Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 DAGLEGTLÍF12 Gl ði ge le t n áýtt r Þökkum ánægjulega samfylgd við að byggja vistvænni framtíð. Samanlagt 365 ferðir og helst fleiri ættu ekki að verða nokkurt einasta mál Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á rið byrjar með áhlaupi og útlit er fyrir góða þátttöku. Við verðumenga stund að ná settumarki og vonandi gott betur,“ segir Erla Guðmundsdóttir, íþróttafræðingur og heilsumarkþjálfi í Kópavogi. Að frum- kvæði hennar ætlar fjöldi fólks þar í bæ að bregða undir sig betri fætinum 2. janúar næstkomandi og hlaupa um Himnastigann svonefnda.Ætlunin er að samanlagt verði ferðirnar upp og niður stigann ekki færri en 365, jafn margar og dagar ársins. Hver og einn þátttak- andi getur farið jafn margar ferðir og sá eða sú kýs; þátttakan og hreyfingin eru aðalatriðið. Umferðarmiðstöð í brekkunni Himnastiginn svonefndi er þekkt kennileiti í Kópavogi. Þetta er tröppu- stígur sem liggur frá skátaheimilinu við Digranesveg og þaðan upp háa og bratta brekku. Milli enda er hækkunin 52 metrar, sem jafngildir nítján hæða byggingu. Tröppurnar í stiganum eru alls um 207 og á 360 metra langri leið þverar stígurinn Hlíðar-, Brekku- og Heiðarhjalla og endar viðDigranesheiði. Braut þessi varð til á árunum 1995 til 2000 jafnhliða uppbyggingu íbúðahverf- is í Digraneshlíðum. Íþróttafólk komst fljótt upp á lagið með að nota sér þessa aðstöðu meðal annars til þrekæfinga svo þetta er í raun einn vinsælasti útivistarstaðurinn á höf- uðborgarsvæðinu. Á öllum tímum er fólk þarna á ferðinni. ÁCovid-tímanum þegar líkamsræktarstöðvar voru lokað- ar og samgöngutakmarkanir hvarvetna var þó alltaf hægt að komast í Himna- stigann sem þá á góðum degi var eins og fjölfarin umferðarmiðstöð. Erla Guðmundsdóttir hefur alla tíð stundað margvíslega hreyfingu og sótt sér þannig orku til dagsins anna. Hún er íþróttakennari við Menntaskólann viðHamrahlíð í Reykjavík. Hefur í árar- aðir tekið börn og foreldra á námskeið í ungbarnasundi. Tekur einnig fólk í heilsumarkþjálfun, það er þau semvilja taka sér takmeð hreyfingu og breyttum lífsstíl en þurfa aðhald og góðar leið- beiningar svo takmörk og árangur náist. Hreyfamig á hverjumdegi „Fyrir árið 2022 var takmarkmitt að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi og þá helst ekki minna en í hálftíma, sem er í raun heppilegt markmið. Þetta hef- ur mér tekist. Aðeins einn dagur hefur dottið út, það var 9. maí þegar ég lá heima í flensu,“ segir Erla. „Í þessu ver- kefni ársins hefur allt mögulegt komið til. Öll hreyfing er góð, hverju nafni sem húnnefnist. Ég hef til dæmis tekið götu- og utanvegahlaup, farið í crossfit, sund, hjólreiðar, jóga og núna á síðustu dögun- um hafa gönguskíðin komið sterk inn. Ég finn að þetta er alveg frábært fyrir heilsuna og vil láta orðið berast. Þess vegnameðal annars efndi ég til þessarar áskorunar sem ég hlakka mikið til.“ Hlaupið á sjömínútum Um 80 manns höfðu í gær skráð sig til þátttöku í Himnastigaferðinni, fólk sem gjarnan ætlaði að taka eina til tvær ferðir upp og niður stigann. Hlaupandi ætti fólk að komast um stigann fram og til baka á 6-7 mínútum en 10-11 mínútum gangandi. Í gegnum Facebook-síðu viðburðarins skráir fólk fjölda ferða sinna en hægt er að taka sprettinn frá því klukkan 6 um morguninn fram til kl. 23. „Fyrir utan fólk semhefur skráð sig til þátttöku veit ég líka umaðminnsta kosti tvo hlaupahópa hér í Kópavogi semætla að reyna sig við Himnastigann. Saman- lagt 365 ferðir og helst fleiri ættu ekki að verða nokkurt einastamál ogKópavogs- bær hefur staðið sig frábærlega í því að moka snjó af tröppum stigans og næsta nágrenni hans. Að byrja nýtt ár 2. janúar á þessari hressilegu áskorun verður því bara skemmtilegt.“ Himnastiginn er áskorun ársins Hreyfing! Áskorun Erlu. Ekki færri en 365 ferðir. Upp og niður í Kópa- vogi. Skemmtilegur viðburður 2. janúar og margir hafa skráð sig til leiks. 207 tröppur og hækkunin er 52 metrar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi LífsgleðiAð byrja nýtt ár 2. janúar á þessari hressilegu áskorun er því bara skemmtilegt, segir Erla Guðmundsdóttir, hér ofarlega í stiganum góða. TröppurHimnastiginn er þekkt kennileiti. Nær úr Kópavogsdalnum upp á Digranesheiði. Vinsæll staður til útivistar og alls konar hreyfingar. Heimurinn verður sífellt heitari Mannkynið verður að ná jafnvægi Árið 2023 verður eitt hið heitasta í heiminum frá því mælingar hófust. Hitastig verður að minnsta kosti einni gráðu yfir meðallagi sem er 10. árið í röð sem slíkt gerist, segir breska veðurstofan. Frá þessu er greint í frétt á vef BBC. Þetta telja vísindamenn skýrt dæmi um áhrif lofslagsbreytinga, enda hafi hitastig í heiminum hækkað um 1,1 gráðu miðað við tíma iðnbyltingar- innar á árunum 1750-1900. Á þeirri einu og hálfu öld var farið að brenna jarðefnaeldsneyti í áður óþekktum mæli sem losaði um hitamyndandi lofttegundir út í andrúmsloftið. „Veðrátta í veröldinni hvetur mannkynið til að ná jafnvægi í kolefnisútblæstri. Öfgafull dæmi um hita, þurrka og miklar rigningar blasa hvarvetna við okkur,“ sagði Richard Allan, prófessor í loftslags- vísindum við háskólann í Reading í Englandi við BBC News. Árið 2022 voru hitamet slegin víða, svo sem í Bretlandi, þar sem hitastig fór yfir 40°. Hrikalegir skógareldar af völdum hlýinda, komu upp bæði Evrópu og Ástral- íu. Svipaða sögur er að segja frá Pakistan og Indlandi þar sem hita- stig í maí sl. náði 51°. Því er spáð að hækkandi hitastig hafi hrikaleg áhrif á menn og náttúru og má í því sambandi nefna meiri þurrka, eyðimerkurmyndun og sjúkdóma ýmiss konar. sbs@mbl.is Náttúra Sólin hnígur til viðar í reykmettuðu lofti á tímum skógarelda í Kaliforníu á árinu. Áhrif slíkra hamfara geta verið mikil og mjög langvarandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.