Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 40

Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 Afganistan er gleymt land. Eftir að talibanar náðu þar völdum á ný hefur alþjóðasamfélagið snúið við landinu baki, með réttu eða röngu. Al- þjóðleg aðstoð, sem áð- ur nam 75% af fjárlög- unum, hefur gufað upp. Við bætast náttúru- hamfarir á borð við þurrka og flóð og matvælakreppan vegna stríðsins í Úkraínu. Tal- ið er að 90% þjóðarinnar hafi ekki nóg að borða. Eins og þetta sé ekki nóg, hefur komið í ljós að fyrirheit talibana um að stjórna með mildari hætti og virða réttindi kvenna reyndust fals eitt. Kúgun kvenna í Afganistan er jafn- slæm eða verri í þetta sinn og stöðugt gengið á réttindi þeirra; þeim hefur til að mynda verið bannað að ferðast ein- ar, að afla sér menntunar og að sækja staði á borð við líkamsræktarstöðvar eða almenningsgarða. Christina Lamb, fréttastjóri er- lendra frétta á The Times og sérfræð- ingur í málefnum Afganistans, kom hingað til lands í fyrra á vegum lands- nefndar UN Women og hélt áhrifarík- an fyrirlestur um hlutskipti kvenna í stríði. Hún skrifaði nýlega grein í The Times um ástandið í Afganistan, en þangað hefur hún farið í þrígang eftir að talibanar náðu völdum. Hún segir m.a. frá fjölskyldum sem selja barn- ungar dætur sínar í hjónaband með miklu eldri mönnum til að eiga fyrir mat, frá konum sem krafsa í snjónum eftir grasi til að seðja sár- asta hungrið, konum sem deyja af barnsförum vegna vannæringar og járnskorts – og hug- rökkum konum sem reka leynilega skóla fyrir stúlkur. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis hjálparsamtök leitast við að lina þján- ingar afgönsku þjóð- arinnar. Á meðal stofn- ana sem starfa í landinu er UN Women, jafnrétt- isstofnun SÞ. Á vef landsnefndar UN Women á Íslandi, unwomen.is, getur þú keypt táknrænar jólagjafir til stuðn- ings verkefnum stofnunarinnar í þágu kvenna víða um heim, meðal annars í Afganistan. Vegna þeirra takmarkana sem afganskar konur búa við eiga þær erfitt með að nálgast það sem við lítum á sem brýnustu nauðsynjar. Fyrir 1.900 krónur geturðu sent afganskri konu neyðarpakka, sem hjálpar henni að viðhalda persónulegu hreinlæti og mannlegri reisn. Hvað er betri gjöf handa þeim sem á allt en stuðningur við þann sem á ekki neitt? Sýnum að við munum eftir kon- unum í Afganistan. Að hjálpa konu í gleymdu landi kostar minna en bíómiði – en getur mögulega bjargað mannslífi. Ólafur Stephensen » Sýnum að við mun- um eftir konunum í Afganistan. Ólaf ur Stephensen Höfundur situr í stjórn Landsnefndar UN Women á Íslandi. Gjafir fyrir konur í gleymdu landi Við höfum í gegnum árin byggt samfélag okkar á Íslandi á þeim grunngildum að með lögum skuli land byggja og að leiðarljós okkar séu kristileg gildi. Þetta hefur reynst íslensku þjóðinni vel í gegnum aldirnar. Hér hefur verið eitt frið- samasta land í heimi og við getum státað af vel stæðri þjóð þar sem velmegun er með því mesta sem gerist í heiminum. Alvarlega er nú sótt að megin- gildum okkar og fara þar fremstir í flokki þingmenn Pírata. Vilja ekki guðsorð í skólum Aðventan er runnin upp og jólin nálgast, ein mesta hátíð kristinna manna. Á sínum tíma voru það hátíð- arstundir þegar skólabekkirnir fengu að heimsækja kirkjuna í sínu nær- samfélagi og hlusta á boðskap prests- ins um kristna trú og hvers vegna jól- in eru haldin hátíðleg. Nú er þetta eitur í augum sumra. Ef við sem erum komin á efri ár lítum til baka er ég viss um að nánast allir minnast þessara stunda með ánægju í huga. Það getur varla nokkrum dottið í hug að við höfum haft eitt- hvað slæmt af þessum heimsóknum í kirkjuna. Hafði einhver 11 ára nemandi slæmt af því að fá nýja testamentið afhent í skólanum? Nú má það ekki lengur. Það er með ólík- indum að Guð og Jesú skuli vera bannorð á að- ventunni í skólum landsins. Á sínum tíma var kennd kristinfræði í hverri viku í grunn- skólum landsins. Hafði nokkur nemandi slæmt af því að fá þessa fræðslu? Var eitthvað slæmt við það að fá kennslu í siðfræði krist- innar trúar? Var eitt- hvað slæmt við það að fá fræðslu um boðskap Jesú og svo Marteins Lút- ers? Nú eru þetta allt bannorð í skólum landsins. Trúnaður teygjanlegur segja Píratar Á Alþingi þarf eflaust oft að ræða mál í algjörum trúnaði eðli málsins samkvæmt. Nú kom það nýlega fram að því sem átti að vera trúnaður um stuttan tíma var lekið í fjölmiðla. Forysta Pírata segir að trúnaður sé teygjanlegt hugtak og þeir megi alveg leka upplýsingum sýnist þeim svo. Hvers konar þjóðfélag vilja Pírat- ar eiginlega? Á að opna landið alveg? Píratar hafa gert miklar at- hugasemdir við framgöngu dóms- málaráðherra að nauðsynlegt sé að herða eftirlit og hafa einhver tak- mörk á því hvað við getum tekið á móti mörgum hælisleitendum inn í landið. Það er full samstaða um það í land- inu að við tökum vel á móti Úkra- ínufólki sem er á flótta vegna ólög- legrar innrásar inn í land þeirra. En það getur ekki gengið að við tökum ótakmarkað á móti hælisleit- endum sem ekki búa við nein stríðs- átök í sínu landi. Við verðum að hafa ákveðnar takmarkanir. Það sjá flest- ir hvers konar ástand það yrði í okk- ar landi fengju Píratar að ráða. Slæm reynsla í Reykjavík Píratar hafa síðustu kjörtímabil setið í meirihlutastjórn í Reykjavík ásamt Samfylkingu og Viðreisn. Vinstri-græn gáfust upp á samstarf- inu eftir síðustu kosningar. Reykja- vík hefur verið rekin með miklum halla og óstjórn. Nú ætla þau að skera niður svo um munar til að bæta úr eigin óstjórn. Þessi niðurskurður mun bitna fyrst og fremst á barna- fólki. Hvað ætli nýjum formanni Sam- fylkingarinnar finnist um þann boð- skap? Reynslan af Pírötum í meiri- hluta Reykjavíkur er góð viðvörun um að þeir komist ekki til valda í landsmálunum. Hvernig væri þjóðfélagið ef Píratar réðu? Sigurður Jónsson » Það er með ólík- indum að Guð og Jesú skuli vera bannorð á aðventunni í skólum landsins. Sigurður Jónsson Höfundur er fv. bæjarstjóri í Garði. KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE Axelda Bremen 12.995 kr. / St. 41-46 Birkenstock Zermatt 12.995 kr. / St. 37-46 Calvin Klein Jeans 14.995 kr. / St. 37-41 Shepherd Hugo 13.995 kr. / St. 41-46 ShepherdThelma 16.995 kr. / St. 36-41 Shepherd Jessica 13.995 kr. / St. 37-41 Inniskór sem henta öllum Axelda Assen 11.995 kr. / St. 41-46 Birkenstock Arizona 13.995 kr. / St. 37-48 Tommy Hilfiger 10.995 kr. / St. 41-45 Shepherd Selma 12.995 kr. / St. 36-41 Rohde 14.995 kr. / St. 42-47 Rohde 14.995 kr. / St. 36-41

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.