Morgunblaðið - 15.12.2022, Page 64
MENNING64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
Hin árlegu bókmenntaverðlaun
starfsfólks bókaverslana voru af-
hent í bókmenntaþættinum Kiljunni
á RÚV í gærkvöldi. Er þetta í 23.
sinn sem verðlaunin eru veitt. Alls
bárust atkvæði frá 61 bóksala.
Íslensk skáldverk
1. Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem
Benedikt bókaútgáfa gefur út.
2. Játning eftir Ólaf Jóhann Ólafs-
son sem Veröld gefur út.
3. Saknaðarilmur eftir Elísabetu
Jökulsdóttur sem JPV gefur út.
Ljóðabækur
1. Allt sem rennur eftir Bergþóru
Snæbjörnsdóttur sem Benedikt
bókaútgáfa gefur út.
2.Máltaka á stríðstímum eftir
Natöshu S. sem Una útgáfuhús
gefur út.
3. Urta eftir Gerði Kristnýju sem
Mál og menning gefur út.
Íslenskar barna- og ungmennabækur
1. Dulstafir – Bronsharpan eftir
Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur
sem Björt bókaútgáfa gefur út.
2. Kollhnís eftir Arndísi Þórarins-
dóttur sem Mál og menning gefur
út.
3. Alexander Daníel Hermann
Dawidsson – Bannað að ljúga
eftir Gunnar Helgason sem Rán
Flygenring myndlýsti og Mál og
menning gefur út.
Fræðibækur/handbækur/ævisögur
1. Keltar – Áhrif á íslenska tungu og
menningu eftir Þorvald Friðriks-
son sem Sögur útgáfa gefur út.
2. Farsótt – Hundrað ár í Þingholts-
stræti 25 eftir Kristínu Svövu
Tómasdóttur sem Sögufélagið
gefur út.
3. Á sporbaug – Nýyrði Jónasar
Hallgrímssonar eftir Önnu Sigríði
Þráinsdóttur sem Elín Elísabet
Einarsdóttir myndlýsti og Sögur
útgáfa gefur út.
Þýdd skáldverk
1. Sjö eiginmenn Evelyn Hugo eftir
Taylor Jenkins Reid sem Sunna
Dís Másdóttir þýddi og Björt
bókaútgáfa gefur út.
2. Þessu lýkur hér eftir Colleen
Hoover sem Birgitta Elín Hassell
og Marta Hlín Magnadóttir
þýddu og Björt bókaútgáfa gefur
út.
3. Staðurinn eftir Annie Ernaux sem
Rut Ingólfsdóttir þýddi og Ugla
gefur út.
Þýddar barna- og ungmennabækur
1. Amma glæpon enn á ferð eftir
David Walliams sem Guðni Kol-
beinsson þýddi og Bókafélagið
gefur út.
2. Júlían er hafmeyja eftir Jessicu
Love sem Ragnhildur Guðmunds-
dóttir þýddi og Angústúra gefur
út.
3. Skandar og einhyrningaþjófurinn
eftir A.F. Steadman sem Ingunn
Snædal þýddi og Benedikt bóka-
útgáfa gefur út.
Besta bókakápan
Ljósagangur eftir Dag Hjartarson
sem Emilía Ragnarsdóttir hann-
aði og JPV útgáfa gefur út.
lBókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana afhent
Eden valin besta íslenska
skáldsagan þetta árið
Auður Ava
Ólafsdóttir
Annie
Ernaux
Bergþóra
Snæbjörnsdóttir
Kristín Svava
Tómasdóttir
Þorvaldur Davíð í hópi framtíðarstjarna
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið
valinn í evrópska Shooting Stars-hópinn fyrir árið
2023. Á hverju ári velja samtökin European Film
Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og
leikkonur frá aðildarlöndum samtakanna, leikara
sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu
sem og á alþjóðavettvangi. Hópurinn verður kynntur
sérstaklega á Berlinale-kvikmyndahátíðinni í febrú-
ar næstkomandi.
Átta konur og tveir karlar voru valin í hópinn í ár,
af 27 tilnefndum. Fjölþjóðleg dómnefnd valdi leik-
arana tíu. Þorvaldur Davíð nam við Juilliard-lista-
háskólann í New York og útskrifaðist 2011. Hann hefur leikið í ýmsum
kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, nú síðast í Svari við bréfi Helgu, og
einnig til dæmis í Svartur á leik og sjónvarpsþáttaröðinni Ráðherrann.
Þorvaldur Davíð
Kristjánsson
Hringfari Emiliu Telese í Grásteini
Hringfari – The Circumnavigator
er heiti sýningar ítösku mynd-
listarkonunnar Emiliu Telese
sem verður opnuð í galleríinu
Grásteini á Skólavörðustíg 4 í
dag, fimmtudag, klukkan 17.
Telese er búsett á Íslandi og
sýnir nú nýja röð af „gjörn-
inga-málverkum“. Hún útskrif-
aðist í málaralist frá Lista-
akademíinu í Flórens árið 1996 og
í framhaldi nam hún við háskól-
ana í Brighton og Sussex. Hún
lauk doktorsgráðu frá háskólan-
um í Loughborough á Bretlandi
árið 2020. Frá árinu 1994 hafa
verk hennar verið sýnd víða um
lönd.
Í tilkynningu segir að Emil-
ia Telese sameini í verkunum
flórenska þjálfun sína í endur-
reisnartækni með iðkun sinni
sem gjörninga- og hugmynda-
listamaður undanfarin 25 ár. Hún
hefur skapað röð verka, sem hún
lék og hljóðritaði, þar sem birtist
efi um hvernig við greinum gildi
í list, auk þess að tjá líkamlegt og
tilfinningalegt ferðalag.
Ljósmynd/Marcus Haydock
Listakonan Emilia Telese er fjöl-
menntuð í myndlist og sýnir ný verk.
Eros Ramazzotti mætir í Laugardalshöll
Hinn víðkunni ítalski tónlistarmaður Eros Ram-
azzotti er á umfangsmiklu tónleikaferðalagi með
stórhljómsveit og mun ljúka Evrópuhlutanum, sem á
eru um 50 tónleikar, með tónleikum í Laugardalshöll
26. ágúst næsta sumar. Þar mun Ramazzotti flytja öll
sín þekktustu lög frá farsælum ferli sem spannar ein
35 ár, auk laga af sinni nýjustu plötu, Battito Infinito,
sem kom út í haust. Í lögum plötunnar koma við sögu
sívinsæl þemu, einkum þó ástin.
Eros Ramazzotti fæddist í Róm árið 1963. Hann
byrjaði sjö ára að leika á gítar og tók síðar að semja
lög með föður sínum. Árið 1981 sló hann í gegn í tónlistarkeppni og
fékk sinn fyrsta plötusamning. Hann hefur nú sent frá sér 20 plötur og
seljast þær í milljónum eintaka.
Eros Ramazzotti
Camerarctica-hópurinn heldur
sína árlegu kertaljósatónleika
í kirkjum nú rétt fyrir jólin í
þrítugasta sinn. Hópurinn hefur
leikið ljúfa tónlist eftir Mozart
í kirkjum á aðventunni í þrjátíu
ár og þykir mörgum unnendum
tónlistarinnar og stemningar-
innar mikilvægt að koma úr jóla-
ösinni í kyrrðina og kertaljósin í
rökkrinu. Hópinn skipa að þessu
sinni þau Ármann Helgason
klarinettuleikari, Eydís Franz-
dóttir óbóleikari, Hildigunnur
Halldórsdóttir og Bryndís
Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava
Bernharðsdóttir víóluleikari og
Sigurður Halldórsson sellóleik-
ari.
Á dagskránni verða tvær af
perlumMozarts, óbókvartettinn
kv. 370 og klarinettukvintettinn
kv. 581. Að venju lýkur tónleik-
unum á því að Camerarctica
leikur jólasálminn Í dag er glatt
í döprum hjörtum úr Töfraflaut-
unni eftir Mozart og verða
kirkjurnar einungis lýstar upp
með kertaljósum.
Tónleikarnir verða í Hvals-
neskirkju á Suðurnesjum í
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20, í
Hafnarfjarðarkirkju mánudags-
kvöldið 19. desember, í Kópa-
vogskirkju þriðjudagskvöldið
20., í Garðakirkju miðvikudags-
kvöldið 21. og loks í Dómkirkj-
unni í Reykjavík fimmtudags-
kvöldið 22. desember. Fyrir utan
tónleikana í Hvalsneskirkju
hefjast tónleikarnir kl. 21 og þeir
eru um klukkustundar langir.
Mozart við kertaljós
í þrítugasta skipti
Flytjendurnir Camerarctica flytur verkMozarts í kirkjum á næstu dögum.
Tilnefningar til Íslensku þýðinga-
verðlaunanna voru kunngjörðar í
sjónvarpsþættinum Kiljunni á RÚV
í gærkvöldi. Að verðlaununum
stendur Bandalag þýðenda og túlka
í samstarfi við Rithöfundasamband
Íslands og Félag íslenskra bókaút-
gefenda. Þau eru veitt fyrir bestu
þýðingu á bókmenntaverki og er
tilgangur þeirra að vekja athygli á
ómetanlegu framlagi þýðenda til
íslenskrar menningar. Alls barst í
ár 81 bók frá 23 útgáfum.
Tilnefndir þýðendur eru í staf-
rófsröð þeirra: Árni Óskarsson
fyrir Drag plóg þinn yfir bein hinna
dauðu eftir Olgu Tokarczuk sem
Bjartur gefur út; Friðrik Rafns-
son fyrir Svikin við erfðaskrárnar:
Ritgerð í níu hlutum eftir Milan
Kundera sem Ugla útgáfa gefur
út; Heimir Pálsson fyrir Norrlands
Akvavit eftir Torgny Lindgren
sem Ugla útgáfa gefur út; Jón
St. Kristjánsson fyrir Uppskrift
að klikkun eftir Ditu Zipfel með
teikningum eftir Rán Flygenring
sem Angústúra gefur út; Pétur
Gunnarsson fyrir Játningarnar eftir
Jean-Jacques Rousseau sem Mál
og menning gefur út; Silja Aðal-
steinsdóttir fyrir Aðgát og örlyndi
eftir Jane Austen sem Mál og
menning gefur út og Soffía Auður
Birgisdóttir fyrir Útlínur liðins
tíma eftir Virginiu Woolf sem Una
útgáfa gefur út.
Bragðmikill texti
Í dómnefnd þetta árið sitja
Elísabet Gunnarsdóttir, Guðrún H.
Tulinius og Þórður Helgason. Verð-
launin sjálf verða veitt í febrúar á
næsta ári.
Í umsögn dómnefndar um á
Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu
segir að bókin sé að: „forminu til
sakamálasaga, en hún tekur líka
á réttindum kvenna og dýra […]
hinn sérstæði og margbreytilegi
stíll bókarinnar, ýmist fyndinn eða
drungalegur, er þó það sem öllu
skiptir að fanga og það tekst Árna
með prýði. Við þetta má svo bæta
að það er tími til kominn að þessi
pólska bók hafi verið þýdd á okkar
góða mál og gaman væri að fá fleiri
slíkar.“
Um Svikin við erfðaskrárnar:
Ritgerð í níu hlutum segir: „Frið-
riki tekst einstaklega vel að túlka
hugðarefni höfundar í margbreyti-
legum textum og nálgun. Framandi
og óvenjuleg sjónarhorn eru skoðuð
og verða ekki lengur svo framandi í
meðförum þýðandans. Skilaboðun-
um er komið til skila. Textinn fylgir
vel efnistökum höfundar og verður
einkar áhugaverður og grípur les-
andann, sem lítur öðrum augum á
letur, uppsetningu og útlit lesefnis
en áður og setur tónlist Janácek á
og hlustar á þagnirnar.“
Um Norrlands Akvavit seg-
ir: „Þýðing Heimis er stórgóð.
Á bragðmiklum texta sínum
nær hann að gera nafntoguðum
blæbrigðaríkum stíl höfundar-
ins fullkomin skil þannig að efni
sögunnar og andblær kemst afar
vel til skila með ólíkum persónum
og umhverfi.“
Um Uppskrift að klikkun segir:
„Málfar sögupersónanna er marg-
breytilegt og hæfir hverri og einni
vel. Fyndnin kaffærir ekki textann.
Þetta er ein ástæða þess að hér
er unglingabók fyrir fólk á öllum
aldri.“
Um Játningarnar segir: „Það er
mikils virði að fá sígild verk heims-
bókmenntanna þýdd á okkar tungu,
ekki síst þegar svo vel hefur til
tekist í meðförum Péturs sem raun
ber vitni. […] Pétri bregst í þessari
þýðingu ekki bogalistin en nýtir sér
til hins ýtrasta forðabúr tungu-
málsins, þetta safn sem aldirnar
hafa léð okkur til að vinna úr.“
Mikið rannsóknarstarf
Um Aðgát og örlyndi segir: „Silju
tekst á frumlegan og skapandi
hátt að flytja málfar og kurteisis-
venjur fyrirfólksins á tímum Jane
Austen inn í nútímann og á íslenskt
mál. Hún lætur hvorki titlatog né
fastmótaðar reglur samræðunnar
bera textann ofurliði. Hún kemur
ekki síður skýrt til skila fjasi um
dægurmál og hugaræsingi út af
ástar- og fjármálum. Málfarið er oft
fært í átt til nútímans þótt hvergi
sé gefið eftir í nákvæmni og þannig
kemst tímalaus efniviður þessarar
vinsælu skáldsögu yfir tvö hundruð
ára haf tímans.“
Um Útlínur liðins tíma segir:
„Þýðingin er einstaklega vel unnin
og rennur með hugsunum höfund-
ar. Soffíu tekst hér að skapa stemn-
ingu þar sem höfundurinn setur
niður hugsanir sínar um eigið líf,
á milli þess sem hún ritar ævisögu
myndlistarmannsins Rogers Fry
og veltir um leið fyrir sér hvernig
hægt sé að lýsa persónu; hver er
tilvistin og hvert er tilvistarleysið?
Hægt er að lifa sig beint inn í líðan
Virginia, verða vitni að breytingum
í lífi hennar í orðum sem falla að
efninu og sýnir næmi þýðandans
fyrir viðfangsefninu. Soffía hefur að
auki unnið mikið rannsóknarstarf
með því að færa allar persónur
frásagnarinnar nær okkur með
upplýsingum um þær.“
lÆtlað að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda
til íslenskrarmenningarlVerðlaun veitt árlega frá 2005
Sjö þýðingar tilnefndar
Soffía Auður
Birgisdóttir
Silja
Aðalsteinsdóttir
Friðrik
Rafnsson
Pétur
Gunnarsson