Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 56
Í lausasölu 1.410 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 365. DAGUR ÁRSINS 2022 MENNING Hátíðarhljómar við áramót Gamla árið verður kvatt með trompet-, básúnu- og orgelleik í ljósaskiptunum á síðasta degi ársins, í dag kl. 16. Fram koma trompetleikararnir Gunnar Kristinn Óskarsson og Ólafur Elliði Halldórsson og básúnuleik- ararnir Gunnar Helgason, Steinn Völundur Halldórsson og Björn Steinar Sólbergsson organisti. Miðar fást við innganginn og á vefnum tix.is. ÍÞRÓTTIR Darri hóf atvinnuferilinn á tveimur ristarbrotum Handboltamaðurinn Darri Aronsson sér loksins fram á að geta byrjað að æfa og spila með sínu nýja liði, Ivry í Frakklandi, eftir að hafa ristarbrotnað tvisvar með þriggja mánaða millibili í sumar og haust. Íslenskur bæklunarlæknir vildi senda Darra í aðgerð eftir fyrra brotið en liðslæknir Ivry taldi það óþarfa.» 50 Drauga hefur víða verið getið og í bókinni Draugaslóðum á Íslandi tekur Símon Jón Jóhannsson saman um 100 draugasögur úr öllum landshlutum. „Það losnar um allan draugagang um áramót,“ segir Símon. „Þá fara allir á stjá.“ Símon hefur leitað fanga í þjóðsagnasöfnum. „Ég endurskrifa sögurnar,“ segir hann. Í bókinni eru fjölmargar ljósmyndir, sem Ívar Gissurarson hjá Bókaútgáfunni Nýhöfn sá um, og kort eftir Guðjón Inga Hauksson. Fyrir um tveimur árum kom út bókin Hulduheimar – Huldufólksbyggðir á Íslandi í saman- tekt Símonar og segir hann að þeir hafi fetað svipaða slóð nú. „Þjóðsögurnar eru óaðgengi- legar,“ segir Símon um eina helstu ástæðu útgáfunnar. Almennt fari fólk ekki í þjóðsagnasöfn til að lesa þessar sögur sem séu auk þess skrifaðar á fyrndu máli. „Ég er í raun að bera þær á borð fyrir nútímann.“ Sögurnar eru á áhugasviði Símonar en hann er meðal annars þjóðfræðingur. Hann hefur kennt í Flensborg í Hafnarfirði í yfir 30 ár og meðal annars verið með kúrs í þjóðfræði undanfarin ár. Meðfram kennslunni hefur hann stundað þjóðfræðirannsóknir og sent frá sér fjölmargar bækur. „Allur sagna- arfurinn er hluti af þjóðfræðinni og frá æsku hef ég verið mjög heillaður af öllu þessu dularfulla og skrýtna í kringum okkur.“ Ólst upp við drauga Símon er frá Akureyri og var mjög meðvitaður um drauga í æsku. Hann bendir á að flestar drauga- sögur sé að finna á Snæfellsnesi, Ströndum og Norðurlandi. Að vísu geti það verið vegna mismunandi áhuga þeirra sem söfnuðu sög- um fyrir til dæmis Jón Árnason, að sumir hafi verið duglegri að safna sögum en aðrir. „Þarna virðast samt vera heitu blettirnir á landinu.“ Meistaraprófsritgerð Símonar í þjóðfræði, sem hann lærði í Noregi, er um eyfirska drauga. Hann fann 120 drauga í 80 sögum frá svæðinu og skrifaði út frá því með spurn- inguna hvað gerir mann að draug sem útgangspunkt. Hann segir að þeir sem deyi af slysförum eða ósáttir verði gjarnan draugar, en þeir sem deyi úr elli eða venjulegum veikindum fari yfirleitt ekki á stjá. Illskeyttustu draugarnir séu þeir sem séu vaktir upp og sendir til annarra til að gera þeim mein og jafnvel drepa þá. „Þessir draugar voru mest áberandi á galdratíman- um á 18. öld,“ upplýsir hann. Í bókinni eru draugasögur frá fyrstu árum Íslandsbyggðar til nútímans og á Símon erfitt með að gera upp á milli þeirra. „Ef ég ætti að nefna eina sögu myndi ég nefna „Djáknann á Myrká“. Mér hefur alltaf fundist hún vera feikilega mögnuð.“ lTók samanum 100draugasögur úr öllum landshlutum Draugar bornir á borð fyrir nútímann Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stoltur Símon Jón Jóhannsson hefur safnað saman um 100 draugasögum víða um land í eina bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.