Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR Innlent10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 Kraftur náttúrunnar í hverjum dropa cbdrvk.is * Sími 766 6000 * cbdrvk@cbdrvk.is cbdrvk.is Sendum frítt á Dropp afhendingastaðiFæst í betri heilsubúðum og apótekum Finndu okkur á Söfnum as nn s y u p s ands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareiknin 4 -2 - k . 60903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, rsgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll „Ég hef unnið að þessu verkefni samkvæmt samþykkt Alþingis á sínum tíma en mun fylgjast með umræðu um þingsályktunar- tillöguna á þingi og vænti þess að við verðum köll- uð til. Mér er annt um þetta hús, að það fái notið sín, hvort sem það er gert með heildar- friðun sem ég er efins um eða á annan hátt. Það verður ágætis svigrúm til að ræða þessi mál, framkvæmdir eru ekki að hefjast á morgun,“ segir Katrín Jakobsdótt- ir forsætisráðherra þegar leitað er álits hennar á þingsályktunar- tillögu um friðlýsingu nærumhverf- is Stjórnarráðshússins við Lækjar- torg sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Verði tillagan samþykkt getur ekki komið til viðbyggingar við Stjórnarráðið. Í forsætisráðherratíð Sigurðar Inga Jóhannssonar, árið 2016, sam- þykkti Alþingi þingsályktun um það hvernig minnast skyldi aldar- afmælis sjálfstæðis og fullveldis Ís- lands. Þar var kveðið á um að efnt skyldi til samkeppni um hönnun og útlits Stjórnarráðsbyggingar og skipulags á stjórnarráðsreit. Var það gert og hafa niðurstöðurnar legið fyrir um skeið. Reykjavíkur- borg hefur samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina. Jafnframt er til skoðunar hjá borgaryfirvöldum að heimila byggingu stórs húss á lóð- inni Bankastræti 3 sem er næsta lóð fyrir ofan Stjórnarráðið. Komið hefur fram að forsætisráðuneytið hefur áhyggjur af stærð þess húss og telur að það gæti orðið ógn við aðstöðu æðstu stjórnar landsins vegna nálægðar við hús á stjórn- arráðsreitnum. M.a. yrði auðvelt að kasta hættulegum efnum/ hlutum út um glugga á efri hæðum þeirrar byggingar ofan á þak ný- byggingar forsætisráðuneytisins. Í tillögu þingmannanna sem eru 18 úr fimm flokkum og Birgir Þórarinsson er fyrsti flutnings- maður að er lagt til að lóð ríkisins við Stjórnarráðshúsið og annað nærumhverfi þess verði friðlýst en í því á að felast að ekki verði reist bygging í næsta nágrenni þess sem raskað gæti stöðu þess eða varpað skugga á það. Tekið er fram að fyrirhuguð viðbygging við Stjórnarráðshúsið yrði til að rýra varðveislu- og menningarsögulegt gildi hússins og yrði hún óheimil með samþykkt tillögunnar. Í samræmi við þingsályktun Katrín segir að staðið hafi til í allmörg ár, frá því fyrir hennar tíð sem forsætisráðherra, að byggja við Stjórnarráðshúsið. Málið hafi verið undirbúið í samræmi við þingsályktun frá 2016 en fram- kvæmdum frestað, nú síðast vegna stöðu efnahagsmála. Því sé ekki komið að framkvæmdum. Hún leggur áherslu á að finna þurfi fullnægjandi lausn á hús- næðisvanda forsætisráðuneytisins. Starfsemi þess er dreifð í nokkrum húsum, meðal annars í ótryggu leiguhúsnæði, og segir forsætisráð- herra að það sé ekki fullnægjandi til framtíðar. Húsnæðismál annarra ráðuneyta en forsætisráðuneytis- ins hafi hingað til haft forgang. „Mér hefur fundist mikilvægt að þetta gamla hús fái að njóta sín og fái áfram að vera forsætisráðu- neytið. Best væri að leysa húsnæð- isvandann með viðbyggingu sem ekki skyggir á húsið. Við munum, í ljósi umræðu um þingsályktunar- tillöguna á Alþingi, fara yfir þessar áætlanir,“ segir Katrín. Spurð að því hvort hún telji að hægt sé að byggja á lóðinni án þess að skyggja á Stjórnarráðshúsið segir hún að það hafi einmitt verið ein af þeim forsendum sem gefnar voru í hönnunarsamkeppninni. Katrín bætir því við að sér finnist að taka mætti upp umræðu um helgunarsvæði Stjórnarráðs- hússins, Alþingis og annarra slíkra bygginga. Vegna starfseminnar þar þurfi þær að hafa svolítið rými í kringum sig. Það sé þekkt við mið- stöðvar stjórnsýslu og dómstóla erlendis. lKatrín Jakobsdóttir segir að ráðrúmsé til að fara yfir áætlanir umviðbyggingu við Stjórnarráðs- húsið í ljósi væntanlegra umræðnalTelur að ræðamegi umhelgunarsvæði opinberra bygginga Ráðherra vill að húsið njóti sín Tölvumynd/Kurtogpí VerðlaunatillagaÚrslit í samkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið voru kynnt í nóvember 2018. Katrín Jakobsdóttir SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Breytir ásýnd til frambúðar lMati landeldisstöðvar í Eyjum lokið Skipulagsstofnun telur ljóst að fyrirhugaðar framkvæmdir við landeldisstöð á laxi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum muni breyta ásýnd svæðisins til frambúðar og upplifun íbúa og vegfarenda sem stunda útivist eða eiga leið um svæðið muni breytast. Á fram- kvæmdatímanum verði áhrif á ásýnd framkvæmdasvæðisins tals- vert neikvæð vegna mikils rasks. Skipulagsstofnun hefur birt álit á umhverfismatsskýrslu Icelandic Land Farmed Salmon um landeldi laxfiska í Viðlaga- fjöru og eldi seiða í Friðarhöfn. Áformað er að framleiða 11.500 tonn á ári í landeldisstöðinni, með hámarkslífmassa sjö þúsund tonn á hverjum tíma. Áformað er að byggja stöðina upp í tveimur áföngum og verði fyrri áfanginn 4.900 tonn. Gert er ráð fyrir að koma upp 21 eldiskeri sem hvert um sig er 27 metrar að þvermáli og 15 metrar að hæð, auk níu minni kera. Þá verður reist 3.300 fermetra þjónustubygging auk smærri mannvirkja. Skipulagsstofnun telur að setja þurfi skilyrði í framkvæmda- og byggingarleyfi stöðvarinnar. Eitt þeirra er um vandaða hönnun mannvirkja, umhverfismótun og góðan frágang lóðar þar sem það er talið líklegt til að draga mjög úr áhrifum framkvæmdarinnar á ásýnd svæðisins. helgi@mbl.is Ljósmynd úr umhverfismatsskýrslu Úr ViðlagafjöruUmhverfið mun breytast með byggingu fiskeldisstöðvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.