Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
✝
Málfríður Ás-
geirsdóttir eða
Mollý, eins og hún
var ávallt kölluð,
fæddist í Reykjavík
11. ágúst 1955. Hún
lést í faðmi fjöl-
skyldunnar á líkn-
ardeild Landspít-
alans 27. nóvember
2022.
Hún var dóttir
hjónanna Huldu
Sigurbjörnsdóttur Knudsen
verkakonu, f. 1932, d. 2014, og
Ásgeirs Daníels Einarssonar
sölumanns, f. 1929, d. 1973.
Seinni maður Huldu var Jakob
Þór Óskarsson leigubílstjóri, f.
1924, d. 2013.
Mollý átti þrjú alsystkini og
tvær hálfsystur. Elstur var Óm-
ar, f. 1951, d. 2019, þá Sig-
urbjörn, f. 1952, og Valgerður, f.
1958.
Hálfsystir hennar samfeðra er
Jóhanna Lind, f. 1951. Hálfsystir
hennar sammæðra er Ásgerður
Ósk Jakobsdóttir, f. 1976.
Mollý kynntist eftirlifandi eig-
ob Orra, f. 2006, Emil Inga, f.
2008, og Kára Stein, f. 2010.
Fyrir átti Bragi dóttur, Berg-
lindi, f. 1974. Eiginmaður hennar
er Árni Magnússon f. 1965. Berg-
lind á tvö börn, Elvar Andra, f.
1993, og Söndru Karen, f. 2001,
og þrjú stjúpbörn, Guðrúnu
Magneu, f. 1983, Söru Dögg, f.
1994, og Árna Pál, f. 1996.
Mollý ólst upp í Skipholti 43.
Mollý og Bragi hófu sína sambúð
í kjallaranum hjá foreldrum
Braga á Þorfinnsgötu 2. Þau
byggðu í Fífuseli og fluttu svo
tímabundið til Bergen og Ros-
endal í Noregi. Að því ævintýri
loknu fluttu þau aftur í íbúðina í
Fífuseli. Þau byggðu saman hús í
Logafold 172 og voru ein af
frumbyggjum Grafarvogs. Síðar
byggðu þau í Vættaborgum 119
og leið alla tíð mjög vel þar í fal-
legu umhverfi.
Mollý gekk í Hlíðaskóla og
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Hún lauk námi við öldungadeild
Fjölbrautaskólans í Breiðholti á
listabraut. Mollý vann á ýmsum
stöðum, s.s. í versluninni Herj-
ólfi, á Tollinum og við ræstingar.
Hún vann þó lengst af á ónæm-
isfræðideild Landspítalans við
skrifstofustörf.
Útför Mollýjar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 15. des-
ember 2022, klukkan 13.
inmanni sínum,
Braga Sigurði Bald-
urssyni rafvirkja,
árið 1974. Bragi
fæddist í Reykjavík
1952, sonur
hjónanna Önnu
Guðbjargar Björns-
dóttur húsmóður, f.
1914, d. 1992, og
Baldurs Kolbeins-
sonar vélstjóra, f.
1914, d. 1981.
Bragi og Mollý giftu sig 6. nóv-
ember 1976 og eignuðust þau
þrjú börn saman: 1) Baldur Geir,
f. 1976. Unnusta hans er Þórunn
Eva Hallsdóttir, f. 1974. Stjúp-
sonur Baldurs er Örnólfur Þór, f.
1996, og saman eiga þau eina
dóttur, Urði Eiri, f. 2010. 2)
Hulda Guðrún, f. 1978. Eigin-
maður hennar er Guðmundur
Kristján Sæmundsen, f. 1979, og
eiga þau tvo syni, Braga Krist-
ján, f. 2008, og Ara Baldur, f.
2010. 3) Svanhildur Anna, f.
1981. Eiginmaður hennar er
Guðmundur Ingi Hinriksson, f.
1981, og eiga þau þrjá syni, Jak-
Elsku besta mamma mín.
Ég frestaði því eins lengi og
ég gat að setjast niður og skrifa
þessi orð því það gerir þetta svo
endanlegt. Þú ert í alvöru horfin
á braut, einungis 67 ára gömul
og kemur ekki aftur. Það er svo
erfitt að sætta sig við þetta en ég
verð að halda í góðu minning-
arnar og vera þakklát fyrir að
hafa átt svona einstaka mömmu.
Þú varst alltaf svo hlý og góð,
settir okkur börnin og fjölskyld-
una ávallt í fyrsta sæti og kennd-
ir okkur svo margt gott. Þú varst
dugleg að hrósa og sinntir okkur
vel. Þú lagðir mikið upp úr því að
maður ætti að vera ánægður með
það sem maður hefur en ekki öf-
undast út í aðra, því grasið væri
sjaldnast grænna hinum megin.
Mikilvægast af öllu væri að vera
góð manneskja. Ég gat leitað til
þín með allt, jafnvel það sem ég
var ekki stolt af en þér fannst
mikilvægt að börn gætu leitað til
foreldra sinna með allt.
Þið pabbi voruð einstakar fyr-
irmyndir og alltaf svo samstiga
og ég man eiginlega ekki til þess
að þið hafið nokkurn tímann rif-
ist. Þið leiddust fyrir framan
sjónvarpið, voruð heimakær og
sátt og báruð ómælda virðingu
hvort fyrir öðru.
Þegar ég var ólétt að Jakobi
fór ég á foreldranámskeið og var
spurð hvernig uppalandi ég vildi
verða. Ég svaraði: „Eins og for-
eldrar mínir“ og leiðbeinandan-
um fannst þetta svo fallegt. Ég
hafði ekki nægan þroska þá til að
skilja af hverju en ég skil það
núna. Þegar ég eignaðist svo
Jakob eftir erfiða meðgöngu var
hann mjög óvær og ég að niður-
lotum komin. Það var ekki að
spyrja að því, þú stakkst upp á
að við kæmum og byggjum hjá
ykkur í smátíma, við myndum
hjálpast að með þetta. Þú sagðir
alltaf „við erum fjölskylda og við
stöndum saman“. Það voru erfið
skref fyrir nýbakaða móður að
sýna „uppgjöf“ og flytja aftur
heim í foreldrahús en þetta
bjargaði mér algjörlega og sýnir
svo vel hvað þú varst fórnfús og
hjálpsöm.
Þú varst dásamleg amma og
elskaðir ömmubörnin þín svo
heitt og innilega að leitun er að
öðru eins. Þú varst alltaf til í að
hjálpa til með þau og passa og
lagðir þig fram um að vera inn-
vikluð í þeirra líf. Þú gerðir allt
sem þú gast til að létta undir og
gaukaðir ýmsu að okkur en mest
gafst þú þeim þó með því að
sinna þeim einstaklega vel og
elska af öllu hjarta.
Í seinni tíð vorum ég, þú og
Hulda systir ekki bara mæðgur,
heldur líka bestu vinkonur. Við
hringdumst á margoft á dag,
hittumst á hverjum degi og
fannst gaman að fara á flakk um
helgar og kíkja í búðir. Tóma-
rúmið í hjartanu er því ansi stórt
en ég verð að vera sterk og læra
að lifa með þessu. Þú barðist við
andstyggilegan sjúkdóm af ein-
stöku æðruleysi og kvartaðir
aldrei. Þig langaði að lifa áfram
og fylgjast með fólkinu þínu og
lagðir á þig miklar raunir til þess
og barðist til seinasta blóðdropa,
elsku duglega mamma mín. Það
kom ekki óvart að pabbi stóð við
hlið þér eins og klettur í veikind-
unum og á milli ykkar ríkti sönn
og falleg ást.
Ég verð víst að segja þetta
gott, elsku besta mamma mín,
takk fyrir allt, ég elska þig af
öllu hjarta og mun alltaf gera.
Þín dóttir,
Svanhildur Anna.
Elsku mamma er fallin frá eft-
ir tveggja ára baráttu við
krabbamein. Frá fyrsta degi
tókst hún á við veikindin af slíku
hugrekki, baráttuþreki og æðru-
leysi að lengst af trúði ég ekki
öðru en að lokaniðurstaðan yrði
okkur í vil, hún myndi sigrast á
þessu og við stórfjölskyldan eiga
hamingjurík ár fram undan með
henni, hjarta fjölskyldunnar. Það
er erfitt að sætta sig við að
mamma sé farin og muni ekki fá
að njóta efri áranna með pabba,
fái ekki að fylgjast lengur með
barnabörnunum og ekki að verða
langamma. Það er líka sárt að
hugsa til þess að ég geti ekki séð
eða heyrt í henni daglega, rabb-
að við hana og borið allt undir
hana, stórt og smátt, deilt með
henni gleði og sorgum, sigrum
og ósigrum. Það er búið að
klippa á strenginn á milli okkar
og ég er engan veginn tilbúin til
þess.
Æskuminningar mínar af
mömmu eru allar hlýjar og góð-
ar. Hún var svo ástrík og mikil
fyrirmynd. Við systkinin vorum
alin upp við að okkur væru allir
vegir færir, okkur skorti aldrei
neitt og við fengum að stunda
þær tómstundir sem við höfðum
áhuga á, en á sama tíma voru
ekki gerðar óraunhæfar kröfur
til okkar og við fengum að njóta
þess að vera börn á upphafsárum
Grafarvogsins. Það var gaman
að alast upp þar, með fullt af
leikfélögum og alltaf voru allir
velkomnir heim til okkar. Þegar
hugurinn hvarflar til æskuár-
anna þá hugsa ég um góðar
stundir í Logafoldinni, mamma
jafnvel búin að baka og við fjöl-
skyldan að spjalla saman. Nota-
leg sjónvarpskvöld. Gleðileg jól
og skemmtileg áramót. Mamma
að segja sögur. Mamma í hlát-
urskasti að segja brandara.
Mamma að halda bestu afmælin.
Mamma að koma óvænt heim
með kettling. Mamma að setja
plástur á sár. Mamma að hugga
og hughreysta, hrósa og hvetja
og stundum að skamma óþekkt-
arangana, enda oft líf og fjör.
Minningar úr seinni tíð eru
ekki síður dýrmætar. Þegar við
Gummi vorum að byrja saman
og hann flutti nánast strax inn í
Vættó og þau þoldu endalaust
kossaflensið af neðri hæðinni.
Allar sumarbústaða- og utan-
landsferðirnar. Mamma með
kvefpest úti á palli að kíkja á ný-
fæddan Braga Kristján inn um
gluggann. Mamma og pabbi að
taka á móti okkur í heita pottinn
og útbúa snarl á meðan við kús-
uðum okkur. Mamma að leið-
beina mér á hverju ári hvernig
best sé að elda jólamatinn.
Mamma að vara mig við hálku.
Mamma að standa við bakið á
okkur í gegnum súrt og sætt.
Mamma og pabbi voru alltaf
samstiga, samrýnd og sjálfum
sér nóg. Í veikindum mömmu var
ekki annað hægt en að dást að
þeirra fallega sambandi. Pabbi
stóð eins og klettur með henni,
hvatti hana áfram og annaðist
um hana. Þau héldu í vonina um
bata fram á síðasta augnablik og
gerðu allt sem í þeirra valdi stóð
til að sú gæti orðið raunin.
Að alast upp hjá svo góðum
foreldrum er dýrmætara en orð
fá lýst. Að fylgjast með þeim sem
ömmu og afa hefur verið ynd-
islegt og ég fyllist þakklæti fyrir
alla aðstoðina sem þau hafa veitt
okkur og allar frábæru samveru-
stundirnar. Það eru forréttindi
að vera dóttir þeirra og að þau
séu amma og afi sona minna.
Ég elska þig mamma og mun
sakna þín alla tíð.
Hulda Guðrún
Bragadóttir.
Elsku tengdamamma, með
þessum orðum kveð ég þig í
hinsta sinn. Lífið er ekki alltaf
sanngjarnt og það var það ekki í
þínu tilfelli því þú ert horfin á
braut allt of snemma. Ég man
þegar þú opnaðir dyrnar fyrir
mér fyrir rúmum 20 árum þegar
ég bauð henni Huldu á fyrsta
stefnumótið. Fyrir innan ómaði
dúndrandi sambatónlist sem þið
Bragi voruð að hlusta á og þú
varst skælbrosandi því ég veit
ekki hvor var spenntari fyrir
stefnumótinu, þú eða Hulda.
Þetta voru mín fyrstu kynni af
þér og svo einkennandi fyrir þig
og Braga. Í Vættaborgum var
ávallt líf og fjör, mikið um tón-
list, alltaf eitthvað í gangi og allir
svo velkomnir. Þú varst einstak-
lega gestrisin og lagðir mikið í
veislur, stórar sem smáar, ætíð
með of mikið af veitingum því
enginn skyldi fara svangur heim.
Þú varst óeigingjörn og fórnfús
og vildir allt fyrir alla gera enda
var hægt að treysta á ykkur
Braga ef okkur vantaði aðstoð
með hvað sem er. Þið mæðgurn-
ar áttuð einstakt samband og ég
held bara að þið hafið talað sam-
an á hverjum einasta degi frá því
ég kynntist henni Huldu. Þú
elskaðir fjölskylduna og sást
ekki sólina fyrir barnabörnunum
sem þú sóttir í að hafa hjá þér.
Við höfum átt ótal samveru-
stundir gegnum árin og það var
sérstaklega gaman að fara með
ykkur í bústaðarferðir og til út-
landa. Bragi Kristján og Ari
Baldur eru heppnir að hafa átt
þig sem ömmu og þú varst þeim
góð fyrirmynd. Söknuður okkar
er mikill. Hvíldu í friði elsku
Mollý.
Guðmundur
Kristján Sæmundsen.
Elsku Mollý. Það er sárt að
kveðja þig elsku systir, hjartað
er svo fullt af sorg og söknuði.
Þú varst svo mörgum góðum
kostum gædd og mikil fyrirmynd
mín, hjartahlý, ósérhlífin og vild-
ir alltaf allt fyrir alla gera. Ein-
faldlega góð í gegn. En hjartað
er líka yfirfullt af þakklæti. Þú
varst alltaf til staðar fyrir mig og
mína í gegnum árin og allur
stuðningurinn og hlýhugurinn er
ómetanlegur. Minningarnar
veita huggun á svona stundu og
af góðum minningum er nóg.
Að eilífðarströnd
umvafin elsku,
frjáls ert farin
ferðina löngu.
(Jóna Rúna Kvaran)
Elsku Bragi og börn, missir
ykkar er mestur.
Hvíl í friði elsku Mollý.
Þín systir,
Ásgerður Ósk.
Þegar Hulda Guðrún og Guð-
mundur Kristján fóru að draga
sig saman og ljóst varð hvert
stefndi, fórum við hjónin ósjálf-
rátt að velta fyrir okkur hvernig
okkur mundi lynda við tilvonandi
tengdafólk. Það voru óþarfa
áhyggjur. Mollý og Bragi og allir
þeir fjölskyldumeðlimir, sem við
höfum haft þá ánægju af að hitta
og kynnast, eru í einu orði sagt
yndisleg og Mollý hreif okkur
strax: einlæg, umhyggjusöm,
glaðsinna og gestrisin.
Okkur er minnisstæð heim-
sókn í Vættaborgir. Mollý og
Bragi voru að passa frændurna
fimm, tápmikla og á stundum
fyrirferðarmikla stráka. Við vor-
um mætt til að sækja þá tvo sem
tilheyrðu okkur. Það var líf og
fjör í húsinu, mikill fyrirgangur,
sem hefði ært óstöðugan, m.a.s.
svarti labradorinn, Freyja, far-
inn í felur. En ekkert raskaði ró
þeirra hjóna. Bragi lá í stofusóf-
anum og blundaði, en Mollý tók á
móti okkur brosmild og hress að
vanda og bauð okkur inn í hama-
ganginn. Þessi litla minning lýsir
e.t.v. best þeirri rósemd og yf-
irvegun, sem maður upplifði í ná-
vist þeirra. Og þannig tókust þau
á við óvænt veikindi Mollýjar.
Þau bæði hætt að vinna og ætl-
uðu að njóta samvista í ellinni,
þegar þessi ólánssjúkdómur setti
strik í reikninginn. Tilveran get-
ur verið svo grimm, svo átak-
anleg.
Við vottum Braga og fjöl-
skyldunum okkar innilegustu
samúð. Fátækleg orð sem hvorki
lina né sefa missinn og sorgina,
en minningin um hugrakka,
hjartahlýja og geðprúða konu,
sem snart líf okkar allra, yljar.
Ari Kristján Sæmundsen
Sigríður Ágústa
Skúladóttir.
Í byrjun aðventu bárust mér
þær sorgarfréttir að Mollý væri
látin, langt um aldur fram. Hún
var tengdamóðir sonar míns,
Guðmundar Inga. Hlýja, áhugi,
ósérhlífni og umfram allt mann-
gæska eru ákjósanlegir eðlis-
kostir og veganesti sem duga vel.
Alla þessa kosti hafði Mollý til að
bera í ríkum mæli auk þess sem
hún var mikill dýravinur.
Mollý hlúði vel að fjölskyldu-
böndunum, meðal annars hélt
hún til margra ára áramótafagn-
að til að fagna nýju ári, sem lifir í
minningunni. Barnabörnin áttu
alltaf skjól hjá henni, ýmist í
gæslu eða dekri, sem henni fórst
afar vel úr hendi og söknuður
þeirra er mikill. Hafðu þökk fyr-
ir alla umhyggjuna við fjölskyldu
mína í gegnum árin. Við hefðum
viljað að stundir okkar saman
hefðu orðið fleiri. Elsku Bragi og
fjölskylda, missir ykkar er mik-
ill. Guð gefi ykkur styrk á þess-
um erfiðu tímum. Ég og fjöl-
skyldan mín sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu hennar.
Ingibjörg Helga
Hraundal.
Elsku Mollý, okkur langar að
þakka þér fyrir samfylgdina í
gegnum árin. Það eru einstök
forréttindi að hafa fengið að hafa
þig í fjölskyldu okkar, því að já-
kvæðni, bjartsýni, hjálpsemi,
glaðværð og hlýlegt viðmót ein-
kenndu þig. Þú hafðir einstak-
lega góða nærveru og hafðir ein-
stakt lag á því að láta öllum líða
vel sem umgengust þig.
Heimsóknir í Vættaborgir
voru einstaklega góðar og ljúfar
stundir og þá mætti manni alltaf
hlýlegt viðmót og góðar mót-
tökur. Það er með öllu ómögu-
legt að útskýra í orðum þakk-
lætið í þinn garð fyrir góðvildina
og hlýjuna okkur til handa, við
trúum því að vel verði tekið á
móti þér í Sumarlandinu og hitt-
umst vonandi þar þegar okkar
tími kemur.
Elsku fjölskylda: Bragi, Berg-
lind, Baldur, Hulda, Svanhildur,
makar og barnabörn, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Með kærri kveðju fyrir allt og
allt,
Gyða, Baldur, Pino,
Þóra og börn.
Málfríður
Ásgeirsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Málfríði Ásgeirs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN B. JÓNSDÓTTIR,
Logafold 134,
sem lést 17. nóvember á líknardeild
Landspítalans, verður jarðsungin
mánudaginn 19. desember klukkan 13 frá Grafarvogskirkju.
Helgi Sigvaldason
Elín Guðbjörg Helgadóttir Kristján Jónasson
Svanfríður Helgadóttir Ellert Berg Guðjónsson
Kristrún Halla Helgadóttir Þorfinnur Skúlason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur sonur minn,
VALDIMAR VILHJÁLMSSON,
Boðagranda 5,
lést á heimili sínu 19. nóvember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Við þökkum hlýhug og sýnda samúð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vilhjálmur Valdimarsson