Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 68
Í lausasölu 822 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími 569 1100 Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 349. DAGUR ÁRSINS 2022 ÍÞRÓTTIR Góð upphitun að komast í undan- úrslit á heimsmeistaramótinu Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti Íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi tvívegis á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Melbourne í gær og komst í undan- úrslit á heimsmeistaramóti í fyrsta skipti. Hún sagði við Morgunblaðið að þetta hefði verið góð upphitun því hún keppir í sinni aðalgrein, 200 metra skriðsundinu, á morgun.» 57 www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Desember tilboð NAXOS Borðstofuborð, svartur eða hvítur marmari. Ø130 cm. 239.990 kr. 299.990 kr. SPARAÐU 60.000 KR. CHARLIETOWN 3ja sæta sófi, dökkrátt áklæði. 134.990 kr. 169.990 kr. SPARAÐU 35.000 KR. 2ja sæta sófi, dökkrátt áklæði. 119.990 kr. 149.990 kr. SPARAÐU 30.000 KR. PINTO U-sófi með vinstri eða hægri tungu. Koníakslitað Kentucky bonded leður. 349 × 206 × 85 cm. 349.990 kr. 419.990 kr. SPARAÐU 70.000 KR. VEGA Sófaborð, hvítur marmari. 140 × 70 cm. 89.990 kr. 119.990 kr. SPARAÐU 30.000 KR. OTTOWA Borðstofustóll, grátt eða grænt velvet eða grátt PU leður. 23.990 kr. 29.990 kr. SPARAÐU 6.000 KR. CRESTON Borðstofustóll, ýmsir litir. 31.990 kr. 39.990 kr. SPARAÐU 8.000 KR. Jón Grétar Axelsson, sem hefur búið í Kanada í rúm 34 ár, kom í heimsókn til Íslands fyrir tæp- lega hálfum mánuði og skömmu síðar hitti hann í fyrsta sinn Sigurð Ágúst Rúnarsson, bónda og verk- taka á Glæsistöðum skammt frá Hvolsvelli. „Í desember í fyrra fékk ég að vita að við værum samfeðra,“ segir Grétar, en Einar Gunnar, bróðir hans, sem býr í Bandaríkjun- um, fór þá með Guðnýju Karólínu, systur þeirra á Selfossi, til fundar við Sigurð eftir að hafa heyrt af skyldleikanum. „Ég hef verið stóri bróðir í 65 ár en er það ekki lengur, missti titilinn til Sigga eftir allan þennan tíma,“ segir Grétar hlæjandi. „Hann er 11 mánuðum eldri en ég.“ Bætir við að skyldleikinn hafi komið flatt upp á sig og alsystkini sín. „Við vorum öll mjög hissa og áttum alls ekki von á þessu.“ Axel Þórðarson, faðir þeirra úr Ölfusi og mjólkurbílstjóri í 44 ár, vissi alla tíð af frumburðinum og hélt lengi sambandi við hann, en sagði fjölskyldu sinni ekki frá því. „Það vissu þetta allir hérna í sveitinni og nú er það loks opinbert að við erum hálfsystkini,“ segir Siggi, sem fæddist eftir að Hild- ur Ágústsdóttir, móðir hans, tók saman við Rúnar Guðjónsson og eignaðist með honum átta börn. Axel eignaðist síðar dóttur, Sirreyju Maríu, sem er látin. Sérstök stund Grétar, sem starfar sem stöðvar- stjóri eldvarna hjá skógrækt Manitoba á Gimli, dreif sig austur fyrir fjall daginn eftir komuna til landsins og fór með systur sinni á Glæsistaði. „Það var mjög sérstakt að hitta Sigga og heyra hann segja frá því að þeir pabbi hefðu meðal annars unnið saman í mjólkurbú- inu á Selfossi og farið í ferðalög saman,“ segir hann. „Þetta er alveg magnað. Gjarnan hefur verið sagt að ég væri líkur pabba en Siggi er enn líkari honum, ekki síst í töktum. Hann er sterkur karakter.“ Siggi ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Vestur-Landeyjum. „Þau sögðu mér frá þessu þegar ég var 12 ára,“ segir hann. „Ég kallaði þau alltaf ömmu og afa en mömmu og stjúpa minn kallaði ég Hildi og Rúnar.“ Hann segir að Sigurður Rúnar, sonur sinn, hafi viljað aflétta leyndinni og hafi haft samband við Karólínu í fyrra. „Þetta er allt mjög indælt fólk eins og Axel var,“ segir hann um hálfsystkini sín. Hann bætir við að hann hafi verið í sambandi við föður sinn og þeir hafi til dæmis farið saman með Daða Sigurðssyni frá Barkarstöðum í Fljótshlíð á snjósleðum upp á Tind- fjallajökul og Eyjafjallajökul. „Ég held að leyndin hafi verið til þess að hlífa mömmu gömlu.“ Grétar og Siggi hafa reglulega verið í símasambandi síðan sann- leikurinn varð báðum ljós. „Þetta hefur verið mjög gaman,“ segir Siggi og bætir við að þau hjónin ráðgeri að heimsækja bræðurna í Bandaríkjunum og Kanada næsta sumar. „Ég hef aldrei farið til Vesturheims en Lára, kona mín, heimsótti einu sinni Eddu, systur sína, í Winnipeg, þegar hún bjó þar, en hún er látin.“ lHálfsjötugir hálfbræður hittust í fyrsta sinn Jón Grétar ekki lengur stóri bróðir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Veisla Sigurður á Glæsistöðum tók vel á móti hálfsystkinum sínum, Guðnýju Karólínu og Grétari, (til hægri). MENNING Hulda og Jón sýna málverk um móðurástina í Gallerí Gróttu Móðurást er yfirskrift málverkasýningar Huldu Vil- hjálmsdóttur og Jóns Magnússonar sem verður opnuð í Gallerí Gróttu í dag, fimmtudag, klukkan 17. Þau hafa bæði sýnt á fjölda einka- og samsýninga. Í tilkynningu segir að móðurástin sé alltumlykjandi eins og loft, heit eins og eldur, óbifandi eins og jörðin, ótæmandi eins og hafið. Samt sé erfitt að tjá hana í mynd. En Jón og Hulda víla ekkert fyrir sér; til að mála móðurást þarf ekki annað en að mála móður og barn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.