Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 36

Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 36
FRÉTTIR Erlent36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 ECCO EASY INNISKÓR ÚR NUBUCK LEÐRI OG FÓÐRAÐIR AÐ INNAN MEÐ LAMBSULL 10.995.- / St. 40-46 Vnr.: E-531834 10.995.- / St. 36-41 Vnr.: E-231873 10.995.- / St. 40-46 Vnr.: E-531834 10.995.- / St. 36-41 Vnr.: E-231873 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS inn innflutning á rafmagni. Brugðist var hratt við og hétu þjóðir um allan heim 67 milljóna dala stuðningi til að útvega mat og vatn í Úkraínu, 18 milljónum fyrir heilbrigðisgeirann og 23 milljónum fyrir samgöngur. Á stuðningsfundinum í París var einnig heitið 440 milljónum til að byggja upp orkuinnviði Úkraínu. For- seti Frakklands, Emmanuel Macron sagði að stuðningur alþjóðasamfé- lagsins sýndi að „Úkraína stæði ekki ein.“ Stuttu eftir þær fregnir kom til- kynning frá Kreml um að ekkert hlé yrði á stríðsrekstrinum yfir jól og ára- mót og ekkert vopnahlé væri í sjón- máli. „Engar tillögur hafa borist frá Kænugarði og ekkert umræðuefni af þessu tagi er á dagskrá,“ sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Kremlar í gær. Breytt stefna Bandaríkjanna? Í TheWashington Post í gær var sagt að háttsettur embættismaður í stjórn Joes Bidens Bandaríkjaforseta hefði sagt í samtali við blaðamann blaðsins að ef Bandaríkin myndu senda Patriot-eldflaugakerfið til Úkraínu myndi það marka breytingu á aðstoð þjóðarinnar og hugsanlega framgangi stríðsins. Bandaríkin hafa ekki sent háþróuð vopn til Úkraínu hingað til, eins og langdrægar eldflaugar og orrustuþotur, til að dragast ekki inn í átökin. Nú berast hins vegar fregnir af því að stjórnvöld vestanhafs séu að íhuga þennanmöguleika vegna hertra árása Rússa á Úkraínu og ekki síður vegna varnarsamstarfs Rússlands og Írans, en eins og oft hefur fram komið framleiðir Íran flesta drónana sem hafa verið helsta vopn Rússa í lofti til þessa. Á sama tíma hefur Úkraína gert samning við Tyrki um að reisa verksmiðju í Úkraínu sem á að fram- leiða tyrkneska Bayraktar-dróna. Peningaþvætti og vopnakaup Bandaríkin hafa ákært fimm rúss- neska ríkisborgara, einn bandarískan ríkisborgara og einn íbúa með bú- seturétt í landinu, fyrir að aðstoða Rússa við að komast undan refsi- aðgerðum með peningaþvætti og með aðstoð við alþjóðleg innkaup á vopnum. Rússarnir eru Yevgeniy Grinin, Aleksey Ippolitov, Boris Livs- hits, Svetlana Skvortsova og Vadim Konoshchenok, en sá síðastnefndi var handtekinn í Eistlandi 6. desember og bíður framsals til Bandaríkjanna. Auk þeirra voru Alexey Brayman og Vadim Yermolenko handteknir. Ákæran var birt síðasta þriðjudag í New York-borg. Þjálfa dómara Forseti Lettlands, Egils Levits, sagði í gær að stofna þyrfti alþjóð- legan dómstól til að dæma Rússa fyr- ir innrásina í Úkraínu. Saksóknari Bretlands, Victoria Prentis, tók undir það og sagði í samtali við Sky News að 90 úkraínskir dómarar fengju þjálfun í að sækja til saka fyrir stríðsglæpi, þótt stríðinu sé ekki lokið. Undirbúa sig undir það versta Stjórnvöld í Kænugarði taka hótunum Vladimírs Pútíns forseta Rússlands alvarlega þegar hann talar um að hann sé reiðubúinn að beita „öllum nauðsynlegum ráðum“ til að vinna stríðið í Úkraínu í rúss- neskum fjölmiðlum og ýjar þar að hugsanlegri notkun kjarnorkuvopna. Borgarbúar búa sig undir það versta með kjallarabyrgjum, bakpokum og FM útvörpum. Í bakpokunum eru vistir og fleira sem myndu duga í viku og gætu reynst mikilvæg ef til slíkrar árásar kæmi. Ríkisstjórnin hefur einnig gefið út ráðleggingar um hvernig best sé að bregðast við ef borgin yrði fyrir kjarnorkuárás. Hvetur til örlætis um jólin Frans páfi hvatti fólk til að íhuga að stilla jólahaldi í hóf í ár og gefa þess í stað fé til að hjálpa Úkraínumönn- um um þessi jól. „Sköpum auðmýkri jól, með auðmýkri gjöfum, og send- um það sem við getum til að bjarga Úkraínumönnum sem þurfa á því að halda,“ sagði hann í gær. „Hryðjuverkamennirnir byrjuðu í morgun með þrettán íranska dróna,“ sagði Volodímír Selenskí forseti Úkraínu í gær um loftárás Rússa í miðborg Kænugarðs. „Allir þrettán voru skotnir niður,“ bætti hann við og hvatti íbúa Kænugarðs til að leita vars þegar heyrðist í loft- varnarflautunum. Árásum á borgina hefur fjölgað frá því í október þegar Rússar fóru að beina spjótum sínum markvisst að orkuinnviðum borgarinnar með tilheyrandi rafmagns- og vatnsleysi og kulda. Rússar náðu þó ekki tak- marki sínu í gær og engin slys urðu á mönnum en borgaryfirvöld sögðu að brak úr drónunum hefði skemmt íbúðarhús og stjórnsýslubyggingu á svæðinu. Úkraínumenn eru ekki einir Árásirnar á Kænugarð koma í kjölfar ákalls Selenskís til 70 landa og alþjóðlegra samtaka í París um aðstoð í vetur vegna árása Rússa. Í myndskeiði frá Kænugarði sagði Selenskí að þjóðin þyrfti aðstoð upp á 800milljónir evra til að byggja upp orkukerfið eftir árásirnar, en talið er að um 40-50% orkuinnviða landsins þarfnist viðgerðar. Hann sagði að landið þyrfti varahluti til viðgerða, öflugar rafstöðvar, aukagas og auk- Ekkert vopnahlé yfir jól og áramót lVörðust drónaárás í Kænugarði í gærlFjárstuðningi heitiðlHáþróuð vopn í augsýn?lFimm Rússar handteknir vestanhafslBúa sig undir kjarnorkuáráslPáfinn biður um jól fyrir Úkraínu Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is AFP/Sergei Chuzavkov Orkuleysi Eldri kona kveikir á kerti í íbúð sinni í bænumGorenka í útjaðri Kænugarðs. Byggingin varð fyrir loftárás í upphafi stríðsins. Kuldakast hefur verið í Evrópu í vikunni og féllu flugsamgöng- ur niður á Stanstead-flugvelli í Bretlandi á mánudaginn vegna veðurs. Íslendingar hafa fundið fyrir ísköldu heimskautsloftinu færast yfir landið. Í Húsafelli mældist 18 stiga frost í fyrrinótt og búist er við gaddi í byggðum. Miklar frosthörkur í norðanverðri Evrópu Vetur konungur ríkir nú í Evrópu AFP/Elena Fusco Fjögur staðfest dauðsföll í gær lTugumbjargað úr köldumsjónum Að minnsta kosti fjórir létust þegar litlum báti, þétt setnum af farand- fólki, hvolfdi í miklu frosti á Ermar- sundi í fyrrinótt. Breskir fjölmiðlar sögðu að 43 hefði verið bjargað, þar af rúmlega 30 sem hefðu fallið fyrir borð, en óttast var að tala látinna myndi hækka. Frosthörkur í norðanverðri Evrópu og hvassviðri á Ermarsundi hefur aftrað sjófar- endum undanfarna daga, en vind lægði aðeins í fyrrinótt og þá fór þessi litli bátur af stað. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sagði að í slysinu hefði orðið „hörmulegt manntjón“. Yfir 43.000 flóttamenn hafa lagt í þessa hættulegu ferð yfir Ermarsundið á þessu ári og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. 27 manns drukknuðu þegar þeir reyndu að kom- ast yfir Ermarsundið í fárviðri þann 24. nóvember í fyrra. Atvikið á mið- vikudag kom upp daginn eftir að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um nýjan samning við Al- baníu til að stemma stigu við straumi innflytjenda, en þriðjungur þeirra sem koma til Bretlands í ár eru Albanir. Samningurinn kveður á um að Alban- ir verði sendir beint til heimalandsins við komuna til Englands. Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is AFP/Carlos Jasso Ermarsund Breskur björgunarbát- ur siglir inn í höfnina í Dover.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.