Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 18
FRÉTTIR Innlent18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is „Framkvæmdir við stækkun flug- hlaðs ganga vel og milda veðrið í nóvember og byrjun desember hafði sitt að segja. Lokahnykkur á þeirri framkvæmd er að malbika bæði hlað og nýja akbraut og það verður gert næsta sumar. Útboðsgögnin eru í yfirferð og verða gögnin sett út núna um miðjan janúar,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, fram- kvæmdastjóri Isavia Innanlands- flugvalla. Rétt ár er frá því skrifað var undir samning milli Isavia Innanlandsflug- valla og Byggingafélagins Hyrnu um viðbyggingu við flugstöðina á Akur- eyri. Viðbyggingin verður um 1.100 fermetrar að stærð og samnings- upphæðin er ríflega 810 milljónir króna. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að nýja viðbyggingin yrði tilbúin síð- sumars árið 2023, en Sigrún Björk segir að tafir hafi orðið á verkinu, m.a. vegna seinkunar á öllum að- föngum en það gildi um allan heim. Viðbyggingin verður að hennar sögn reist á vormánuðum. „Eftir það verður byrjað á breytingum innanhúss í eldri hluta byggingarinnar og gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki vorið 2024.“ Til að mæta auknum farþega- fjölda og draga úr árekstrum milli innanlandsflugs og millilandaflugs var komið upp viðbótaraðstöðu í suðurhluta byggingarinnar fyrir innanlandsfarþega og hefur hún komið að góðu gagni. Aukinn áhugi flugfélaga á að nýta nýjar gáttir „Starfsfólk okkar á Akureyrar- flugvelli ásamt starfsmönnum Icelandair, Tollsins og lögreglunn- ar á heiður skilinn fyrir að láta hlutina ganga upp. Framkvæmda- tími á flugvelli í fullum gangi verður alltaf flókinn og þarf að taka tillit til margra þátta,“ segir Sigrún Björk . Hún segir merki um nú að áhugi erlendra flugfélaga á að nýta sér nýjar gáttir inn til landsins bæði á Akureyri og Egilsstöðum hafi aukist. „Næsta sumar frá júní til ágúst eru staðfest 70 millilandaflug frá Akur- eyri og í það heila frá janúar til nóv- ember á árinu 2023 verða tæp 200 millilandaflug,“ segir Sigrún Björk. lFramkvæmdir við nýja viðbyggingu við flugstöð á AkureyrarflugvellilTæplega 200millilandaferðir staðfestar á næsta árilAukinn áhugi erlendra flugfélaga Tafir á viðbyggingunni Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Morgunblaðið/Margrét Þóra Tefst Snjór liggur yfir grunni viðbyggingarinnar við flugstöðina á Akureyri en verktakinn bíður eftir að fá aðföng send að utan til verksins. Morgunblaðið/Margrét Þóra Viðbygging Svona var umhorfs í haust þegar framkvæmdir voru á fullu. Embætti ráðuneytis- stjóra laust Embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðu- neytinu hefur verið auglýst laust til umsóknar. Ráðuneytið tók til starfa 1. febrúar 2022 eftir breytingar á verkaskiptingu Stjórnarráðs Íslands í árslok 2021. Núverandi ráðuneytisstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, verður sjö- tugur hinn 17. febrúar á næsta ári og mun láta af störfum fyrir aldurs sakir. Skúli Eggert hefur á sínum starfsferli gegnt veigamiklum embættum hér á landi, verið skattrannsóknastjóri, ríkisskattstjóri og ríkisendurskoð- andi. Ráðuneytið starfar í fjórum skrifstofum, skrifstofu viðskipta og ferðamála, skrifstofu menningar og fjölmiðla, skrifstofu verðmæta- sköpunar og skrifstofu fjármála og gæðamála. Starfsfólk ráðuneytis- ins er rösklega 40 manna hópur. Fram undan er stefnumótun á málefnasviðum ráðuneytisins með starfsfólki þess, að því er fram kemur í auglýsingunni. Undir ráðuneytið heyrir fjöldi stofnana og eininga. Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar 2023. Menningar- og við- skiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. mars 2023. sisi@mbl.is Skúli Eggert Þórðarson Húsavík er nú tengd ljósleiðara Öll heimili, fyr- irtæki og stofn- anir á Húsavík geta nú tengst ljósleiðara Mílu og þar með nýtt sér 1Gb/s tengingu. Verkefnið hófst árið 2019. Nú í lok árs var lokið við síð- ustu tengingarnar og þar með er Húsavík að fullu ljósleiðaravædd Húsavík er nú, segir í tilkynn- ingu frá Mílu, komið í hóp bæjar- félaga þar sem Míla hefur lokið að fullu við lagningu ljósleiðara. Önnur bæjarfélög eru m.a. Selfoss, Skagaströnd, Hofsós, og Stokkseyri. Þá er lagning ljós- leiðara til heimila í Reykjanesbæ og á Egilsstöðum er langt komin. Húsavík Ljós skín. Katrín vill samtal um rafvarnarvopn Katrín Jakobs- dóttir forsætis- ráðherra telur að samtal um innleiðingu raf- varnarvopna lögreglu þurfi að eiga sér stað innan ríkis- stjórnarinnar og þingsins. Í aðsendri grein í Morgunblað- inu í gær greindi Jón Gunnars- son dómsmálaráðherra frá ákvörðun sinni að hefja undir- búning að því að taka í notkun rafvarnarvopn. Í samtali við mbl.is sagði Katrín að hún hefði rætt við Jón í gærmorgun þar sem kom fram að hann myndi leggja fram minn- isblað um málið á ríkisstjórnar- fundi eftir áramót. „Auðvitað þarf hann að kynna hana [ákvörðunina] fyrir ríkisstjórn þó hún heyri stjórnskipunarlega undir hann. Þetta er stórt mál.“ Katrín Jakobsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.