Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 16
FRÉTTIR Innlent16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Stóll E60 orginal kr. 44.100 Retro borð 90 cm kr. 156.200 (eins og á mynd) Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is „Tímamótin eru stór þótt ekki standi nú til að minnast þeirra í nokkru,“ segir Björn G. Björnsson. Að kvöldi nýársdags eru liðin rétt 60 ár frá því Savanna tríóið kom fram í fyrsta sinn á Grillinu á Hótel Sögu sem þá var nýlega opnað. Þetta var á því herrans ári 1963. Þarna kom tríóið fram með fullæfða skemmtidagskrá og skemmti gest- um á Grillinu og á tveimur öðrum stöðum í borginni þetta kvöld. Segja má að þarna hafi tónninn verið gef- inn, því með þessu hófst ferill sem stóð í fimm ár með söng um allt land, hljómplötum, sjónvarpsþátt- um og skemmtunum innanlands og utan. Vinsældirnar voru komnar. Þjóðlög og kúrekatónlist Savanna tríóið skipuðu auk Björns þeir Troels Bendtsen og Þórir Baldursson. Saman störfuðu þeir til ársins 1967 að leiðir skildi. Þá var Björn farinn að starfa við leikmyndagerð á Sjónvarpinu sem þá var nýlega stofnað. Troels, sem lengi var kennari, stofnaði tríóið Þrjú á palli en fór síðan út í viðskiptalífið með eigið fyrirtæki. Þórir menntaði sig í tónlist og varð þekktur tónlistarmaður. Einkum flutti Savanna tríóið þjóðlaga- og kúrekatónlist en fyrirmyndin var meðal annars Kingston-tríóið bandaríska. Lög í þeim stílnum byrjuðu félagarnir að syngja og spila á námsárum sínum í MR og Verzlunarskólanum. Mörkuðu skil í tónlist og menningu Síðastliðið vor færðu þeir Björn, Troels og Þórir Tónlistarsafni Íslands, sem er deild innan Lands- bókasafnsins í Þjóðarbókhlöðunni, ýmis gögn frá Savannaferli sínum. Í þeim pakka voru minnisbæk- ur, nótur og úrklippu-, bréfa- og myndasafn. Einnig langspil sem tilheyrði tríóinu og stundum var leikið á. Munirnir eru því komnir á góðan stað og sögunni þar með haldið til haga. Slíkt skiptir máli því Savanna tríóið, sem nefnt er eftir hinu víðfeðma gróðurbelti í Afríku, markaði skil í íslenskri tónlist og menningu á marga lund. „Nei, við höfum mjög sjaldan frá því Savanna tríóið hætti árið 1967 komið saman opinberlega. Slíkt gerðum við síðasta árið 2009 á Jólagestum Björgvins. Og þótt við stöndum á tímamótum nú, það er að sextíu ár eru liðin frá því við stigum fyrst saman á svið, er endur- koma ekkert inni í myndinni. Við erum löngu dottnir úr allri æfingu í tónlistinni og lifum bara á góðum minningum frá þessum tíma. Þó er eftirtektarvert að lögin sem við sungum lifa enn meðal Íslendinga og sumir virðast jafnvel halda að við séum enn starfandi. Að lifa þannig í minni fólks er ansi gott,“ segir Björn. lSaga frá nýárskvöldi árið 1963lSavanna sönglKingston var fyrirmyndlEru úræfingu og endurkoma ekki á dagskrálNutumikilla vinsælda og lögin lifa enn Sungu fyrst fyrir sextíu árum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Söngur Þjóðlög og kántrítónlist voru áberandi á efnisskrá Savanna. Hér eru félagarnir á upphafsdögum sínum með söng og spil. Frá vinstri Björn G. Björnsson, Troels Bendtsen og Þórir Baldursson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Félagar Savanna í Þjóðarbókhlöðunni síðastliðið vor þegar þeir afhentu Tónlistarsafni Íslands gögn og muni ýmiss konar frá ferli sínum. Framfarasjóður Samtaka iðnað- arins hefur veitt þremur verk- efnum styrki samtals að upphæð 14,4 milljónir króna. Við val á verkefnunum var horft til þess að þau efldu menntun í iðn-, verk- og tækninámi, að um væri að ræða nýsköpun sem styrkti framþróun í iðnaði og að þau leiddu til fram- leiðniaukningar. Verkefnin sem hljóta styrki úr Framfarasjóðinum eru Félag blikksmiðjueigenda, sem fær 5 milljónir. Félag ráðgjafa- verkfræðinga og Samtök arki- tektastofa fá einnig 5 milljónir og Samtök skipaiðnaðarins fá 4,4 milljónir króna. Samtök iðnaðarins segja val á þessum verkefnum endurspegla áherslur samtakanna. Sjóðurinn var stofnaður árið 2016 í þeim tilgangi að skapa farveg til að styðja við og þróa framfaramál tengd iðnaði. Sjóðnum bárust níu umsóknir að þessu sinni. lÆtlað að efla iðnnámognýsköpun Framfarasjóður með þrjá styrki Ljósmynd/BIG Framfarir Fulltrúar styrkþega og Samtaka iðnaðarins við afhendinguna. Sullivan fékk land- könnunarverðlaun Geimfarinn Kathy Sullivan hlaut land- könnunar- verðlaun Leifs Eiríkssonar í ár, en þau voru veitt á Húsavík í vikunni. Könnunar- safnið á Húsavík veitir verðlaunin, sem nú var gert í sjötta sinn. Tiilefnið er að sýna sóma þeim sem unnið hafa afrek í landkönnun og vísindastarfi. Kathy Sullivan á að baki þrjú geimflug og hefur ferðast 356 sinnum umhverfis jörðina. Var í áhöfn geimskutlurnar Discovery sem komHubble-sjónaukanum á braut um jörðu árið 1990. Þá setti geimskutlan hæðarmet er hún flaug í 621 kílómetra hæð yfir jörðu. Árið 2020 varð Sullivan fyrst kvenna til að kafa niður í Challenger-dýpið í Maríanadjúp- ál, dýpsta parti hafsins, sem er um 11 km undir sjávarmáli. Árið 2013 skipaði Barack Obama forseti Sullivan forstjóra NOAA, hafrannsókna- og lofts- lagsstofnunar Bandaríkjanna. Kathy Sullivan Borholuhús brann í Mosfellssveit Borholu- hús Veitna í Mosfells- sveit brann í fyrrinótt með þeim afleiðing- um að stór og öflug borhola datt úr rekstri tímabundið. Í gær lá ekki fyrir hvað olli brunanum. Borholan, sem ber heitið MG-29, er staðsett í Reykjahlíð í Mosfellssveit og er ein af tólf borholum Veitna á svæðinu. Um er að ræða stóra og öfluga bor- holu sem skilar um 300 m3 af 93 gráðu heitu vatni á klukkustund. Bruninn varð til þess að íbúar í sumum hverfum fundi fyrir þrýstingsfalli á heitu vatni. Borholuhús Veitna sem brann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.