Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 55

Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 DÆGRADVÖL 55 Trönuhrauni 8 – 565 2885 | Bíldshöfða 9 – 517 3900 | stod.is Frábærir alhliða inniskór Hannaðir af stoðtækjaframleiðanda Útskiptanlegt innlegg Hentar sérlega vel fólki með aumt táberg Tilvalin jólagjöf fyrir ömmu, afa, mömmu, pabba og alla sem vilja góða og stöðuga inniskó Vísnahorn Jólasveinar koma til byggða Baldur Hafstað sendi mér góðan póst: „Sigurður Sigmundsson í Ey í Vestur-Land- eyjum sendi mér skemmtilega vísu sem til varð í bændaferð til meginlands Evrópu. Þar kemur hálfsystir Sigurðar við sögu, Guð- rún Sigurðardóttir (1934–2019) frá Brúnum undir Eyjafjöllum. Sigurður Sigmundsson skrifar: „Það vildi til að í bændaferðinni voru notaðar tvær stórar rútur, og urðu samferða í annarri Guðrún systir mín og hagmæltur einhleypur karl, Ketill að nafni. Þessi tvö notuðu tímann, milli þess að leiðsögumaðurinn fræddi farþegana um það sem fyrir augu bar, að kveðast á og hljóp nokkurt kapp í leikinn. Þess ber að geta að tvær systur frá Brúnastöð- um voru í sömu rútu og þau tvö fyrrnefndu. Gekk nú áfram kveðskapurinn og veitti Guðrúnu og Katli betur á víxl, en þó fór svo um síðir að Ketill þóttist bera heldur skarðan hlut frá borði. Til að rétta sinn hlut kastaði hann fram botni eða seinni parti vísu sem hljóðaði svo: Bara ef ég barna þær Brúnastaða dætur. Guðrún var skjót til svars og kom með fyrri partinn, og vísan varð því svona: Þó ég sé af einsemdær allar fæ þess bætur bara ef ég barna þær Brúnastaða dætur. Við þetta svar fór sá einhleypi yfir í hina rútuna og þar með lauk þessum leik þeirra Guðrúnar og Ketils.“ Síðari hluti bréfsins verður birtur á morgun. Á Boðnarmiði spyr Hallmundur Kristinsson: „ER ÞAÐ EKKI?“ Hvort sem að stag eða staut er vort fag, stundum vill naga oss kvíði. En ein vísa á dag kemur öllu í lag ef hún er haganleg smíði. Ingólfur Ómar Ármannsson fylgist vel með, – „Sá fyrsti kom til byggða í nótt“: Blesuð jólin bljúga gleði boða öllum Jólasveinar kampakátir, klöngrast nið’r af fjöllum. Ærslafengnir arka snjóinn aular þessir. Koma þeir til byggða bráðum, brosleitir og hressir. Vaskir sveinar víðamunu vekja kæti. Skatnar þessir skapa tíðum skvaldur ys og læti. „ÞÚ SAGÐIR AÐ ÉG MÆTTI FÁ LÖKIN LÁNUÐ. HVAÐ HÉLSTU AÐ ÉG ÆTLAÐI AÐ GERA VIÐ ÞAU?“ „ÉG MYNDI LÍKA GRÁTA EF ÉG VÆRI SKÍRÐUR EMINEM DRAKE!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hlæja saman – oft. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER AÐ BYRJA NÝJA LÍKAMSRÆKTARRÚTÍNU EINN Á MORGUN ER FÓTADAGUR … BLÓM FYRIR HELGU! LÁTIÐ BLÓMIN TALA BLÓMIN TALA ÉG VIL BLÓM SEM SEGJA „EKKI MEIÐA HANN“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Júlíana Sveinsdóttir, f. 22.5. 2014. Sambýlismaður Lífar er Patrekur Þór Agnarsson og sonur þeirra er Rósant Rafn Patreksson, f. 6.10. 2019; 2) Aldís Þorbjörnsdóttir, f. 11.3. 1976, sjúkraliði, búsett á Akranesi. Maður hennar er Guðmundur Geir Valgeirsson, f. 25.12. 1970 vélsmiður. Börn þeirra eru Þorbjörn Tómas Guðmunds- son, f. 1.12. 2008, og Hafdís Lilja Guðmundsdóttir, f. 26.8. 2011; 3) Sædís Gyða Þorbjörnsdóttir, f. 22.12. 1986, skjalastjóri, búsett í Reykjavík. Maður hennar er Stefán Örn Finnbjörnsson tölvunarfræðingur. Börn þeirra eru Finnbjörn Hektor Stefánsson, f. 31.1. 2009, Berglind Mánadís Stefánsdóttir, f. 8.9. 2011, Salka Rökkurdís Stefánsdóttir, f. 5.4. 2018, og Ýmir Nátthrafn Stefánsson, f. 25.2. 2020; 4) Liljar Már Þorbjörnsson f. 3.5. 1990, húsasmiður og tölvunarfræðingur, búsettur í Reykjavík. Sambýlis- kona hans er Edda Rún Kjart- ansdóttir, f. 30.9. 1990, ljósmóðir. Börn þeirra eru Freydís Eva Lilj- arsdóttir, f. 30.11. 2019, og Ásberg Arnar Liljarsson, f. 25.12. 2021. Systkini Þorbjörns eru Gunnar V. Andrésson (sammæðra) f. 1.2. 1950, ljósmyndari, býr í Mosfells- bæ; Guðrún Sveinsdóttir, f. 7.1. 1957, bókasafnstarfsmaður, bú- settur í Vestmannaeyjum; Særún Sveinsdóttir Williams, f. 12.8. 1960, d. 6.11. 2016, bjó í Bandaríkj- unum, og Borgþór Sveinsson, f .11.4. 1964, búsettur í Hafnarfirði, starfsmaður hjá Stoð. Foreldrar Þorbjörns voru Sveinn Borgþórsson, f. 7.11. 1930, d. 14.8. 1980, verkamaður í Hafnarfirði, og Vilborg Jó- hannsdóttir, f. 15.9. 1931, d. 10.9. 2000, verkakona í Hafnarfirði. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði og voru gift frá 1953. Þorbjörn J. Sveinsson Vagnbjörg Magnúsdóttir húsfreyja á Vopnafirði Magnús Þorbergur Árnason sjómaður og verkstjóri á Vopnafirði Þorbjörg Magnúsdóttir húsmóðir og verkakona í Reykjavík Jóhann Sigurður Þorkelsson verkamaður í Reykjavík Vilborg Jóhannsdóttir húsmóðir og verkakona í Hafnarfirði Anna Jóhannsdóttir húsfreyja á Dæli, síðar vinnukona í Skagafirði Þorkell Sigurður Ásgrímsson bóndi á Dæli í Fljótum, Skag., drukknaði Kristín Björg Guðmundsdóttir húsmóðir á Tannanesi Sveinn Jón Sigurðsson bóndi á Tannanesi í Önundarfirði Guðrún Sveinsdóttir húsmóðir í Hafnarfirði Borgþór Sigurbjörn Sigfússon matsveinn og sjómaður í Hafnarfirði Þórhildur Magnúsdóttir húsmóðir í Hafnarfirði Sigfús Þórðarson sjómaður í Hafnarfirði Ætt Þorbjörns J. Sveinssonar Sveinn Borgþórsson verkamaður í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.