Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 24
FRÉTTIR Erlent24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 Kokkarnir Veisluþjónusta óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári Gleðilega hátíð Heldur hefur dregið úr spennu á landamærumKósovó og Serbíu eftir að Kósovó-Serbar fjarlægðu í gær vegatálma sem þeir höfðu komið fyrir á landamærunum. Stærsta landamærastöðin var opnuð að nýju á fimmtudagskvöld og í gær voru vörubílar, sem lok- uðu vegum að tveimur öðrum landamærastöðvum, fjarlægðir. Einu vegatálmarnir sem eftir standa í norðurhluta Kósovó eru nálægt borginni Mitrovica en þar loka tveir brunnir flutningabílar enn vegi. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir blóðug átök milli ríkjanna í lok síðustu aldar. En serbnesk stjórnvöld viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó og hafa hvatt um 120 þúsund Serba, sem búa í Kósovó, til að virða stjórnvöld í Pristinu, höfuðborg Kósovó, að vettugi. Meirihluti íbúanna í norð- urhluta Kósovó er serbneskur en langflestir íbúar Kósovó eru al- banskir að uppruna. Kósovó-Serbar reistu vegatálma og lokuðu landamærastöðvunum tveimur til að mótmæla handtöku fyrrverandi lögregluþjóns, sem er grunaður um að tengjast árásum á albanska lögreglumenn. Einnig voru gerðar skotárásir á lögreglu- menn og alþjóðlega friðargæslu- menn á svæðinu. Serbneski herinn var settur í viðbragðsstöðu í vik- unni. En Serbarnir féllust loks á, sumir með semingi, að fjarlægja vegatálmana eftir að Alexandar Vucic forseti Serbíu hvatti þá til þess. Áður höfðu bæði Bandaríkin og Evrópusambandið reynt að bera klæði á vopnin. Staða öryggis- og stjórnskipunar- mála í norðurhluta Kósovó er afar ótrygg eftir að hundruð serbneskra lögregluþjóna, bæjarstjóra, dómara og saksóknara lögðu niður störf í nóvember til að mótmæla umdeildri ákvörðun stjórnvalda í Kósovó um að banna Kósovó-Serbum að nota bílnúmeraplötur gefnar út í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Fallið var í kjöl- farið frá þeirri ákvörðun. Stjórnvöld í Pristinu reyndu að fylla í skörðin með því að senda albanska lögreglu- þjóna til norðurhlutans en Serbar þar hafa tekið það óstinnt upp. „Ég óttast að eftir hátíðirnar mun- um við aftur safnast saman við vega- tálma,“ sagði Milos, 35 ára gamall Serbi, við AFP. „Og þar munum við mæta vopnuðum lögreglumönnum.“ lVegatálmar fjarlægðir og landamærastöðvar milli Serbíu og Kósovó opnaðar á nýlÁfram grunnt á því góða á milli Serba og Kósovó-Albana í norðurhluta landsinslÓttast að spennanmagnist á ný Dregur úr spennu í bili í Kósóvó Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is AFP Vegatálmar fjarlægðir Kósovó-Serbar fjarlægja flutningabíla, sem notaðir voru til að loka landamærastöðvum milli Serbíu og Kósovó í vikunni. Þriggja daga þjóðarsorg í Brasilíu Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattspyrnumannsins Pelés, sem lést á fimmtudags- kvöld, 82 ára að aldri. Pelé verður borinn til grafar á þriðjudag í borginni Santos en hann lék með knattspyrnu- liði borgarinnar mestan hluta ferils síns. Fólk flykktist að knattspyrnuleikvanginum í Santos eftir að fréttir bárust af andláti Pelés og lagði blóm við völlinn. Í Rio de Janeiro var Krists- styttan, sem gnæfir yfir borginni, upplýst til heiðurs knattspyrnumanninum og sömuleiðis var Maracana-leik- vangurinn sögufrægi upplýstur. Fjöldi þjóðarleiðtoga og forystufólks í íþróttaheiminum minntist Pelés í gær. AFP Lögreglan á Grænlandi hefur á þessu ári rannsakað átta mál sem skilgreind eru sem manndrápsmál. Að jafnaði hafa þrjú til sex slík mál komið upp árlega í landinu frá 2017. Bjørn Tegner Bay, lögreglustjóri á Grænlandi, segir við miðilinn Sermitsiaq, að að þetta hafi haft mikil áhrif á störf lögreglunnar á árinu, einkum á þeim stöðum þar sem málin hafa komið upp. En einnig auki þetta álag á lögregluna í höfuðstaðnum Nuuk vegna þess að þangað þurfi að flytja fanga í gæsluvarðhald og til þess þurfi að leigja þyrlur eða flugvélar. Bay segir að manndráp sé alvarlegasta afbrot sem hægt sé að fremja og því leggi lögreglan áherslu á að rannsaka slík mál. „Við getum ekki falið einum eða tveimur mönnum að rannsaka manndráps- mál eða eytt löngum tíma í rann- sóknina. Þær verða að fara fram með hraði,“ segir hann. Þetta hafi svo áhrif á rannsókn á öðrum mál- um, sem koma til kasta lögreglunn- ar. „Mál, sem við ætluðum að reyna að ljúka, liggja enn órannsökuð vegna þess að þeir sem áttu að sinna þeim hafa verið fengnir til að rannsaka manndrápsmál.“ lÖnnur mál hafa setið á hakanum Áttamanndráp á Grænlandi í ár Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Grænland Bærinn Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Óvenju mörg manndráps- mál hafa komið til kasta lögreglunnar á Grænlandi á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.