Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 51
Subway-deild karla Grindavík – Þór Þ.................................... 95:93 Breiðablik – Haukar............................. (62:57)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. NBA-deildin Charlotte – Oklahoma City.................. 121:113 Indiana – Cleveland ............................. 135:126 Boston – LA Clippers........................... 116:110 Toronto – Memphis.............................. 106:119 San Antonio – New York..................... 122:115 Dallas – Houston................................... 129:114 Staðan í Austurdeild: Boston 26/10, Brooklyn 23/12, Milwaukee 22/12, Cleveland 22/14, Philadelphia 20/13, Indiana 19/17, Miami 18/17, New York 18/18, Atlanta 17/18, Chicago 15/19, Toronto 15/20, Washington 15/21, Orlando 13/23, Charlotte 10/26, Detroit 9/28. Staðan í Vesturdeild: New Orleans 22/12, Denver 22/12, Memphis 21/13, LAClippers 21/16, Phoenix 20/16, Dallas 20/16, Sacramento 18/15, Portland 18/16, Utah 19/18, Golden State 18/18, Minnesota 16/19, Oklahoma City 15/20, LA Lakers 14/21, San Antonio 12/23, Houston 10/25. Þýskaland Metzingen – Neckarsulmer ............... 35:32  Sandra Erlingsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Metzingen. Buxtehuder – Zwickau ....................... 27:26  Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Zwickau. Svíþjóð Kristianstad – Helsingborg ............... 34:19  Ásgeir Snær Vignisson var ekki í leik- mannahópi Helsingborg. Vináttulandsleikir karla Túnis – Suður-Kórea .............................. 35:32 Pólland – Brasilía..................................... 31:23 ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 Larsen ráðinn landsliðsþjálfari Daninn Kenneth Larsen hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari karla- og kvennaliða Íslands í bad- minton. Larsen tekur til starfa 1. janúar 2023 og mun starfa fyrstu vikurnar við hlið Helga Jóhannes- sonar, sem hefur verið landsliðs- þjálfari síðan 2019. Larsen var áður landsliðsþjálf- ari Íslands frá 2004 til 2007 og samkvæmt tilkynningu frá Bad- mintonsambandi Íslands hlakkar hann til þess að vinna aftur með íslenskum þjálfurum og spilurum. Ljósmynd/BSÍ EndurkomaKenneth Larsen er tek- inn við íslenska landsliðinu á ný. Ronaldo búinn að semja? Bandaríski miðillinn CBS Sports greindi frá því í gær að portú- galski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo væri búinn að skrifa undir samning við sádi-ar- abíska félagið Al-Nassr. Að sögn miðilsins skrifaði Ronaldo undir samninginn, sem færir honum 75 milljónir bandaríkjadala í árslaun, í gær. Áætlað er að félagið tilkynni formlega um skiptin eftir leik liðsins gegn Al-Khaleej í sádi-ar- abísku deildinni í dag. AFP/Patrícia de Melo Moreira Sádi-Arabía Svo virðist sem Ronaldo sé búinn að finna sér nýtt félag. Hver er besti knattspyrnumað- ur sögunnar? Svarið sem þú færð við þessari spurningu ræðst að miklu leyti af aldri viðkomandi. Ef hann fæddist fyrir árið 1960 (er sem sagt eldri en ég) eru yfirgnæfandi líkur á að svarið sé: Pelé. Ef hann fæddist á tímabilinu 1960 til 1980 eru allar líkur á að svarið sé: Diego Maradona. En sé viðkomandi fæddur eftir það er viðbúið að svarið verði annaðhvort Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi. Nú í árslok 2022 er Messi líkleg- asta svarið eftir framgöngu hans á heimsmeistaramótinu í Katar. Samanburður eins og þessi er alltaf afstæður og unga kyn- slóðin í dag spyr einfaldlega: Ha, hver var þessi Pelé? Í dag sjáum við hvert skref og hverja hreyfingu hjá Messi, Rona- ldo og öðrum fremstu fótbolta- mönnum heims. Við fengum Maradona í beinum útsendingum frá HM 1986, 1990 og 1994. Eldri kynslóðirnar sáu í sjálfu sér ekki mikið til Pelé, en heyrðu og lásu þeim mun meira um þennan brasilíska snilling. Þegar Brasilía varð heimsmeistari 1970, með lið sem talið hefur verið það besta í sögunni og með Pelé sem besta mann keppninnar, sáum við að- eins stuttar fréttamyndir daginn eftir úrslitaleikinn. En hvað sem öllum samanburði líður þá er einstakur maður fallinn frá. Pelé hafði gríðarleg áhrif á fótboltann og á líf fólks um allan heim. Það sést best á viðbrögðum heimsbyggðarinnar við andláti hans. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Pelé, eign heimsbyggðar lBrasilíski knattspyrnusnillingurinn á forsíðumheimsblaðanna í hinsta sinn lFyrirmynd ungmenna sembraust úr fátækt til frægðarmeð fótboltanum Hvar varstu þegar þú fréttir að Kennedy hefði verið skotinn í Dallas? Það muna allir sem voru komnir til vits og ára í nóvember 1963. Hvar varstu þegar þú fréttir að John Lennon hefði verið skotinn í New York? Það muna allir sem voru komnir til vits og ára í desember 1980. Hvar varstu þegar þú fréttir af friðsælu andláti Pelé á sjúkrabeði í São Paulo að kvöldi 29. desember 2022? Án þess að fara frekar út í samanburð á Kennedy, Lennon og Pelé, forseta, listamanni og fót- boltamanni, þá var fréttin um að brasilíski knattspyrnusnillingurinn væri allur, um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld, sú fyrirferðarmesta í fjölmiðlum um allan heim næstu klukkutímana. Næsta sólarhringinn. Athyglin var meiri en margur þjóðarleiðtoginn hefði fengið. Þetta var forsíðufrétt heimsbyggðarinnar þrátt fyrir að maðurinn væri 82 ára gamall og ljóst hefði verið síðustu dagana hvert stefndi. Og, já, það má alveg skjóta að þeirri merkilegu tilviljun að bæði Lennon og Pelé fæddust í október árið 1940, með nokkurra daga millibili. Afrekaskrá Pelé ein og sér er löng og viðamikil og hér verður aðeins stiklað á því stærsta en varðandi ítarlegri frásagnir af helstu afrekun- um er bent á greinina: Pelé er látinn, sem birtist á mbl.is í fyrrakvöld. Einstök afrekaskrá Heimsmeistari með Brasilíu 1958, 1962 og 1970. Skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM 1958, þá 17 ára gam- all, og valinn besti leikmaður HM 1970. Valinn besti ungi leikmaður HM 1958 og næstbesti leikmaður keppninnar. Varð fyrstur til að skora á fjórum heimsmeistaramótum. Hlaut Gullboltann, Ballon d’Or, sem besti knattspyrnumaður heims 1958, 1959, 1960, 1961, 1963, 1964 og 1970. Sigurvegari í Intercontinental Cup, keppni bestu félagsliða Suð- ur-Ameríku og Evrópu, með Santos 1962 og 1963 eftir sigra á Benfica og ACMilan. Sigurvegari í Intercontinental Supercup, keppni milli fyrri sigur- vegara í áðurnefndri keppni, árið 1968 eftir sigur á Inter Mílanó í úrslitaleik. Brasilískur meistari með Santos 1961, 1962, 1963, 1964, 1965 og 1968. Markakóngur í Brasilíu 11 sinnum frá 1957 til 1973. Markamet hans í brasilísku deildinni, 58 mörk í 38 leikjum árið 1958, hefur aldrei verið slegið. Bandarískur meistari með New York Cosmos 1977. Deildi titlinum besti knattspyrnu- maður 20. aldarinnar hjá FIFA með Argentínumanninum Diego Maradona. Skoraði 775 mörk í 840 opinberum mótsleikjum og samtals 1.281 mark í 1.363 leikjum á ferlinum. Hann á markamet brasilíska landsliðsins, 77 mörk í 92 leikjum, en Neymar jafnaði það fyrr í þessummánuði. Þó einhverjum kunni að finnast þessi upptalning löng og glæsileg þá eru þetta bara allra stærstu atriðin á ferilskrá Pelé sem var tengdur fótboltanum til hinsta dags og fylgd- ist með heimsmeistarakeppninni í síðasta skipti af sjúkrabeði í São Paulo fyrr í þessummánuði. Besti leikur gegn Benfica Sjálfur sagði Pelé að sinn besti leikur hefði verið þegar Santos vann Evrópumeistara Benfica 5:2 í Lissabon í seinni úrslitaleik liðanna í áðurnefndri keppni Suður-Ameríku og Evrópu árið 1962. Santos hafði unnið nauman heimasigur, 3:2, í fyrri leiknum en Pelé fór hamförum í Lissabon og kom brasilíska liðinu í 5:0 með þrennu. Hann gerði fimm af átta mörkum Santos í leikjunum tveimur. Íþróttamaður aldarinnar Fjölmargir fjölmiðlar og fleiri aðilar um allan heim kusu hann íþróttamann 20. aldarinnar, þar á meðal alþjóðaólympíunefndin, enda þótt Pelé hefði aldrei keppt á Ólympíuleikum, þar sem atvinnu- menn voru ekki gjaldgengir. Hann fékk ekki síður fjölda viðurkenninga eftir að ferlinum lauk en á meðan hann lék fótbolta sem atvinnumaður frá 15 ára aldri og þar til hann lék kveðjuleikinn 37 ára gamall. Það var við hæfi að sá leikur var á milli Santos og New York Cosmos á troðfullum Giants-leikvanginum í New York 1. október 1977. Fram að komu Pelé til Bandaríkjanna árið 1975 höfðu fáir þar í landi einhverja þekkingu á knattspyrnu, eða „soccer“ eins og íþróttin kallast þar, en áhuginn fyrir brasilíska snillingnum smitaði út frá sér og kom knattspyrnunni á kortið í þessu stóra landi. Þjóðargersemi Ríkisstjórn Brasilíu og forseti lýstu Pelé formlega sem „þjóðargersemi“ árið 1961 þegar hann var rétt tvítug- ur að aldri og það segir sitt um stöðu hans sem þjóðhetju í landinu. Hann var um leið fyrirmynd óteljandi ungmenna í heimalandi sínu sem sáu hvernig var hægt að brjótast frá fátækt til frægðar. Pelé nýtti sér líka frægðina til góðra verka því hann barðist fyrir og studdi alls konar þró- unarverkefni, heima sem erlendis. Knattspyrnuritstjóri The Times, Henry Winter, skilgreindi Pelé og áhrif hans í fáum en meitluðum orð- um í gær: „Pelé tilheyrði ekki bara Brasilíu. Hann tilheyrði heimsbyggð- inni.“ PELÉ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is AFP Bestur Pelé var á hátindi frægðar sinnar í úrslitaleik HM í Mexíkó sumarið 1970 þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í úrslitaleiknum. Brasilía vann Ítalíu 4:1 og Pelé var besti leikmaður keppninnar. Þrefaldur Pelé með heimsstyttuna eftirsóttu en þann verðlaunagrip hefur hann unnið oftast allra, árin 1958, 1962 og 1970 með Brasilíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.