Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 61

Morgunblaðið - 15.12.2022, Síða 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 RALPH FIENNES NICHOLAS HOULT ANYA TAYLOR-JOY Painstakingly Prepared. Brilliantly Executed. FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO KOMIN Í BÍÓ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD REPORTER 84% 91% 71% Nána i upplýsingar um sýningartíma á sambio.is KEMUR Í BÍÓ Á FÖSTUDAGINN USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post M exíkóska kvikmynda- leikstjóranum Guill- ermo del Toro virðist aldrei bregðast boga- listin þegar kemur að því að færa hin ýmsu ævintýri í kvikmyndaform og þá oftast myrk og óhugnanleg. Nýjasta mynd hans, sem ber hinn heldur stirða titil Guillermo del Toro's Pinocchio eða Gosi Guillermos del Toros, er ekki laus við myrkur en er þó við allra hæfi, ungra sem aldinna. Þykir mér þó heldur ósann- gjarnt að myndin sé kennd við del Toro einan þar sem kvikunarleik- stjórinn Mark Gustafson og hans fólk hefur hér greinilega unnið mikið þrekvirki í sinni mögnuðu listgrein, „stop motion“, sem ég hef því miður ekki séð almennilega íslenska þýðingu á (og óskað er eftir, hér með) en felst í því að færa til brúður og leikmyndir millimetra í senn og taka ógrynni mynda sem saman mynda svo hreyfingu. Ég er efins um að ég hafi nokkurn tíma séð eins fallega og vel gerða „stop motion“-mynd og Gosa þeirra del Toros og Gustafsons. Þykir mér hreinasta synd að geta ekki séð hana í bíó, það er aðeins hægt að horfa á hana á Netflix í sjónvarpinu en vonandi verður hún einhvern tíma sýnd á breiðtjaldi. Einhverra hluta vegna er þetta þriðja myndin sem gefin er út á þessu ári um Gosa, hið sígilda sköpunarverk ítalska höfundarins Carlos Collodis sem kom út á bók árið 1883. Mikill fjöldi kvikmynda og þar á meðal kvikaðra hefur verið gerður en Disney-útgáfan er þekktust og sú býsna breytt og öllu barnvænni útgáfa. Del Toro fer nær hinni upphaflegu sögu en bætir við fasisma á tímum Mussolinis á Ítalíu, einhverra hluta vegna. Sígild saga Collodis segir frá fátækum og gömlum brúðugerðar- manni, Gepetto, sem fær í hendur viðarbút sem reynist töfrum gædd- ur. Hann sker brúðu úr viðnum og nefnir hana Pinocchio eða Gosa. Gosi reynist Gepetto erfiður viður- eignar og stingur af. Gepetto finnur brúðuna aftur en er þá handtekinn og Gosi heldur aftur heim í tóman kofann. Þar hittir hann engisprettu sem úthúðar honum fyrir óþekktina og drepur Gosi hana í reiði sinni, heldur á vit ævintýra og lendir í slæmum félagsskap kattar og refs. Þeir ræna hann og reyna að drepa en töfradís bjargar Gosa á seinustu stundu. Þegar Gosi lýgur að henni lengist á honum nefið, sem frægt er, og aftur lendir hann í slagtogi við rebba og kisa og töfradísin bjargar honum á ný og gengur í móðurstað. Gosi hefur skólagöngu en afvegaleiðist fljótt og breytist í asna. Seinna meir lendir hann svo í maganum á hryllilegum risahákarli og hittir þar fyrir Gepetto. Gosi bjargar honum og dísin breytir spýtustráknum í alvöru dreng, eftir að hann hefur iðrast gjörða sinna. Víti til varnaðar Eins og sjá má átti sagan af Gosa að vera ungu fólki víti til varnað- ar. Gosa hefnist fyrir lygina og aðra ósæmilega hegðun, m.a. að óhlýðnast föður sínum og hafa ekki kristileg gildi í hávegum. Þegar hann loks gerist „góður strákur“ öðlast hann líf og fyrirgefningu. Á endanum annast hann svo aldraðan föður sinn eins og góð börn eiga að gera. Gosi er sumsé kristileg dæmisaga með býsna súrrealísku ívafi. Gaman er í þessu sambandi að benda á pistil sr. Maríu Guðrúnardóttur Ágústsdóttur á vef þjóðkirkjunnar, kirkjan.is, sem hún ritar árið 2008 eftir að hafa séð leiksýninguna Gosa í Borgarleikhúsinu. Skrifar hún þar m.a. að sagan sé þroskasaga ung- mennis í leit að sjálfu sér og fjalli um hvað skipti máli í lífinu. „Er það frægð, skjótfenginn gróði eða að seðja fíknina, hver sem hún kann að vera? Eða er tilgangur lífsins að þroskast að visku og vexti og finna gleðina flæða, gleði upprisulífsins?“ skrifar María og að saga Gosa sé sagan mín og sagan þín, saga upprisunnar og hinnar yfirnáttúru- legu snertingar Guðs sem birtist á sviðinu í líki bláklæddu Óskadísar- innar. Má í því sambandi nefna áberandi bláan lit þeirrar töfraveru og annarra töfravera í mynd del Toros og Gustafsons. Þessi upphaflega merking sögu Collodis skilar sér að mestu í myndinni nýju en Gosi er þó frá upphafi góður spýtustrákur sem gerir mistök af því að hann veit ekki betur. Hann er að læra á lífið og því auðvelt að plata hann. Gepetto Listrænt þrekvirki og jólamyndin í ár KVIKMYNDIR HELGI SNÆR SIGURÐSSON Netflix Guillermo del Toro’s Pinocchio/ Gosi Guillermos del Toros Leikstjórn: Guillermo del Toro og Mark Gustafson. Handrit: Guillermo del Toro og Patrick McHale, byggt á bók Carlo Collodi. Aðalleikarar: Gregory Mann, CristophWaltz, Ewan McGregor, David Bradley, Ron Perlman og Tilda Swinton. Bandaríkin og Mexíkó, 2022. 117 mín. TöfrandiKvikuð mynd Guillermos del Toros og Marks Gustafsons er svo til fullkomið kvikmyndaverk. missir son, Carlo, í upphafi myndar þegar sprengja lendir á kirkju í bænum. Hann syrgir hann lengi og býr svo til Gosa í ölæði. Gosi reynir á þolinmæði Gepettos í fyrstu, brýt- ur allt og bramlar eins og óviti og er fjótlega rænt af brúðusýningastjóra sem lætur hann dansa og syngja og græðir á tá og fingri. Uppgangur fastista er líka viðbót við söguna og sjálfur Mussolini kemur við sögu með spaugilegum hætti. Fastista- foringi einn vill ólmur fá Gosa í herinn þegar hann kemst að því að hann er ódauðlegur og Gosi endar í herþjálfunarbúðum fyrir ungmenni. Þetta er dálítið einkennileg viðbót við söguna af Gosa og í raun óþörf en eykur þó ógnina í frásögninni sem er jú aðalsmerki del Toros, þ.e. ógnvekjandi fantasíur. Frábærir leikarar Öll listræn vinna er framúrskar- andi, hönnun brúða hugmyndarík sem og sviðsmynda en del Toro vildi hafa ákveðið raunsæi hvað hana varðar, t.d. sót á veggjum heimilis Gepettos þar sem kynt er með kolum á heimilinu. Slík smáat- riði skila sér og lýsingin kallar fram einkar fallega liti og blæbrigði ljóss og skugga. Þá ber einnig að nefna fagra tónlist Alexandres Desplats, ýmist með eða án söngs. Myndin er að hluta söngvamynd þar sem í einstaka atriðum er brostið í söng og sá söngur er hljómfagur, einkum hins unga Gregorys Manns sem syngur eins og engill. Talsetn- ingin er líka glæsileg og leikaraval gott, hinn ungi Mann sem sniðinn í hlutverk Gosa, gamla brýnið David Bradley litríkur sem Gepetto, Ewan McGregor spaugilegur í hlutverki vitru engisprettunnar og Christoph Waltz fer á kostum í túlkun sinni á hinum illa brúðusýn- ingastjóra. Einnig ber að minnast á frammistöðu stórleikkonunnar Cate Blanchett sem leikur apann Spazzatura en sá leikur felst eink- um í því að skríkja eins og api! Þetta er jólamyndin í ár, á því er enginn vafi, og því miður bara aðgengileg í sjónvarpi. Hér í gamla daga voru jólamyndir fallegar, bæði sjónrænt og í boðskap sínum, eða þannig eru þær alla vega í minningu ofanritaðs. Og þess konar kvikmynd er Gosi Guillermos del Toros.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.