Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 Snorri áframá Hlíðarenda Snorri Steinn Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við Val og mun stýra karlaliði félagsins út keppnistímabilið 2024-2025. Snorri tók við þjálfun Valsliðsins árið 2017 og lauk þar á fyrsta tímabilinu löngum og farsælum ferli sínum sem leikmaður. Vals- menn unnu alla þrjá titla síðasta tímabils, 2021-22, Íslandsmótið, bikarinn og úrvalsdeildina, en þeir urðu einnig tvöfaldir meist- arar, í deild og bikar, tímabilið 2020-21 undir stjórn Snorra. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Sigursæll Snorri Steinn Guðjóns- son á sigurstundu með Val. England Liverpool – Leicester................................ (2:1) West Ham – Brentford ............................ (0:2)  Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/enski. Haraldur íþrótta- eldhugi ársins Haraldur Ingólfsson var útnefnd- ur íþróttaeldhugi ársins 2022 af ÍSÍ en þetta var tilkynnt í hófi Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu í fyrrakvöld. Verðlaunin voru afhent í fyrsta skipti en Har- aldur fær þau fyrir mikið sjálf- boðastarf fyrir Þór og Þór/KA á Akureyri í fótbolta, handbolta og körfubolta. Þrír sjálfboðaliðar voru valdir úr hundruðum til- nefndra. Hin tvö voru Friðrik Þór Óskarsson úr ÍR og Þóra Guðrún Gunnarsdóttir úr Birninum. Morgunblaðið/Hákon Sjálfboðaliði Haraldur Ingólfsson fékk nýju verðlaunin fyrstur. Brotnaði aftur á fyrstu æfingunni lDarri sér loks fyrir endann ámeiðslum Lukkan hefur ekki verið með Darra Aronssyni, atvinnumanni hjá franska 1. deildar liðinu Ivry í hand- knattleik karla, í liði frá því að hann gekk í raðir félagsins frá uppeldis- félagi sínu Haukum í sumar. Vegna ristarbrots hefur hann ekki náð að spila neitt fyrir Ivry á tímabilinu. „Þetta er náttúrlega algjört ólán. Ég ristarbrotnaði á álagsbroti svona korteri í flug þannig séð, þetta gerðist tveimur dögum áður en ég flaug til Ivry. Svo brotnaði ég aftur í október þegar ég var að byrja að æfa handbolta aftur. Á fyrstu æfingunni til baka brotnaði ég aftur. Þá var þetta ekki nógu vel gróið þannig að ég var settur of snemma af stað. Eftir seinna brotið var ég settur í aðgerð núna í nóvember og verð vonandi tilbúinn aftur um miðjan febrúar. Vonandi ekki seinna, þetta er búið að vera ótrú- legt með þessi bakslög. Vonandi mun lánið leika aðeins betur við mig árið 2023,“ sagði Darri í samtali við Morgunblaðið. Þrátt fyrir bakslög sagði hann bataferlið og endurhæfinguna ganga afar vel um þessar mundir. „Já, ég er meira að segja tveimur vikum á undan áætlun eins og staðan er núna, allavega að mati skurðlæknisins. Þetta er allt að ganga vel núna.“ Darri vonast því til þess að missa ekki af meira en einum til tveimur leikjum á seinni hluta tímabilsins. Algjört klúður Blaðamanni lék forvitni á að vita af hverju Darri hefði ekki verið sendur í skurðaðgerð strax eftir að hann ristarbrotnaði í fyrra skiptið. „Það var ákveðið af liðslækninum. Liðslæknirinn ákvað það þrátt fyrir að Brynjólfur Jónsson, bæklun- arskurðlæknir í Orkuhúsinu, vildi meina að ég þyrfti að láta skrúfa þetta strax vegna þess að hann hefur oft séð svona brot. Hann vildi meina að það þyrfti að gera það til þess að ég myndi jafna mig sem best en liðslæknarnir vildu meina að það þyrfti ekki vegna þess að þetta var ótrúlega fíngert brot. Þeir vildu meina að það væri óþarfi. Það var auðvitað algjört klúður að ég væri ekki bara settur strax í aðgerð,“ sagði Darri. Hann vildi þó ekki dvelja við þetta klúður enda ekki til neins. „Það er svekkjandi að maður brotnar á þennan hátt en það þarf ekki að kenna neinum um og nú er það bara áfram veginn. Það þýðir ekkert að hugsa um þetta.“ Búið að vera ótrúlega erfitt Ivry hefur átt erfitt uppdráttar í afar sterkri franskri deild þar sem liðið er með 8 stig eftir 15 leiki, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Darra hefur þótt það leitt að hafa ekki getað hjálpað Ivry neitt á tímabilinu en telur liðið þó eiga mikið inni. „Þetta er bara búið að vera ótrúlega erfitt, sérstaklega hvað við höfum þurft að glíma við gífurlega mikið af meiðslum. Við misstum einn af línumönnunum frá okkur í byrjun tímabils og svo hafa hinir tveir línumennirnir verið frá til skiptis, þannig að okkur hefur mjög mikið vantað „þrista“ í vörninni. Þá höfum við stundum þurft að fara í 5-1 vörn í staðinn. Við höfum verið gífurlega óheppnir, tapað mörgum leikjum með einu til þremur mörkum, til dæmis með tveimur á móti sterkum liðum á við [topplið] Montpellier. Ég myndi segja að staðan í deildinni endurspegli ekki frammistöðuna á vellinum því við höfum verið ótrúlega sterkir en óheppnir með meiðsli og annað.“ Hann sagði stutt í endurkomu annarra leikmanna sem eru meidd- ir um þessar mundir. „Þeir eru víst allir að verða heilir aftur núna í janúar. Vonandi komum við tvíefldir til leiks á seinni hluta tímabilsins þegar önnur umferð deildarinnar byrjar í febrúar.“ Vill endurgjalda traustið Darri, sem var kallaður inn í A-landsliðshópinn á EM 2022 í upphafi ársins vegna fjölda kór- ónuveirusmita hjá leikmönnum, sagðist ekkert hafa leitt hugann að landsliðinu, sem tekur senn þátt á HM í Svíþjóð og Póllandi, undan- farið enda í forgangi að jafna sig á meiðslunum til þess að geta hjálpað félagsliði sínu sem fyrst. „Eins og staðan er núna þarf ég bara að einbeita mér að mínum hlutum og koma mér aftur inn á völlinn. Ég held að allir íslenskir handboltamenn vilji vera landsliðs- menn og ég mun auðvitað leggja hart að mér til að vinna fyrir því, að sýna að ég geti verið það í framtíð- inni. En ég hef ekkert verið með HM í huga núna, ég er auðvitað að koma úr mjög erfiðum og langvinnum meiðslum, þetta eru um sex mánuð- ir. Eins og staðan er núna ætla ég að endurgjalda mínum mönnum í Ivry þeirra traust og trú í minn garð, sem ég er ótrúlega heppinn með og þakklátur fyrir,“ sagði hann. „Þrátt fyrir öll þessi meiðsli hafa þeir staðið gífurlega þétt við bakið á mér og verið ótrúlega hjálplegir og þolinmóðir. Ég vil endurgjalda það traust með því að koma tvíefldur til baka,“ sagði Darri að lokum í samtali við Morgunblaðið. FRAKKLAND Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Ljósmynd/Ivry Ivry Darri Aronsson vonast til þess að geta loks leikið sinn fyrsta leik fyrir Ivry í frönsku 1. deildinni í febrúar eftir að hafa ristarbrotnað í tvígang. Grindavík endur- heimti sjöunda sætið Grindavík vann nauman 95:93-sigur á Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin áttust við í hörkuleik í 11. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildar- innar, í Grindavík í gærkvöldi. Grindavík náði nokkrum sinnum drjúgri forystu í leiknum en Þór gafst ekki upp og náði að minnka muninn í aðeins eitt stig, 91:90 og 94:93, undir blálokin en komst ekki nær. Damier Pitts var stigahæstur í liði Grindavíkur með 26 stig og átta fráköst. Skammt undan var Ólafur Ólafsson með 24 stig og níu fráköst. Hjá Þór var Vinnie Shahid stigahæstur með 36 stig og sjö stoðsendingar. Styrmir Snær Þrastarson bætti við 19 stigum auk þess sem hann tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Með sigrinum fór Grindavík upp í 7. sæti deildarinnar á ný þar sem liðið er með 12 stig, en átta efstu liðin komast í úrslitakeppn- ina um Íslandsmeistaratitilinn. Þór heldur hins vegar kyrru fyrir í 11. sæti, fallsæti, þar sem liðið er með einungis 4 stig. Morgunblaðið/Árni Sæberg 36 Vinnie Shahid skoraði 36 stig fyrir Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi. „Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, hafi rætt við sænska félagið Kalmar um að taka við stjórnartaumum karlaliðs félagsins en svo dregið sig sjálfur úr kapphlaupinu um stöðuna.Henrik Jensen, aðstoðar- þjálfari Midtjylland í Danmörku, mun taka við þjálfun Kalmar.Davíð Kristján Ólafsson, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, er á mála hjá Kalmar. „ ÍBV hefur fengið hvítrússneska handknattleiksmarkvörðinn Pavel Miskevich í sínar raðir og samið við hann um að leika með liðinu út þetta tímabil. Hann er 25 ára gamall og kemur til Eyja frá San José Lanzarote frá Kanaríeyjum sem leikur í spænsku C-deildinni. Miskevich lék áður með SKAMinsk, sterkasta liði Hvíta-Rúss- lands. „Alls hafa ellefu leikmenn Detroit Pistons og Orlando Magic verið úrskurðaðir í leikbann af NBA-deildinni í körfuknattleik karla eftir að slagsmál brutust út í leik liðanna aðfaranótt fimmtudags.Killian Hayes, leikmaður Detroit, fékk lengsta bannið, þrjá leiki, fyrir að gefa Moe Wagner, leikmanni Orlando, harkalegt olnbogaskot í hnakkann.Wagner hafði áður hrint Hayes á varamannabekk Detroit og fékk fyrir vikið tveggja leikja bann. Hamidou Diallo hjá Detroit fékk eins leiks bann fyrir að hrindaWagner og átta leikmenn Orlando fengu sömuleiðis eins leiks bann fyrir að fara af varamannabekk sínum að vara- mannabekk Detroit meðan á nokkurs konar óeirðum stóð. Leikmennirnir átta hjá Orlando eru þeir Cole Anthony, R.J. Hampton,Gary Harris, Kevon Harris,Admiral Schofield, Franz Wagner,Mo Bamba og Wendell Carter. „Marc Overmars, íþróttastjóri belgíska knattspyrnufélagsins Royal Antwerp og fyrrverandi leikmaður Ajax, Arsenal og Barcelona, hefur verið lagður inn á spítala eftir að hafa fengið vægt heilablóðfall. Antwerp greindi frá þessu í tilkynningu þar sem sagði að Overmars hefði kvartað undan vanlíð- an á fimmtudag. Þar sagði einnig að honum líði prýðilega sem stendur en muni þurfa að taka því rólega um skeið. Overmars og fjölskylda hans muni nú einblína á að hann nái bata. „Enock Mwepu, sem neyddist nýverið til að hætta knattspyrnuiðkun vegna hjartavandamála, hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá félagsliðinu sem hann var síðast á mála hjá, Brighton & Hove Albion. Mwepu, sem er 24 ára gamall, hefur verið ráðinn nýr þjálfari U9-ára liðs drengja hjá félaginu. Hann hafði staðið sig vel með Brighton í ensku úrvalsdeildinni undanfarið eitt og hálft tímabil þegar hann veiktist í flugi á leið í landsliðsverkefni með Sambíu í september síðastliðnum. Eftir að hafa gengist undir rannsóknir hjá Brighton í kjölfar veikindanna kom í ljós hjartagalli. Í október tilkynnti Brighton svo að Mwepu neyddist til að leggja skóna á hilluna þar semmikil hætta væri á því að hann yrði fyrir banvænu hjartaáfalli ef hann héldi áfram knattspyrnuiðkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.