Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 56
ÍÞRÓTTIR56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
Ómar með 12 og
Gísli níu í París
Þýskumeistararnir í Magdeburg
unnu glæsilegan útisigur, 37:33, á
Frakklandsmeisturum París SG í
Meistaradeild Evrópu í handbolta
í gærkvöld. Ómar Ingi Magnússon
og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru
báðir á kostum hjá Magdeburg.
Ómar Ingi skoraði 12 mörk, fimm
þeirra á fyrstu sex mínútum
leiksins, og lagði auk þess upp
nokkur mörk til viðbótar á liðsfé-
laga sína. Gísli skoraði níu, lagði
upp nokkur mörk og átti flottar
línusendingar.
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Tólf Ómar Ingi Magnússon átti
stórleik í París í gærkvöld.
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
París SG –Magdeburg ........................ 33:37
Ómar Ingi Magnússon skoraði 12 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 9.
Efstu lið: París SG 16, Veszprém 15, Mag-
deburg 14, Dinamo Búkarest 10.
B-RIÐILL:
Elverum - Pick Szeged ........................ 32:34
Orri Freyr Þorkelsson skoraði 2 mörk
fyrir Elverum.
Staðan: Barcelona 17, Kielce 16, Nantes
12, Kiel 8, Pick Szeged 8, Aalborg 7, Celje
Lasko 4, Elverum 2.
Þýskaland
B-deild:
Bietigham – Balingen .......................... 24:24
Daníel Þór Ingason skoraði 5 mörk fyrir
Balingen og Oddur Gretarsson 2.
Coburg –WolfeWolfsburg .................. 27:21
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 3 mörk
fyrir Coburg.
Danmörk
Skanderborg - Herning-Ikast ........... 24:35
Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark
fyrir Skanderborg.
Noregur
Tertnes – Storhamar ........................... 22:27
Lovísa Thompson lék ekki með Tertnes.
Axel Stefánsson þjálfar Storhamar.
Svíþjóð
Sävehof - Redbergslid ......................... 33:33
Tryggvi Þórisson skoraði ekki fyrir
Sävehof.
Skara – Lugi ........................................... 23:22
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði eitt mark
fyrir Skara en Jóhanna Margrét Sigurðar-
dóttir og Ásdís Guðmundsdóttir ekkert.
Sviss
Amicitia Zürich – Suhr Aarau ......... 26:30
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 2
mörk fyrir Amicitia.
HM í Katar
Undanúrslit:
Frakkland –Marokkó.......................... 2:0
Theo Hernandez 5., Kolo Muani Randal 79.
Leikur um bronsverðlaun:
17.12. Marokkó – Króatía ........................ 15.00
Úrslitaleikur HM 2022:
18.12. Frakkland – Argentína................. 15.00
MARKAHÆSTIRÁHM:
Kylian Mbappé, Frakklandi.......................... 5
Lionel Messi, Argentínu................................ 5
Julian Álvarez, Argentínu ............................ 4
Olivier Giroud, Frakklandi ........................... 4
Benedikt er ekki
ristarbrotinn
Benedikt Gunnar Óskarsson,
handknattleiksmaður í Val, fór
meiddur af velli undir lok leiksins
við Svíþjóðarmeistara Ystad í
Evrópudeildinni í fyrrakvöld.
Var óttast að Benedikt væri
ristarbrotinn, en hann staðfesti
við Morgunblaðið í gær að hann
hefði sloppið við brot. Hann fer í
myndatöku í dag, þar sem skoðuð
verða möguleg liðbandsmeiðsli.
Benedikt hefur vakið athygli
fyrir góða frammistöðu með Val
í vetur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valur Benedikt Gunnar hefur átt
stórleiki í Evrópudeildinni.
Ævintýrið
er á enda
hjáMarokkó
lFrakkar mæta ArgentínulFyrstir
í 20 ár til að leika tvo úrslitaleiki í röð
Frakkar verða fyrsta liðið í 20 ár til
að leika tvisvar í röð til úrslita um
heimsmeistaratitil karla í fótbolta,
og geta orðið fyrsta liðið í 60 ár til
að vinna styttuna eftirsóttu tvisvar
í röð.
Ævintýri Marokkó lauk í Al Rayy-
an í Katar í gærkvöld þegar Frakkar
unnu undanúrslitaleik liðanna, 2:0.
Draumurinn um að verða fyrsta
Afríkuþjóðin til að leika til úrslita
um heimsmeistaratitilinn varð að
engu. Frönsku heimsmeistararnir
náðu að knýja fram sigurinn og það
eru þeir sem mæta Lionel Messi og
félögum frá Argentínu í úrslitaleikn-
um á sunnudaginn.
Marokkó leikur hins vegar gegn
Króatíu um bronsverðlaunin á
laugardaginn og lið þeirra getur
mætt stolt í þann leik eftir magnaða
frammistöðu á mótinu.
Króatía skoraði ekki hjá Marokkó.
Belgía skoraði ekki hjá Marokkó,
sem skoraði síðan sjálfsmark
gegn Kanada. Spánn skoraði ekki
hjá Marokkó, ekki einu sinni í
vítaspyrnukeppninni og Portúgal
skoraði ekki hjá Marokkó.
Bakvörðurinn skoraði strax
En bakvörðurinn Theo Hernand-
ez, sem í byrjun móts var varaskeifa
fyrir bróður sinn í stöðu vinstri
bakvarðar franska liðsins, var
aðeins fimm mínútur að koma bolt-
anum í markið hjá Bono, markverði
Marokkó, eftir góðan undirbúning
hjá Antoine Griezmann og skot frá
Kylian Mbappé í varnarmann.
Staðan var strax orðin 1:0 og ljóst
að Walid Regragui þjálfari Marokkó
þurfti að búa sitt lið undir að reyna
að jafna metin í fyrsta skipti á þessu
heimsmeistaramóti. Í fyrsta skipti
síðan hann tók við liðinu í ágúst-
mánuði!
Marokkómenn gerðu oft harða
hríð að marki Frakka, þrýstu þeim
hvað eftir annað niður í nauðvörn
í eigin vítateig og Jawad El Yamiq
átti m.a. stórbrotna hjólhestaspyrnu
í stöng. En lið Marokkó var laskað
eftir hörkuleiki undanfarinna daga
og vikna í Katar. Miðvörðurinn
Nayef Aguerd varð að hætta við
þátttöku í leiknum rétt áður en hann
hófst og félagi hans í vörninni, fyrir-
liðinn Romain Saiss, entist aðeins í
18 mínútur. Þriðji varnarmaðurinn
fór af velli eftir fyrri hálfleikinn.
Marokkómenn sóttu samt af
hugdirfsku og áttu möguleika langt
fram eftir leik en einhvers staðar
hlutu þeir að rekast á vegg. Sá
veggur var blár, hvítur og rauður.
Varamaðurinn Kolo Muani Randal
skoraði með sinni fyrstu snertingu
á 79. mínútu, 2:0, og þar með gátu
Frakkar andað léttar. Þeir leika til
úrslita. Stærsta sviðið er tilbúið fyr-
ir Mbappé og Messi á sunnudaginn.
Það verður veisla.
HM Í KATAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
AFP/Adrian Dennis
MarkOlivier Giroud og Ousmane Dembélé fagna Theo Hernandez eftir að
hann kom Frökkum yfir á 5. mínútu gegnMarokkó í gærkvöld.
Sannfærandi sigrar
hjá toppliðunum
Keflavík hélt sínu striki á toppn-
um á Subway-deild kvenna í körfu-
bolta með 89:78-sigri á grönnum
sínum í Njarðvík í 13. umferðinni
í gærkvöldi. Með sigrinum náði
Keflavík fjögurra stiga forskoti
á toppnum, í bili hið minnsta.
Hefur Keflavík unnið tólf leiki og
aðeins tapað einum. Grindavík er í
fimmta sæti með átta stig og ljóst
að liðið er ekki á leiðinni í úrslita-
keppnina, en á hinn bóginn laust
við falldrauginn.
Keflavík hefur svarað tapinu fyr-
ir Val í 11. umferðinni með þremur
sigrum í röð í öllum keppnum og
ætlar liðið sér deildarmeistaratitil-
inn. Daniela Wallen átti afar góðan
leik og skoraði 24 stig, tók 14 frá-
köst og gaf 9 stoðsendingar. Dani-
elle Rodríguez lék vel að vanda hjá
Grindavík og skoraði 20 stig, tók 10
fráköst og gaf 9 stoðsendingar.
Valskonur komnar á flug
Valur vann sinn fjórða leik í röð
er liðið heimsótti Fjölni og valtaði
yfir deildarmeistarana, 122:63.
Valskonur hafa verið á miklu flugi
og er Valur enn eina liðið sem hef-
ur unnið Keflavík í vetur. Þá hefur
liðið verið mjög sannfærandi síðan
landsliðsfyrirliðinn Hildur Björg
Kjartansdóttir gekk í raðir félags-
ins á dögunum. Valur er aðeins
á eftir efstu tveimur liðunum, en
liðið ætlar sér að berjast um þann
stóra í ár. Kiana Johnson skoraði
24 stig og gaf 14 stoðsendingar fyr-
ir Val og Hildur Björg gerði 20 stig
og tók sjö fráköst. Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir skoraði 28 stig fyrir
Fjölni og tók níu fráköst.
Staða botnliðsins versnaði
Breiðablik hafði betur gegn ÍR í
botnslag í Smáranum. Breiðablik
lagði grunninn að sigrinum með
tíu stiga sigri í öðrum leikhluta
og var ÍR ekki líklegt til að jafna
í seinni hálfleik. Sigurinn var sá
fyrsti hjá Breiðabliki, frá því að
liðið vann ÍR í október og aðeins
þriðji sigur liðsins á leiktíðinni. ÍR
er sem fyrr án stiga og orðið afar
ólíklegt að liðið nái að halda sæti
sínu í deild þeirra bestu, eftir að
hafa komið upp úr 1. deild á síð-
ustu leiktíð. Hin serbneska Sanja
Orozovic átti afar góðan leik fyrir
Breiðablik og skoraði 24 stig, tók
12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.
Jamie Cherry gerði 20 stig fyrir
ÍR.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frákast Rósa Björk Pétursdóttir úr Breiðabliki og Sólrún Sæmundsdóttir,
fyrirliði ÍR, berjast um frákast í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi.
lVon botnliðs ÍR er orðin afar veik
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari
Íslands- og bikarmeistara Vals í
karlaflokki í handknattleik, hefur
verið úrskurðaður í eins leiks bann af
aganefnd HSÍ vegna brottvísunar í leik
Vals gegn Aftureldingu síðasta föstu-
dag. Hann stýrir því Valsliðinu ekki
þegar það mætir ÍBV í bikarkeppninni í
Vestmannaeyjum á laugardaginn.
Sara Rún Hinriksdóttir og
Elvar Már Friðriksson hafa ver-
ið valin körfuknattleikskona og
körfuknattleikskarl ársins 2022 af
KKÍ. Bæði voru þau í lykilhlutverkum
í íslensku landsliðunum á árinu og
hafa gert það gott í atvinnumennsku
í Evrópu. Sara leikur nú með Faenza á
Ítalíu og Elvar með Rytas í Litháen.
Írski körfuknattleiksmaðurinn
Brian Fitzpatrick hefur skrifað undir
samning við KR og leikur með liðinu
út þessa leiktíð. Fitzpatrick er 33 ára
og getur leikið sem kraftframherji og
miðherji en hann er 203 sentímetrar
á hæð. Hann lék síðast með Bashkimi
í Kósóvó en spilaði með Haukum
tímabilið 2020-2021.