Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Frystitogarinn Sólberg ÓF-1 lýkur
í dag síðasta túr sínum á árinu og
með aflanum sem hafist var handa
að landa um klukkan sex í morgun
hefur skipið borið 12.260 tonn að
landi mælt í óslægðum afla, þar af
eru tveir þriðju þorskur en einnig
náðist töluvert af ufsa, ýsu, grálúðu
og karfa. Þá eru aflaverðmæti skips-
ins á árinu rúmlega sjö milljarðar
króna og er það mesta aflaverðmæti
sem íslenskur togari hefur fengið á
einu ári.
„Þetta hefur gengið ljómandi vel
og áhöfnin á hrós skilið. Þetta fer
mikið eftir heimildunum sem má
veiða í hverjum túr, en það þarf að
vinna þetta og það eru ófá handtök-
in,“ segir Sigþór Kjartansson skip-
stjóri á Sólberginu um Íslandsmetið
og vísar til þess að áhöfnin fullvinn-
ur allan afla skipsins. Úr þeim hluta
fisksins sem ekki er frystur er unnið
fiskimjöl og lýsi.
Það þarf því stóra áhöfn og útskýr-
ir Sigþór að alla jafna séu 34 um
borð. Það eru því margir munnar
að metta? „Já það er nóg að gera
sem matsveinn með þessa hákarla
í mat,“ svarar skipstjórinn og hlær.
„Það var lagt upp með að vera með
35 með aðstoðarmanni matsveins,
við myndum gjarnan vilja hafa hann
en launin eru ekki til þess að halda
mönnum í þeirri stöðu.“
Eins og Sigþór bendir á hefur af-
urðaverð verið hagstætt og upplýsir
Rammi hf., sem gerir skipið út, að
eftirspurn eftir afurðum Sólbergsins
hafi verið góð á árinu. „Bretland er
langmikilvægasti markaðurinn fyrir
þorsk- og ýsuflökin, sem eru seld
þar undir vörumerkinu RAMMI í
„fish and chips“-veitingastaði. Verð
á fiski var gott á árinu sem er að
líða og hækkaði töluvert milli ára.
Söluhorfur á næsta ári eru ágætar.“
Síðasta veiðiferð
yfirvélstjórans
Sólbergið var á leið sinni til Akur-
eyrar til að taka olíu áður en haldið
var til löndunar á Siglufirði þegar
slegið var á þráðinn til Sigþórs.
Hann stýrði skipinu í þessum síðasta
túr ársins en á móti honum sinnir
Trausti Kristinsson skipstjórn.
Túrinn hefur verið um mánaðar
langur og því skiljanlega margur
skipverjinn tilbúinn í jólafrí, en
jólastoppið er óvenju langt að þessu
sinni þar sem á að taka upp aðalvél
skipsins og er það alla jafna gert á
20 þúsund tíma fresti. Sigþór seg-
ir hefðbundið að síðasta túr ljúki í
kringum 21. eða 22. desember, en
eins og fyrr segir lýkur síðasta túr
í dag. Þá er jafnframt ekki haldið
til veiða milli jóla og nýars og því
stefnir í dágott frí fyrir áhöfnina.
„Við höfum verið heppnir að geta
verið hjá fjölskyldum okkar yfir há-
tíðarnar.“
Túrinn skilar ekki aðeins áhöfn-
inni Íslandsmeti í aflaverðmætum,
hann er líka stór tímamót fyrir yf-
irvélstjórann Þórð Þórðarson. Um
er að ræða síðustu veiðiferð Þórðar
en hann hefur verið yfirvélstjóri hjá
Ramma hf. frá árinu 1986.
Flóknara að sækja
þorsk en áður
Spurður hvernig túrinn hafi verið
svarar Sigþór: „Við minnumst þessa
túrs líklega helst vegna þess hve gott
veður var miðað við desember. Það
er búið að vera frekar rólegt veður
fyrir utan eina brælu sem gerði það
að verkum að við þurftum að flýja
Vestfirðina og á norðausturmiðin.“
Þá hefur þorskurinn ekki varið
jafn auðsóttur og áður. „Ég held að
það sé samdóma álit skipstjórnar-
manna að það er flóknara að sækja
þorsk en verið hefur. Það þarf að
hafa svolítið mikið fyrir honum. Það
er ekkert hægt að ganga að honum
vísum. Margir ísfisktogarar hafa
farið að miðlínunni við Grænland
til að sækja þorskinn. Svo virðist
hafa verið fínasta veiði þar síðustu
daga en við fórum aldrei þangað.“
Aflinn í þessum síðasta túr er
blandaður, að sögn Sigþórs. „Við
erum með einhver 130 tonn af ufsa,
rúm 100 tonn af ýsu og 600 af þorski.
Lítið af karfa. Það er nú eitt með
karfann, hann er bara úti um allt og
truflar veiðar því það má ekki veiða
hann. Samkvæmt ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar er staða stofnsins
ekki góð, en karfinn er úti um allt.“
lRúmlega sjö milljarðar króna á árinulÁhöfninni að þakka segir skipstjórinn
SólbergÓFmeð Íslands-
met í aflaverðmæti
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Met Sólberg ÓF-1 hefur landað afla fyrir rúma sjö milljarða á árinu, mest allra íslenskra togara frá upphafi.
Undirrit-
uðu síðasta
samninginn
lEinfaldað ferli
Að öllum líkindum hefur verið
undirritaður síðasti samningur milli
Færeyja og Íslands um gagnkvæm
fiskveiðiréttindi. Nýtt fyrirkomu-
lag mun gera slíka samninga
óþarfa. Fram kemur í tilkynningu
á vef stjórnarráðsins að Svandís
Svavarsdóttir matvælaráðherra og
Árni Skaale, sjávarútvegsráðherra
Færeyja, undirrituðu nýverið 46.
samninginn af þessum toga en þeir
hafa verið gerðir skriflega frá árinu
1976 með undirritun ráðherra ríkj-
anna og síðan lagðir fyrir Alþingi og
Lögþing Færeyja.
Þetta ferli mun heyra sögunni
til þegar nýr rammasamningur
ríkjanna um fiskveiðar tekur gildi.
Var hann undirritaður í október
af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð
Gylfadóttur, utanríkisráðherra
Íslands, og Jenis af Rana, þáverandi
ráðherra mennta- og utanríkismála
Færeyja. Bíður samningurinn nú
samþykktar Alþingis og Lögþings-
ins. Rammasamningurinn er sagður
einfalda samningaferli ríkjanna
„með tilfærslu af hinu pólitíska sviði
yfir á svið embættismanna“.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fiskveiðiréttindi Samningaferlinu
hefur verið breytt og það einfaldað.
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
ELITE stólalínan
3 gerðir: Wiliam, Alex, Charles,
3 möguleikar: Rafdrifinn, manual
eða með skammeli.
3 litir Cognac, dökk brúnt, svart,
albólstraður með anelin leðri.
Komið og
skoðið úrvalið
Hækkanlegur rafdrifinn
tóll með innb. skammel.
vörtu leðri og gráu tauáklæði.Til í s
LIVER Hækkanlegur rafdrifinn hvíldarstóll,
2 mótorar, með innb. skammel.
Til í svörtu leðri og gráu tauáklæði.
Afurðaverð á markaði
14. desember,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 465,32
Þorskur, slægður 491,53
Ýsa, óslægð 382,34
Ýsa, slægð 297,07
Ufsi, óslægður 249,55
Ufsi, slægður 243,27
Gullkarfi 162,87
Blálanga, óslægð 28,00
Blálanga, slægð 252,90
Langa, óslægð 319,58
Langa, slægð 265,89
Keila, óslægð 170,42
Keila, slægð 216,80
Steinbítur, óslægður 13,00
Steinbítur, slægður 162,49
Skötuselur, slægður 776,64
Grálúða, slægð 455,00
Skarkoli, slægður 428,10
Þykkvalúra, slægð 546,35
Langlúra, óslægð 84,01
Sandkoli, óslægður 192,70
Gellur 1.218,82
Hlýri, slægður 218,13
Hvítaskata, slægð 25,00
Lúða, slægð 540,98
Lýr, óslægður 12,00
Lýsa, óslægð 11,54
Lýsa, slægð 74,05
Náskata, slægð 20,00
Skata, slægð 28,00
Stórkjafta, slægð 179,77
Undirmálsýsa, óslægð 32,82
Undirmálsýsa, slægð 39,88
Undirmálsþorskur, óslægður 241,62
Undirmálsþorskur, slægður 269,04