var ekki fyrr en um kvöldmat á laugardag sem ég fór að velta því fyrir mér að reyna við þúsund kílómetra markið. Við fórum yfir stöðuna; ég, vinkonur mínar og stuðningsfólkið. Ég var í ágætu formi og fann ekki fyrir mikilli þreytu, var ekki með neina verki, en það var alltaf mitt markmið að keyra mig ekki út, gera það sem ég gæti með góðu móti og koma þokkaleg út úr þessu,“ segir Hafdís. Þreyttust var hún þegar vel var liðið á aðfaranótt sunnudags, milli fjögur og sex, en hresstist á ný þegar kom fram á morgun og hún fékk sér smávegis koffín. Hún segir að í kringum sig hafi verið góður hópur vinkvenna, sjúkra- þjálfari, þjálfarinn hennar og þá hafi fjölmargir komið við og hjólað með henni til stuðnings. „Það er ómetanlegt, því ég hefði aldrei getað þetta ein. Það þarf að huga að svo mörgum smáatriðum svo allt gangi upp, bæði í sambandi við næringu og hvíld, og það gekk allt upp með góðri aðstoð.“ Erfitt að betla peninga Hafdís var kjörin hjólreiðakona Ak- ureyrar á dögunum og eins var hún kjörin hjólreiðakona Íslands, en henni gekk mjög vel á senn liðnu ári. Hún hefur staðið straum af allri sinni þjálf- un og keppnisferðum sjálf. Áheitum var safnað á meðan Hafdís hjólaði, en hún segir þá hugmynd hafa komið upp eftir að ferðalagið hófst. „Ég á mjög erfitt með að betla peninga, mér finnst það erfitt og leiðinlegt, þannig að ég hef að mestu sjálf séð um allan kostnað,“ segir hún en bæði Hjólreiðafélag Akureyrar og Hjólreiðasamband Íslands hafi styrkt hana til keppnisferða, en hafi vissulega ekki úr miklum peningum að spila. Evrópumót á nýju ári Á komandi ári stefnir Hafdís á nokkrar keppnisferðir, m.a. á Evrópumót sem haldið verður í Glasgow, en hún segir mikilvægt að komast sem mest á stór mót. Hjól- reiðaheimurinn á Íslandi sé lítill og þegar vel sé séu um 12 konur ræstar út í keppni í einu. „Það eru um 120 konur ræstar út í stóru mótunum og það er nokkuð sem þarf líka að æfa sig í, að hjóla í svo stórum hópi,“ segir Hafdís hin hressasta eftir þrekraun helgarinnar. lHafdís Sigurðardóttir á Akureyri hjólaði af miklu kappi á líkamsræktarstöðinni BjargilByrj- aði á föstudegi og búin tæpum tveimur dögum síðarlKjörin hjólreiðakona Akureyrar á dögunum Þúsund km á 46 klukkustundum VIÐTAL Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Morgunblaðið/Margrét Þóra Hjólakona Hafdís Sigurðardóttir á hjólinu sem hún notaði við afrekið. Á myndinni til hægri er hún ásamt móður sinni, Þórdísi Sigurðardóttur. Stuðningur Fjöldi fólks lagði leið sína í líkamsræktarstöðina Bjarg til að veita Hafdísi hvatningu og stuðning í verki. Um leið var safnað áheitum. 20 milljónir króna til hjálparsamtaka Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnu- markaðsráðherra úthlutar samtals 20 milljónum króna fyrir jól í styrki til hjálparsamtaka sem styðja við við- kvæma hópa víða um land, einkum með mataraðstoð. Alls fá níu hjálparsamtök styrk. Þetta eru Hjálpræðis- herinn, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akranesi, Fjöl- skylduhjálp Íslands, Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis og Kaffistofa Samhjálpar.Pakkar frá Hjálp- ræðishernum. www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.