Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
Meðlætið er ekki af verri endanum og
er hér á ferð hin fullkoma jólamáltíð.
Boðið er upp á gljáða nípu, pönnusteika
ostrusveppi og krækiberjasósu með
kjötinu og er útkoman hreint dýrleg.
Steiktar lambakórónur
2 stk lambakóróna
1 stk hvítlauksgeiri
50 ml matarolía
sítrónutímjan
Ofnbökuð nípa
2 stk nípa (einnig þekkt sem steinseljurót)
timían
1 stk hvítlauksgeiri
50 ml matarolía
100 ml vatn
salt
Sveppamauk
3 box Flúðasveppir
30 ml matarolía
1/2 hvítlauksgeiri
sítrónusafi
Krækiberjasósa
300 ml krækiberjasafi
400 gr lambasoð Bone & Marrow
50 g kalt smjör skorið í teninga
Steiktir ostrusveppir
100 g ostrusveppir
30 g skírt smjör
1 msk eplaedik
salt
Leiðbeiningar
1. Sannarlega hátíðleg steik úr
uppáhaldsbita margra sem sómir sér
vel á jólaborðinu. Lambakóróna er
hryggvöðvi með áföstum rifbeinum, ef
þið kjósið er hægt að nota hryggvöðva
(e. filet) án beina en athugið þá að
stytta eldunartímann um nokkrar
mínútur.
Steiktar lambakórónur
2. Snyrtið lambakórónur ögn en leyfið
fitunni að vera ofan á vöðvanum, ristið
tígla í fituna og marinerið í blöndu af
olíu, sítrónutimían og söxuðum hvít-
lauksgeira, látið standa við stofuhita í 2
klst, eða jafnvel í kæli yfir nótt.
3. Hitið ofn á 160°C. Þerrið mestu olíuna
af, saltið og brúnið kjötið á pönnu,
byrjið á fituhliðinni á meðalhita og
bræðið fituna vel. Setjið á bakka, piprið
og eldið í ofni í 15-20 mínútur, og mælið
kjarnhitann á meðan. Meðalsteiking (e.
medium) er 56°C fyrir lambakórónu.
Sumir vilja meira steikt og fara þá eftir
sínum smekk. Þegar æskilegum kjarn-
hita er náð, piprið þá kjötið og látið það
hvíla í a.m.k. 10 mínútur áður en það er
skorið.
Ofnbökuð nípa
4. Skerið nípu í tvennt eftir endilöngu
og setjið á bakka með timían, salti, hvít-
lauksgeira og vatni. Lokið með álpappír
og eldið á 180°C í eina klst.
Sveppamauk
5. Steikið Flúða-sveppi á pönnu þar til
fallega brúnir, bætið ½ hvítlauksgeira
við síðustu tvær mínúturnar. Færið í
matvinnsluvél og maukið, bætið við
olíu ef þarf, smakkið til með salti og
sítrónusafa.
Krækiberjasósa
6. Sjóðið krækiberjasafa niður um
helming og bætið lambasoði við, tilvalið
að nota íslenskt soð frá Bone & Marrow
sem fæst víða. Takið pottinn af hellunni
og pískið smjörið saman við og smakkið
til.
Steiktir ostrusveppir
7. Rífið ostrusveppi gróft niður og
pönnusteikið í skírðu smjöri frá Bone &
Marrow, saltið og setjið ögn af eplaediki
yfir í lokin.
Hér erum við með lambakórónu eins og hún gerist best.
Hátíðar-
lambakóróna
Jólamáltíðin Lambakjöt nýtur mikilla vin-
sælda á veisluborðum landsmanna og þar
eru lambakórónurnar framarlega í flokki.
Sælkeraverslunin Me & Mu,
Garðatorgi 1 í Garðabæ, er hugar-
fóstur þeirra Sveinbjargar Jóns-
dóttur og Önnu Júlíusdóttur, sem
langaði að stofna verslun þar sem
gæði varanna væru í forgrunni. Úr
varð verslunin Me & Mu sem köll-
uð hefur verið mekka matgæðinga
enda eru vörur þar í boði sem ekki
eru fáanlegar annars staðar.
Sveinbjörg segir að jólakörfurn-
ar séu sérstaklega vinsælar – bæði
meðal einstaklinga sem og fyrir-
tækja. „Við erum með fimm gerðir
af körfum í boði í mismunandi
verðflokkum en svo er fólki meira
en velkomið að setja saman sínar
eigin körfur,“ segir Sveinbjörg
en margir kjósa einmitt að kaupa
sniðugar jólagjafir með þessum
hætti sem bæði styðja við smá-
framleiðendur og nýtast vel.
Verslunin býður upp á mikið
úrval af gæðakjöti frá innlendum
framleiðendum þar sem áhersla
er lögð á rekjanleika varanna.
„Við erum með kjöt frá Brákarey
í Borgarnesi sem er algjörlega
framúrskarandi framleiðandi.
Síðan erum við með Angus
Galloway-lúxussteikur frá Sogni í
Kjós. Við verslum við B. Jensen á
Akureyri og Kristínu í Ytri-Hólma
sem er rétt fyrir utan Akranes,
en þar fáum við úrvals kofareykt
hangikjöt og grafið ærkjöt,“ segir
Sveinbjörg en jafnframt flytur
verslunin inn hágæðavörur frá
Ítalíu, Frakklandi og Englandi.
„Það eru alls kyns pylsur, kæfur,
paté og olíur. Kynstrin öll af
spennandi jólavörum sem gleðja
bragðlaukana,“ segir Sveinbjörg
og hafa viðskiptavinir kunnað vel
að meta.
„Við erum sífellt að stækka og
auka vöruúrvalið okkar. Við finn-
um líka hjá okkar neytendahópi
að eftirspurnin eftir vönduðum
heilsuvörum er að aukast og því
bjóðum við mikið úrval af alls
konar heilsuvörurm sem einnig er
hægt að fá í gjafakörfum. Bólgu-
eyðandi te, vítamín og alls konar
spennandi vörur þar sem áherslan
er lögð á vönduð og góð vöru-
merki,“ segir Sveinbjörg.
„Ekki má heldur gleyma bakarí-
inu okkar,“ bætir Sveinbjörg við
en í búðinni er hægt að kaupa súr-
deigsbrauð og alls konar kruðerí
frá Sandholtsbakaríi jafnframt því
sem boðið er upp á smákökur frá
Björnsbakaríi.
Me og Mu rekur tvær verslanir.
Önnur er á Garðatorgi en hin
er í Gróðurhúsinu í Hveragerði
þar sem lögð er áhersla á vörur
fyrir ferðamenn og hótelgesti.
Matgæðingar eða aðstandendur
þeirra þurfa því ekki að leita
langt yfir skammt til að finna hina
fullkomnu jólagjöf eða jólamatinn
sem kemur öllum í sannkallað
jólaskap.
Sælkeraverslunin Me & Mu, Garðatorgi 1 í Garðabæ, er hugarfóstur þeirra
Sveinbjargar Jónsdóttur og Önnu Júlíusdóttur, sem langaði að stofna verslun
þar sem gæði varanna væru í forgrunni. Úr varð verslunin Me & Mu, sem köll-
uð hefur verið mekka matgæðinga enda vörur þar í boði sem ekki fást annars
staðar.
Me & Mu: Mekka
matgæðinga