Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 22
FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík 415 4000 | kemi.is | kemi@kemi.is Bílavarahlutir BOSCH ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 31. desember 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 143.21 Sterlingspund 172.22 Kanadadalur 105.35 Dönsk króna 20.507 Norsk króna 14.455 Sænsk króna 13.667 Svissn. franki 154.98 Japanskt jen 1.0721 SDR 190.75 Evra 152.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.6057 STUTT Sjóður frá Abú Dabí kaupir Edition-hótelið z Fjárfestingafé- lagiðADQ, sem er einn af þjóðar- sjóðumAbú Dabí, hefur fest kaup á eignarhlut SÍA III, sjóðs í stýringu Stefnis, í Reykja- vík Edition-hótel- inu viðAusturhöfn í Reykjavík. Þá hefurADQ einnig keypt hluti annarra hluthafa, sem eru bæði lífeyrissjóðir og einkafjárfestar, en hlutinn áttu þeir í gegnum eignarhalds- félagið Mandólín hf., sem átti um 70% hlut í hótelinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa viðræður staðið yfir um sölu á eignarhlutnum í um hálft annað ár. Kaupverðið er ekki gefið upp. Carpenter & Co., sem hefur verið meðeigandi Mandólín í verkefninu,mun halda hlut sínum í félaginu eftir því sem fram kemur á vef Stefnis, og engar breytingar verða á rekstri Reykjavík Ed- ition sem áfram verður rekið af Marriott International. Þá kemur einnig fram að salan sé í samræmi við þá sýn SÍA III að hóteliðmyndi vekja áhuga erlendra langtímafjárfesta sem sjá tækifæri í því að taka þátt í frekari framþróun ferða- mannaiðnaðar hér á landi. Marriott Edition-hótelið var opnað haustið 2021 og er eitt glæsilegasta hótel landsins. Framkvæmdir við hótelið tóku lengri tíma en áætlað var í upphafi, meðal annars vegna heimsfaraldurs, og reyndust þá að sama skapi kostnaðar- samari. Marriott Edition- hótelið í Reykjavík. Fram undan er mesti álagstími þeirra verslana sem selja íþróttatengdar vörur, hvort sem það er æfingabún- aður, fatnaður eða fæðubótarefni. Enda ófáir sem setja sér áramótaheit eftir hátíðarhöld desembermánaðar, setja sér markmið um breyttan lífs- stíl og vilja taka sig á í heilsurækt. Undanfarin misseri hafa íslenskir smásalar og neytendur þó fundið fyrir kreatínskorti, en efnið hefur allt að fjórfaldast í verði á síðastliðnum tveimur árum. Aukin eftirspurn Kreatín er vinsælasta fæðubótar- efni í heimi og það mest rannsakaða í þokkabót. Það eykur sprengikraft í vöðvum og er einstakt að því leytinu til að það er notað í öllum íþróttum. „Allir sem eru í einhvers konar átaki kaupa kreatín“, segir Svavar Jóhannsson, eigandi FitnessSport í samtali við Morgunblaðið. „Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir þetta.“ Gunnar Emil Eggertsson, fram- kvæmdastjóri Hreysti, tekur í sama streng og segir að algjör sprengja hafi orðið í eftirspurn á efninu. Hann bendir á að með tilkomu vitundarvakningar um gagnsemi kreatíns, hafi konur byrjað að nota efnið í meira mæli en áður. „Þú getur rétt ímyndað þér hvaða áhrif það hefur þegar markhópurinn skyndilega tvöfaldast,“ segir hann. Fyrir faraldur jókst sala á kreatíni um liðlega 5% árlega. Í apríl 2020, snemma í kórónuveirufaraldrinum, varð hins vegar algjör sprenging í sölu á fæðubótarefninu og jókst salan á heimsvísu um tæplega helming sam- anborið við árið á undan. Sú mikla söluaukning hefur ekki gengið til baka síðan, og heimsmarkaðsverð fjórfald- ast á sama tímabili. Skortur og hamstur Bæði fyrirtækin hafa þurft að þola skerðingar á sínum birgðum, vegna skorts á kreatíni. Til viðbótar við hina stórauknu eftirspurn og sölu hefur orðið framleiðslu- og flutningsbrestur frá Kína. Svavar segist nú reyna að versla meira við þýska birgja, en því fylgi þó alltaf óvissa, nokkrar vikur fram í tímann. Gunnar segir að hans birgjar hafi tekið upp á því að skammta í smásölu- fyrirtækin mánaðarlega, og dregið hafi úr vöruúrvali, en til dæmis komi einingar í minni skömmtum. Hann hafi lent í því að lagerinn tæmist í nokkra daga og fyrir vikið er fólk farið að skrá sig á biðlista eftir kreatíni. „Svo rýkur þetta út um leið og eitthvað kemur til landsins,“ bætir Gunnar við. Aðspurður segist hann hafa orðið var við hamstur. Neytendur reyni að birgja sig aðeins upp svo þeir verði ekki uppiskroppa. Það er ekki aðeins kreatínið sem hefur hækkað í verði, heldur hefur verð á mysupróteini nánast tvöfald- ast. Hvorugur rekstrarmannanna hefur orðið var við skort á próteininu, en þeir taka eftir verðhækkunum. Sú verðhækkun nær þó aðeins til mysu- próteins, en ekki til plöntupróteins, sem er dýrara fyrir. zFæðubótarefni hafa hækkað töluvert í verðizSkammtað ofan í smásala zTakmarkað framboð að utanzKonur nota kreatín í auknum mæli Átakið dýrara enáður Fæðubótarefni »Heimsmarkaðsverð á krea- tíni hefur allt að fjórfaldast á nokkrum árum. »Markhópurinn tvöfaldast. »Sala hefur aukist töluvert mikið á sama tíma og fram- leiðsla dregst saman og leita þarf á ný mið. »Mysuprótein hefur einnig hækkað mikið í verði. Björn Leví Óskarsson blo@mbl.is Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson HeilsaÁramótaátakið verður dýrara, kjósi fólk að nýta sér fæðubótarefni til þess að ná auknum árangri. Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins var ekki skylt að fram- kvæma útboð vegna kaupa á hraðprófum við Covid-19. Félag atvinnurekenda krafðist þess fyrir kærunefnd útboðsmála að samningar milli heilsugæslunnar og tveggja heildsala yrðu gerðir óvirkir, því kaupin hefðu verið útboðsskyld. Með vísan til ófyr- irsjáanlegra ástæðna og neyðar- ástands taldi kærunefndin að heilsugæslunni hefði verið heim- ilt að nýta undantekningarheim- ild laga um opinber innkaup. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, segir að félagið muni sennilega una úrskurðinum, en mikilvægt sé að láta á svona mál reyna, því eftirliti með innkaupum hins opinbera sé ábótavant. Máttu kaupa hraðpróf Morgunblaðið/Eggert ÚtboðHeilsugæslunni var heimilt að ganga til samninga án útboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.