Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 52

Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 ✝ Hallberg Svav- arsson fæddist 1. mars 1956 í Mos- fellsbæ. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 30. nóv- ember 2022. Hallberg var sonur hjónanna Agnesar Helgu Hallmundsdóttur, f. 24. desember 1920, d. 22. sept- ember 2009, og Svavars Er- lendssonar, f. 1. febrúar 1913, d. 18. september 1988. Bræður Hallbergs eru Erlendur, f. 29. maí 1942, Kristinn, f. 15. desem- ber 1947, og Heimir, f. 1. maí 1950. Eiginkona Hallbergs er Stein- unn Guðbrandsdóttir, f. 3. októ- ber 1956. Þau giftust 5. júní 1976 og bjuggu saman í Kópa- vogi, Garðabæ og lengst af í Hafnarfirði. Hallberg og Stein- unn eignuðust fjögur börn: 1) Hallberg ólst upp í Smáíbúða- hverfinu í Reykjavík og stund- aði nám í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hall- berg stundaði nám við Tónlist- arskóla FÍH. Hann nam tann- smíðar í Tannsmíðaskóla Íslands og var á samningi hjá Þórarni Sigþórssyni og lærði hjá Kristni Sigmarssyni. Hann starfaði sem tannsmiður, bæði sjálfstætt og síðustu árin á tann- læknastofu Engilberts Ó.H. Snorrasonar. Einnig var hann tónlistarmaður með ýmsum hljómsveitum og tónlistarfólki, þá lengst í hljómsveitinni Pónik og með Stefáni P. Þorbergssyni. Hann var virkur í félagsmálum og var meðal annars í stjórnum FÍH, Stangveiðifélags Hafn- arfjarðar, Golfklúbbs Vatns- leysustrandar og síðast en ekki síst sinnti hann ýmsum embætt- is- og nefndarstörfum, þar á meðal sinnti hann hlutverkum undir- og yfirmeistara í Odd- fellowstúku nr. 12, Skúla fógeta, og var hann yfirmeistari þegar hann lést. Útför Hallbergs fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 15. desem- ber 2022, klukkan 13. Þóreyju, f. 19. nóv- ember 1976. Dóttir Þóreyjar er Birta Karen, f. 17. sept- ember 2001, og sonur Birtu Karen- ar er Emanuel Leon, f. 24. febrúar 2022. 2) Bjarki, f. 2. maí 1982. Sambýlis- kona hans er Karún Herborg Guð- mundsdóttir, f. 12. júní 1985. Dóttir Bjarka er Amelía Líf, f. 25. janúar 2009, og sonur Karúnar er Frosti Hrafn Sigurjónsson, f. 4. nóv- ember 2008. 3) Tinna, f. 17. febr- úar 1986. Eiginmaður hennar er Brynjólfur A. Sandholt, f. 1. jan- úar 1985. Sonur þeirra er Alex- ander, f. 28. júlí 2010, og dóttir þeirra Viktoría, f. 26. nóvember 2014. 4) Hallberg Daði, f. 27. júní 1990. Sambýliskona hans er Líneik Jakobsdóttir, f. 12. maí 1994. Í dag, 15. desember, fer fram útför góðs vinar, frænda og spilafélaga míns, Hallbergs Svavarssonar. Leiðir okkar Hall- bergs lágu saman þegar hann tók að sér að vera „rótari“ hljóm- sveitarinnar Pónik þar sem bróð- ir hans var fyrir. Hallberg var táningur þegar þetta gerðist og auðvitað leysti hann það verkefni með sóma. Árið 1972 hætti bassaleikari hljómsveitarinnar, Sævar Hjálmarsson, og tók þá Hallberg að sér bassaleikinn. Hljómsveitin gerði hlé á sam- starfinu seinna það ár og fóru meðlimir hennar í aðrar hljóm- sveitir eins og gengur. Haustið 1974 tók hljómsveitin aftur til starfa og var ráðin húshljómsveit í Sigtún við Suðurlandsbraut. Í þeirri hljómsveit voru tvennir bræður, undirritaður og Kristinn Sigmarsson og Hallberg og tveir bræður hans, Kristinn og Er- lendur, sem sagt tvennir bræður. Auk þess söng Einar Júlíusson með hljómsveitinni. Þar með var endurvakin hljómsveitin Pónik og Einar sem hafði verið stofnuð árið 1964. Hljómsveitin starfaði með nokkrum breytingum til ársins 1977 en hafði þá hægt um sig um tíma. Árið 1979 kom hljómsveitin saman á ný og var þá Sverrir Guðjónson ráðinn söngvari. Þessi útgáfa hljóm- sveitarinnar gaf síðan út einu stóru hljómplötuna sem kom út með henni. Auðvitað átti Hall- berg sinn hlut í útgáfu plötunnar þar sem hann lék á bassann og söng. Annar snertiflötur okkar Hall- bergs var Oddfellowreglan. Ég hafði vígst inn í stúkuna Skúla fógeta árið 1998. Árið 2000 gekk síðan Kristinn, bróðir Hallbergs, í stúkuna, og árið 2007 fylgdi Hallberg í kjölfarið. Hann fann sig alla tíð vel í stúkustarfinu og var orðinn yfirmeistari þegar hann varð segja sig frá embætt- inu vegna veikinda. Leiðir okkar hjónanna og Hallbergs og Steinu lágu saman alla tíð. Sambandið var alltaf mikið á meðan við lékum saman og hélt áfram þótt við spiluðum ekki saman. Það er margs að minnast frá liðnum tíma. Þar má nefna ferðirnar í Veiðivötn með góðum hópi vina. Við kölluðum hópinn Harmonikkugengið því eftir veiðidagana var sest niður í veiðihúsinu Ampa og sungið og spilað. Einnig má nefna ferðir að Stóra-Hofi þar sem undirritaður lék undir söng við varðeld. Eftir Brekkusönginn var síðan haldið í samkomuhús Byggiðnar þar sem leikið var fyrir dansi fram á nótt. Það var hljómsveit Stefáns P. sem lék fyrir dansinum og auð- vitað var Hallberg þar með stórt hlutverk. Hallberg lék í síðasta sinn með undirrituðum á Harm- onikkufestivali hér í Hveragerði. Hallberg laut í lægra haldi fyrir illvíga sjúkdómnum sem fellir alltof marga á besta aldri. Hann lést á líknardeild LSH 30. nóvember síðastliðinn. Að leiðarlokum þökkum við hjónin samfylgdina og vottum elsku Steinu, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og barna- barnabarni okkar dýpstu samúð og vonum að þau öðlist styrk til að takast á við missinn. Úlfar Sigmarsson og Björg Jósepsdóttir. Það var árið 1978 að við fjórir vinir ákváðum að koma upp stof- um fyrir tannlækningar á Háa- leitisbraut 1. Hafist var handa við að innrétta og fljótlega bætt- ust tveir tannsmiðir í hópinn, Hallberg Svavarsson og Kristinn Sigmarsson, landsþekktir tón- listarmenn og frábærir tann- smiðir. Þarna myndaðist vinátta og samstarf sem entist að mestu leyti næstu fjörutíu árin. Hall- berg hafði góða nærveru, hafði gaman af smá stríðni og gant- aðist oft við klinkurnar þegar spurt var um gang verkefna gegnum símann. Nú er Hallberg vinur okkar horfinn yfir móðuna miklu, eftir hetjulega baráttu við þennan erfiða sjúkdóm sem krabbameinið er. Við kveðjum þennan hæfileikaríka góða vin og félaga með miklum söknuði. Vottum Steinunni, börnunum og öllum ættingjum hans okkar innilegustu samúð. Jón Birgir Baldursson, Jónas Ragnarsson, Guðmundur Hafliðason, Heimir Sindrason. „Er þér sama þó að bassaleik- ari smíði krónuna upp í mig?“ var spurning sem ég fékk einn vinnudaginn á tannlæknastof- unni árið 1989 þegar ég var bú- inn að taka mát fyrir postulínsk- rónu upp í vin minn sem er tónlistarmaður. Daginn þann hófst samstarf okkar Hallbergs sem varði óslitið fram til ársins 2020 þegar hann greindist með illvígt krabbamein og þurfti að hætta að vinna af þeim sökum. Það kom í ljós að þessi vinur vinar var ekki bara góður bassa- leikari heldur var hann afbragðs- tannsmiður og voru hans aðals- merki sem tannsmiðs einstak- lega gott form- og litaskyn. Hall- berg var hógvær maður og gagn- rýninn á verk sín. Þegar ég vildi hrósa honum fyrir handbragðið þoldi hann það afar illa og var það jafnan viðkvæðið hjá honum að það mætti alltaf gera betur. Við ræddum oft um tónlist en Hallberg hafði sterkar skoðanir á öllu er tónlist varðaði enda fag- maður á því sviði. Hann hafði verið í þekktum hljómsveitum frá því að hann var ungur maður og var mjög hæfileikaríkur tón- listarmaður. Hallberg var ekki einungis fær hljóðfæraleikari heldur var hann einnig mjög góður söngvari. Líkt og með annað sem Hallberg gerði vel vildi hann ekki hafa mörg orð um afrek sín á tónlistarsviðinu. Lengst af rak Hallberg tann- smíðastofu í Reykjavík og seinna Hafnarfirði en síðustu ár starfs- ævinnar flutti hann starfsemi sína á tannlæknastofuna í Garða- bæ þar sem við hjónin störfum. Stofan er lítill og náinn vinnu- staður þar sem starfar gott teymi. Með þessum gjörningi urðu kynni okkar af Hallberg nánari og betri. Hallberg var ljúfur og dagfarsprúður maður. Hann hafði góðan húmor en þótt hann væri þægilegur í umgengi þá fór maður ekkert með hann. Hann gat verið fastur fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á þeim sviðum tilverunnar sem hann taldi sig hafa þekkingu á. Hann hafði einnig þann góða kost að taka ekki þátt í umræðu um mál- efni sem hann taldi sig ekki þekkja. Þótt Hallberg hafi unnið mikið í einrúmi og væri lítið fyrir að trana sér fram þá var hann einn- ig mjög virkur í félagsmálum. Hann var meðlimur í Oddfellow- reglunni og sinnti ábyrgðaremb- ættum innan hennar af mikilli kostgæfni. Hann var einnig ein- lægur áhugamaður um golf og stangveiði og tók að sér ýmis verkefni og skipulag í kringum þessi áhugamál sín. Í okkar huga var Hallberg ákaflega hraustur maður og því var það mikið áfall þegar hann greindist með lungnakrabba- mein á vormánuðum ársins 2020. Síðasta tvö og hálfa árið sem hann lifði háði hann erfiða bar- áttu við meinið. Í veikindum sín- um sýndi hann fádæma kjark. Barðist meðan hann átti von og mætti því sem bíður okkar allra af æðruleysi. Hallberg var mikill fjölskyldumaður og þau Steina voru náin og samhent hjón. Fjöl- skylda Hallbergs hefur misst mikið. Við hjónin vottum Steinu, börnunum og öllum afkomendum Hallbergs okkar dýpstu samúð. Við þökkum ljúfum dreng góða samfylgd. Engilbert Ó.H. Snorrason og Sigrún Tómasdóttir. Hallberg Svavarsson Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR, Vesturvangi 15, lést á Sólvangi 8. desember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 19. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. Útförinni verður streymt á sonik.is/aslaug Einnig má nálgast hlekk á streymi mbl.is/andlat Margrét Pétursdóttir Marteinn Pétursson Helen Deborah Arsenault Pétur Lúðvík Marteinsson Ingvar Kristján Marteinsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LILJA HÓLM ÓLAFSDÓTTIR, Hlíðarhjalla 61, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítala 3. desember í faðmi fjölskyldunnar. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 19. desember klukkan 13. Haraldur Gunnarsson Eiríkur Haraldsson Vala Magnúsdóttir Ólafur Aron Haraldsson Helga Hrönn Óskarsdóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINAR STEINGRÍMSSON frá Ingvörum, Svarfaðardal, lést á Dalbæ, Dalvík í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 10. desember. Útför fer fram í Dalvíkurkirkju laugardaginn 17. desember klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á gjafasjóð Dalbæjar. G. Verónika Konráðsdóttir Sólrún Steinarsdóttir Steingrímur R. Steinarsson Guðrún Erna Rúdolfsdóttir Ólafur Ingi Steinarsson Dagbjört Sigurpálsdóttir og barnabörnin Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI EINARSSON kennari, Úthlíð 8, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. nóvember síðastliðinn. Fjölskyldan vill færa starfsfólki Hrafnistu á Ölduhrauni þakkir fyrir alla góðvild og umhyggju sem honum var sýnd. Útför fór fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Jakobína E. Björnsdóttir börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ RAGNA GUNNÞÓRSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 10. desember. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 20. desember klukkan 15. Skafti Ottesen Björn Marinó Vilhjálmsson Gunilla Carlberg Þórhildur Vilhjálmsdóttir Níels Ragnarsson Jónína Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Elskulegur eiginmaður minn, faðir og bróðir, GUTTORMUR SIGURÐSSON, fyrrverandi skógarbóndi í Miklaholtsseli og meðlimur í Ananda Marga-hreyfingunni, frá Sólheimum í Hallormsstaðarskógi, lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð sunnudaginn 11. desember. Útför fór fram í kyrrþey að hans ósk. Þökkum starfsfólki Brákarhlíðar innilega fyrir hlýhug og góða umönnun. Guðríður Pétursdóttir Sigurður Páll Guttormsson Elísabet Sigurðardóttir Gunnlaugur Sigurðsson Daníel Sigurðsson Þórhildur Sigurðardóttir Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, ANNA INGÓLFSDÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 7. desember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 21. desember klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat Ingólfur Tómas Jörgensson Kristín Ásta Hafstein Jón Andri Ingólfsson Jörgen Ingólfsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA AÐALHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Strandaseli 5, lést á Landspítalanum laugardaginn 10. desember umvafin ást og hlýju. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 20. desember klukkan 13. Guðjón Ingi Eiríksson Sigríður Helgadóttir Anna Herdís Eiríksdóttir Einar Hermann Einarsson Agnar Freyr Helgason Katrín Þ. B. Thorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og systir, MARÍA E. INGVADÓTTIR, viðskiptafræðingur og skógarbóndi, lést á heimili sínu laugardaginn 10. desember. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 21. desember klukkan 13. Guðrún Jónasdóttir Ingvi Jónasson Sigurrós Hallgrímsdóttir Nökkvi Reyr, Jónas Nói, Högni Hallgrímur og María Elena og systkini

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.