Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 24
FRÉTTIR
Erlent24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022
Kokkarnir Veisluþjónusta
óskar landsmönnum gleðilegrar
hátíðar og farsældar á komandi ári
Gleðilega
hátíð
Heldur hefur dregið úr spennu á
landamærumKósovó og Serbíu eftir
að Kósovó-Serbar fjarlægðu í gær
vegatálma sem þeir höfðu komið
fyrir á landamærunum.
Stærsta landamærastöðin var
opnuð að nýju á fimmtudagskvöld
og í gær voru vörubílar, sem lok-
uðu vegum að tveimur öðrum
landamærastöðvum, fjarlægðir.
Einu vegatálmarnir sem eftir standa
í norðurhluta Kósovó eru nálægt
borginni Mitrovica en þar loka tveir
brunnir flutningabílar enn vegi.
Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá
Serbíu árið 2008 eftir blóðug átök
milli ríkjanna í lok síðustu aldar.
En serbnesk stjórnvöld viðurkenna
ekki sjálfstæði Kósovó og hafa hvatt
um 120 þúsund Serba, sem búa í
Kósovó, til að virða stjórnvöld í
Pristinu, höfuðborg Kósovó, að
vettugi. Meirihluti íbúanna í norð-
urhluta Kósovó er serbneskur en
langflestir íbúar Kósovó eru al-
banskir að uppruna.
Kósovó-Serbar reistu vegatálma
og lokuðu landamærastöðvunum
tveimur til að mótmæla handtöku
fyrrverandi lögregluþjóns, sem er
grunaður um að tengjast árásum
á albanska lögreglumenn. Einnig
voru gerðar skotárásir á lögreglu-
menn og alþjóðlega friðargæslu-
menn á svæðinu. Serbneski herinn
var settur í viðbragðsstöðu í vik-
unni. En Serbarnir féllust loks á,
sumir með semingi, að fjarlægja
vegatálmana eftir að Alexandar
Vucic forseti Serbíu hvatti þá til
þess. Áður höfðu bæði Bandaríkin
og Evrópusambandið reynt að bera
klæði á vopnin.
Staða öryggis- og stjórnskipunar-
mála í norðurhluta Kósovó er afar
ótrygg eftir að hundruð serbneskra
lögregluþjóna, bæjarstjóra, dómara
og saksóknara lögðu niður störf í
nóvember til að mótmæla umdeildri
ákvörðun stjórnvalda í Kósovó um
að banna Kósovó-Serbum að nota
bílnúmeraplötur gefnar út í Belgrad,
höfuðborg Serbíu. Fallið var í kjöl-
farið frá þeirri ákvörðun. Stjórnvöld
í Pristinu reyndu að fylla í skörðin
með því að senda albanska lögreglu-
þjóna til norðurhlutans en Serbar
þar hafa tekið það óstinnt upp.
„Ég óttast að eftir hátíðirnar mun-
um við aftur safnast saman við vega-
tálma,“ sagði Milos, 35 ára gamall
Serbi, við AFP. „Og þar munum við
mæta vopnuðum lögreglumönnum.“
lVegatálmar fjarlægðir og landamærastöðvar milli Serbíu og Kósovó opnaðar á nýlÁfram grunnt á
því góða á milli Serba og Kósovó-Albana í norðurhluta landsinslÓttast að spennanmagnist á ný
Dregur úr spennu í bili í Kósóvó
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
AFP
Vegatálmar fjarlægðir Kósovó-Serbar fjarlægja flutningabíla, sem notaðir
voru til að loka landamærastöðvum milli Serbíu og Kósovó í vikunni.
Þriggja daga
þjóðarsorg
í Brasilíu
Jair Bolsonaro, fráfarandi
forseti Brasilíu, lýsti í gær yfir
þriggja daga þjóðarsorg vegna
andláts knattspyrnumannsins
Pelés, sem lést á fimmtudags-
kvöld, 82 ára að aldri.
Pelé verður borinn til grafar
á þriðjudag í borginni Santos
en hann lék með knattspyrnu-
liði borgarinnar mestan hluta
ferils síns. Fólk flykktist að
knattspyrnuleikvanginum í
Santos eftir að fréttir bárust af
andláti Pelés og lagði blóm við
völlinn.
Í Rio de Janeiro var Krists-
styttan, sem gnæfir yfir
borginni, upplýst til heiðurs
knattspyrnumanninum og
sömuleiðis var Maracana-leik-
vangurinn sögufrægi upplýstur.
Fjöldi þjóðarleiðtoga og
forystufólks í íþróttaheiminum
minntist Pelés í gær. AFP
Lögreglan á Grænlandi hefur á
þessu ári rannsakað átta mál sem
skilgreind eru sem manndrápsmál.
Að jafnaði hafa þrjú til sex slík mál
komið upp árlega í landinu frá 2017.
Bjørn Tegner Bay, lögreglustjóri
á Grænlandi, segir við miðilinn
Sermitsiaq, að að þetta hafi haft
mikil áhrif á störf lögreglunnar á
árinu, einkum á þeim stöðum þar
sem málin hafa komið upp. En
einnig auki þetta álag á lögregluna
í höfuðstaðnum Nuuk vegna þess
að þangað þurfi að flytja fanga í
gæsluvarðhald og til þess þurfi að
leigja þyrlur eða flugvélar.
Bay segir að manndráp sé
alvarlegasta afbrot sem hægt sé
að fremja og því leggi lögreglan
áherslu á að rannsaka slík mál. „Við
getum ekki falið einum eða tveimur
mönnum að rannsaka manndráps-
mál eða eytt löngum tíma í rann-
sóknina. Þær verða að fara fram
með hraði,“ segir hann. Þetta hafi
svo áhrif á rannsókn á öðrum mál-
um, sem koma til kasta lögreglunn-
ar. „Mál, sem við ætluðum að reyna
að ljúka, liggja enn órannsökuð
vegna þess að þeir sem áttu að
sinna þeim hafa verið fengnir til að
rannsaka manndrápsmál.“
lÖnnur mál hafa setið á hakanum
Áttamanndráp
á Grænlandi í ár
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Grænland Bærinn Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Óvenju mörg manndráps-
mál hafa komið til kasta lögreglunnar á Grænlandi á þessu ári.