Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 34
FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
15. desember 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 143.29
Sterlingspund 176.2
Kanadadalur 105.36
Dönsk króna 20.312
Norsk króna 14.435
Sænsk króna 13.867
Svissn. franki 153.11
Japanskt jen 1.0431
SDR 190.16
Evra 151.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.5826
Aukin skuldsetning
Þessir sömu eigendur bera þó
ábyrgð á efnahagsreikningi OR og
dótturfélaga, þar á meðal Ljósleiðar-
ans. Eins og fram hefur komið þarf
Ljósleiðarinn, sem skuldar yfir 14
milljarða króna nú þegar, að skuld-
setja sig enn frekar fyrir kaupunum
á grunnneti Sýnar. Kaupverðið er um
þrír milljarðar króna. Til að rýmka
fyrir frekari skuldsetningu Ljósleiðar-
ans hefur OR þurft að aflétta fyrir-
vörum í lánasamningi við Evrópska
fjárfestingabankann, en kostnaðurinn
við slíka afléttingu er um þrjár millj-
ónir króna. Til þess þurfti samþykki
borgarráðs, sem veitt var í síðustu
viku.
Morgunblaðið hefur heimildir fyr-
ir því að Ljósleiðarinn þurfi þó að
skuldsetja sig umfram þá þrjá millj-
arða sem nýttir verða til að greiða
fyrir grunnnet Sýnar. Erling Freyr
Guðmundsson framkvæmdastjóri
Ljósleiðarans hefur ekki viljað veita
svör um kjör eða aðra þætti frekari
skuldsetningar.
Bókuðu mótmæli
Þeir Kjartan og Eyþór létu bóka
sérstaklega á fundinum í gær að verið
sé að samþykkja heimild til stórauk-
innar skuldsetningar Ljósleiðarans
með því að taka skammtímalán á
háum vöxtum. Ekki kemur þó fram
hverjir vextirnir eru. Þá segja þeir
jafnframt að þetta sé þvert á ný-
samþykktar áætlanir OR og Reykja-
víkurborgar. Þeir taka einnig fram að
rýnihópur borgarráðs, sem skipaður
var til að skoða málið, hafi ekki lokið
störfum og að ekki liggi fyrir hvernig
langtímafjármögnun Ljósleiðarans
verði háttað. Þá segja þeir einnig að
það sé með öllu óljóst hvort heimilt
verði að auka hlutafé Ljósleiðarans,
en eins og áður hefur komið fram er
stefnt að hlutafjáraukningumeð þátt-
töku einkafjárfesta. Borgarráð hefur
þó ekki veitt heimild fyrir því. Þá telja
þeir sem fyrr segir að borgarráð þurfi
að fjalla um málið.
Upplýsingafulltrúi OR vildi ekki
veita svör við frekari spurningum
Morgunblaðsins um málið í gær.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR),
ákvað á fundi sínum í gær að gefa frá-
farandi forstjóra OR, Bjarna Bjarna-
syni, umboð til að staðfesta ákvörðun
stjórnar Ljósleiðarans um að ganga
til samninga við Sýn um kaup á
stofnneti félagsins. Stefnt er að því
að klára kaupin í dag. Stjórn OR var
þó ekki einhuga ummálið og eins og
ViðskiptaMogginn greindi frá í gær
hafa tveir stjórnarmenn, þeir Kjart-
an Magnússon og Eyþór Arnalds,
gert athugasemdir við málið.
Eins og fram hefur komið hefur
Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor
við Háskóla Íslands og stjórnar-
formaður OR, neitað að tjá sig um
málið við Morgunblaðið. Í tilkynn-
ingu sem send var á fjölmiðla í gær
kemur fram að Brynhildur, ásamt
Gylfa Magnússyni og Valgarði L.
Jónssyni, hafi bókað sérstaklega á
fundinum í gær að hlutverk stjórn-
ar sé að „verja og auka verðmæti
eigna OR“ og að með ákvörðuninni
sé verið að verja og auka verðmæti
Ljósleiðarans, eins af dótturfélögum
OR. Þá er einnig tekið fram í bók-
un þeirra að ákvörðun um einstaka
viðskiptasamninga sé ekki í höndum
eigenda OR (sem eru Reykjavíkur-
borg, Akranes og Borgarbyggð),
heldur stjórnar og hluthafafundar
Ljósleiðarans.
Eins og ViðskiptaMogginn greindi
frá í gær hafa þeir Kjartan og Eyþór
óskað eftir því að borgarráð fjalli um
málið og meti hvort fyrirhuguð starf-
semi Ljósleiðarans á landsbyggðinni,
með tilheyrandi skuldsetningu, sam-
ræmist eigendastefnu OR. Þá er
einnig tekið fram í bókuninni að þar
sem helstu viðskiptavinir Ljósleiðar-
ans séu með starfsemi um allt land
sé eðlilegt að Ljósleiðarinn „styðji við
starfsemi þeirra þar einnig,“ eins og
það er orðað í tilkynningunni.
lMeirihluti stjórnar Orkuveitunnar veitir samþykki fyrir
frekari skuldsetningu innan samstæðunnar
Skuldirnar aukast
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Skuldir Orkuveitan svarar ekki spurningum um aukna skuldsetningu
Eignir lífeyrissjóða námu 6.565
milljörðum króna í lok október
sl. og hækkuðu um 127 ma. kr. á
milli mánaða. Þar af voru eignir
samtryggingadeilda 5.869 ma.
og séreignadeilda 695 ma. Þetta
kemur fram í tölum á vef Seðla-
banka Íslands.
Á sama tíma á síðasta ári námu
eignir sjóðanna 6.589 milljörðum
króna og er því um ríflega 0,35%
lækkun að ræða milli 2022 og
2021.
Eins og sjá má á vef Lands-
samtaka lífeyrissjóða, LL, hafa
eignir sjóðanna að raunvirði
hækkað samfleytt síðan í lok
árs 2008 og fram á þetta ár, en í
fjármálahruninu 2008 lækkuðu
eignirnar umtalsvert.
Sé miðað við lok 2021, þá námu
eignirnar á þeim tíma 6.747
milljörðum. Síðan þá hafa eignir
sjóðanna lækkað um 2,7% miðað
við tölur októbermánaðar.
tobj@mbl.is
Eignir sjóðanna
lækkamilli ára
Heildareignir lífeyrissjóðanna frá okt. 2021
7.250
7.000
6.750
6.500
6.250
6.000
5.750
okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt.
2021 2022
Heimild: Seðlabanki Íslands
Innlendar 4,3 4,3 4,3 4,3 4,3 4,4 4,4 4,3 4,3 4,4 4,4 4,3 4,3
Erlendar 2,3 2,3 2,4 2,2 2,2 2,2 2,1 2,1 2,1 2,2 2,3 2,1 2,2
Eignir alls 6,6 6,6 6,7 6,6 6,5 6,7 6,6 6,4 6,4 6,6 6,7 6,4 6,6
6.564ma.kr.
6.589ma.kr.
Þús.ma.kr.
Milljarðar kr.
Góð melting
er undirstaða
góðrar heilsu!
Heilbrigð þarmaflóra með
góðgerlunum frá Bio-Kult.
Meltingarensímin hjálpa þér að brjóta
niður fæðuna og melta betur.
Betri melting &
öflug þarmaflóra
Sölustaðir: Apótek og heilsuhillur stórmarkaða
Matur KS keypti Gunnars í maí sl.
Töf úr hófi fram
lSKE ennmeð söluna á Gunnars til
skoðunarlViðmiðunarmörk úrelt
Sævar Þór Jónsson, lögmaður
matvælafyrirtækisins Gunnars
majóness, kveðst undrandi á að
Samkeppniseftirlitið „setji þumal-
skrúfu“, á fyrirtæki eins og Gunnars
majónes, félag með tiltölulega lága
veltu, líkt og ummilljarða fyrirtæki
sé að ræða.
Í maí sl. var Gunnars majónes
selt til Kaupfélags Skagfirðinga og
voru viðskiptin í kjölfarið tilkynnt
til Samkeppniseftirlitsins.
Segir Sævar að nú, þegar um sex
mánuðir séu liðnir frá viðskipt-
unum, hafi kaupin ekki enn verið
samþykkt af eftirlitinu. Hann segir
málið hafa tafist úr hófi fram auk
þess sem skriffinnskan og gagnaöfl-
unin sem Gunnars majónes er krafið
um sé óþarflega mikil. Hann segist
velta fyrir sér hvort þetta ferli sé á
köflum hálfóyfirstíganlegt fyrir lítil
fyrirtæki að standa í.
Þá gagnrýnir Sævar lág við-
miðunarmörk Samkeppniseftirlits-
ins hvað varðar veltu félaga í við-
skiptum sem þessum, en fyrirtæki
með ákveðna veltu þurfa að sækja
um leyfi þegar kemur að sölu eða
samruna. Hann segir viðmiðunar-
mörkin hafa verið þau sömu í mörg
ár og ekki uppfærð í samræmi við
verðlagsþróun.
Unnið að gagnaöflun
„Það er mjög bagalegt að lítil og
meðalstór fyrirtæki þurfi að vera
undir svona miklu eftirliti af hendi
Samkeppniseftirlitsins,“ segir Sæv-
ar.
Hann segir að nú sé verið að taka
saman ýmis gögn og skýringar til
að koma sjónarmiðum Gunnars á
framfæri áður en endanleg niður-
staða SKE liggur fyrir.
Sævar segir að óvissan sem fylgir
seinkun á afgreiðslu málsins hafi
mjög slæm áhrif.
„Það er ábyrgðarhluti. Það er
augljóst að ef þetta verður ekki
samþykkt þá hlýst af því tjón og
þá þarf að skoða það. Það gengur
ekki að láta eftirlitið halda fyrirtæki
nánast í hálfgerðri gíslingu í svona
langan tíma.“
Samkvæmt upplýsingum á vef
Samkeppniseftirlitsins er lokadag-
setning fyrir ákvörðun í málinu 29.
desember nk.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnaso
torbj@mbl.is