Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022
Fyrstu kynni
mín af Guðnýju og
Skafta voru þegar
ég byrjaði á sjó á
Andeynni. Þar kynntist ég Þór-
hildi dóttir hennar eða Lillu eins
og ég kalla hana alltaf. Við urð-
um fljótt mjög góðar vinkonur.
Fórum við nokkrum sinnum á
Breiðdalsvík í olíustopp og þá
fórum við á Hótel Bláfell og
fengum okkur að borða góðan
mat hjá Guðnýju og síðan stóð
Skafti og afgreiddi okkur á
barnum langt fram á nótt eða
þar til haldið var aftur á sjó. Við
Lilla fórum nú oft í eldhúsið og
fengum að gæða okkur á ein-
hverju góðgæti sem Guðný var
að malla.
Eins og allir sem hana þekktu
vissu var hún snillingur í eldhús-
inu og töfraði heilu veislurnar
fram úr erminni. Síðar lágu leið-
ir okkar aftur saman þegar
Guðný og Skafti keyptu Víkina
og fluttu á Höfn, þá var ég svo
heppin að fá að fylgja með í
kaupunum og vann hjá þeim á
Víkinni þar til þau seldu hana og
fluttu í Hveragerði.
Margar og yndislegar minn-
ingar á ég frá þessum tíma sem
ég vann hjá þeim. Ein af þeim
er þegar ég og Helga vinkona
vorum svaramenn þegar Guðný
og Skafti giftu sig, þetta átti allt
saman að fara fram í kyrrþey og
enginn átti að fá fregnir af
þessu. Auðvitað gátum við ekki
setið á okkur að hrekkja þau að-
eins. Þegar þau voru farin inn til
sýsla skreyttum við bílinn að-
eins, settum eina köku á húddið
og bundum fullt af dósum aftan
í bílinn. Við mættum auðvitað of
seint í athöfnina fyrir vikið og
fengum pínu augngotur frá
verðandi hjónum og þá sprung-
um við úr hlátri og áttum mjög
erfitt með að hætta að hlæja.
Guðný Ragna
Gunnþórsdóttir
✝
Guðný Ragna
Gunnþórs-
dóttir fæddist 17.
ágúst 1938. Hún
lést 10. desember
2022. Útför hennar
fór fram 21. desem-
ber 2022.
Þau og Páll sýslu-
maður áttu fullt í
fangi með að smit-
ast ekki af okkur
og skella upp úr
líka.
Svo kláruðu þau
athöfnina með okk-
ur flissandi á bak
við sig. Þegar við
komum út frá sýsla
þá segir Guðný
hlæjandi „þið eruð
nú meiri hálfvitarnir“, svo þegar
þau sáu skreytta bílinn hrifsaði
Guðný kökuna og þau strunsuðu
inn í bíl og brunuðu burt með
glamrandi dósir í eftirdragi sem
þau vissu ekki af en heyrðu
örugglega lætin. Við vinkonurn-
ar horfðum á eftir þeim grenj-
andi af hlátri. Við vorum enn
hlæjandi þegar við mættum í
vinnuna tveimur tímum síðar og
þá gátu þau ekki annað en skellt
upp úr líka.
Minningarnar frá þessum
tíma eru ótalmargar og hver
annarri yndislegri. Það var frá-
bært að vinna hjá þeim hjónum.
Svo naut maður góðs af því að
fá uppskriftir að hinu og þessu
góðgæti sem hún töfraði fram.
Ég held að ég nái næstum alveg
að gera humarsúpuna hennar.
Hún var frábær kokkur og eld-
aði bestu humarsúpuna að
ógleymdri humarlokunni sem
allir elskuðu ásamt svo mörgu
öðru sem tæki heila bók að telja
upp.
Ég ákvað að koma þeim á
óvart og kíkti á þau á Borg-
arfjörð áður en ég flutti til Dan-
merkur, ég bjallaði í Lillu til að
fullvissa mig um að þau væru
heima, rifjaðar voru upp gamlir
tímar og mikið hlegið.
Guðný var alveg einstök,
skemmtileg, hörkudugleg og
mikill húmoristi, algjör gim-
steinn sem verður sárt saknað.
Elsku Skafti, Lilla, Jóna, Bjössi
og fjölskyldur, ykkur sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur, hlýtt faðmlag til ykkar
allra.
Elsku Guðný, takk fyrir allt.
Guðrún Ragna (Gunna)
Valgeirsdóttir.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson)
Elsku Sigga mín, ég trúi því
varla að nú sért þú farin frá
okkur. Ég mun alltaf minnast
stunda okkar sem við áttum
saman, og ekki voru þær fáar.
Frá því að ég var einungis ný-
buri og alveg að þínum dán-
ardegi höfum við alltaf náð að
smella saman. Ein af þeim
skemmtilegri minningum sem
við áttum var þegar ég var
þriggja ára og við lékum í
mömmuleik saman, ekki var ég
þó barnið heldur þú. Þú fórst
undir borð og snerir þig á alla
vegu í leiknum til þess að ég
myndi fá að njóta leiksins eins
mikið og hægt var.
Ég hef alltaf litið á þig sem
„auka“-ömmu, og ekki var það
nú verra. Þú varst hlýjasta,
góðhjartaðasta og yndislegasta
manneskja sem nokkur maður
hefur nokkurn tímann kynnst.
Margar voru þær sælar minn-
ingar okkar saman, allt frá
barnaleikjum og að því að
spjalla saman um allt og ekk-
ert. Eyddum við alltaf tíma
Sigríður Ásta
Örnólfsdóttir
✝
Sigríður Ásta fæddist 12.
ágúst 1946. Hún lést 26.
nóvember 2022. Útför hennar
fór fram 7. desember 2022.
saman þegar kostur var á, allt-
af skárum við saman út laufa-
brauð og hittumst síðan á jóla-
dag í jólakaffinu hjá ömmu. Ég
gæti talið upp endalaust af
þeim minningum okkar en þá
held ég að ég væri komin með
þykka og mikla bók.
Þú hefur alltaf sett hamingju
annarra í forgang, séð til þess
að öllum liði vel og hefðu það
sem allra best. Alltaf varst þú
tilbúin að fá fólk í heimsókn til
þín, sama hvaða dagur var, allt-
af tilbúin með kaffi á könnunni
og bakkelsi eða nammi. Þú
munt alltaf eiga sérstakan stað
í hjarta mínu. Ég mun ætíð
sakna þess að syngja og dansa
með þér við jólatréð og taka
sönginn við hvaða tilefni sem
er.
Við sjáumst aftur, elsku
Sigga mín.
Úlfhildur Elín
Guðmundsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÚN CLAUSEN,
Sólmundarhöfða 5, Akranesi,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi, fimmtudaginn 15. desember.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 5. janúar
klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða.
Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju,
www.akraneskirkja.is.
Guðfinna Gróa Pétursdóttir
Guðjón Pétur Pétursson María Sigurbjörnsdóttir
Arinbjörn Pétursson
Þorsteinn Gunnar Pétursson Hulda Sigurðardóttir
ömmubörnin
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
BRANDUR FRÓÐI EINARSSON,
Stillholti 21, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi sunnudaginn 25. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Þuríður Skarphéðinsdóttir
Margrét Brandsdóttir
Sveinbjörn Brandsson Birna Antonsdóttir
Einar Brandsson Ösp Þorvaldsdóttir
Magnús Daníel Brandsson Brynhildur Benediktsdóttir
Kristín S. Brandsdóttir Eiríkur Tómasson
Soffía Guðrún Brandsdóttir Magnús Þór Ásmundsson
Kristleifur S. Brandsson Heiðrún Hámundar
afabörn og langafabörn
Ástkæra eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
LILJA GÍSLADÓTTIR,
Suðurlandsbraut 58, áður til heimilis
Espigerði 4
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
miðvikudaginn 28. desember.
Útför hennar verður gerð frá Lindakirkju þriðjudaginn 3. janúar
klukkan 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir frábæra umönnun.
Klemenz Hermannsson
Gísli Klemenzson Birna Guðjónsdóttir
Kristinn Klemenzson Margrét Steinþórsdóttir
Guðlaug Björk
Klemenzdóttir
Jón Ásgeir Helgason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær mamma, tengdamamma, amma og
langamma okkar,
GUÐRÚN INGIMARSDÓTTIR,
áður Smárahlíð 5a, Akureyri,
lést á Þorláksmessudag 23. desember.
Verður hún jarðsungin fimmtudaginn
5. janúar klukkan 13. frá Glerárkirkju á Akureyri.
Fyrir hönd aðstandenda,
H. Brynja Sigurðardóttir Hafliði Gunnarsson
Sævar Freyr Rut Jónsdóttir
Heimir Snær Sigurðsson Guðlaug Heiðdís Sveinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN RÓSA PÁLSDÓTTIR,
kennari á Siglufirði og Akureyri,
síðast til heimilis í
Blöndubakka 1, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 22. desember. Útför hennar
verður gerð frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 5. janúar klukkan
13.
Eiríkur Páll Eiríksson Guðrún Jónasdóttir
Hrafnkell Eiríksson
Herdís Eiríksdóttir
Brynjar Eiríksson
barnabörn
Okkar ástkæri fósturfaðir, bróðir, afi og
langafi,
HAUKUR ÞÓRÐARSON
járnsmiður frá Hvallátrum í
Vesturbyggð,
lést á hjartadeild Landspítalans aðfaranótt
29. desember. Útförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Hannesson Guðbjörg Sigrúnardóttir
Hrafnkell Þórðarson Ragna Þórðardóttir
barna- og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGMAR BJARNI ÁKASON,
Hamraborg 34,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
26. desember. Útförin fer fram frá Lindakirkju, Kópavogi,
mánudaginn 2. janúar klukkan 13.
Ísabella Þórðardóttir
Ásgeir Þór Sigmarsson Hansína Sturlaugsdóttir
Eyþór Áki Sigmarsson Guðveig Guðmundsdóttir
Áslaug Anna Sigmarsdóttir Grímur Thomsen H. Stefáns.
Rögnvaldur E. Sigmarsson Sigurbjörg Kristinsdóttir
Gunnar Ólafur Sigmarsson María Leifsdóttir
Þórður Sigmarsson
Karel Halldórsson Halldóra M. Matthíasdóttir
Guðrún Halldórsdóttir Reynir Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
tengdasonur og afi,
SIGURÐUR ÞÓRIR SIGURÐSSON,
kaupmaður í Blómatorginu
við Birkimel,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 28. desember.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
5. janúar klukkan 15.
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir
Ragna Eiríksdóttir
Rúnar Sigurðsson Stefanía Ragnarsdóttir
Anna Jónsdóttir
og afabörn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓHANNES HÓLM REYNISSON,
framkvæmdastjóri Fínpússningar,
Vallarási 15,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
fimmtudaginn 29. desember.
Útför auglýst síðar.
Ásdís Runólfsdóttir
Sólveig Þóra Jóhannesdóttir
Ólafur Þór Jóhannesson Aldís Arnardóttir
Elsa Guðrún Jóhannesdóttir Jón Kjartan Kristinsson
Óttarr Makuch Marcin Makuch
Runólfur Ólafur Gíslason Haddý Fanndal
Þórir Guðlaugsson Rannveig Erlingsdóttir
Heiðar Már Guðlaugsson Brynhildur Kristinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN SIGURÐUR HALLGRÍMSSON,
Sjafnarvöllum 9, Keflavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
mánudaginn 26. desember. Útförin mun fara fram í kyrrþey.
Gréta Kristín Ingólfsdóttir
Kr. Arnar Sigurðsson Racquel Sigurðsson
Hallgrímur I. Sigurðsson Hildur Stefánsdóttir
Þór Sigurðsson Hildigunnur Jónsdóttir
Inga Rós Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn